top of page
Search
  • Writer's picturelaufeyhelga

Hver er þín skoðun


UMFÍ stendur fyrir þriðja umræðupartýinu fyrir ungt fólk og stjórnendur innan sveitarfélaga fimmtudaginn 10. maí á milli klukkan 16:00 - 19:00. Umræðupartýiið að þessu sinni er samstarfsverkefni UMFÍ og Héraðssambands Snæfells og Hnappadalssýslu (HSH) sem er einn 29 sambandsaðila UMFÍ. Partýið verður í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík og sjá fulltrúar úr ungmennaráði Snæfellsbæjar um framkvæmd viðburðarins. 

Láttu stjórnendur heyra það! 

Viðburðurinn hefur það markmið að gefa ungu fólki (13 – 25 ára) tækifæri til þess að koma sínum skoðunum á framfæri við stjórnendur. Algengt er að fullorðið fólk er að skipuleggja starf og verkefni fyrir ungt fólk án þess að tala við ungt fólk og heyra hvað því finnst. Nú er lag fyrir ungt fólk að láta í sér heyra og stjórnendur að hlusta á raddir ungs fólks. 

Hvernig fer þetta fram? 

Jón Halldórsson, framkvæmdastjóri og og þjálfari hjá KVAN, byrjar umræðupartýið með stuttu erindi um það hvernig maður getur verið besta útgáfan af sér sjálfum. Það er eitthvað sem við getum öll nýtt okkur. Í framhaldi af því fara fram þrjár umræðulotur með þremur mismunandi viðfangsefnum. Allir þátttakendur fá tækifæri til þess að segja sína skoðun í þeim.

 Umræðuefnin eru: Hvaða breytingar vill ungt fólk sjá á íþróttafélögum? Nemendakort – hvað fela þau í sér? Hvaða sýn hefur ungt fólk á pólitíkinni í dag?

Veitingar og íþróttasprell að loknum umræðum

Að umræðum loknum verður boðið upp á hressingu. Öllum þátttakendum gefst líka kostur á að taka þátt í íþróttasprelli í íþróttahúsi Snæfellsbæjar í umsjón ungmennaráðs Snæfellsbæjar.

Ferðastyrkur

UMFÍ styrkir ferðakostnað fyrir þátttakendur sem þurfa að ferðast lengra en 50km aðra leið til þess að taka þátt. Aðeins er hægt að fá styrk fyrir lággjaldafargjöldum eða ódýrasta ferðamátanum. Algengt er t.d. að skila inn mynd af bensín nótu. Skila þarf inn kvittunum fyrir 25. maí til þess að fá styrkinn endurgreiddan.

Ertu með spurningu?

Ef þú ert með einhverjar spurningar eða vangaveltur þá er velkomið að senda póst á Ragnheiði, netfangið er ragnheidur@umfi.is. Sími: 568 2929

Skráningafrestur er til 9. maí nk.


6 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page