Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2013 Maí

07.05.2013 11:20

Rokleikur í Ólafsvík

Pepsídeildin
Ólafsvíkurvöllur
Sunnudaginn 5.maí 2013 kl. 17.00

Víkingur Ó - Fram   1 - 2  (1 - 2)

0-1 Almar Ormarsson (11.mín)
0-2 Bjarni Hólm Aðalsteinsson (36.mín)
1-2 Steinar Már Ragnarsson (38.mín)


Fjölmiðlarnir eru byrjaðir að reyna að brjóta okkur niður. Gott dæmi er síðasta setningin í umfjölluninni í Morgunblaðinu í morgun. Menn dæma liðið strax eftir leik þar aðstæður til fótboltaiðkunnar voru ekki góðar, rok og kuldi.

Lið Víkings Ó er léttleikandi lið. Þeir vilja hafa boltann og spila honum sín á milli. En þegar þeir lenda í rokleikjum þurfa þeir að spila stórkarlalega og það á ekki við þá. Það var erfitt að hemja og reikna út boltann í rokinu og ef Víkingur Ó hefði náð skora á undan Fram að þá hefði þetta snúist við. Við hefðum stillt upp sterkri vörn og Fram hefði lent í baslinu. Fyrsta markið var gríðarlega mikilvægt í þessum leik, eins og kom í ljós. Það var vendipunkturinn.

En hvers vegna vann Fram leikinn? Ég er búinn að horfa á leikinn þrisvar sinnum og niðurstaðan er sú að Frammararnir voru heppnir. Þeir spiluðu á móti vindinum þegar gott var að spila gegn honum. Síðan bætti alltaf meir og meir í vindinn eins Veðurstofan hafði spáð. Fram hafði náð að skora heppnismark á 11.mínútu þegar einn varnarmanna Víkings Ó rann um koll á blautum og sleipum vellinum. Eftir fyrri hálfleikinn sem lauk 1-2 Fram í hag, breyttu þeir um taktík. Þeir stilltu upp varnarkerfi 4-1-4-1 og lágu aftarlega og freistuðu þess að halda fengnum hlut. Skynsamlega gert hjá þeim og ekkert við því að segja. Gegn þessari þéttu vörn og gríðarlega sterkum mótvind áttu Víkingarnir í miklu bastli með að komast upp völlinn. Fram sótti ekki mikið undan vindinum, þeir lágu bara í vörn og treystu á Steven Lennon og tvo aðra sem fylgdu fram og studdu hann þegar við átti.

Það tala margir um það að Framliðið hafi verið betra í þessum leik. Ég ósammála því. Þeir voru aðallega í því í seinni hálfleik að verjast og spyrna boltanum í burtu. Hvorugt liðið var að spila vel vegna aðstæðna og það er algjör óþarfi að hygla öðru liðinu bara af því að það vann leikinn sökum heppni.

Ég skora á fólk að fara út þegar rok er og taka spretthlaup gegn vindinum með bolta! Þá getur fólk áttað sig á því hvernig það er að spila fótbolta gegn sterkum vindi. Þetta þurftu leikmenn Víkings Ó að glíma við í seinni hálfleik.  

Næsti leikur Víkings Ó er næsta sunnudag kl.19.15 á útivelli gegn Stjörnunni. Við mætum þar að sjálfsögðu.

Helgi Kristjánsson

07.05.2013 10:06

Landsmót 50+ skráning opnuð

Kæru ungmennafélagar

Nú er búið að opna fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 +. Mikilvægt er að fólk skrái sig sem fyrst til að hægt sé að átta sig á umfangi greina. Góð þátttaka hefur verið í boccia undafarin ár því er mikilvægt að fá skráningar í þá grein sem fyrst. Ef takmarka þarf í greinar komast þeir að sem skrá sig fyrst J. Í viðhengi eru upplýsingar um mótið og dagskrá helgarinnar hún er birt með fyrirvara um breytingar.

Skráning fer fram http://skraning.umfi.is/50plus/ aðrar upplýsingar um mótið er að finna á http://umfi.is/umfi09/50plus/ eða á facebook síðu mótsins (Landsmót UMFÍ 50 +). Ég hlakka til að sjá ykkur sem flest á Landsmóti UMFÍ 50 + í Vík í Mýrdal helgina 7. - 9. júní  

 

Kær kveðja,

Sigurður Guðmundsson

Landsfulltrúi UMFÍ /Almenningsíþróttir

05.05.2013 18:50

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ

Skráning í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ hafin

frjalsithrottaskoli_2012Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður starfræktur í sjötta sinn í sumar og verður skólinn á fimm stöðum víðs vegar um landið. Námskeiðin verða á Laugum í Reykjadal, Egilsstöðum, Sauðárkróki, Borgarnesi og á Selfossi. 

 

Frjálsíþróttaskólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11 - 18 ára. Ungmennin koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. 

 

Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur. Ungmennin borga þáttökugjald en innifalið í því er kennsla, fæði og gisting.  

