Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2013 Júlí

05.07.2013 14:47

Þríþraut í Stykkishólmi

Keppt í þríþraut í Stykkishólmi á sunnudaginn


5. júlí 2013

Næstkomandi sunnudag heldur 3SNÆ, Þríþrautadeild Umf. Snæfells, þríþrautakeppni í Stykkishólmi líkt og á síðasta ári. Keppnin er sprettþraut þar sem þátttakendur keppa í 400m sundi, 10 km hjólreiðum og 2,7 km hlaupi. 37 keppendur eru skráðir til leiks, þ.á.m. nokkrir af fremstu þríþrautarköppum landsins. Mótið er jafnframt stigamót, þ.e. telur í Stigakeppni ársins 2013. Hefst keppnin stundvíslega kl. 10:00 á sunnudaginn í sundlauginni. Skiptisvæði verður við gafl íþróttahúss/skólalóðar, eftir sund (sem tekur 5-10 mínútur). Hlaupa keppendur beint úr laug og út á skiptisvæði til að ná í hjólið sitt, hjóla svo sem leið liggur út úr bænum og upp að Helgafelli og til baka. Þá verður hlaupið frá skólalóð/skiptisvæði:

 

 

 

 

Borgarbraut, Skúlagata, Austurgata, Hafnargata, Silfurgata, Aðalgata upp að upplýsingaskilti Snæfells, snúið við þar og Aðalgata og Borgarbraut til baka að skiptisvæði og í mark.

 

Í tilkynningu frá 3SNÆ eru áhugasamir hvattir til að fylgjast með og hvetja keppendur, en keppnin í heild ætti ekki að taka meira en um einn klukkutíma.  

05.07.2013 07:13

Framkvæmdafréttir hjá Skotgrund

Það helsta sem er að frétta af framkvæmdum er að í vikunni festi félagið kaup á vatnsdælu, sem tengja á við nýja vatnstankinn sem settur var upp á dögunum.  Dælan á að dæla vatni úr tankinum í klósettið og í vaskana.  Páfinn ætti því að geta kíkt í heimsókn fljótlega með taflborðið. 

 

Búið var að grafa niður og tengja rotþró við húsið fyrir nokkrum árum,  en hinsvegar er ekkert vatn á svæðinu og því hefur ekki verið hægt að taka klósettið í notkun ennþá.  Vatnstankurinn og dælan eiga að leysa það vandamál (tímabundið) svo hægt verði að taka salernið í notkun.  Einnig verður hægt að fá vatn í kaffið þegar búið verður að setja upp vaskinn í eldhúsið.

 

Félagið fékk nýlega gefins olíutunnur sem fluttar hafa verið á æfingasvæðið.  Í dag (fimmtudag) voru þær svo skornar til helminga, en ætlunin er að nota þær til að steypa í.  Til stendur að steypa niður nýju riffilbattana á 300m og 400m á næstu dögum.  Einnig verða steypt niður skilti, sem og rauðmálaðir staurar meðfram riffilbrautinni, en rauðmáluðu staurarnir eiga að afmarka riffilbrautina.

Steini Gun sker tunnurnar til helminga.

 

Til stendur að reyna að fá gröfu inn á svæði á laugardaginn til þess að grafa niður tunnurnar og gera klárt fyrir steypu.  Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í því geta fylgst með hér á síðunni, en nánari tímasetning verður auglýst síðar.  Einnig ætlar rafvirkinn að koma á laugardaginn og ljúka við að yfirfara kastvélarnar.

 

Í dag var einnig hafin málningarvinna á svæðinu, en félagshúsnæðið var málað að utan sem og vélaskúrinn.   Búið er að setja inn nokkrar myndir af framkvæmdum hér á síðuna, en hægt er að finna þær í myndaalbúminu efst á síðunni.

Sammi var öflugur á rúllunni.

 

Félagshúsnæðið nýmálað.  Til stendur að safna liði fljótlega til að ljúka málningarvinnu.

