Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2013 Júní

12.06.2013 09:42

Ekki ferð til fjár hjá UMFG

Tap á tap ofan

Við fórum í langferð um helgina. Lagt var af stað á föstudaginn og haldið áleiðis til Akureyrar þar sem að við áttum leik við Magna frá Grenivík í Boganum á Akureyri. Leikið var innanhúss þar sem að vellirnir á norðurlandi koma almennt frekar illa undan vetri.
Leikurinn var jafn og spennandi en Magni náði forystunni og aðeins 6 mínútum síðar jafnaði Dalibor metin. Staðan var 1-1 lengi vel en Magnamenn náðu að setja eitt mark í síðari hálfleik en ekkert gekk hjá okkur fyrir framan markið. 2-1 tap því staðreynd og voru flestir okkar á þeirri skoðun að sú uppskera hafi verið full lítil miðað við spilamennsku liðsins og að við hefðum átt eitthvað aðeins meira skilið út úr þessum leik.

Á laugardeginum var svo farið á leik KA og Víkings í 1 deildinni og eftir það var haldið austur til Fáskrúðsfjarðar en þar áttum við leik á sunnudeginum. Tókum æfingu og sjósund þegar þangað var komið.

Í leiknum gegn Leikni Fáskrúðsfirði náðum við forystunni þegar að þeir skoruðu sjálfsmark eftir gott skot frá Christian. Við vorum með 1-0 forystu lengi vel en á 65 mínútu fá heimamenn frekar ódýra vítaspyrnu að okkar mati en línuvörðurinn var á öðru máli og dæmdi vítaspyrnuna. Leiknir jafna metin og svo á 82 mínútu ná þeir forystunni eftir aukaspyrnu sem að small í stönginni okkar og við náðum ekki að hreinsa. 2-1 tap þriðja leikinn í röð og döpur uppskera eftir þessa langferð. 

Nú er bara að taka 3 stig í næsta leik sem verður hérna heima á móti KFR næsta laugardag kl 14:00
Skrifað af Tommi

05.06.2013 11:40

Gæðingamót og vinnudagur á Kaldármelum

Vinnukvöld miðvikudaginn 5 júní á Kaldármelum, undirbúa þarf svæðið fyrir mótið á laugardaginn, öll aðstoð vel þegin, Þeir sem sjá sér fært að koma og hjálpa okkur hafi samband við Ásdísi asdissig67@gmail.com eða í 8458828.
Það  vantar líka starfsfólk á mótið á laugardaginn. 
Skrifað af Siggu

04.06.2013 13:55

Kvennahlaupið fer fram á laugardaginn


Kvennahlaupið er einn stærsti íþróttaviðburður ársins en hlaupið verður á 80 stöðum hérlendis og 20 stöðum erlendis

Konur geta kynnt sér nálæga hlaupastaði á Sjóvá.is

Hátíðardagskrá verður á mörgum hlaupastöðum og víða verður frítt í sundlaugar fyrir þátttakendur að loknu hlaupi

Markmið hlaupsins er að hvetja konur til þess að hreyfa sig og stunda heilbrigt líferni

Slagorð Kvennahlaupsins í ár er "Hreyfum okkur saman" í tilefni af samstarfs Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ við styrktarfélagið Göngum saman

 

Einn stærsti íþróttaviðburður ársins

Á laugardaginn 8. júní fer hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fram. Kvennahlaupið er einn stærsti íþróttaviðburður ársins en hlaupið verður á 80 stöðum hérlendis og á 20 stöðum erlendis. Undanfarin ár hafa hlaupararnir verið í kringum 15 þúsund sem taka þátt í Kvennahlaupinu. Hátíðardagskrá verður á mörgum hlaupastöðum og víða verður frítt í sundlaugar fyrir þátttakendur að loknu hlaupi. Hefð hefur skapast hjá mæðgum, systrum, frænkum og vinkonum að mæta saman í hlaupið og hvetja hver aðra áfram. Konur geta kynnt sér nálæga hlaupastaði á vef Sjóvá www.sjova.is en þar má einnig finna upplýsingar um tímasetningar hlaupa, lengdir og skemmtidagskrá á hverjum stað fyrir sig.

Hreyfum okkur saman

Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja konur til þess að hreyfa sig og stunda heilbrigt líferni. Á hverju ári er valið eitt málefni tengt konum til þess að vekja athygli á en í ár var ákveðið að vera í samstarfi við styrktarfélagið Göngum saman. Árlega greinast um 195 konur með brjóstakrabbamein sem er algengasta krabbamein meðal kvenna. 90% þeirra sem greinast með brjóstakrabbamein eru á lífi fimm árum eftir greiningu. Árið 2012 veiti Styrktarfélagið Göngum saman 10 milljónir króna til íslenskra rannsóknaraðila á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman úthlutað alls rúmum 32 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini á fimm árum.

