
Sunnudaginn 11.janúar var kynnt hver það var sem hlaut nafnbótina Íþróttamanneskja HSH árið 2025 að Langaholti. Að auki var sjálfboðaliðum HSH veittar viðurkenningar fyrir þeirra störf. Nýung í ár var að stjórn HSH afhenti Hvatningaverðlaun til þriggja verkefna sem þóttu skara fram úr á árinu.
Alexandra Björg Andradóttir var kjörin Íþróttamanneskja HSH 2025 ásamt því að vera Blakíþróttamanneskja HSH 2025. Alexandra Björg Andradóttir er efnilegur og öflugur leikmaður. Hún er einn af lykilleikmönnum í meistaraflokki kvenna, sem spilar í 1. deild á yfirstandandi tímabili. Alexandra er mikil fyrirmynd fyrir unga iðkendur – dugleg, metnaðarfull og með mikið keppnisskap. Á árinu hefur hún verið valin í tvö verkefni með íslenska landsliðinu. Dagana 26.–30. júní fór hún til Írlands og keppti á Smáþjóðaleikunum með unglingalandsliðinu, þar sem hún stóð sig afar vel. Síðar á árinu, 23.–27. október, hélt hún til Færeyja með U19 landsliðinu, og átti þar einnig frábæra leiki. Þess má geta að Alexandra Björg er í U17 flokki. Það er mikill heiður og staðfesting á þeirri miklu vinnu sem hún hefur lagt í íþróttina. Alexandra Björg Andradóttir er ekki aðeins styrkur fyrir UMFG og landslið Íslands, heldur einnig fyrirmynd fyrir þau sem stefna hátt í blaki og okkar sívaxandi félag.

Alexandra Björg - Íþróttamanneskja HSH 2025 með verðlaunin eftir að hún kom heim frá Írlandi þar sem hún var stödd með U17 ára landsliðinu við keppni á undankeppni EM. U17 ára liðið gerði sér lítið fyrir og unnu sér þátttökurétt á EM í sumar. Gréta Sigurðardóttir tók á móti verðlaununum fyrir hönd Alexöndru Bjargar.

Skotíþróttamanneskja HSH 2025 - Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir. Jónas Þorsteinsson tók við verðlaununum.

Frjálsíþróttamanneskja HSH 2025 - Alexandra Ásta Þrastardóttir

Knattspyrnumanneskja HSH 2025 - Jón Kristinn Elíasson

Kylfingur HSH 2025 - Margeir Ingi Rúnarsson, Dagný Hermannsdóttir tók við verðlaununum.

Hestaíþróttamanneskja HSH 2025 - Siguroddur Pétursson

Körfuknattleiksmanneskja HSH 2025 - Sturla Böðvarsson
Sjálfboðaliðum HSH voru veitt Silfurmerki HSH fyrir þeirra framlag til aðildarfélaga HSH.
Þau sem voru kjörnir Sjálfboðaliðar HSH 2025 voru:

Arnar Geir Diego Ævarsson – Skotfélag Snæfellsness

Daniel Ali Kazmi – UMF. Snæfell

Eyþór Benediktsson – Golfklúbburinn Mostri

Heimaleikjaráð Snæfells - Dagný Hermannsdóttir og Bergdís Eyland Gestsdóttir tóku við verðlaununum.
Hugrún Elíasdóttir – Golfklúbbur Vestarr
Högni Friðrik Högnason – Hestamannafélagið Snæfellingur

Örvar Ólafsson – UMF. Víkingur Ólafsvík. Erla Gunnlaugsdóttir tók við verðlaununum.
Hvatningaverðlaun HSH 2025

Eva Kristín Kristjánsdóttir, Gréta Sigurðardóttir og Silja Guðnadóttir fyrir þeirra þátt í uppbyggingu blakdeildar UMFG og þeirri velgengni sem lið UMFG hefur náð á þeim mótum sem farið hefur verið á.

Æskulýðsnefnd Snæfellings: Katharina Kotschote, Ulrike Taylor, Katrín Gísladóttir, Sigríður Sóldal ásamt Franziska Kopf og Dagbjörtu Dúnu Rúnarsdóttir – Frábært frumkvöðlastarf að kaupa og koma af stað hestafimleikum fyrir börn á svæðinu. Skemmtileg nýbreytni í hestamennskuna á svæðinu.

Skíðaráð UMFG fyrir mikið og gott starf við uppbyggingu Skíðasvæðis Snæfellsness.
HSH óskar öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og aðstoðina árið 2025.
Ljósmyndir: Sumarliði Ásgeirsson

























