laufeyhelga
74. Íþróttaþing ÍSÍ
74. Íþróttaþing Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands var haldið 3. – 4. maí s.l. í Gullhömrum í Reykjavík. Þrír fulltrúar frá HSH sátu þingið, Hjörleifur K. Hjörleifsson formaður, Garðar Svansson gjaldkeri og Laufey Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri. Þingfulltrúar voru vel á annað hundrað fulltrúa af öllu landinu. Fyrir þinginu lágu 24 tillögur sem fjallað var um í nefndum föstudaginn 3. maí og voru svo afgreiddar laugardaginn 4. maí. Fjölmargar tillögur voru lagðar fram og má þar nefna áskorun um jafnréttismál, áskorun um baráttu gegn öllu ofbeldi, gistiaðstaða fyrir íþróttafólk af landsbyggðinni, tillaga um þjóðarleikvang og stuðningur ríkis við starf íþróttahéraða. Fréttir frá þinginu er hægt að lesa á heimasíðu ÍSÍ.