Kvennahlaupsbolirnir eru grænir í ár

Kvennahlaupsbolirnir í ár eru grænir með V hálsmáli og úr teygjanlegu DRI-FIT efni sem andar vel. Hægt er að kaupa hlaupabolina víða í forsölu, og þar með skrá sig í hlaupið, eins og t.d. hjá Útilíf, World Class og Hress. Sölustaði utan höfuðborgarsvæðisins er að finna hjá tengiliðum á hverjum hlaupastað víða um land. Einnig er hægt að skrá sig til leiks á hlaupastað á hlaupadaginn. Þátttökugjaldið er 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri en 1500 krónur fyrir 13 ára og eldri en innifalið í því er bolurinn og verðlaunapeningur við endimörk hlaupsins. Auk þess fá allir þátttakendureinnig glaðning frá NIVEA og Ölgerðinni.

 

Stykkishólmur Hlaupið frá Íþróttamiðstöðinn i kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 3 km - 5 km og 7 km. Forskráning í Heimahorninu á opnunartíma. Frítt í sund að loknu hlaupi.

Grundarfjörður Hlaupið frá Íþróttahúsinu í Grundarfirði kl. 11:00. Vegalengdir frjálsar. Forskráning hjá Kristínu Höllu. Frítt í sund í boði Grundarfjarðarbæjar að loknu hlaupi.

Ólafsvík Hlaupið frá Sjómannagarðinum í Ólafsvík kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2,5 km og 5 km. Forskráning í íþróttahúsinu í Ólafsvík. Frítt í sund að loknu hlaupi.

Staðarsveit Hlaupið frá Lýsuhólsskóla í Staðarsveit kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2,5 km og 5 km.

Frítt í sund í Lýsuhólslaug að loknu hlaupi

04.06.2013 10:48

Laus gisting á 50+ landsmóti

Þátttakendur og gestir sem ekki hafa enn orðið sér úti um gistingu á Landsmóti UMFÍ 50+ sem verður haldið í Vík í Mýrdal 7.-9. júní hafa enn möguleika í þeim efnum. Þessa dagana hafa verið að detta inn gistimöguleikar á nokkrum stöðum.

 Hér fyrir neðan má sjá þá staði sem geta boðið gistingu dagana sem mótið stendur yfir.

   

Þakgil
Slatti af húsum laus.

 

Hótel Lundi
Við eigum nokkur herbergi laus út á gistihúsi, það er hægt að fá gistingu í litlum tveggja manna herbergjum þar sem fólk þarf að koma með sængina sína með sér, það getur bætt við morgunmat ef vill. Gisting fyrir manninn kostar 6.500 nóttin, morgunverðu er á 1.800.-

 

Eystri Sólheimar
ég á laust eitt 4-manna herbergi í svefnpokaplássi þann 6.
Hægt er að fá rúmföt og morgunverð ef fólk vill.
Þetta herbergi er líka laust þann 7. og 8.
Þann 7. er auk þess 2ja manna herbergi laust
þann 8. er 3ja manna herbergi laust í svefnpokaplássi.

 

Hótel Katla-Höfðabrekka
Eins og staðan er núna þá eigum við laust hjá okkur:
6.júní: 15 herbergi
7.júní: 5 herbergi
8 júní: 20 herbergi

 

Hótel Dyrhólaey
Við eigum nóg laust.

 

Gisitheimilið Reynir
 
1 tveggja manna og 1 þriggja manna.
  einnig 4 rúm (dorm..) ekki með wc inni.

 

Mið Hvoll
2 hús 6, 7 og 8 júní

 

Gistihúsið Vellir
1 sumarhus 5 manna 6-8

 

Sólheimahjáleiga
3-4 herbergi laus hvern þessara daga, herbergi með baði

 

Deila fréttinni

04.06.2013 10:47

Fararstjóranámskeið

Vegna mikillar aðsóknar á fararstjóranámskeið mun ÍSÍ bjóða upp á annað námskeið þann 10. júní í E- sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst námskeiðið kl.19 og stendur til 21:30. Gústaf Adolf Hjaltason mun sjá um fræðsluna og veitir hann ýmsar gagnlegar upplýsingar til handa þeim fjölmörgu foreldrum og sjálfboðaliðum sem taka að sér fararstjórn innan íþróttahreyfingarinnar. Námskeiðið verður þátttakendum að kostnaðarlausu og fer skráning fram á skraning@isi.is. Til baka

04.06.2013 10:43

Sjómannadagsmót Skotgrundar

Sjómannadagsmót Skotgrundar fór fram síðastliðinn fimmtudag á skotæfingasvæði félagsins í Kolgrafafirði.  Var þetta í fyrsta skipti sem þetta mót er haldið í samvinnu við sjómannadagsráð Grundarfjarðar og var mætingin mjög góð.  Veðrið var hinsvegar ekki alveg eins gott, en menn létu það ekki skemma stemmninguna.  Margir voru að taka þátt í sínu fyrsta móti og voru flestir komnir til að hafa gaman af.

