Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2013 Október

11.10.2013 10:43

Snæfell - Þór í kvöld

Fjörið er að byrja!

Strákarnir ríða á vaðið með hörkuleik í 1. umferð Domino's deildarinnar. Látum okkur ekki vanta í stúkuna!

Sjáumst á vellinum! Áfram Snæfell!!!

06.10.2013 02:24

Forvarnardagurinn 9 október

Forvarnadagurinn 2013 verður haldinn 9. október.

Forvarnadagurinn 2013 verður haldinn 9. október.

Forvarnardagur 2013 verður haldinn miðvikudaginn 9. október næstkomandi. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Ungmennafélag Íslands,  Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.

Íslenskar rannsóknir sýna að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldum sínum eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Að sama skapi sýna niðurstöður að mun ólíklegra sé að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf, falli fyrir fíkniefnum. Í þriðja lagi sýna rannsóknirnar fram á að því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau neyti síðar fíkniefna.

Niðurstöðurnar byggja á rannsóknum vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna og hafa þær vakið alþjóðlega eftirtekt.

Blaðamannafundur vegna dagsins fer fram í Háaleitisskóla mánudaginn 7.október næstkomandi. Þar munu allir samstarfsaðilar flytja stutt erindi og fjalla um forvarnir í sínu starfi.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu verkefnisins http://www.forvarnardagur.is/.

06.10.2013 02:21

Lífshlaup framhaldsskóla

Keppnin er hafin í Framhaldsskólakeppninni

Lífshlaup framhaldsskólanna hófst  fimmtudag, 3. október og stendur til og með 16. október. 

Lífshlaupið er kjörið verkefni til að hvetja nemendur og starfsfólk til að auka sína hreyfingu í frístundum og við val á ferðamáta. 

Enn er hægt að skrá sig til leiks. Skráning og nánari upplýsingar eru að finna hér eða inn á www.lifshlaupid.is


Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir Lífshlaupi framhaldsskólanna í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Embætti landlæknis í tengslum við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskólar.

06.10.2013 02:16

Frambið til stjórnar UMFÍ

umfi

 

Framboðsfrestur til stjórnarkjörs UMFÍ rann út 1. október og hefur kjörnefnd yfirfarið framboðin. Uppfylla þau skilyrði 11. greinar laga UMFÍ varðandi framboð til stjórnar og varastjórnar UMFÍ.

Eftirtaldir gefa kost á sér til formanns, stjórnar og varastjórnar UMFÍ á 48.sambandsþingi UMFÍ sem haldið verður í Stykkishólmi helgina 12.-13. október 2013:

 

 

Tveir gefa kost á sér til formanns UMFÍ:

Helga Guðrún Guðjónsdóttir                HSK
Stefán Skafti Steinólfsson                    USK

Tólf gefa kost á sér til stjórnar UMFÍ:

Björg Jakobsdóttir                                UMSK
Bolli Gunnarsson                                 HSK
Eirnar Kristján Jónsson                       UMSK
Eyrún Harpa Hlynsdóttir                      HSV
Gunnar Gunnarsson                            UÍA
Haukur Valtýsson                                UFA
Helga Jóhannesdóttir                          UMSK
Hrönn Jónsdóttir                                  UMSB
Inga Sigrún Atladóttir                           UMSE
Ragnheiður Högnadóttir                       USVS
Vignir Örn Pálsson                               HSS
Örn Guðnason                                     HSK

Sjö gefa kost á sér til varastjórnar UMFÍ:

Baldur Daníelsson                               HSÞ
Einar Kristján Jónsson                         UMSK
Eyrún Harpa Hlynsdóttir                      HSV
Gunnar Gunnarsson                            UÍA
Kristinn Óskar Grétuson                      HSK
Ragnheiður Högnadóttir                      USVS
Sigríður Etna Marinósdóttir                  HHF

03.10.2013 11:25

Líkamsræktin í Grundarfirði með fyrirlestur um lágkolvetnamatarræði.

Fyrirlestrar sem slegið hafa í gegn

Carb nite & Carb back loading by John Kiefer
Þá er komið að því að halda fyrirlestur í Grundarfirði sunnudaginn 6 okt kl 14:00 í Grunnskóla Grundarfjarðar um lágkolvetnamatarræðið, Carb Nite og Carb back loading. Eddi og Sibba munu koma og heimsækja okkur og fræða okkur um þessi mál. Þau hafa fyrirlesturinn sem stendur í ca 2 klst og kostar 2.500 kr

Carb nite er sérstaklega hannað til að missa fitu...já missa FITU ekki bara þyngdartap!!
Allan tímann sem þú ert á carb nite ertu að missa fitu..líka af þessum erfiðum svæðum,eins og kvið,lærum,handleggjum og rassi..
Carb nite er lífstíll og hægt að vera á eins lengi og viðkomandi kýs.
Oft þá eru lífstíls-kúrar til að auka heilbrigði en minnka bara fitu% líkamans um lítið magn..
Sem betur fer þá hefur carb nite þann kost að hafa góð áhrif á insúlín næmni og hækkar góða kolesterolið og lækkar það slæma..

Skráning er hjá Þórey í síma 892-7917
 einnig hjá Steinunni í Stykkishólmi í síma 841-2000

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22
Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22