 

Allar nánari upplýsingar og skráning fer fram á heimasíðu skólans
/umfi09/veftre/verkefni/ithrottir/frjalsithrottaskoli/frjalsithrottaskoli_umfi_2012/

 

05.05.2013 18:48

Síðastliðinn föstudagskvöld hélt Víkingur Ólafsvíkur kynningu á leikmönnum meistaraflokks og kvennaflokks. Fjölmargir stuðningsmenn mættu þegar liðið var kynnt en það leikur nú eins og kunnugt er í fyrsta skipti í úrvalsdeild. Íslandsmótið hefst einmitt í dag m.a. með heimaleik Víkings Ó gegn Fram. Áður en leikmenn voru kynntir var horft á þátt Stöðvar2 Sport þar sem kynnt eru liðin sem spila í efstu deild. Ársmiðar voru seldir auk ýmissa muna sem tengjast liðinu. Loks var nýr búningur frumsýndur og voru menn sammála að hann væri vel heppnaður, en á meðfylgjandi mynd skarta fjórir leikmenn treyjunum.

 

05.05.2013 18:45

UMFG áfram í Borgunarbikarnum

Áfram í bikarnum

Í dag mætti UMFG liði Kóngana á Framvellinum í Reykjavík. Þetta var leikur í fyrstu umferð Borgunarbikarsins en síðan liðið var sett á laggirnar þá höfum við ekki riðið feitum hesti frá fyrstu umferð bikarsins. Árið 2010 mættum við Aftureldingu og lutum í gervigras 3-0. 2011 lágum við fyrir Elliða 5-2 í Egilshöll og í fyrra töpuðum við 2-1 fyrir ÍH í Hafnarfirði. 
Nú var loksins komið að því að komast áfram og það tókst. Byrjunarliðið var þannig skipað.

Viktor í marki
Tryggvi, Óli Hlynur, Ragnar Smári, Kári, Jón Pétur, Dominik, Heimir Þór, Ingólfur, Predrag og Dalibor
Bekkurinn var Linta, Ingi Björn, Svanlaugur, Hilmar Orri og Villi P.

Dominik og Ólafur Hlynur komu til okkar að láni frá tilvonandi spútnikliði Pepsideildarinnar í gær.

Golli byrjaði á að skora mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Ranglega að okkar mati en ekki var hægt að deila við ágætan dómara leiksins um það. 

Kóngarnir komust svo yfir 1-0 á 22 mínútu en aðeins 5 mínútum síðar jafnaði Dalibor Lazic metin en hann er nýkominn til okkar frá Þrótti Vogum. 

Staðan var jöfn í hálfleik 1-1. 

Í síðari hálfleik hrökk Ingólfur í gang en hann skoraði næstu 3 mörk á 48 mín, 61 og 65 mínútu og kom okkur í 4-1. Einn kóngurinn var svo rekinn útaf fyrir groddalegan leik en sá var nýkominn inná sem varamaður. 

Fínn sigur í fyrsta leik og það er ærið verkefni sem bíður í næstu umferð því að þá þurfum við að skella okkur á Suðurnesin og etja kappi við Reyni frá Sandgerði. 


Ingólfur var með 3 í dag.
Skrifað af Tommi

05.05.2013 18:44

Ungmenni úr Snæfellsnessamstarfinu hlupu áheitahlaup

5. maí 2013

Um eitt hundrað börn og ungmenni úr Snæfellsnes-samstarfinu hlupu í dag áheitahlaup frá Stykkishólmi til Ólafsvíkur. Lagt var af stað frá Íþróttahúsi Stykkishólms klukkan 8 í morgun en hlaupinu lauk við Fiskiðjuna Bylgju klukkan 15. Þar var boðið upp á grillaðar pylsur og Svala fyrir svanga og þreytta hlaupara. Að grillveislunni lokinni verður svo öllum iðkendum Snæfellsnessamstarfsins sem mæta í Snæfellsnesbúningnum boðið á leik Víkings og Fram í Pepsídeildinni. Leikurinn hefst klukkan 17:00 í dag á Ólafsvíkurvelli.

05.05.2013 11:12

Kári Steinn og Sveinbjörg í Grundarfirði 10. maí

Föstudaginn 10. maí nk. fáum við góða gesti í heimsókn. Það eru langhlauparinn góðkunni og Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson úr Breiðabliki, og hin bráðefnilega sjöþrautarkona frá Hornafirði, Sveinbjörg Zophoníasdóttir sem nú æfir með FH. 

Þau munu heimsækja krakkana í Grunnskóla Grundarfjarðar og síðan aðstoða krakkana á frjálsíþróttaæfingum UMFG, eftir hádegið.

Öllum krökkum í HSH er boðið að vera með á æfingum.
Við auglýsum tilhögun nánar í næstu viku.

Hlökkum til að fá þessa góðu gesti í heimsókn - heyra hvað þau segja um íþróttir og ástundun, og fá að spyrja þess sem okkur langar til að vita um líf íþróttamanna.


Frjálsíþróttaráð UMFG - UMFG - HSH - Grunnskóli Grundarfjarðar Skrifað af Björgu

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10