 

Skrifað af JP

05.07.2013 07:05

Friðarhlaup 2013

Friðarhlaupið fer um Grundarfjörð mánudaginn 8. júlí. Hlauparar frá Grundarfirði ætla að taka þátt og hlaupa með síðustu 5 kílómetrana áður en friðarhlaupararnir koma í bæinn. Við hvetjum þá hlaupara sem vilja taka þátt til þess að mæta við framsveitarafleggjarann hjá Vindási  kl 11.15 á mánudaginn. Þegar hlaupararnir koma til Grundarfjarðar mun fara fram stutt friðarstund þar sem Grundarfjarðarbær ætlar að gróðursetja friðartré með hlaupurum friðarhlaupsins. Gróðursetningin og friðarstundin fer fram í Paimpolgarðinum. Dagskrárlok eru áætluð kl 12.45

 

Friðarhlaupið er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum. Friðarhlaupið safnar ekki fé og leitar ekki eftir stuðningi við pólitískan málstað.  Markmið hlaupsins er einfaldlega að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefst í hjarta hvers og eins.

05.07.2013 00:26

Víkingar fá lið frá Grikklandi og Eistlandi í Futsal

Víkingur Ólafsvík í þriggja liða riðli í Futsal

Riðillinn verður leikinn í Ólafsvík 27. ágúst - 1. september


Dregið hefur verið í riðla í Evrópukeppni félagsliða í Futsal-innanhússknattspyrnu (UEFA Futsal Cup) og eru fulltrúar Íslands Víkingar frá Ólafsvík.  Riðillinn sem þeir leika í fer einmitt fram á heimavelli þeirra í Ólafsvík dagana 27. ágúst - 1. september og í honum eru þrjú lið.  Auk Ólsara eru þar Athina ´90 Athens frá Aþenu í Grikklandi og FC Anzhi Tallinn frá Eistlandi.

Alls eru átta riðlar í forkeppninni og er þetta eini þriggja liða riðillinn.  Sigurvegarar riðlanna halda áfram í aðalkeppnina, sem er leikin í sex riðlum.  Sigurvegarar Ólafsvíkur-riðilsins leika í 6. riðli ásamt liðum frá Aserbaídsjan, Belgíu og Rúmeníu. 

Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal


04.07.2013 02:16

Fjórðungsmót hestamanna á Kaldármelum

Fjórðungsmótið á Kaldármelum hófst í morgun


"Nú er sól og blíða og stemningin á hraðri uppleið á Fjórðungsmóti. Ungmennaflokki lokið og Tölt 17 ára og yngri í gangi. Forkeppni í B-flokki hefst svo klukkan 14," segir í tilkynningu frá Fjórðungsmóti hestamanna á Kaldármelum sem hófst í morgun. Bjarni Jónasson framkvæmdastjóri FM býst við líflegu og fjölmennu móti, en það mun standa fram á sunnudag. Gestir eru fyrir löngu byrjaðir að streyma á svæðið og fjölgar nú til muna enda er útlit fyrir góða aðsókn. Bjarni segir skráningu keppenda mjög góða og er þátttaka sú mesta frá því að hann tók við sem framkvæmdastjóri mótsins fyrir tæpum áratug síðan. Um 200 hross eru skráð til leiks í gæðingakeppni og keppni yngri flokka og þá verða um 50 kynbótahross leidd fyrir dóm. Að auki verða sýningar frá tíu ræktunarbúum á laugardaginn. Bjarni telur að fyrra aðsóknarmet mótsins verði slegið í ár og á hann von á að allt að 3.000 gestum.

 

 

 

 

Fjölbreytt skemmtidagskrá er í boði fyrir gesti mótsins meðan á því stendur. Kvöldvaka verður haldin á föstudags- og laugardagskvöld auk sem dansleikir verða haldnir. Á föstudaginn mun sjálfur sveiflukóngurinn úr Skagafirði, Geirmundur Valtýsson, troða upp með hljómsveit sinni, en á laugardagskvöldinu hljómsveitin Stuðlabandið frá Selfossi. Þá verður efnt til fjörureiðar um Löngufjörur á föstudagskvöldinu og verður lagt af stað frá Kaldármelum kl. 20 og Snorrastöðum kl. 21. Bjarni segir að ekki sé skráning í reiðina, heldur nægir bara að mæta. Veitinga- og sölutjöld verða einnig á staðnum.

