top of page
Search
  • Writer's picturelaufeyhelga

78. héraðsþing HSH

Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu hélt ársþing sitt í Samkomuhúsinu í Grundarfirði 16. apríl s.l. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og gekk þingið vel fyrir sig undir stjórn Bjargar Ágústdóttur þingforseta. Hjörleifur K. Hjörleifsson var endurkjörinn formaður sambandsins og með honum í stjórn eru Berglind Long, Garðar Svansson, Ragnhildur Sigurðardóttir og Sæunn Dögg Baldursdóttir. Nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu og var þeim vísað í nefndir til umfjöllunar áður en þær voru teknar til afgreiðslu. Þingið samþykkti meðal annars siðareglur og hegðunarviðmið fyrir sambandið Einnig komu fram nýjar tillögur á þinginu sem voru samþykktar. Ítarleg og góð ársskýrsla var lögð fram á þinginu þar sem meðal annars voru ársskýrslur félaga birtar og ársreikningur. Það má sjá að það er öflugt starf í gangi á Snæfellsnesi og vilji til að gera enn betur. en öflugt íþróttastarf er víða á Snæfellsnesi og áhugi fyrir því að gera enn betur. Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ var fullrúi ÍSÍ á þinginu og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ.

Líney Rut veitti Björgu Ágústsdóttur silfurmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu frjálsíþrótta og Eyþóri Benediktssyni gullmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu golfíþróttarinnar.

Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ og Ragnhildur Högnadóttir sem situr í stjórn UMFÍ voru fulltrúar UMFÍ á þinginu. Ragnhildur heiðraði Guðmund Gíslason starfsmerki UMFÍ fyrir sín störf í gegnum árin fyrir íþróttahreyfinguna.96 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page