Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

19.10.2016 21:00

Karakter á leið til landsinsFöstudaginn 21. október kl.12:00 - 13.00 fer fram hádegisfundur á vegum Sýnum karakter verkefnisins um þjálfun karakters í gegnum íþróttir. Sverre Mansaas Bleie, þaulreyndur yfirþjálfari í handknattleik hjá Randesund, ætlar að miðla af reynslu sinni á fundinum. Sverre, sem hefur meðal annars hlotið útnefninguna Fyrirmyndarþjálfari Noregs. Hann leggur ríka áherslu á andlega og félagslega þætti í sinni þjálfun og er þekktur fyrir að skapa jákvætt viðhorf til íþróttaiðkunar og virðingu utan sem innan vallar. Erindi Sverre heitir: "It's through relationship, you make developments".

Hádegisfundurinn fer fram í sal KSÍ við Laugardalsvöll og er aðgangur ókeypis.

Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á facebook síðu ÍSÍ.

 

Skráning fer fram hér.

Hlökkum til að sjá ykkur !

12.10.2016 20:42

Framhaldsþing HSH

Framhaldsþing HSH 2015

Verður haldið í Stykkishólmi

27 október kl. 20.00

 

Dagskrá

1. Kjör formanns.

2. Kosning stjórnar

3. Kostning varastjórnar

4. Ákvörðun um héraðsþing 2016

5. Önnur mál. 

Fundarboð voru send á formenn aðildarfélag 26 september með rafrænum hætti.

26.09.2016 13:55

Sýnum Karakter,

Sterkari karakter nær lengra innan og utan vallar

26.09.2016

ÍSÍ og UMFÍ standa saman að ráðstefnunni Sýnum karakter í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. október. Ráðstefnan markar upphaf að sameiginlegu verkefni og vefsíðu með sama heiti sem ætluð er þjálfurum og íþróttafélögum. Vefsíðan Sýnum karakter verður opnuð á ráðstefnunni.

Dagskráin í heild sinni.
Skráning á viðburðinn er hér.

Á ráðstefnunni mun íþróttafólk og þjálfarar halda erindi um ýmsar hliðar þjálfunar og ræða málið í pallborði. Ráðstefnugestir geta tekið þátt í umræðunum.

Þátttakendur á ráðstefnunni eru m.a.:
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu
Margrét Lára Viðarsdóttir, íþróttafræðingur, B.S. í sálfræði og landsliðskona í knattspyrnu
Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda og félagsmálafræðum við HÍ
Íris Mist Magnúsdóttir, íþróttafræðingur og landsliðsþjálfari í hópfimleikum. 

Verkefnið Sýnum karakter er hugsað sem verkfæri fyrir þjálfara til að hlúa að og efla andlega og félagslega þætti hjá börnum og unglingum. Mikilvægi þjálfarans er sett í fókus og einblínt með nýstárlegum hætti á þann jákvæða ávinning sem hlýst af íþróttaiðkun umfram líkamlega, s.s. áhugahvöt, félagsfærni, sjálfstraust, einbeitingu, leiðtogahæfni og markmiðasetningu. Á vefsíðu Sýnum karakter verða greinar og viðtöl við þjálfara og afreksíþróttafólk þar sem helsta umfjöllunarefni er efling andlegra og félagslegra þátta í gegnum þjálfun. 

Verkefnið Sýnum karakter byggir á Framtíðinni, leiðarvísi í þjálfun barna og ungmenna sem dr. Viðar Halldórsson hefur þróað í mörg ár með það fyrir augum að finna styrkleika íþróttafólks. Viðar er lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands og einn helsti sérfræðingur landsins á sviði íþrótta. Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, lektor og sviðsstjóri á íþróttasviði Háskólans í Reykjavík, og dr. Viðar Halldórsson eru höfundar að efninu í verkefninu Sýnum karakter. 

"Árangur í íþróttum snýst ekki aðeins um líkamlega getu. Hann snýst líka um það að leikmenn þurfa að hafa gott hugarfar og vera góðir liðsmenn. Með markvissri þjálfun karaktera í börnum og ungmennum þá styrkjum við þau fyrir lífið, þátttöku í samfélaginu og aukum líka möguleika þeirra inni á íþróttavellinum," segir Viðar Halldórsson. Viðar segir mikla áherslu hafa verið lagða í þjálfun á líkamlegri færni og tækni og jafnvel sé búið að festa það í námskrám íþróttafélaga hvað eigi að læra og á hvaða ári. Þjálfun í hugarfari og félagsfærni sé hins vegar mjög tilviljanakennd. "Það er vel hægt að þjálfa og styrkja leiðtogafærni eins og stökkkraft. Ef við gerum það með markvissum hætti þá náum við meiri árangri. Með þessu er íþróttahreyfingin bæði að sinna uppeldisþáttum starfsins og afreksþáttum starfsins," segir Viðar.


