top of page
7C2A2924.jpg

HSH bauð upp á skyndihjálparnámskeið fyrir þjálfara og stjórnarmeðlimi aðildarfélaganna í síðustu viku. Námskeiðin fóru fram í Snæfellsbæ, Grundarfirði og Stykkishólmi. Markmiðið með því að bjóða upp á námskeið sem þessi er að þjálfarar innan HSH séu með gilt skyndihjálparskírteini. Námskeiðin gengu vel fyrir sig en um 20 þjálfarar og stjórnarmeðlimir sátu námskeiðin. Gísli Pálsson var leiðbeinandi á námskeiðunum. Að námskeiðum loknum bauð HSH þátttakendum upp á hressingu.


Þátttakendurnir voru sammála um að námskeið sem þessi væru gríðarlega mikilvægt og því er það stefna HSH að boðið verður áfram upp á skyndihjálparnámskeið á haustin.


HSH mun bjóða upp á skyndihjálparnámskeið fyrir þjálfara aðildarfélaganna í næstu viku í þremur sveitarfélögum frá kl. 16.00 - 20.00.


Námskeiðin eru eftirfarandi: 

3.september - Snæfellsbær, í húsnæði Átthagastofunnar

4.september - Stykkishólmur, í húsnæði GSS

5. september - Grundarfjörður, í húsnæði FSN. 


Leiðbeinandi er Gísli Pálsson. 


Við hvetjum öll aðildarfélög HSH til þess að auglýsa námskeiðið hjá sínum þjálfurum. 


Mikilvægt er að þjálfarar skrái sig á námskeiðið í gegnum eftirfarandi hlekk: 




bottom of page