top of page
Search
  • Writer's picturelaufeyhelga

Landsmót UMFÍ 50+ í Stykkishólmi 2021Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Stykkishólmi árið 2021. Mótið er blanda af íþróttum, alls kyns keppnum og hreyfingu með það að markmiði að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið hefur farið fram árlega síðan 2011 og er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag og geta allir tekið þátt á sínum forsendum.

Næsta sumar fer mótið fram í Borganesi og því upplagt fyrir alla hjá aðildafélögum HSH að fjölmenna þangað bæði til að taka þátt og öðlast þekkingu á umfangi mótsins til undirbúnings fyrir mótið 2021.

Landsmót UMFÍ 50+ skiptir máli fyrir fólk sem hefur bæði gaman af því að hreyfa sig og hitta aðra. Þangað kemur t.d. fólk sem hefur ekki stundað íþróttir síðan í æsku og rifjar upp hvað það var og er gaman að stunda íþróttir og hreyfa sig með öðrum. Einnig er þar tækifæri fyrir þá sem aldrei kepptu á mótum að láta gamlan draum rætast og skapa í leiðinni góðar minningar. Landsmót UMFÍ 50+ hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið getur skilið eftir sig uppbyggingu og þekkingu á svæðinu. Mótið er einnig tækifæri til að vekja athygli á lýðheilsu og þeim möguleikum sem í boði eru til að efla lýðheilsu. Gera má ráð fyrir allt að þúsund þátttakendum frá öllu landinu ásamt fylgdarliði. Þá verður einstakt aðdráttarafl Stykkishólms og Snæfellsness alls nýtt til þess að bæta þar í og auka þátttöku enn frekar.

33 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page