top of page
Search
  • Writer's picturelaufeyhelga

Innanhússmót HSH í frjálsum íþróttum




Héraðssamband Snæfellsness og Happadalssýslu hélt vormót í frjálsum íþróttum innanhúss í íþróttahúsinu í Snæfellsbæ, fimmtudaginn 24. maí s.l. Það voru 45 hressir og kátir krakkar frá UMF Víking/Reyni, UMFG og ÍM sem kepptu í hinum ýmsu greinum. Þar kepptu 8 ára og yngri í langstökki með og án atrennu og 35 m hlaupi og 9-10 ára í sömu greinum. Ellefu ára og eldri kepptu í hástökki, langstökki með og án atrennu, 35 m hlaupi og kúluvarpi. Krakkarnir stóðu sig allir með prýði á mótinu og stemningin var mjög góð. Það fengu svo allir í lokin tösku í þátttökuverðlaun frá HSH. HSH vill þakka þeim sem aðstoðuðu við mótshaldið og ekki síst öllum þátttakendum og aðstandendum þeirra, sem einnig aðstoðuðu á mótinu.



3 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page