top of page

Fréttir

Við afhendingu á verðlaunum fyrir Íþróttamann HSH 2018 var tekinn í notkun nýr hátíðarfáni Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu. Nýi fáninn kemur í stað eldri fáni sem fylgt hefur sambandinu í áraraðir. Það var fyrirtækið Silkiprent sem gerði nýja fánann. Eftirfarandi fyrirtæki styrktu héraðssambandið um kaup á fánanum og þökkum við þeim kærlega fyrir: Guðmundur Runólfsson hf., Sæferðir ehf., Valafell ehf., Ragnar og Ásgeir ehf., Soffanías Cecilsson hf. og Fiskmarkaður Íslands hf.



Vignir Snær Stefánsson knattspyrnumaður frá Víking Ólafsvík, var kjörin íþróttamaður HSH 2018 í Stykkishólmi 25. janúar 2018. Aðrir íþróttamenn voru einnig heiðraðir fyrir góðan árangur í sinni íþróttagrein auk þess sem veitt var viðurkenning fyrir vinnuþjark ársins.

Eftirtaldir hlutu viðurkenningar:

· Blakmaður HSH 2018 – Lydía Rós Unnsteinsdóttir , Umf. Grundarfjarðar

· Hestaíþróttamaður HSH 2018 - Siguroddur Pétursson, Snæfelling

· Knattspyrnumaður HSH 2018 – Vignir Snær Stefánsson, Umf. Víking

· Kylfingur HSH 2018 - Rögnvaldur Ólafsson, Golfklúbbnum Jökul

· Körfuknattleiksmaður HSH 2018 – Berglind Gunnarsdóttir, Umf. Snæfell

· Skotíþróttamaður HSH 2018 – Jón Pétur Pétursson, Skotfélag Snæfellsness

· Vinnuþjarkur HSH 2018 – Skotgrund Skotfélag Snæfellsness

Myndirnar tók Sumarliði Ásgeirsson.




bottom of page