top of page

Fréttir



Á héraðsþingi HSH sem haldið var í grunnskólanum í Stykkishólmi fimmtudaginn 14. mars voru veittar heiðranir fyrir vel unnin störf í þágu íþróttahreyfingarinnar. Það voru þau Ríkharður Hrafnkelsson, Gunnar Svanlaugsson, María Alma Valdimarsdóttir og Davíð Sveinsson sem fengu viðurkenningu fyrir sín störf. Jóhann Steinar Inginmundarson, stjórnarmaður UMFÍ afhenti starfsmerki UMFÍ og Garðar Svansson afhenti viðurkenningar ÍSÍ fyrir þeirra hönd.


María Alma Valdimarsdóttir – silfurmerki ÍSÍ

María Alma Valdimarsdóttir hefur setið í aðalstjórn Snæfells frá 1993 fyrst sem ritari, gjaldkeri frá 1997 og er enn. María var einnig í stjórn sunddeildar. María keppti lengi í sundi og blaki fyrir Snæfell. Einnig sá María um sundþjálfun hjá félaginu í mjög langan tíma.


Ríkharður Hrafnkelsson - gullmerki ÍSÍ

Hann er fyrsti formaður Golfklúbbsins Mosta í Stykkishólmi 1984 og var formaður fram til 2009 Hann var forsvarsmaður stofnunar Mostra og var formaður klúbbsins í 25 ár. Jafnframt hefur hann starfað fyrir Körfuknattleikssambandið og setið þar í mótanefnd og þar af formaður til nokkura ára. Hann var sæmdur gullmerki KKÍ 1991, gullmerki GSÍ 2004 og silfurmerki ÍSÍ 2003. Hann hefur starfað vel fyrir íþróttahreyfinguna og starfar ennþá. Hann er í vallarnefnd Mostra auk annarar verkefna fyrir Héraðssambandið og annarra íþróttagreina


Gunnar Svanlaugsson – gullmerki ÍSÍ

Gunnar Svanlaugsson er búinn að vera mjög virkur í öllu starfi Snæfells nánast frá fæðingu og er enn að nú sem formaður körfuknattleiksdeildar, Gunnar hefur keppt og þjálfað í flestum greinum sem stundaðar eru hjá Snæfelli, Gunnar er gríðarlega öflugur og mikilvægur fyrir allt starf félagsins.


Davíð Sveinsson – starfsmerki UMFÍ

Davíð Sveinsson hefur verið gríðalega ötull stjórnarmaður fyrir Snæfell í gegnum tíðina.

Davíð var formaður Snæfells árin 1989-1990 og hefur auk þess setið í stjórnum flestra deilda Snæfells síðastliðin 40 ár. Hann er enn gjaldkeri körfuknattleiksdeildar félagsins.

Davíð keppti lengi í körfubolta og fótbolta fyrir Snæfell hann hefur einnig lagt sitt af mörkum í þjálfun og dómgæslu fyrir Snæfell.

HSH hélt sundnámskeið í samstarfi við Sundsamband Íslands í sundlaug Snæfellsbæjar sunnudaginn 10. mars s.l. Þjálfari námskeiðsins var Ágúst Júlíusson frá Akranesi. Ágætis þátttaka var á námskeiðinu hjá börnum og unglingum og allir höfðu gaman af. Upphaflega stóð einnig til að vera með námskeið fyrir fullorðna en það þurfti að aflýsa því vegna dræmrar skráningar.


bottom of page