Það eru hestamannafélögin á Vesturlandi; Dreyri, Glaður, Skuggi, Faxi og Snæfellingur sem standa að Fjórðungsmótinu en langflestir keppendur koma frá Norðvesturlandi. Bjarni segir marga félagsmenn úr hestamannfélögunum koma að skipulagningu mótsins og áætlar hann að fjöldi starfsmanna og sjálfboðaliða sé á bilinu 70-80 manns. Að endingu vonaðist Bjarni til að sjá sem flesta hestaáhugamenn á mótinu sem hann treystir á að veðurguðirnir verði hliðhollir að þessu sinni.

Nálgast má frekari upplýsingar um dagskrá Fjórðungsmótsins, ráslista og aðrar tilkynningar á heimasíðu mótsins, fm.lhhestar.is.

04.07.2013 02:12

Tap á Akranesi

Tíu gul spjöld í tapi UMFG gegn Kára


Leikið var í þriðju deild karla í knattspyrnu á Akranesvelli í gær þar sem heimamenn í Kára tóku á móti Grundarfirði í Vesturlandsslag. Leikurinn endaði með 1 - 0 sigri Kára. Hann byrjaði rólega og lítið bar á góðum færum. Á 35. mínútu bar til tíðinda, Bjarki Sigmundsson leikmaður Kára sendir boltann listilega inn á vítateig Grundarfirðinga þar sem Gísli Freyr Brynjarsson náði til boltans og skoraði og Káramenn komnir yfir. Í seinni hálfleik voru Grundfirðingar mikið meira með boltann og lágu gestirnir í sókn án þess þó að skapa sér einhver almennileg færi. Tvö gul spjöld litu dagsins ljós hjá sitthvoru liði í fyrri hálfleik en mikil spjaldasöfnun hófst í þeim síðari, sérstaklega hjá Káramönnum sem fengu alls sjö gul spjöld á sig í leiknum á móti þremur hjá Grundfirðingum. Undir lok leiks léttu Káramenn á varnarpressunni með að sækja meira og áttu nokkur góð færi sem þeir náðu hins vegar ekki að klára. Vörnin hélt allan leikinn hjá Káramönnum sem uppskáru sinn annan sigur á tímabilinu og náðu í leiðinni að jafna Grundafirðinga á stigum í deildinni.

 

 

 

Mikil gleði braust út eftir leikinn hjá Káramönnum og stuðningsmönnum sem mættu á völlinn enda orðið ansi langt síðan menn fengu að upplifa heimasigur á Akranesi.

 

Um næstu helgi fara Grundfirðingar á Austurland þar sem þeir eiga leiki á móti toppliði Hugins frá Seyðisfirði og Fjarðabyggð. Kári á næsta leik 12. júlí gegn KFR þegar þeir fara á SS völlinn á Hvolfsvelli.

04.07.2013 00:55

Jafnt í Ólafsvík

Mynd: Þröstur Albertsson
Víkingur Ólafsvík 0 - 0 Fylkir

Markalaust jafntefli var í steindauðum fallbaráttuslag á Ólafsvík þar sem bæði lið virtust sætta sig við stigið.

Einar Hjörleifsson kom heimamönnum nokkrum sinnum til bjargar með góðum markvörslum en hafði þó ekki mikið að gera í leiknum.

Bjarni Þórður Halldórsson í marki gestanna hafði mjög lítið að gera og þurfti sjaldan að bregðast við.

Fylkir er á botni deildarinnar ásamt ÍA, en Ólafsvíkingar eru tveimur stigum ofar með fimm stig úr tíu leikjum.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/news/03-07-2013/pepsi-deildin-jafnt-i-fallbarattunni-a-olafsvik#ixzz2Y2Ahv3SB

04.07.2013 00:54

Minningarsjóður Ólafs E. RafnssonarÓlafur Eðvarð Rafnsson forseti ÍSÍ sem varð bráðkvaddur þann 19. júní s.l. verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 4. júlí klukkan 15:00. Erfidrykkja verður haldin í Íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum að lokinni athöfn.

Stofnaður hefur verið Minningarsjóður Ólafs E. Rafnssonar sem verður notaður í þágu íþróttahreyfingarinnar í minningu Ólafs og hans mikla og óeigingjarna starfs innan hennar.

Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu heiðra minningu hans er bent á reikningsnúmer Minningarsjóðsins 0537-14-351000, kennitala sjóðsins er 670169-0499.

