top of page
Search
  • Writer's picturelaufeyhelga

Unglingalandsmót hjá HSH?

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) auglýsti nýverið eftir sambandsaðilum UMFÍ til þess að taka að sér að halda Unglingalandsmót UMFÍ árin 2021 og 2022. Unglingalandsmót er íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgi ár hvert. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið fyrst árið 1992 á Dalvík og hefur vaxið og dafnað jafnt og þétt síðan. Hátíðin er nú orðinn ómissandi viðburður um verslunarmannahelgi hjá mörgum fjölskyldum. HSH hefur átt þónokkuð marga keppendur sem fara á hverju ári og keppa í hinum ýmsu greinum ásamt því að eiga góðar stundir með fjölskyldunni. Nýverið kom fyrirspurn til HSH hvort hægt væri að halda Unglingalandsmót UMFÍ á Snæfellsnesi? Það væri hægt að sjá það gert ef félög innan HSH myndu sameinast um að sækja um og sjá um undirbúning og framkvæmd mótsins. Til þess að halda Unglingalandsmót þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og samkvæmt reglugerð um Unglingalandsmót UMFÍ skal keppa í glímu, sundi, frjálsum íþróttum, körfuknattleik og knattspyrnu. Mótshaldari ákveður aðrar greinar með samþykki stjórnar UMFÍ.

Fyrir þessar keppnisgreinar þarf að vera viðurkennd aðstaða fyrir keppnissvæði sem dæmi má nefna:

· Frjálsar íþróttir: Frjálsíþróttavöllur með gerviefni

· Glíma: Íþróttahús, salur eða úti

· Golf: 9 holu golfvöllur

· Hestaíþróttir: Hestaíþróttavöllur

· Knattspyrna: 8-10 gras eða gervigrasvellir í minnibolta stærð

· Körfubolti: Íþróttahús þar sem komast fyrir a.m.k. tveir körfuboltavellir eða sambærileg aðstaða Motocross: Motocrosssvæði

· Sund: 25 mtr. sundlaug

Það er vitað fyrirfram að áður en hægt er að sækja um að halda Unglingalandsmót á svæði HSH þarf að eiga sér stað ákveðin uppbygging og endurnýjun á mannvirkjum/íþróttaaðstöðu á Snæfellsnesi. Af þeirri ástæðu sendi stjórn HSH inn bréf til bæjarstjórna í Snæfellsbæ, Grundarfirði og Stykkishólmi og spurðist fyrir um hvort til væri og þá hver væri framtíðarstefna sveitarfélagsins í íþróttamálum til lengri tíma. Það er öllum ljóst að ekki verður sótt um núna en gaman væri ef það væri samantekin ráð að hafa aðstöðu til þess að geta sótt um þetta eftir nokkur ár. Stjórn HSH hvetur því sveitarfélög á Snæfellsnesi að skoða þennan möguleika í framtíðinni.

11 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page