top of page
Search
  • Writer's picturelaufeyhelga

HSH á fjölmenningarhátíð

Laugardaginn 20. október s.l. var haldin hin árlega fjölmenningarhátíð í Frystiklefanum í Rifi. Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu var með kynningu á starfi sínu. Það voru kátir krakkar ásamt framkvæmdastjóra HSH sem stóðu vaktina og kynntu fyrir gestum hvað HSH stendur fyrir. Þá voru einnig tvær efnilegar stelpur úr Grunnskóla Snæfellsbæjar, þær Margret Vilhjálmsdóttir og Hanna Imgront, sem héldu smá kynningu um það af hverju þær stunda íþróttir og hvaða kosti þær telja að íþróttaiðkun hafi fyrir krakka. HSH var með til dreifingar fjölnota poka með bækling um HSH og stundatöflur UMF Víkings/Reynis, UMF Grundarfjarðar og UMF Snæfells.
11 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page