Sjóðurinn verður í umsjón Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og eru nánari upplýsingar veittar á skrifstofu sambandsins í síma 514 4000.

02.07.2013 13:24

Landsmót UMFÍ á Selfossi

Núna á fimmtudag hefst Landsmót UMFÍ á Selfossi.

Karla lið Snæfells keppir þar í körfubolta fyrir hönd HSH.
Mikil dagskrá er komin og fólk hvatt til að koma við á Selfossi
og fylgjast með frábæru móti

Dagskrá

Drög að dagskrá 27. Landsmóts UMFÍ 2013.*
* Vinsamlegast athugið að tímasetningar og staðsetningar geta breyst fram að móti.

Fimmtudagur 4. júlí
Kl. 12:00-19:00     Skotkeppni skeet (Skotsvæði)
Kl. 15:00-23:00     Badminton (Iða - íþróttahús)
Kl. 15:00-23:00     Handknattleikur (Íþróttahús Vallaskóla)
Kl. 15:00-19:00     Borðtennis (Baula - íþróttahús)

Föstudagur 5. júlí
Kl. 08:00-17:00     Golf (Svarfhólsvöllur)
Kl. 09:00-20:00     Körfuknattleikur (Iða - íþróttahús)
Kl. 09:00-20:00     Handknattleikur (Íþróttahús Vallaskóla)
Kl. 10:00-20:00     Bridds (FSu - skólastofur)
Kl. 10:00-17:00     Skotkeppni skeet (Skotsvæði)
Kl. 10:00-14:00     Hestaíþróttir (Brávellir)
Kl. 11:00-14:00     Boccia fatlaðir (FSu - stóri salur)
Kl. 14:00-18:00     Boccia opin keppni (FSu - stóri salur)
 
Kl. 11:00-16:00     Frjálsíþróttir (Frjálsíþróttavöllur)
Kl. 11:00-15:00     Gróðursetning (Tjaldsvæði við Suðurhóla)
Kl. 12:00-18:00     Knattspyrna (Selfossvöllur)
Kl. 13:00-19:00     Skák (FSu - skólastofur)
Kl. 17:00-21:00     Júdó (Baula - íþróttahús)
Kl. 21:00-22:00     Mótssetning (Frjálsíþróttavelli)

Laugardagur 6. júlí
Kl. 08:00-16:00     Golf (Svarfhólsvöllur)
Kl. 09:00-21:00     Blak (Íþróttahús Vallaskóla)
Kl. 09:00-22:00     Taekwondo (Baula - íþróttahús)
Kl. 09:00-13:00     Sund (Sundhöll Selfoss)
Kl. 09:00-15:00     Mótokross (Mótokrossbraut - Hrísmýri)
Kl. 10:00-13:00     Jurtagreining (FSu - opið rými)
Kl. 10:00-13:00     Stafsetning (FSu - stóri salur)
Kl. 10:00-15:00     Körfuknattleikur (Iða - íþróttahús)
Kl. 10:00-20:00     Bridds (FSu - skólastofur)
Kl. 10:00-18:00     Kraftlyftingar (Sunnulækjarskóli - miðrými/Fjallasalur)
Kl. 10:00-14:00     Skotkeppni riffill (Skotsvæði)
Kl. 10:00-14:00     Hestaíþróttir (Brávellir)
Kl. 14:00-18:00     Hestadómar (Brávellir)
 
Kl. 10:00-12:00     10 km götuhlaup (Frjálsíþróttavöllur)
Kl. 11:00-16:00     Frjálsíþróttir (Frjálsíþróttavöllur)
Kl. 12:00-18:00     Knattspyrna (Selfossvöllur)
Kl. 13:00-17:00     Skák (FSu - skólastofur)
Kl. 13:00-17:00     Dráttarvélaakstur (Við Jötun vélar við Austurveg)
Kl. 14:00-17:00     Lagt á borð (FSu - opið rými)
Kl. 14:00-22:00     Körfuknattleikur (Baula - íþróttasalur)
Kl. 17:00-19:00     Starfshlaup (Frjálsíþróttavöllur)
Kl. 18:00-22:00     Fimleikar (Iða - íþróttahús)

