Íþróttamaður ársins
Á ári hverju tilnefna félög HSH framúrskarandi íþróttafólk til verðlaun ársins. Verðlaunin eru oftast afhent í janúar fyrir árið sem var að líða.
2020
Eins og gefur að skilja var íþróttastarfsemi skorður settar árið 2020.
Því bárust ekki tilnefningar fyrir alla flokka íþrótta sem starfsemi er í innan HSH.
Íþróttamaður HSH og
Körfuknattleiksmaður HSH
Anna Soffía Lárusdóttir
Snæfell
Anna Soffía Lárusdóttir HSH körfuknattleiksmaður ársins 2020 og einnig Íþróttamaður HSH 2020.
Á síðustu leiktíð tók Anna Soffía stórt stökk á sínum ferli. Hún spilaði stórt hlutverk í úrvalsdeildar liði Snæfells. Anna Soffía fór úr því að verða efnileg í það að vera fullmótaður leikmaður með mikinn metnað fyrir sínum leik. Hún var máttarstólpi liðsins í vörninni og fékk ávallt það hlutverk að stoppa helstu skorara andstæðingsins. Styrkur góðra leikmanna er hins vegar að vera góður á báðum endum vallarins en Anna Soffía átti frábæra leiki í sóknarlega og var óhrædd að keyra á körfuna í bland við hennar frábæra skot.
Anna Soffía er mikill liðsmaður bæði innan sem utan vallar og er hún frábær fyrirmynd yngri iðkenda. Anna Soffía hefur með miklum metnaði og aukaæfingum lyft sínum leik á hærra plan. Anna á 7 landsleiki með undir 20 ára og 9 landsleiki með undir 16 ára.
2019
Íþróttamaður Ársins og
Körfuknattleiksmaður HSH
Gunnhildur Gunnarsdóttir
UMF. Snæfell
Gunnhildur hefur verið einn af allra bestu körfuboltakonum á Íslandi um langt skeið þrátt fyrir ungan aldur. Gunnhildur hefur leikið megnið af sínum ferli með Snæfelli (Haukar 2010-2014) leikjafjöldi hennar með Snæfelli nálgast nú 400.
Gunnhildur hefur unnið marga titla á sínum ferli og margoft verið valin í lið ársins. Hún á að baki 52 landsleiki þar af 36 með A landsliði Íslands hún hefur átt fast sæti í A landslinu frá 2012 og oftar en ekki í byrjunarliðinu. Nálgun Gunnhildar á íþróttinni er aðdáunarverð og hún hefur ávallt lagt sig 100% fram, er sannur leiðtogi utan vallar sem innan sem gefur mikið af sér og er góð fyrirmynd.

2018
Íþróttamaður HSH
Knattspyrnumaður HSH
Vignir Snær Stefánsson
UMF. Víking
Vignir Snær er uppalinn í Víkingi Ó. en hann var í lykilhlutverki liðsins sumarið 2018 og skoraði tvö mörk þegar liðið endaði í 4. sæti 1. deildar og komst alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar. Vignir, sem er 22 ára, er með mikinn baráttuanda sem smitar út frá sér. Hann er frábær liðsmaður innan sem utan vallar. Víkingshjartað slær ört í Vigni.

Íþróttamaður HSH
Körfuknattleiksmaður HSH
Berglind Gunnarsdóttir
Umf. Snæfell

2017
2016
2015
2014
2013
Íþróttamaður HSH
Körfuknattleiksmaður HSH
Hildur Björg Kjartansdóttir
Umf. Snæfell
Hildur Björg Kjartansdóttir er jafnframt körfuknattleiksmaður HSH 2013, hún er fyrirmyndarleikmaður í alla staði, hún er reglusöm og gríðarlega samviskusöm við æfingar og allt í kringum starfið.
