top of page
Search
  • Writer's picturelaufeyhelga

Þekking gegn einelti - námskeið

Þekking gegn einelti – námskeið


Einelti er ekki liðið innan þeirra félagasamtaka sem mynda Æskulýðsvettvanginn og aðildarfélaga þeirra. Mikilvægt er að öllum líði vel í leik og starfi og að sá grundvallarréttur að fá að vera óáreittur sé virtur.

Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð, að geta lesið í vísbendingar um einelti og annað ofbeldi, og að vita hvernig bregðast á við slíku svo hægt sé að bregðast strax við málum sem koma upp í starfinu og leysa úr þeim.

Þriðjudaginn 17. apríl n.k. stendur HSH fyrir námskeiði um einelti. Þar sem meðal annars verður farið yfir eftirfarandi atriði:

· Hverjar eru birtingarmyndir eineltis?

· Hvernig á að koma auga á einelti?

· Hvernig á að bregðast við einelti í félagsstarfi?

· Hvernig á að vinna úr eineltismálum?

· Hvaða úrræði eru í boði innan Æskulýðsvettvangsins?

Námskeiðið verður haldið í Fjölbrautaskóla Snæfellinga (FSN) í Grundarfirði kl. 17:00 (námskeiðið er ca 60 – 80 mínútur)

Mikilvægt er að skrá þátttöku á námskeiðið fyrir 16. apríl. Hægt er að skrá hérna:

https://docs.google.com/document/d/1sPTYKIgnqpV_O2xAJnlbuV13R03O4vl_qN-0vYexPNA/edit?pli=1

Eða hjá Laufeyju Helgu Árnadóttir á netfangið: hsh@hsh.is

12 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page