Nánari upplýsingar: 
Sabína Steinunn Halldórsdóttir, verkefnastjóri UMFÍ, sabina@umfi.is, 898-2279.
Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, ragnhildur@isi.is, 863-4767.

 

06.09.2016 10:43

Pæjumót Skotfélagsins

Pæjumót

30 ágúst var Pæjumót Skotfélags Snæfellsness haldið í fyrsta skipti og heppnaðist mótið mjög vel. Þátttakan frábær og í þessu fysta móti fékk Dagný Rut Kjartansdóttir 1. verðlaun, Mandy Nachbar 2. verðlaun og Heiða Lára Guðmundsdóttir 3. verðlaun.  Þar að auki voru veitt verðlaun fyrir nýliða mótsins og hreppti Dagný Rut þau verðlaun einnig, en þetta var hennar fysta mót.

 

Í heildina stóðu allar sig mjög vel og var gaman að sjá hversu margar konur mættu.  Þetta var hin mesta skemmtun og er nokkuð ljóst að þetta mót sé komið til að vera.  Nánar verður fjallað um mótið og settar inn myndir fljótlega.

 
Skrifað af JP

06.09.2016 10:40

Ólympíustöðin af stað


Ólympíustöðin er nú orðin virk. Aðdáendur geta nú fylgst með íþróttum, íþróttafólki og sögunum á bak við Ólympíuleikana allt árið um kring.

Ólympíustöðin er ókeypis vettvangur sem mun sýna beint frá íþróttaviðburðum, vera með nýjustu fréttir og bjóða upp á útsendingar tileinkaða íþróttum og íþróttamönnum allt árið um kring. Stöðin mun leggja áherslu á afreksíþróttamenn og þeirra leið að meiri árangri. Að auki er hægt að skrá sig sem notanda að Ólympíustöðinni. Því fylgir persónulegri reynsla, þar sem skráðir notendur geta fylgst með uppáhalds íþróttamönnum sínum, liðum, íþróttum og löndum. Umhverfið á síðunni býður einnig upp á að deila efni á samfélagsmiðla og hvetur notendur til að hafa aukin samskipti við Ólympíuhreyfinguna. Á Ólympíustöðinni munu aðdáendur geta upplifað kraft íþróttanna og Ólympíuhreyfingarinnar allt árið, hvar sem er og hvenær sem er.

Hægt verður að ná sér í Ólympíustöðvar-smáforrit í símann, en einnig verður hægt að horfa á stöðina á vefsíðu Olympic Channel. Íþróttamenn og aðdáendur geta einnig fylgt Ólympíustöðinni á samfélagsmiðlasíðum hennar, Facebook, Instagram, Twitter og YouTube.

 
 

Myndir með frétt

06.09.2016 10:38

Umsóknafrestur í Íþróttasjóð er 1 okt. 2016

Íþróttasjóður

Sept. .2016

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði sem starfar samkvæmt lögum nr. 64/1998 og reglugerð nr. 803/2008.

Veita má framlög til eftirfarandi verkefna:

  • Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra esm miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana
  • Útbreiðslu- og fræðsluverkefna
  • Íþróttarannsókna
  • Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga

Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna á rannis.is

Umsóknum skal skila á rafrænu formi fyrir kl.17:00, 1. október 2016.

Nánari upplýsingar veitir Andrés Pétursson, andres.petursson@rannis.is, sími 5155833.

06.09.2016 10:35

Verndum þau, námskeið

Verndum börnin gegn vanrækslu

August  2016

 

 

Æskulýðsvettvangurinn, samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hafa í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið staðið fyrir námskeiðinu Verndum þau frá árinu 2010. Námskeiðinu er opið öllum þeim sem koma að uppeldi barna og ungmenna.

 

Námskeiðið er byggt á efni bókarinnar Verndum þau. Höfundar bókarinnar Ólöf Ásta Farestveit uppeldis- og afbrotafræðingur og Þorbjörg Sveinsdóttir sálfræðingur, sjá um kennslu á námskeiðinu. Báðar starfa þær í Barnahúsi og hafa mikla reynslu af barnaverndarmálum.

