top of page
Search
  • Writer's picturelaufeyhelga

Velkomin á Unglingalandsmót UMFÍ sem fer fram 1. - 4. ágúst 2019 á Höfn í Hornafirði


Unglingalandsmót UMFÍ hafa verið haldin árlega um verslunarmannahelgi frá árinu 1992. Mótin hafa vaxið og sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu- og íþróttahátíðir þar sem saman koma þúsundir barna og unglinga ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá. Boðið er upp á fjölda keppnisgreina fyrir 11 – 18 ára börn og ungmenni. Allir á þessum aldri geta skráð sig til leiks. Ekki er skilyrði að æfa íþróttagrein eða vera skráð/ur í ungmanna- eða íþróttafélag. Þegar nær dregur mun skárning fara fram í gegnum heimasíðu UMFÍ (https://www.ulm.is). Stjórn HSH vill gjarnan reyna að fjölga keppendum frá sínu svæði og hvetur fólk til að kíkja á Unglingalandsmótið 😊

Allir ættu að geta fundið afþreyingu við hæfi á Unglingalandsmóti UMFÍ. Hér er smá upptalning af því sem boðið hefur verið uppá áður fyrir alla, bæði keppendur og aðra: Flugeldasýning, fótboltabilljard, fótboltamót barna 10 ára og yngri, fótboltapanna, fótbolti 3:3, frjálsíþróttaleikar barna, gönguferðir, hoppukastalar, sandkastalagerð, sundleikar barna, hestar teymdir undir börnum, 50 metra þrautabraut, kvöldvökur, tónleikar með frábæru tónlistarfólki o.m.fl.

Tengiliðir fyrir Unglingalandsmót UMFÍ 2019 eru:

Stykkishólmur: Eydís Eyþórsdóttir (ebergmann@simnet.is) og Magnús Ingi Bæringsson (mib@simnet.is).

Snæfellsbær: Ragnhildur Sigurðardóttir (ragnhildur@snaefellsnes.is)

Grundarfjörður: Lára Magnúsdóttir (laramagg84@gmail.com)

Vonandi sjáumst við sem flest á Unglingalandsmóti 2019 !

Laufey Helga Árnadóttir

Framkvæmdastjóri HSH

32 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page