Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2013 Apríl

02.04.2013 21:28

Snæfell 1 - 0 Stjarnan

Jón Ólafur með 29 stig í sigri Snæfells

Jay Threatt og Ólafur Torfason Snæfelli í baráttu við Jovan Zdravevski og Justin Shouse úr ... stækka

Jay Threatt og Ólafur Torfason Snæfelli í baráttu við Jovan Zdravevski og Justin Shouse úr Stjörnunni. mbl.is/Golli

Snæfell og Stjarnan áttust við í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik í Stykkishólmi klukkan 19:15. Snæfell sigraði með minnsta mun 91:90 og tók forystuna 1:0 í rimmu liðanna en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitarimmuna. 

Snæfell - Stjarnan 91:90

Stykkishólmur, Úrvalsdeild karla, 02. apríl 2013.

Gangur leiksins:: 11:6, 16:15, 24:25, 30:30, 35:35, 42:40, 46:44, 48:56, 59:61, 67:63, 71:70, 75:72, 75:75, 83:79, 88:84, 91:90.

Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 29/5 fráköst, Jay Threatt 25/6 fráköst/9 stoðsendingar, Ryan Amaroso 20/15 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Ólafur Torfason 5, Hafþór Ingi Gunnarsson 5/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 2.

Justin Shouse leikstjórnandi Stjörnunnar.

Justin Shouse leikstjórnandi Stjörnunnar. mbl.isGolli

Fráköst: 25 í vörn, 9 í sókn.

Stjarnan: Jarrid Frye 23/9 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 22/5 fráköst/7 stoðsendingar, Brian Mills 18/6 fráköst, Jovan Zdravevski 14/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 9, Fannar Freyr Helgason 4.

Fráköst: 27 í vörn, 0 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Einar Þór Skarphéðinsson.

40. mín: Leiknum er lokið með sigri Snæfells 91:90. Justin skoraði síðasta stig leiksins af vítalínunni þegar tæp hálf mínúta var eftir en brenndi af síðara skotinu. Í framhaldinu brenndi Ryan Amoroso af hjá Snæfelli en Stjörnunni tókst ekki að koma skoti á körfuna í síðustu sókn leiksins og Jarrid Frye tapaði boltanum. 

Jarrid Frye, Jón Ólafur Jónsson og Sigurður Þorvaldsson.

Jarrid Frye, Jón Ólafur Jónsson og Sigurður Þorvaldsson. mbl.ist/Golli

40. mín: Staðan er 91:89 fyrir Snæfell. Þriggja stiga körfurnar gengu á víxl. Fyrst kom Justin Shouse Stjörnunni stigi yfir en Jón Ólafur svaraði og kom Snæfelli tveimur stigum yfir þegar hálf mínúta er eftir. 

39. mín: Staðan er 88:86 fyrir Snæfell. Hólmarar fá boltann þegar rétt rúm mínúta er eftir. Sigurður Þorvalds stal boltanum.

37. mín: Staðan er 86:84 fyrir Snæfell. Spennan fer síður en svo minnkandi. Jovan er enn með fjórar villur og aðrir minna. Jón Ólafur hefur látið til sín taka í kvöld og er með 24 stig fyrir Snæfell.

30. mín: Staðan er 75:72 fyrir Snæfell fyrir síðasta leikhlutann. Lokamínútur þessa leiks verða væntanlega æsispennandi. Jovan er sá eini á vellinum sem er með fjórar villur en þeir Fannar Freyr Helgason Stjörnunni, Jón Ólafur og Ryan Amoroso Snæfelli eru með þrjár villur. 

26. mín: Staðan er 67:65 fyrir Snæfell. Heimamönnum hefur tekist að komast yfir þrátt fyrir að hafa verið átta stigum undir í hléi. Þvílíkur leikur. 

20. mín: Staðan er 56:48 fyrir Stjörnuna þegar leikmenn ganga til búningsherbergja í leikhléi. Fyrri hálfleikurinn var jafn og liðin skiptust á að hafa forystuna þar til á lokamínútunum en þá náði Stjarnan að halda forskoti fram að hléi. Stjarnan hefur hitt úr sjö af þrettán þriggja stiga skotum sínum til þessa sem er frábært. Snæfell byrjaði með látum í þeirri tölfræði og hitti úr sex af átta þriggja stiga skotum í fyrsta leikhluta. Hólmarar kólnuðu hins vegar í öðrum leikhluta og hafa alls hitt úr átta af sautján þriggja stiga skotum sínum. Jay Threatt stendur sig vel hjá Snæfelli að venju og er með 15 stig og hefur hitt úr öllum skotum sínum til þessa. Jarrid Frye er með 14 stig hjá Stjörnunni og Jovan Zdravevski 12. Jovan hefur hitt með ólíkindum vel síðustu vikurnar og hefur sett niður fjögur af fimm þriggja stiga skotum sínum. 

10. mín: Staðan er 30:30 að loknum fyrsta leikhluta. Hraður og fjörugur fyrsti leikhluti sem lofar góðu fyrir leikinn. Stjarnan náði fjögurra stiga forystu um tíma en Snæfell komst yfir á ný og þannig hafa liðin skipst á að taka forystuna. Það stefnir í enn einn stórleikinn hjá Jarrid Frye sem hefur skorað 11 stig fyrir Stjörnuna. Ryan Amoroso er með 7 stig fyrir Snæfell sem og Jón Ólafur Jónsson og það er góðs viti fyrir Snæfell. 

