Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2014 Júní

02.06.2014 10:36

50+ á Húsavík 20-22 júní

Frá Húsavík.

Frá Húsavík.

Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ) er mótshaldari að Landsmóti UMFÍ 50+ árið 2014. HSÞ Hefur áður haldið Landsmót en það var árið 1987. HSÞ hefur því reynslu að því að halda Landsmót. Mótið fer að mestu fram á Húsavík. Aðstaðan á Húsavík er góð til að halda Landsmót UMFÍ 50+. Stórt íþróttahús er á staðnum en þar munu fara fram fjölmargar keppnisgreinar. Frjálsíþróttavöllurinn er ekki langt frá íþróttahúsinu sem er með malarbraut. Góður fótboltavöllur er á frjálsíþróttavellinum en þar fyrir ofan eru nýir gervigrasvellir.

Glæsilegur 9 holu gorvöllur er rétt fyrir utan Húsavík. Einnig eru góð skólahúsnæði sem notuð verða um helgina fyrir keppnisgreinar. Fyrirhugaðar keppnisgreinar á mótinu eru: Almenningshlaup - boccia - blak -bidds - bogfimi - frjálsar - golf - hestaíþróttir - sýningaratriði, línudans - pútt - ringó - skák - sund - starfsíþróttir - skotfimi- stígvélakast-þríþraut.

Skráning er nú í fullum gangi en henni lýkur 16. júní. Þetta er í fjórða skiptið sem mótið er haldið en áður hafa þau verið haldið á Hvammstanga, Mosfellsbæ og Vík í Mýrdal.

02.06.2014 10:34

Hjólað í vinnuna

Úrslit Hjólað í vinnuna


Heilsu- og hvatningarverkefninu Hjólað í vinnuna lauk í gær. Keppnisdagar voru fimmtán og á þeim tíma voru hjólaðir 734.946 km eða 548,88 hringir í kringum landið. 567 (645) vinnustaðir skráðu 1248 (1388) lið til leiks með 9145 (7.837) liðsmenn. Í kílómetrakeppninni voru 487 (781) lið skráð til leiks. Til gaman má geta að með verkefninu sparaðist um 118 tonn af útblæstri CO2 og rúmlega 70 þúsund lítrar af eldsneyti. Ferðamáti var í 89,1% (91%) á hjóli. 

Í kílómetrakeppninni fyrir heildarfjölda kílómetra vann liðið Spartans hjá Nýherja hf. með 6503,4 km. Í öðru sæti var liðið 12 Vindstig hjá Veðurstofu Íslands með 6010,38 km. Í þriðja sætu var liðið Jón Sigurðsson hjá Verkís með 5113,83 km. Í kílómetrakeppninni fyrir hlutfall kílómetra vann liðið Farfuglarnir hjá Isavia með einungis þrjá liðsmenn, en hlutfallið var 943,64. Í öðru sæti var liðið Spartans hjá Nýherja hf (929,06) og í þriðja sæti var liðið Hjólahjörtun hjá Advania (798,91). Í vinnustaðakeppninni var keppt um flesta þátttökudaga og má sjá nánari úrslit á www.hjoladivinnuna.is.

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna verður haldin í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins klukkan 12:10 - 13:00 miðvikudaginn 4. júní. Þangað eru allir velkomnir. Þeir sem ætla að mæta eru beðnir um að skrá sinn vinnustað og fjölda sem mætir og senda á netfangið hjoladivinnuna@isi.is. Verðlaun eru veitt fyrir þrjá efstu vinnustaðina í öllum flokkum fyrir hlutfall daga. Í kílómetrakeppninni eru þremur efstu liðunum veitt verðlaun fyrir annars vegar heildarfjölda kílómetra og hins vegar hlutfall kílómetra. 

02.06.2014 10:33

Þjálfaramenntun í sumar

Sumarfjarnám í þjálfaramenntun 1. 2. og 3. stigs


ÍSÍ býður upp á sumarfjarnám á öllum þremur stigum þjálfaramenntunar ÍSÍ og hefst nám allra stiga 23. júní næstkomandi.  Skráning er á namskeid@isi.is og þarf henni að vera lokið fyrir föstudaginn 20. júní næstkomandi.  Námið er almennur hluti í þekkingu íþróttaþjálfara og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  Sérgreinaþátt námsins taka þjálfarar hjá viðkomandi sérsamböndum.

Námið gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar og er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur.  Þátttökugjald er kr. 25.000.- á 1. stig og eru þá öll námskeiðsgögn innifalin í gjaldinu og send á heimilisföng þátttakenda.  Inntökuskilyrði á 1. stig er grunnskólapróf og 16 ára aldur.  

Þátttökugjöld á 2. og 3. stig er kr. 18.000.- á hvort stig.  Inntökuskilyrði á 2. stig er 18 ára aldur, 6 mánaða starfsreynsla við þjálfun og gilt skyndihjálparnámskeið.  Inntökuskilyrði á 3. stig er 20 ára aldur, 12 mánaða starfsreynsla við þjálfun og gilt skyndihjálparnámskeið.

Þjálfaramenntun ÍSÍ hefur verið afar vinsæl undanfarin ár enda hefur verið aukinn þrýstingur í samfélaginu um fagleg og vönduð vinnubrögð og jafnframt réttindi við íþróttaþjálfun.  Það samræmist vel stefnu íþróttahreyfingarinnar.

Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri í síma 460-1467 & 863-1399 og/eða á vidar@isi.is

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32
Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32