top of page

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði

11. júní 2024



Ungmennaráð Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) stendur fyrir ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði dagana 20. – 22. september á Reykjum í Hrútafirði.


Yfirskrift ráðstefnunnar er: Ungt fólk og lýðheilsa.


Eins og nafnið gefur til kynna er ráðstefnan fyrir ungt fólk á aldrinum 15 – 30 ára. Allt ungt fólk á tilsettum aldri er velkomið á ráðstefnuna.


TÆKIFÆRI TIL SKOÐANASKIPTA


Ungt fólk sem hefur komið á ráðstefnuna í gegnum árin segir hana haft afar góð áhrif. Fólk hafi aukið félagslega hæfni sína og lært að vinna með gildi eins og samstöðu, lýðræði og vináttu. Valdefling hafi falist í þátttökunni. Þátttakendur hljóta tækifæri til að myndasér skoðanir og koma þeim á framfæri við jafningja og ráðafólk. Viðburðurinn gefur þannig þátttakendum tækifæri til að hlusta á ólíkar upplifanir og sjónarmið, brjóta ísinn í samskiptum við aðra og fara út fyrir þægindarammann.


FJÖLBREYTT DAGSKRÁ


Dagskráin verður eins og alltaf með fjölbreyttu sniði. Boðið er upp á hópefli og samveru, áhugaverðan fróðleik og uppörvandi og hvetjandi vinnustofur. Fólk úr stjórnmálum og atvinnulífi mætir á ráðstefnuna og fá þátttakendur tækifæri til að byggja upp tengslanet til framtíðar.


Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því þarf að haska sér með skráningu. Fullorðinn einstaklingur þarf að fylgja þátttakendum yngri en 18 ára.


Þátttökugjald er 15.000 kr. fyrir hvern þátttakanda. Innifalið eru ferðir, uppihald og ráðstefnugögn.


Rúta fer frá þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík á föstudeginum og til baka á sunnudeginum semþátttakendur eru hvattir til þess að nýta sér. Fyrir þau sem ekki geta nýtt sér rútuna er hægt að sækja um styrk fyrir ferðakostnaði til UMFÍ. Skila þarf inn kvittunum á sérstöku eyðublaði sem sent verður út eftir viðburðinn.


Athygli er vakin á því að viðburðurinn er vímuefnalaus, það sama á við um rafsígarettur og nikótínpúða.

Skráning er hafin og stendur til 11. september.


Smelltu hér til þess að skrá.


Hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook: UNGT FÓLK OG LÝÐRÆÐI 2024 | Facebook


Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér : Ungt fólk og lýðræði – Ungmennafélag Íslands

Commentaires


bottom of page