top of page
Search
  • Writer's picturelaufeyhelga

Verndum þau námskeið


Miðvikudaginn 13. febrúar s.l. hélt HSH námskeiðið Verndum þau í samstarfi við UMFÍ og Æskulýðsvettvanginn. Ólöf Ásta Farestveit uppeldis- og afbrotafræðingur sá um kennsluna á námskeiðinu. Ólöf Ásta vinnur hjá Barnahúsi og hefur mikla reynslu af barnaverndarmálum. Á námskeiðinu var meðal annars farið yfir tilkynningaskyldu starfsmanna sem vinna með börnum og unglingum, líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu hvers konar og hvernig taka skuli á móti ofbeldisfrásögn. Einnig var farið yfir reglur í samskiptum við börn og ungmenni, ýmis atriði sem gott er fyrir vinnuveitendur að hafa í huga og úrræði sem í boði eru í samfélaginu fyrir börn og unglinga sem eru þolendur ofbeldis. Námskeiðið heppnaðist vel og var ágætlega sótt.


15 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page