4. mín: Staðan er 14:8. Hólmarar fara vel af stað á fyrstu mínútum leiksins. 

Er þetta fyrsti leikur liðanna í undanúrslitunum en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitarimmuna. Snæfell hafnaði í 3. sæti í deildinni en Stjarnan í 4. sæti. 

Snæfell sló Njarðvík út í átta liða úrslitum 2:1 og Stjarnan sló Keflavík út einnig 2:1.

02.04.2013 12:42

Snæfell - Stjarnan í kvöld


Í hálfleik verður tilkynnt um íþróttamenn HSH 2012. Einnig verður vinnuþjarkur HSH útnefndur.

02.04.2013 02:20

Tap hjá Víking gegn ÍBV

Bragðdauft í fyrsta tapleik okkar í Lengjubikarnum.

Lengjubikar
Leiknisvöllur gervigras
Mánudaginn 1.apríl 2013

ÍBV - Víkingur Ó    1-0  (1-0)


Það er alltaf þannig að öll fótboltalið tapa leikjum af og til. Í dag töpuðum við leik gegn ÍBV. Og fyrst lið þurfa að tapa leikjum er kannski best að tapa þeim leikjum sem skipta minnstu máli. Leikurinn í dag var einn þeirra leikja sem mátti tapast án þess að skaðast. Við vorum búnir að vinna okkur sæti í 8 liða úrslitum mótins.

Þessi leikur í dag er einn sá bragðdaufasti sem Víkingur Ó hefur spilað í langan tíma. Það nánast gerðist ekkert í leiknum, hvorki frá hendi Víkings Ó eða ÍBV. Kannski aðstæður hafi valdið því, því á meðan á leiknum stóð var kalt í veðri, hráslaðalegt er annað íslenskt orð yfir það. Einnig var grasið þurrt og stammt. Bæði liðin hafa auk þess verið komin með hugann við æfingaferðina sína erlendis. Víkingur Ó er að fara í vikuferð til Spánar á morgun og er eflaust komin mikil tilhlökkun í hópinn.

En það er best að vera ekki að eyða mörgum orðum í þennan leik og punktarnir sem ég skrifaði niður segja mikið um það hve lítið var um færi í honum.

Ég valdi Dominik Bajda, Eldar Masic og Jernej Leskovar þrjá bestu leikmennina okkar í dag. Dominik var að spila á yfir pari eins og sagt er. Eldar gerði margt gott á miðjunni og Jernej líka.

Byrjunarlið Víkings Ó var svona: Einar Hjörleifsson, Björn Pálsson, Tomasz Luba, Emir Dokara, Dominik Bajda, Brynjar Kristmundsson, Eldar Masic, Jernej Leskovar, Fannar Hilmarsson, Guðmundur Magnússon og Steinar Már Ragnarsson. Á bekknum voru: Kaspars Ikstens, Alfreð Már Hjaltalín, Damir Muminovic, Eyþór Helgi Birgisson og Kristinn M. Pétursson. Meiddir voru þeir Guðmundur Steinn Hafsteinsson og Farid Zato. Ólafur Hlynur Illugason var ekki með í dag, hvers vegna veit ég ekki.

4.mín. Fannar Hilmarsson kemst í hálffæri  og skýtur framhjá úr þröngu færi.
7.mín. MARK. 1-0. Ian Jeffs skorar fyrir ÍBV eftir að hafa fengið góða sendingu innfyrir vörn Víkings frá Gunnari Má Guðmundssyni. Hann gjörsamlega gleymdist á milli miðvarðanna og kláraði færi vel með skoti með jörðinni hægra megin framhjá Einari markverði.
26.mín. Eyjamaðurinn Víðir Þorvarðarson með laust skot utan teigs og framhjá.
29.mín. Brotið á Emir Dokara rétt utan vítateigs. Brynjar Kristmundsson skýtur framhjá markinu vinstra megin úr aukaspyrnunni.
45.mín. Varnarmistök hjá ÍBV og það munaði litlu að Víkingur næði að jafna þegar markvörður ÍBV fór í "skógarferð" útí teiginn og missti boltann til Jernej Leskovar sem náði skoti á opið markið en hitti bakið á einum varnarmanninum.
45.mín. Gunnar Már Guðmundsson ÍBV með skot með jörðinni á markið sem Einar ver auðveldlega.

Hálfleikur

Skipting. Brynjar Kristmundsson fer af velli fyrir Damir Muminovic.

52.mín. Aukaspyrna sem ÍBV fékk rétt utan teigs. Spyrnan léleg og æfingabolti beint í hendur Einars.
53.mín. Eyþór Helgi Birgisson kemur inn fyrir Fannar Hilmarsson.
61.mín. Alfreð Már Hjaltalín kemur inná fyrir Guðmund Magnússon
77.mín. Jernej Leskovar skýtur yfir frá vítateigslínu.
83.mín. Kristinn M. Pétursson kemur inná fyrir Steinar Már Ragnarsson
84.mín. Eyþór Helgi Birgisson með skot utan teigs og beint á markvörðinn.
86.mín. Gunnar Már Guðmundsson ÍBV með skot hátt yfir markið.

Leik lokið.


Helgi Kristjánsson

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16