top of page
Search
  • Writer's picturelaufeyhelga

Vormót í frjálsum íþróttum

Héraðssamband Snæfellsness og Happadalssýslu hélt sitt árlega vormót í frjálsum íþróttum innanhúss í íþróttahúsinu í Snæfellsbæ, laugardaginn 11. maí s.l. Það voru hressir og kátir krakkar alls staðar af Snæfellsnesi sem tóku þátt í mótinu. Þar kepptu 8 ára og yngri í langstökki með og án atrennu og 35 m hlaupi og 9-10 ára í sömu greinum. Ellefu ára og eldri kepptu í hástökki, langstökki með og án atrennu, 35 m hlaupi og kúluvarpi. Einnig er vert að taka fram að það voru ekki bara krakkar sem tóku þátt, heldur var elsti þátttakandinn 84 ára, hann Kristófer Jónasson. Allir keppendur stóðu sig með prýði á mótinu og stemningin var mjög góð. Í lok móts fengu allir þátttökuverðlaun frá HSH, mittistösku merkta HSH. HSH vill þakka þátttakendum fyrir þátttökuna á mótinu og aðstandendum þeirra, sem aðstoðuðu við framkvæmd á mótinu.


6 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page