Aðildarfélög HSH

Mynd: HSH mót í sundi í Stykkishólmi, 1999.
Héraðssamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu er samtök ungmenna- og íþróttafélaga, og annarra slíkra félaga, sem vinna að sömu markmiðum á starfssvæði héraðsnefndar Snæfellinga. Tilgangur HSH er að hafa forystu um sameiginleg hagsmunamál aðildarfélaganna, efla samvinnu þeirra, svo og að vera fulltrúi þeirra jafnt utan héraðs sem innan.
Félög
UMF Eldborg
Íþróttafélag Miklaholtshrepps
Íþróttadeild Snæfellsnes
Snæfellsnessamstarfið
Snæfellsnessamstarfið í knattspyrnu er samstarf ungmennafélaganna á Snæfellsnesi. Félögin spila undir merkjum Snæfellsnes á Íslandsmóti í knattspyrnu og á öðrum knattspyrnumótum.
Félögin eru
UMF Grundarfjarðar
SAMVEST
Sjö héraðssambönd á vesturhluta landsins standa að samstarfi í frjálsum íþróttum undir heitinu SAMVEST.
Öllum íþróttafélögum — og einstökum iðkendum — innan vébanda þessara sambanda er heimilt að nýta sér vettvanginn til eflingar frjálsíþróttastarfi sínu.
Samböndin eru:
Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH),
Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB),
Ungmennasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga (UDN),
Ungmennafélagið Skipaskagi (USK) Akranesi,
Héraðssambandið Hrafnaflóki (HHF) á sunnanverðum Vestfjörðum,
Héraðssamband Strandamanna (HSS)
Ungmennafélag Kjalnesinga (UMFK)
Merki













