laufeyhelga
Námskeið - einelti
Þann 17. apríl s.l. stóð HSH í samvinnu við æskulýðsvettvanginn fyrir námskeiði um einelti í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Námskeiðið var um 1 1/2 klst þar sem starfsmaður Æskulýðsvettangsins fór yfir hvað telst vera einelti og ítarlega skilgreiningu á því, hver eru einkenni eineltis og birtingarmyndir þess. Einnig var farið yfir því hverjir teljast vera þolendur, gerendur og svo áhorfendur. Það var farið yfir hverjar eru afleiðingar fyrir þessa hópa og að lokum hver eru verkfæri Æskulýðsvettvangsins.
Einelti er ekki liðið innan þeirra félagasamtaka sem mynda Æskulýðsvettvanginn og aðildarfélaga þeirra.
http://www.aev.is/verkefni/atak-gegn-einelti