top of page

Fréttir



Hestamannafélagið Snæfellingur

HSH kynnir að þessu sinni Hestamannafélagið Snæfelling. Á aðalfundi félagsins í apríl 2018 var kosinn nýr formaður, Herborg Sigríður Sigurðardóttir, Bjarnarhöfn og ný inn í stjórnina kom Nadine E. Walter Stykkishólmi sem var kosinn til eins árs. Þeir gáfu kost á sér áfram til tveggja ára, Ólafur Tryggvason Grundarfirði gjaldkeri og Sölvi Konráðsson Ólafsvík. Hlynur Þór Hjaltason er einnig í stjórn. Varamenn voru kjörnir, Snævar Örn Arnarsson Ólafsvík, Kristján Magni Oddsson Grundarfirði, Lárus Hannesson Stykkishólmi, Ásdís Ó. Sigurðardóttir Hrísdal og Hildur Ósk Þórsdóttir Hellissandi.

Mót

Snæfellingur hélt gæðingamót og íþróttamót, einnig voru innanhúsmót í reiðhöllunum í Ólafsvík og Stykkishólmi og svo var haldið lítið mót á vellinum í Grundarfirði. Þetta tókst mjög vel og menn ánægðir að halda svona minni vetrarmót. Sérstakur pollaflokkur var á öllum mótunum og alltaf gaman að sjá krakkana stíga sín fyrstu spor á svona mótum. Landsmót var í Reykjavík og þar átti Snæfellingur 3 fulltrúa í öllum flokkum. Besta árangrinum ná Steggur frá Hrísdal í Tölti þar sem þeir enduðu í fjórða sæti og Atlas frá Lýsuhóli en þeir enduðu i öðru sæti í fimmgang. Bjarki Þór Gunnarsson var fenginn til að vera með námskeið fyrir Landsmótið og fóru æfingar fram í Stykkishólmi og Reykjavík.

Reiðveganefnd

Sótt var um reiðvegafé að upphæð 2.300.000 kr. í reiðleiðir og í ferðaleiðasjóð kr. 4.200.000 til að halda áfram með að brjóta veginn um Kerlingaskarð.

Snæfellingur fékk úthlutað 1,000,000 Í reiðleiðir en ekkert í ferðaleiðir. Ákveðið var eftir mjög blautt sumar að breyta notkun fjárins og framkæmt verður á Löngufjörum ,við Skjöld og við Bug í Snæfellsbæ. Hluti verður fluttur milli ára.

Æskulýðsstarfið

Árið 2017-2018 var mjög viðburðarrikt í æskulýðsnefnd Snæfellings. Reiðnámskeið var haldið í reiðskemmunni í Grundarfirði með Hauki Bjarnasyni 10 til 11. febrúar. Helgarnámskeið á Skáney 16.-18.mars og hittingur á Brimilsvöllum, Ólafsvík 29.maí.

Snæfellingur hefur verið í samstarfi við IPN Roderath í nokkur ár og var komið að okkur að fara í heimsókn til þeirra í ár. Auglýst var eftir áhugasömum unglingum á aldrinum 14 - 21 árs í unglingaskiptaferðina til Þýskalands.

Unglingunum voru skipt á fjölskyldur í Þýskalandi annaðhvort eitt eða tvö saman hjá hverri fjölskyldu. Allar fjölskyldurnar eiga íslenska hesta og fengu krakkarnir að fara á bak með þeim þegar þau voru í frítímum hjá fjölskyldunum. IPN Roderath var með fullt af skemmtilegri dagskrá sem var mjög fróðleg og fjölbreytt – alveg stór glæsilegt hjá þeim.

Æskulýðsnefnd, Nadine E. Walter, Katrín Gísladóttir, Erna Sigurðardóttir, Veronica Osterhammer

Uppskeruhátíðin

Uppskeruhátíðin var haldin á Hótel Fransiskus í Stykkishólmi. Sæþór og Steina á Narfeyrarstofu sáu um matinn og var þetta mjög gott hjá þeim. Happdrættið gekk vel og var mikið af vinningum í boði og félagsmenn duglegir að kaupa miða. Viljum við færa kærar þakkir til allra þeirra sem gáfu vinninga í happdrættið. Veittar voru viðurkenningar eins og undanfarin ár, Berg var kosið ræktunarbú Snæfellings. Siguroddur Pétursson knapi Snæfellings. Fráfarandi formaður Ásdís Ó. Sigurðardóttir var veittur Þotukskjöldurinn og henni þannig þakkað fyrir allt sem hún hefur gert fyrir félagið. Veittar voru viðukenningar til, barna, unglinga og ungmenna sem tóku þátt í keppnum fyrir hönd Snæfellings. Einnig til eftur kynbótahrossa í hverjum flokk.