 

Á námskeiðinu er farið yfir það hvernig bregðast á við vanrækslu og/eða ofbeldi gegn börnum og ungmennum.

 

 

Á námskeiðinu er farið yfir:

  • Líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu hvers konar. Frætt er um hverja tegund ofbeldis fyrir sig og tíðni ofbeldis.

  • Hver einkenni ofbeldis eru og hvernig og hvert skuli tilkynna grun um að barn búi við ofbeldi. Kynntar eru verklagsreglur og verkferlar.

  • Hvernig skuli taka á móti ofbeldisfrásögn. Slíkt er jafn mikilvægt og að kunna fyrstu hjálp, ef slys ber að höndum.

  • Reglur í samskiptum við börnin. Ein mikilvægasta reglan er að forðast aðstæður þar sem starfsmaður er einn með barninu.

  • Ýmis atriði sem vinnuveitendur þurfa að hafa í huga, eins og vandað ráðningarferli, að fá leyfi til að afla upplýsinga úr sakaskrá, og að kynna reglur og verkferla fyrir starfsfólki til þess að tryggja gæði starfsins.

  • Úrræði sem í boði eru í samfélaginu fyrir börn og unglinga sem eru þolendur ofbeldis.

 

Hefur þú áhuga á að fá námskeiðið til þin?

Öll aðildarfélög UMFÍ geta óskað eftir því að fá námskeiðið til sín. Hlutverk félaga sem óska eftir námskeiðinu sjá um að taka á móti skráningu fólks á námskeiðið.

 

Við skráningu þarf að koma fram nafn, kennitala, netfang og aðildarfélag viðkomandi.

 

Lágmarksskráning svo námskeið geti farið fram eru 10-12 þátttakendur. Einnig er það hlutverk félags, sem óskar eftir námskeiði, að útvega húsnæði með aðgangi að tölvu, skjávarpa og léttar veitingar.

 

Hvert námskeið er 3 klst. Bókin Verndum þau er til sölu á hverju námskeiði á 2.900kr.

 

Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Ragnheiður landsfulltrúi UMFÍ. Netfang ragnheidur@umfi.is   

 

06.09.2016 10:33

Auglýst eftir umsóknum í fræðslu og verkefnasjóð UMFÍ

Opnað fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ

September 2, 2016

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Sjóðurinn hefur þann tilgang að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar og geta félagsmenn innan hreyfingarinnar, sem vilija auka menntun sína og þekkingu á íþróttagreinum, félagsmálum og félagsstarfi, sótt um styrk í sjóðnum.

 

Rétt til styrkveitingar eiga allir félagsmenn í ungmennafélögum sem  eru virkir í starfi og hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afla sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmennafélagshreyfingunni í heild.

 

Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.

 

Úthlutun úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ fer fram tvisvar á ári, 1. maí og 1. nóvember ár hvert.

 

Skila þarf inn umsóknum á sérstakt eyðublað sem hægt er að nálgast hér á vef UMFÍ. Skila þarf inn umsókn fyrir 1. október næstkomandi vegna úthlutunar í nóvember.  

 

Nánari upplýsingar um sjóðinn.

 

Eyðublað til að sækja um í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ.

 

06.09.2016 10:30

Þjálfarmenntun í fjarnámi

Haustfjarnám í þjálfaramenntun

05.09.2016

Haustfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands mun hefjast mánudaginn 26. september nk. Námið stendur yfir í átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og nemendur komið úr fjölmörgum íþróttagreinum.

Þjálfaramenntun ÍSÍ veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda. 
Þátttökugjald á 1. stig er kr. 25.000. Öll námskeiðsgögn eru innifalin.
Þátttökugjald á 2. stig er kr. 22.000. Öll námskeiðsgögn eru innifalin.

Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið fyrir föstudaginn 23. september. Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi. Til þátttöku á 2. stigi þarf að hafa lokið 1. stigi, hafa gilt skyndihjálparnámskeið og 6 mánaða starfsreynslu sem þjálfari.

Slóð á skráningu í sumarfjarnám þjálfaramenntunar ÍSÍ, 1. og 2. stig:
http://isi.is/fraedsla/thjalfaramenntun/skraning-thjalfaramenntun/


Fyrir nánari upplýsingar um fjarnámið og aðra þjálfaramenntun ÍSÍ má hafa samband við : 

Viðar Sigurjónsson 
vidar@isi.is 
460-1467 / 863-1399

06.09.2016 10:28

Elías nýr umsjónarmaður Felix

Nýr starfsmaður ÍSÍ


ÍSÍ hefur ráðið Elías Atlason til starfa, en hann mun taka við af Óskari Erni Guðbrandssyni. Elías mun sjá um Felix skráningakerfi ÍSÍ og UMFÍ auk þess að halda utan um tölvumálefni ÍSÍ og Íþróttamiðstöðvarinnar.