Sunnudagur 7. júlí
Kl. 09:00-14:00     Bridds (FSu - skólastofur)
Kl. 09:00-12:00     Blak (Íþróttahús Vallaskóla)
Kl. 09:00-13:00     Sund (Sundhöll Selfoss)
Kl. 10:00-16:00     Glíma (Baula - íþróttahús)
Kl. 10:00-15:00     Ólympískar Lyftingar (Sunnulækjarskóli - miðrými/Fjallasalur)
Kl. 10:00-14:00     Pútt (Svarfhólsvöllur)
Kl. 10:00-13:00     Knattspyrna (Selfossvöllur)
Kl. 10:00-14:00     Skotkeppni loftskammbyssa (Reiðhöll við Brávelli)
Kl. 11:00-15:00     Pönnukökubakstur (FSu - opið rými)
Kl. 11:00-16:00     Frjálsíþróttir (Frjálsíþróttavöllur)
Kl. 12:00-16:00     Dans (Iða - íþróttahús)
Kl. 13:00-16:00     Körfuknattleikur (Íþróttahús Vallaskóla)
Kl. 17:00-18:00     Mótsslit (Frjálsíþróttavöllur)

02.07.2013 11:54

Tap hjá Víking gegn Haukastúlkum

Víkingur Ólafsvík 0 - 5 Haukar
0-1 Leikmaður óþekktur ('26)
0-2 Leikmaður óþekktur ('52)
0-3 Leikmaður óþekktur ('60)
0-4 Hulda Sigurðardóttir ('76)
0-5 Hulda Sigurðardóttir ('94)

Ólafsvíkingar fengu Hauka í heimsókn í fyrstu deild kvenna en fyrir leikinn voru Haukar með níu stig og Víkingar með fimm.

02.07.2013 11:49

Grundarfjörður vann Augnablik


Frábær leikur í gær sem endaði með 4-1 sigri okkar gegn Augnablik. Loksins loksins segjum við.

Mörkin skoruðu Heimir Þór 2, Dalibor og Vincent.02.07.2013 11:47

Víkingur með sigur á ÍA

Víkingar sigruðu í Vesturlandsslagnum


Víkingur Ólafsvík og Skagamenn áttust við í sannkölluðum Vesturlandsslag í gærkvöldi í Pepsídeild karla. Lauk leiknum með 1:0 sigri Víkings. Þessi úrslit þýða að Víkingur eru nú komnir úr fallsæti, eru í því 10. með fjögur stig, en ÍA færist í 11. sætið og er áfram með sín þrjú stig. Í botnsætinu eru Fylkismenn með tvö stig. Vel var mætt á leikinn, heimamenn fylltu stærstan hluta áhorfendastúkunnar en mikið var einnig af Skagamönnum sem höfðu gert sér ferð vestur. Leikurinn var frekar bragðdaufur framan af og áttu hvort liðið sitt hvort færið í fyrri hálfleiknum. Skagamenn skalla á mark sem bjargað var á línu og hinu megin áttu Víkingsmenn sömuleiðis skalla þar sem boltinn skoppaði í þverslána.

 

 

 

Víkingsmenn byrjuðu seinni hálfleik af meiri krafti en Skagamenn og uppskáru vítaspyrnu á 78. mínútu. Páll Gísli markvörður Skagamanna varði spyrnuna frá Guðmundi Magnússyni en hann fylgdi vel eftir og skoraði. Eftir markið datt leikurinn enn meira niður en Skagamenn færðu sig aðeins fram á völlinn. Þeir uppskáru þó einungis eitt færi og það kom í blálokin. Garðar Bergmann Gunnlaugsson átti hörkuskot sem endaði efst í stönginni. Þar með var fyrsti sigur Víkings Ólafsvík í efstu deild staðfestur og braust út mikill fögnuður á Ólafsvíkurvelli.

 

Skammt er stórra högga á milli hjá Vesturlandsliðunum. Strax á miðvikudagskvöldið verða þau aftur í eldlínunni í Pepsídeildinni og eiga þá mjög mikilvæga leiki í botnbaráttunni. Víkingar fá þá botnlið Fylkis í heimsókn og á sama tíma mætast á Akranesvelli ÍA og Þór frá Akureyri, sem gerði sér lítið fyrir og sigraði Keflvíkinga suður með sjó á sunnudag.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10