Að lokum

Félagsmenn voru um 260 í lok árs og hafa félagar sjaldan verið fleiri. Núna er um ár síðan reiðhallirnar voru teknar í notkun og er þetta mikil lyftistöng fyrir alla hestamennsku á nesinu, en auk reiðhallanna í Stykkishólmi, Ólafsvík og Grundarfirði eru reiðhallir í einkaeigu á Lýsuhól, Söðulsholti, Hallkellstaðahlíð, Bergi og Tröðum. Æskulýðsstarfið var með allra mesta móti. Þannig höfum við reynt að fá fleiri börn inní starfið.

Fyrir hönd stjórnar

Herborg Sigurðardóttir, formaður

Allar upplýsingar fengnar úr ársskýrslu Snæfellings.





Á næstunni ætlar HSH að kynna þau félög sem eru innan HSH. Fyrsta félagið sem er kynnt til leiks er Ungmennafélag Grundarfjarðar.

Í stjórn starfsárið 2018-2019 eru, Sigríður G. Arnardóttir, formaður, Dagný Ósk Guðlaugsdóttir, gjaldkeri, Halldóra Dögg Hjörleifsdóttir, ritari, Ragnar Smári Guðmundsson, meðstjórnandi og Tómas Freyr Kristjánsson, meðstjórnandi.

Ungmennafélag Grundarfjarðar hefur haldið úti sex íþróttagreinum fyrir börn fædd á árunum 2002 til 2017 starfsárið 2018-2019. Á vegum félagsins starfa 8 þjálfarar sem sjá um þjálfun í blaki, fimleikum, frjálsum íþróttum, körfubolta, fótbolta og íþróttaskóla fyrir yngstu iðkendur.

Þjálfarar eru

Blak, Gréta Sigurðardóttir

Fimleikar, Halla Karen Gunnarsdóttir

Fótbolti, Brynjar Vilhjálmsson og Hilmar Björnsson

Fótbolti stubbar, Hilmar Björnsson og Pétur Steinar Jóhannsson

Frjálsar íþróttir, Kristín Halla Haraldsdóttir

Íþróttaskóli, Einar Þór Jóhannsson

Körfubolti, Lára Magnúsdóttir

Félagið heldur úti um 25 tímum í íþróttahúsi Grundarfjarðar yfir vetrartímann, yfir sumartímann býður félagið uppá fótbolta, sund og frjálsar íþróttir.

Haustið 2018 hélt félagið fund með foreldraráði hverrar íþróttagreinar og þjálfurum þar sem farið var yfir starfsemi félagsins og hlutverk foreldraráðs. Á þeim fundi var ákveðið að bjóða uppá ruglviku þar sem stundataflan yrði opin og hverjum sem vildi boðið að koma og mæta á æfingar. Ruglvikan fór svo þannig fram að hver þjálfari dró miða með íþróttagrein sem félagið býður uppá og átti að þjálfa í eina viku. Þjálfarar máttu ekki fá sína eigin grein, því vikan var hugsuð sem uppbrot og skemmtun fyrir iðkendur. Ruglvikan tókst mjög vel og mættu einstaklingar á æfingar sem ekki hafa stundað íþróttir hjá félaginu.

Mikið af viðburðum hafa verið hjá félaginu og má þar til nefna að Gunnleifur Gunnleifsson bauð uppá markmannsnámskeið í íþróttahúsinu sem var vel sótt af iðkendum alls staðar af nesinu og mikil ánægja með. Á Rökkurdögum bauð Ungmennafélagið uppá fyrirlestur um ofnotkun netsins- skjáfíkn, fyrirlesari var Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur. Fyrirlesturinn var mjög fróðlegur og mun félagið bjóða nemendum grunnskólans uppá fyrirlestur hjá Eyjólfi á vorönn 2019. Gaman er frá því að segja að félagið tók þátt í Íþróttaviku Evrópu þar sem markmiðið var að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi. Félagið bauð nemendum Eldhamra og grunnskólans á þrautaskemmtun þar sem allar íþróttagreinar félagsins voru kynntar. Þrautaskemmtunin tókst mjög vel og var vel sótt af iðkendum og foreldrum. Milli jóla og nýárs var foreldrabolti í fótbolta sem var ótrúlega skemmtilegt og sérstaklega þegar foreldrarnir settu saman lið og kepptu á móti þeim yngri. Ungmennafélagið fékk styrk til kaups á pannavelli sem er væntanlegur í byrjun árs 2019.

Ungmennafélag Grundarfjarðar hefur átt gott samstarf í frjálsum íþróttum, fótbolta og körfubolta við HSH, SAM-VEST, Snæfellsnes-samstarfið og Snæfell Stykkishólmi. Það er greinilegt að mikið og flott starf er í gangi í Grundarfirði og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Allar upplýsingar eru úr ársskýrslu UMFG.



bottom of page