laufeyhelga
Jólamót HSH
Updated: Oct 3, 2021

Héraðssamband Snæfellsness og Happadalssýslu hélt sitt árlega jólamót í frjálsum íþróttum innanhúss í íþróttahúsinu í Stykkishólmi, sunnudaginn 24. nóvember s.l.
Mótið gekk vel fyrir sig og það voru um 45 sprækir krakkar víðsvegar af Snæfellsnesi sem tóku þátt í mótinu. Keppendur voru flestir á aldrinum 6 – 11 ára. 8 ára og yngri kepptu í langstökki með og án atrennu og 35 m hlaupi og 9-10 ára í sömu greinum. Ellefu ára og eldri kepptu í hástökki, langstökki með og án atrennu, 35 m hlaupi og kúluvarpi.
Allir keppendur stóðu sig með prýði á mótinu og stemningin var mjög góð. Í lok móts fengu allir þátttökuverðlaun frá HSH, bakpoka merkta HSH.
HSH vill þakka þátttakendum fyrir þátttökuna á mótinu og aðstandendum þeirra, sem aðstoðuðu við framkvæmd á mótinu.