29.08.2016 21:21

Kvennamót hjá Skotfélagi Snæfellsness 31 ágúst

María Guðmundsdóttir er hér einbeitt á konukvöldi félagsins þann 18. ágúst síðastliðinn. Ljósm. alg.

Pæjumót Skotfélags Snæfellsness á miðvikudaginn

Skotgrund - Skotfélag Snæfellsness ætlar að halda svokallað pæjumót í skotfimi en mótið er eingöngu ætlað konum. Keppt verður með 22. cal rifflum og verða skotmörkin á 25m, 50m, 75m og 100m brautum. Allar konur eru boðnar velkomnar hvort sem að þær eru vanar eða óvanar. Félagið verður með riffla á svæðinu sem og leiðbeinendur fyrir byrjendur. Allar konur á Snæfellsnesi eru hvattar til að taka þátt en mótið verður haldið miðvikudaginn 31. ágúst næstkomandi á svæði félagsins í Hrafnkelsstaðabotni í Kolgrafafirði.

29.08.2016 09:49

Fréttir frá ÍSÍ

Íþróttir - barnsins vegna

29.08.2016

Í fyrra kom út nýr bæklingur um íþróttir barna og unglinga sem ber heitið Íþróttir - barnsins vegna. Á Íþróttaþingi í apríl 2015 var endurskoðuð stefna um íþróttir barna og unglinga samþykkt og hefur innihald stefnunnar tekið nokkrum breytingum. Mikil áhersla er lögð á að íþróttir eigi að vera fyrir alla, þær þurfi að vera skemmtilegar og leikurinn skipi stóran sess. Barna- og unglingastefnunni til stuðnings hafa Íþróttaboðorðin 10 verið mörkuð, en þau eru:


1. Íþróttir fyrir öll börn
2. Íþróttir byggi upp öfluga einstaklinga
3. Virðum skoðanir barna og unglinga
4. Fjölbreytt íþróttastarf
5. Þjálfun hæfi aldri og þroska
6. Íþróttakeppni með tilliti til aldurs og þroska
7. Íþróttaaðstaða við hæfi
8. Fagmenntaðir þjálfarar
9. Stuðningur foreldra skiptir máli
10. Virðum störf dómara og starfsmanna

  

Bæklinginn má finna hér en einnig er hægt að nálgast hann í prentaðri útgáfu á skrifstofu ÍSÍ.

23.08.2016 21:44

SamVest og bikarkeppni FRÍ

SamVest með lið í Bikarkeppni FRÍ

August 23, 2016

|

Björg

Sunnudaginn 21. ágúst 2016 fór fram Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands, í frjálsum íþróttum utanhúss fyrir 15 ára og yngri. Um er að ræða liðakeppni, þar sem félög eða héraðssambönd senda lið til keppni í tilteknum íþróttagreinum. 

SamVest sendi lið til keppni, bæði stúlkna- og piltalið, og náði að manna allar keppnisgreinar.

Hver keppandi má keppa mest í 2 greinum og boðhlaupi, þannig að það reynir á að geta skipað hverja grein þeim sem best ræður við hana. 

Krakkarnir stóðu sig mjög vel og í heildina (stúlkur og piltar) fékk lið SamVest 113 stig og lenti í 5. sæti af þeim 11 liðum sem tóku þátt. Sjá nánar hér í frétt á vef FRÍ og um úrslitin hér í mótaforriti FRÍ.

 

Það er ánægjulegt að geta náð að skipa bæði stúlkna- og piltalið í öllum keppnisgreinum og geta boðið keppendum á starfssvæðinu okkar að taka þátt í svona liðakeppni. Með því sköpum við fleiri skemmtilega viðburði fyrir unglingana okkar, eflum stuðning við iðkun frjálsíþrótta á starfssvæðinu og treystum enn frekar samstarfið innan vébanda SamVest

 

Eftirtalin skipuðu bikarlið SamVest að þessu sinni: 

 

Piltar: 
Daníel Fannar Einarsson (2002) UMSB: hástökk og 1500 m hlaup 

Elvar Einarsson (2001) UMSB: 100 m grindahlaup

Halldór Jökull Ólafsson (2002) HHF: kringlukast og 400 m hlaup

Sigursteinn Ásgeirsson (2001) UMSB: spjótkast og kúluvarp

Stefán Jóhann Brynjólfsson (2001) UMSB: langstökk og 100 m hlaup 
Boðhlaup: Daníel Fannar, Elvar Örn, Sigursteinn og Stefán Jóhann.

