top of page
Search
  • Writer's picturelaufeyhelga

77. héraðsþing

Updated: Jan 17, 2018

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu hélt sitt 77. Héraðsþing í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík mánudaginn 11. des. s.l. Félög innan sambandsins sendu flest öll fulltrúa til þingsins og var mætingin mjög góð. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og gekk þingið vel fyrir sig undir stjórn Sigrúnar Ólafsdóttur þingforseta. Það var kosin ný stjórn og hana skipa, Kristinn Hjörleifsson formaður, Garðar Svansson, Sæunn Dögg Baldursdóttir, Berglind Long og Ragnhildur Sigurðardóttir. Jafnframt var kosin ný varastjórn og í henni eru Þórhalla Baldursdóttir, Ragnar Smári Guðmundssón, Hildur Þórsdóttir og Eyþór Benediktsson. Ársskýrsla og ársreikningar 2015 og 2016 voru lögð fyrir þingið og samþykkt samhljóða. Líflegt starf er innan flestra félaga HSH og eru þau að standa sig vel hver á sínu sviði. Starfsemi HSH hefur verið í lægð undanfarin ár og má það að einhverju leyti rekja til stjórnarkreppu þar sem erfitt reyndist að fá fólk í stjórn en allt horfir þetta núna til betri vegar. Helsta starfsemi HSH snýst aðallega um að vera fulltrúi sambandsfélaganna út á við, sækja þá fundi sem ætlast er til utan héraðs. HSH ber ábyrgð á því að varðveita og skipta því fé sem héraðsssambandinu hefur verið veitt. Það þarf að vera með eftirfylgni með aðildarfélögum vegna skila á ársskýrslum til héraðssambandsins ásamt skilum í felix, starfskýrslu og félagatali ÍSÍ og UMFÍ. Veita aðstoð við sameiginleg verkefni aðildarfélaga ásamt útbreiðslu íþróttastarfs og aðstoða við héraðsmót, eins og stendur er það aðallega frjálsar íþróttir. Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ og Sabína Steinunn Halldórsdóttir verkefnastjóri UMFÍ voru fulltrúar UMFÍ á héraðsþinginu. Auður veitti Rán Kristinsdóttir starfsmerki UMFÍ fyrir vel unnin störf fyrir íþróttahreyfinguna í Snæfellsbæ. Garðar Svansson formaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ var fulltrúi þeirra á fundinum. Hann veitti Hilmari Haukssyni og Kristmundi Sumarliðasyni viðurkenningu ÍSÍ fyrir þeirra störf fyrir knattspyrnuna í Snæfellsbæ.10 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page