 

 

 

Keppendum var skipt upp í tvö lið, en Steinar Þór Alfreðsson hafði verið valinn fyrirliði sjómanna og Unnsteinn Guðmundsson fyrirliði landkrabba.  Allt var þetta á léttu nótunum og til gamans gert, en jafnframt voru menn að keppa sín á milli því veitt voru verðulaun fyrir bestan árangur einstaklinga.  Keppt var í þremur riðlum sem skutu til skiptis, en skotnir voru tveir hringir. Skráð voru úrslit hvers og eins og stig sjómanna voru svo lögð saman gegn stigum landkrabba.

 

Heiðar á 2.palli - aðrir fylgjast með

 

Keppnin var jöfn og spennandi eftir fyrri hringinn, en í seinni umferðinni fóru línurnar að skírast.  Á endanum stóð Unnsteinn Guðmundsson uppi sem sigurvegari, en Gísli Valur Arnarson og Steinar Þór Alfreðsson voru jafnir í öðru sæti og því þurfti bráðabana til að skera úr um annað sætið.  Í bráðabananum voru skotnar 10 dúfur á mann og náði Gísli Valur að tryggja sér annað sætið með 8 brotnum dúfum.

 

Frá vinstri:  Gísli Valur, Unnsteinn og Steinar

 

Keppnin um farandbikarinn var ekki alveg eins jöfn, en lið sjómanna vann með nokkrum yfirburðum og fékk liðið að launum farandbikar sem þeir ætla að reyna að vera á næsta ári.  Ætlunin er að gera þetta mót að árlegum viðburði enda var þetta mjög skemmtilegt í alla staði og voru menn ánægðir með kvöldið.  Hægt er að skoða myndir frá mótinu í myndaalbúminu hér á heimasíðu félagsins.

 

Sigur liðið - lið sjómanna

 

Fríður hópur skotmanna

 

 

Skrifað af JP

04.06.2013 10:41

Snæfell styrkir sig fyrir komandi tímabil

Finnur Atli og Guðrún Gróa í Snæfell.

Heilmikið havarí var á Hótel Stykkishólmi þegar endurnýjaðir voru leikmannasamningar við marga af þeim leikmönnum sem leikið hafa með karla og kvennaliði Snæfells síðustu ár. Fyrir utan Jón Ólaf og Kristján Pétur sem skrifuðu undir nýverið hafa Pálmi Freyr, Hafþór Gunnarsson og Stefán Karel skrifað undir.
Sigurður Þorvaldsson, Jóhann Kristófer og Óttar Sigurðsson skrifuðu undir í kvöld.

 

 

Í kvennaliðinu skrifuðu allmargar undir, en þær sem voru síðasta tímabil skrifuðu næstum allar undir í dag. Hildur Sigurðardóttir, Hildur Björg, Alda Leif, Berglind Gunnarsdóttir, Helga Hjördís, Aníta Rún, Rebekka Rán og Silja Katrín voru allar á síðasta tímabili og verða áfram.

 

 

 

Þegar heilmiklar endurnýjanir á samningum voru búnar var komið að tveimur nýjum leikmönnum að skrifa undir. Finnur Atli Magnússon og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir hafa ákveðið að leika með Snæfelli komandi tímabil og fögnum við mjög slíkum styrk sem við fáum í okkar lið. Bæði koma þau frá KR og hafa verið lykilleikmenn í sínum liðum þar.

 

Finnur Atli hefur farið mikinn í teig andstæðinga og hafa Snæfellingar fengið sinn skammt frá honum en nú söðlar hann útá land. Finnur Atli var með 11.4 stig og 5.4 fráköst að meðaltali í 28 deildarleikjum fyrir KR síðasta tímabil og mikill styrkur í miðherjastöðuna.

"Mig langaði að breyta til og prófa eitthvað nýtt, Ingi bauð mér góðan samning og ef ég ætlaði einhverntíma að prófa að breyta til þá var tíminn núna. Ég þekki flesta strákana mjög vel og þá sérstaklega Nonna Mæju. Við höfum verið í ýmsum leiðindum inni á vellinum en erum mjög góðir félagar fyrir utan. Það er spennandi að flytja út á land, eins og sagt er, í einn fallegasta bæ á landinu. Bróðir minn [Guðmundur Magnússon] þekkir alla króka og kima hérna og formanninn nokkuð vel en svo vill ég auðvitað líka fara í lið sem er að berjast um titla og ég geri sömu kröfur á Snæfell eins og hjá KR að sækja alla titla sem í boði eru."

Guðrún Gróa er einn af bestu varnarmönnum kvennadeildarinnar og virkilega mikill styrkur í liðið með mikla reynslu og titla á bakinu úr vesturbænum. Guðrún var með 8,2 stig og 7.5 fráköst að meðaltali í 35 deildarleikjum síðasta vetur hjá KR.

 

"Ég var algjörlega óákveðin í hvað ég ætlaði að gera, klára skóla í haust eða gera eitthvað allt annað kannski og þetta hljómaði virkilega spennandi. Það er gaman að prófa eitthvað nýtt, viðkunnalegur staður, alltaf gaman að koma hingað og svo þekki ég Inga Þór og Hildi Sigurðardóttir mjög vel ásamt því að kannast við hinar stelpurnar. Þetta er bara allt annar pakki en ég verið í og er mjög heillandi."

 

-sbh-

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32
Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32