top of page
7C2A2924.jpg

HSH bauð upp á skyndihjálparnámskeið fyrir þjálfara og stjórnarmeðlimi aðildarfélaganna í síðustu viku. Námskeiðin fóru fram í Snæfellsbæ, Grundarfirði og Stykkishólmi. Markmiðið með því að bjóða upp á námskeið sem þessi er að þjálfarar innan HSH séu með gilt skyndihjálparskírteini. Námskeiðin gengu vel fyrir sig en um 20 þjálfarar og stjórnarmeðlimir sátu námskeiðin. Gísli Pálsson var leiðbeinandi á námskeiðunum. Að námskeiðum loknum bauð HSH þátttakendum upp á hressingu.


Þátttakendurnir voru sammála um að námskeið sem þessi væru gríðarlega mikilvægt og því er það stefna HSH að boðið verður áfram upp á skyndihjálparnámskeið á haustin.


HSH mun bjóða upp á skyndihjálparnámskeið fyrir þjálfara aðildarfélaganna í næstu viku í þremur sveitarfélögum frá kl. 16.00 - 20.00.


Námskeiðin eru eftirfarandi: 

3.september - Snæfellsbær, í húsnæði Átthagastofunnar

4.september - Stykkishólmur, í húsnæði GSS

5. september - Grundarfjörður, í húsnæði FSN. 


Leiðbeinandi er Gísli Pálsson. 


Við hvetjum öll aðildarfélög HSH til þess að auglýsa námskeiðið hjá sínum þjálfurum. 


Mikilvægt er að þjálfarar skrái sig á námskeiðið í gegnum eftirfarandi hlekk: 



ree


ree

Um 50 keppendur frá HSH tóku þátt á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi síðastliðna helgi. Almenn ánægja var með mótið, keppendur stóðu sig mjög vel og voru sjálfum sér og öðrum til sóma.



ree

ree

ree

ree

Við viljum þakka foreldrum og forráðamönnum fyrir gott mót. Sérstakar þakkir fær Ingibjörg Eyrún, formaður UMF Grundarfjarðar fyrir að taka að sér verkefnastjórn HSH á mótinu.




Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu

Íþróttamiðstöðinni Stykkishólmi

Borgarbraut 4, 340 Stykkishólmur

(+354) 865 9859

hsh(hja)hsh.is

© 2024 Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu

bottom of page