top of page

Skyndihjálparnámskeið þjálfara HSH

HSH bauð upp á skyndihjálparnámskeið fyrir þjálfara og stjórnarmeðlimi aðildarfélaganna í síðustu viku. Námskeiðin fóru fram í Snæfellsbæ, Grundarfirði og Stykkishólmi. Markmiðið með því að bjóða upp á námskeið sem þessi er að þjálfarar innan HSH séu með gilt skyndihjálparskírteini. Námskeiðin gengu vel fyrir sig en um 20 þjálfarar og stjórnarmeðlimir sátu námskeiðin. Gísli Pálsson var leiðbeinandi á námskeiðunum. Að námskeiðum loknum bauð HSH þátttakendum upp á hressingu.


Þátttakendurnir voru sammála um að námskeið sem þessi væru gríðarlega mikilvægt og því er það stefna HSH að boðið verður áfram upp á skyndihjálparnámskeið á haustin.


Comments


bottom of page