 

Stúlkur: 
Andrea Björk Guðlaugsdóttir (2001) HHF: boðhlaup 
Birta Sigþórsdóttir (2003) HSH: kúluvarp 
Björg Hermannsdóttir (2001) HSH: 100 m hlaup
Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir (2001) HHF: hástökk og 1500 m hlaup
Liv Bragadóttir (2001) HHF: spjótkast og kringlukast 
Rakel Jóna B. Davíðsdóttir (2002) HHF: langstökk og 80 m grindahlaup.
Tinna Guðrún Alexandersdóttir (2003) HSH: 400 m hlaup
Boðhlaup: Andrea Björk, Björg, Guðrún Ósk og Rakel Jóna.

 

Sjö af þessum keppendum eru 15 ára á árinu, þannig að í næstu bikarkeppni (innanhúss, ca. í febrúar 2017) þá þarf að finna nýja keppendur til að yngja upp liðið. Tilvalið markmið fyrir yngri keppendur, að komast í Bikarlið SamVest :-)  

Á myndinni eru, frá vinstri: Björg, Elvar, Stefán Jóhann, Daníel Fannar, Sigursteinn, Halldór Jökull og Unnur Jónsdóttir þjálfari. Fremri röð frá vinstri; Rakel Jóna, Birta, Andrea Björk og Guðrún Ósk. Á myndina vantar þær Liv og Tinnu Guðrúnu. 

 

Fleiri myndir frá Bikarkeppninni má sjá með því að smella hér.

 

18.08.2016 10:43

Hestaþing Snæfellings, GrundarfirðiHestaþing Snæfellings

 

Opin gæðingakeppni í Grundarfirði

Laugardaginn 20. ágúst 2016

 

 Keppt verður í

A- flokki

B -flokki

C- flokk (fet,tölt og brokk. Má nota písk.)

Ungmennaflokk

Unglingaflokk

Barnaflokk 

 

 

Pollaflokkur á sínum stað, skráning á staðnum  og kostar ekkert.

18.08.2016 10:28

Sumarmót SamVest, BíldudalÁrlegt sumarmót SamVest var haldið á Völuvelli á Bíldudal laugardaginn 13. ágúst sl. Það var Héraðssambandið Hrafna-Flóki sem bauð til mótsins á Völuvelli á Bíldudal. Aðstæður á vellinum voru prýðilegar; atrennubraut langstökks og svæði fyrir hástökk og spjót eru lögð tartanefni og hlaupabrautin var mjög hörð og góð og merkt af HHF fyrir mótið. Við völlinn er glænýtt vallarhús með salernum, en gamla húsið fauk í óveðri síðasta vetur. Þess má geta að árið 2000 var Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Bíldudal en það var í fyrsta sinn sem ULM var haldið um verslunarmannahelgi.
Vesturbyggð bauð gestum gistingu á tjaldsvæðum sínum án endurgjalds.
Þátttakendur voru xx talsins (vantar), flestir frá HHF, á aldrinum 6 til 18 ára, fimm fullorðnir voru meðal keppenda.
Allt gekk vel fyrir sig og allar greinar vel mannaðar. Grillaðar voru pylsur í mótslok og tilkynnt um úrslit.
HHF eru hér með færðar innilegar þakkir fyrir gott boð og frábæra frammistöðu við undirbúning og umsjón með mótinu. Þau stóðu sig sannarlega vel og kunna að halda gott mót :-)
Bestu þakkir fyrir góðan dag!

tengill á myndir
https://photos.google.com/share/AF1QipOmA_rmJ_DL5qkpcsk9Z7ejJj-pXLKOfQkexggM9VoZZh2hHXBSTwWhhp9fNZYRlA?key=UFpHWERBYWphRkwtZnd2dHNPSlZ6ZGRtNGpvS25B

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 790
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 806
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 2849038
Samtals gestir: 224873
Tölur uppfærðar: 21.10.2016 11:16:41
Flettingar í dag: 790
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 806
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 2849038
Samtals gestir: 224873
Tölur uppfærðar: 21.10.2016 11:16:41