top of page
Search
  • Writer's picturelaufeyhelga

Íþróttastarf á Snæfellsnesi


Íþróttastarf á Snæfellsnesi er mjög fjölbreytt og margt er í boði fyrir allan aldur. Það eru fjögur ungmennafélög sem vinna mikið og metnaðarfullt starf þar sem stanslaust er unnið að því að hafa fjölbreytt starf í boði fyrir börn og ungmenni. Til að nefna framboð á íþróttagreinum á Snæfellsnesi fyrir börn og unglinga þá er verið að bjóða upp á æfingar í sundi, frjálsum íþróttum, knattspyrnu, körfubolta, blaki og fimleikum. Eins og flestir vita höfum við ekki fjöldann í sitthvoru lagi en með því að vinna saman getum við verið samkeppnishæf í flestum íþróttagreinum eins og hefur sýnt sig í því samstarfi sem við höfum verið með í knattspyrnu og SamVest. Mikill uppgangur hefur verið í starfi Hestamannafélagsins Snæfellings og hjá Skotfélagi Snæfellsness þar sem mikið starf er í gangi hjá þessum félögum og félagafjöldi hefur aukist mikið. Einnig eiga golfklúbbarnir allir fjórir hrós fyrir gott starf og mikla uppbyggingu á þeirra svæði.

HSH fór af stað með verkefni í fyrra til þess að vekja athygli á því íþróttastarfi sem er í gangi á Snæfellsnesi. Hvert félag fékk einn dag til þess að kynna eina íþróttagrein og vera með opinn dag fyrir iðkendur af Snæfellsnesi. Þetta verkefni fór vel fram og ákveðið var að halda áfram með það núna í vor og sumar. Á næstu vikum verða öll íþróttafélög með einn dag þar sem öllum er velkomið að taka þátt. Hvetjum alla til þess að kynna sér þetta verkefni nánar.

Það má segja að við erum heppin að hafa allt þetta starf sem við höfum en ekkert væri það ef það væri ekki fjöldinn allur af sjálfboðaliðum á bak við það, þetta fólk vinnur mikla vinnu til þess að hægt sé að halda úti þessu starfi. Við verðum við öll að þakka fyrir það og reynum að meta það. Ég hvet alla til þess að sýna okkar félögum áhuga og vinna að því að aðstoða þegar þörf er á.

Reynum að vinna saman að því að efla íþróttastarfið okkar á Snæfellsnesi og gera það enn betra en það er í dag ! Áfram HSH ! Áfram Snæfellsnes !

Laufey Helga Árnadóttir

Framkvæmdastjóri HSH

47 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page