top of page

Fréttir

Þann 17. apríl s.l. stóð HSH í samvinnu við æskulýðsvettvanginn fyrir námskeiði um einelti í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Námskeiðið var um 1 1/2 klst þar sem starfsmaður Æskulýðsvettangsins fór yfir hvað telst vera einelti og ítarlega skilgreiningu á því, hver eru einkenni eineltis og birtingarmyndir þess. Einnig var farið yfir því hverjir teljast vera þolendur, gerendur og svo áhorfendur. Það var farið yfir hverjar eru afleiðingar fyrir þessa hópa og að lokum hver eru verkfæri Æskulýðsvettvangsins.

Einelti er ekki liðið innan þeirra félagasamtaka sem mynda Æskulýðsvettvanginn og aðildarfélaga þeirra.


http://www.aev.is/verkefni/atak-gegn-einelti

Á 78. héraðsþingi HSH var samþykkt að skipa nefnd til þess að yfirfara og uppfæra lög og reglugerðir HSH. Einnig var samþykkt að skipa nefnd til þess að undirbúa unglingalandsmót UMFÍ 2018. Við óskum eftir tilnefningum í þessar nefndir. Hægt er að senda tilnefningarnar á hsh@hsh.is.

Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu hélt ársþing sitt í Samkomuhúsinu í Grundarfirði 16. apríl s.l. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og gekk þingið vel fyrir sig undir stjórn Bjargar Ágústdóttur þingforseta. Hjörleifur K. Hjörleifsson var endurkjörinn formaður sambandsins og með honum í stjórn eru Berglind Long, Garðar Svansson, Ragnhildur Sigurðardóttir og Sæunn Dögg Baldursdóttir. Nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu og var þeim vísað í nefndir til umfjöllunar áður en þær voru teknar til afgreiðslu. Þingið samþykkti meðal annars siðareglur og hegðunarviðmið fyrir sambandið Einnig komu fram nýjar tillögur á þinginu sem voru samþykktar. Ítarleg og góð ársskýrsla var lögð fram á þinginu þar sem meðal annars voru ársskýrslur félaga birtar og ársreikningur. Það má sjá að það er öflugt starf í gangi á Snæfellsnesi og vilji til að gera enn betur. en öflugt íþróttastarf er víða á Snæfellsnesi og áhugi fyrir því að gera enn betur. Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ var fullrúi ÍSÍ á þinginu og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ.

Líney Rut veitti Björgu Ágústsdóttur silfurmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu frjálsíþrótta og Eyþóri Benediktssyni gullmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu golfíþróttarinnar.

Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ og Ragnhildur Högnadóttir sem situr í stjórn UMFÍ voru fulltrúar UMFÍ á þinginu. Ragnhildur heiðraði Guðmund Gíslason starfsmerki UMFÍ fyrir sín störf í gegnum árin fyrir íþróttahreyfinguna.



bottom of page