top of page
Search
  • Writer's picturelaufeyhelga

Ungt fólk og lýðræði

Dagana 11.-12. apríl sátu þrír fulltrúar ungmennaráðs Grundarfjarðarbæjar, þær Elva Björk Jónsdóttir, Tanja Lilja Jónsdóttir og Alma Jenný Arnarsdóttir ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði sem haldin var af Ungmennafélagi Íslands í Borgarnesi. Þeim til aðstoðar var Heiður Björk Fossberg Óladóttir, bæjarfulltrúi og tengiliður ungmennaráðs. Á ráðstefnuna komu ungmenni víða að á landinu, en frá Vesturlandi voru mættir fulltrúar frá ungmennaráðum Grundarfjarðarbæjar, Borgarbyggðar og Akraness.

Dagskráin var fjölbreytt og gafst þátttakendum tækifæri til að hitta og tala við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og starfandi dómsmálaráðherra Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ásamt mennta- og menningarmálaráðherra Lilju Alfreðsdóttur.

Áhrifavaldarnir Erna Kristín og Fanney Dóra voru með erindi um jákvæða líkamsímynd, Jón Halldórsson frá KVAN hélt fyrirlestur um leiðtogahæfni. Auk þess voru Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir frá Hugarfrelsi með fyrirlestur um hvernig má auka vellíðan.

Okkar fulltrúar voru mjög ánægðir með að hafa tekið þátt og verður lærdómurinn af ráðstefnunni ræddur í ungmennaráði á næstunni. Frétt fengin af heimasíðu Grundarfjarðar



15 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page