top of page
7C2A2924.jpg

Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og Íþróttafélags fatlaðra. Markmiðið með verkefninu er að:


- Fjölga tækifærum fatlaðra til íþróttaiðkunar


- Að öll börn og ungmenni eigi möguleika á því að taka þátt í íþróttum í sínu nær umhverfi í samræmi við óskir sínar og þarfir - með viðeigandi aðlögun.


- Að allir skulu eiga kost á að öðlast reynslu af þátttöku í íþróttum og verða sér úti um leikni til að þróast í öryggi og góðum félagsskap.


Allir með leikarnir verða haldnir laugardaginn 9.nóvember 2024 í Laugardalnum fyrir börn með fatlanir á grunnskólaaldri. Leikarnir eru með það að markmiði að fjölga tækifærum barna með fatlanir á grunnskólaaldri.

Allar upplýsingar má finna hér: https://allirmed.com/allir-med-leikarnir/




HSH bauð upp á skyndihjálparnámskeið fyrir þjálfara og stjórnarmeðlimi aðildarfélaganna í síðustu viku. Námskeiðin fóru fram í Snæfellsbæ, Grundarfirði og Stykkishólmi. Markmiðið með því að bjóða upp á námskeið sem þessi er að þjálfarar innan HSH séu með gilt skyndihjálparskírteini. Námskeiðin gengu vel fyrir sig en um 20 þjálfarar og stjórnarmeðlimir sátu námskeiðin. Gísli Pálsson var leiðbeinandi á námskeiðunum. Að námskeiðum loknum bauð HSH þátttakendum upp á hressingu.


Þátttakendurnir voru sammála um að námskeið sem þessi væru gríðarlega mikilvægt og því er það stefna HSH að boðið verður áfram upp á skyndihjálparnámskeið á haustin.


bottom of page