top of page
Search
  • Writer's picturelaufeyhelga

HSH á Fjölmenningarhátíð 2019


Sunnudaginn 20. október s.l. var haldin hin árlega Fjölmenningarhátíð í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Fjölmenningarhátíðin hefur fest sig í sess sem einn af stóru menningarviðburðunum í Snæfellsbæ ár hvert og viðburðurinn stækkað með hverju árinu sem líður. Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH) var með kynningu á starfi sínu og aðildarfélögum þess. Það voru kátir krakkar ásamt framkvæmdastjóra HSH sem stóðu vaktina og kynntu fyrir gestum hátíðarinnar hvað HSH stendur fyrir. HSH var með til dreifingar vetrartöflur ungmennafélaganna Víkings/Reynis, Ungmennafélags Grundarfjarðar og Ungmennafélagsins Snæfells og kynningarefni um HSH og aðildarfélög þess. Einnig var skoðanakönnun í boði fyrir krakka um íþróttastarf og á hverju þau hafa áhuga, það var ágætis þátttaka og greinilegt að ungt fólk hefur skoðanir á því hvaða íþróttir það vill stunda. Það er mikilvægt fyrir HSH að kynna sín aðildarfélög og hversu mikið og fjölbreytt íþróttastarf er í boði á Snæfellsnesni og að allir eru velkomnir að vera með. Áfram HSH !

Laufey Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri HSH

15 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page