Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2013 Mars

04.03.2013 21:45

Aðalfundur Snæfellings

Aðalfundur 2013


 

 

Aðalfundur

 

Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings verður haldinn í Fákaseli, Grundarfirði  14. mars 2013, kl. 20.  

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

 

1.       Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins.

2.       Inntaka nýrra félaga.

3.       Formaður leggur fram skýrslu stjórnar.

4.     Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar og fjárhagsáætlun næsta árs.

5.       Skýrslur nefnda.

6.       Lagðar fram tillögur, umræður og afgreiðsla.

7.       Kosning , stjórnar, skoðunarmanna og fulltrúa á þing  H.S.H. og Hrossaræktarsambands Vesturlands.

8.       Önnur mál

a)      Umræður um reglur varðandi val á ræktunarbúi Snæfellings og knapaverðlaunum.

b)      Snæfellingshöllin

 

Í lok fundar ætlar Gísli Guðmundsson að fara yfir þá stóðhesta sem eru á vegum Hrossvest.

 

Stjórn Hestamannafélagsins Snæfellings

04.03.2013 11:45

Góð ferð í Hafnarfjörð

2. mars 2013
Snæfell fór illa með Hauka

Snæfellsstúlkur fóru illa með annars gott lið Hauka í Hafnarfirði í dag. Þær voru aldrei í vandræðum með leikinn og sigruðu með 28 stiga mun 50-78. Mínútufærri og yngri leikmenn fengu fín tækifæri í dag einnig og bara hamingja.

 

Fyrsti hluti hafðist 13-28 og línurnar lagðar í leiknum. Óvenju lítil mótspyrna Hauka en einhver þó gaf þeim það að saxa lítillega á forskot Snæfells í öðrum hlutanum sem féll þeirra megin 17-13 og staðan því 11 stig eða 30-41. Það vantaði meira framlag frá fleiri leikmönnum Hauka en Siarre Evans sem hélt uppi sóknarleik Hauka.

 

Í þriðja hluta var gestagangur Snæfells að Ásvöllum heldur mikill og fóru algjörlega með leikinn alla leið heim Hólm og stoppuðu ekki í Borganesi. Þriðji leikhluti vannst 8-24 og staðan því 38-65. Rebekka Rán, Aníta Rún, Silja Katrín og Brynhildur fengu að spreyta sig mikið í fjórða hluta og komust vel frá því verkefni og unnu fjórða hluta 12-13 og leikinn eins og áður sagði 50-78.

 

Burtséð frá slökum Haukaleik þá voru Snæfellsstúlkur ákveðnar og kom til dæmis Rósa Kristín með 3 þrista í kippu og smellti þeim öllum niður í fyrri hálfleik þar sem tónnin var gefinn. Berglind Gunnars var sterk í þessum leik einnig, opnaði t.d leikinn með þrist. Hildur og Hildur voru einnig sterkar ásamt Öldu Leif sem setti niður stór skot, en Hildur Björg var að stela 4 boltum í leiknum og Hildur Sig reif niður 11 fráköst. Þá var liðið að leika vel í heildina og allar voru að gefa til liðsins nokkuð jafnt.

 

Tölfræði leiksins

 

Stigaskor leikmanna:

 

Haukar: Siarre Evans 26/13 fráköst/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 4, Dagbjört Samúelsdóttir 4, María Lind Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 3/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 3/6 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 2, Inga Sif Sigfúsdóttir 2, Aldís Braga Eiríksdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Sólrún Inga Gísladóttir 0.

 

Snæfell: Kieraah Marlow 14/5 fráköst/5 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 13/6 fráköst/4 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 12/6 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 10/6 fráköst, Rósa Indriðadóttir 10, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 7/10 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 7/11 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Aníta Sæþórsdóttir 2, Brynhildur Inga Níelsdóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Sara Sædal Andrésdóttir 0.

 

Símon B Hjaltalín

01.03.2013 14:53

Felixnámskeið

Felix, félagakerfi íþróttafélaga

     

HSH og ÍSÍ halda námskeið í meðferð Felix, félagakerfi íþróttafélaga.

Námskeiðið verður haldi í Framhaldsskóla Snæfellinga, Grundarfirði þann 7 mars og

hefst kl. 18.00 og er ca. 2 ½ klst.

Aðildarfélög HSH eru hvött til að senda 2 til 3 aðila frá hverju félagi á námskeiðið

Hafa þarf meðferðis eigin tölvu, ásamt gögnum um viðkomandi íþróttafélag.

Félagatal, iðkendatal og ársreikninga.

Boðið er upp á veitingar á meðan námskeiði  stendur.

 

Skráning hjá Garðari á skrifstofu HSH í síma 6621709

eða hsh@hsh.is

01.03.2013 14:49

Baráttuleikur

Sigur á Keflavík í hörkuleik


Bæði lið töpuðu leikjum sínum í síðustu umferð, að mörgum finnst óvænt, en hvað er óvænt ef þegar komið er á fullt í leikina og annað liðið er ekki alveg mætt 100%. Engu að síður tvö lið mætt í þennan leik sem vilja taka tvö stig í leik Snæfells og Keflavíkur í Hólminum í kvöld. Magnús Gunnarsson var í byrjunarliðinu þrátt fyrir vel teipaða fingur vegna fingurbrots.

Byrjunarliðin:
Snæfell: Jón Ólafur, Pálmi Freyr, Ryan Amoroso, Sigurður Þorvaldsson, Jay Threatt.
Keflavík: Billy Baptist, Valur Orri, Michael Craion, Magnús Gunnarsson, Darrel Keith Lewis.

Leikurinn byrjaði vel en körfurnar virtust oft lokaðar báðum megin þrátt fyrir að menn væru að leggja boltann ofaní. Snæfell komst í 14-11 en Keflavík náði því upp 14-15 og leikurinn jafn. Staðan var 18-18 eftir fyrsta hluta og menn fóru svo til varfærnislega í leikinn ef orða má svo.

Hafþór Gunnarsson byrjaði á þrist fyrir Snæfell en Keflavík með Magnús, Baptist og Lewis voru feti á eftir og jöfnuðu svo 26-26. Varnarleikur liðanna mýktist um miðjan annan fjórðung og skoruðu liðin nokkuð auðveldalega á víxl og hraði kominn í leikinn og staðan varð fljóttt 37-35 fyrir Snæfell og svo 37-40 fyrir Keflavík. Staðan var svo 44-40 fyrir Snæfell eftir að Sigurður Þorvaldsson setti niður þrist undir lok fyrri hálfleiks.

Stigahæstu menn voru hjá Snæfelli Ryan Amoroso með 10 stig og Nonni Mæju með 8 stig og báðir voru með 6 fráköst. Hjá Keflavík var Billy Baptist kominn með 14 stig  og honum næstur var Darrel Lewis með 9 stig.

Snæfell byrjaði ferskir og tóku fyrstu fjögur stigin í sín hús en það var ekkert gefið eftir hjá Keflavík sem fóru alls ekki í kerfi við það og héldu sig nærri 50-46. Arnar Freyr er að koma sér inn í leik Keflavíkur og á ekki að eiga í erfiðleikum með það þekkjandi innviðið eins og lófann á sér og hann smellti góðum þrist, 53-49. Billy Baptist lét rigna yfir Snæfell sem hittu illa og áttu þvingaðar sóknir gegn ágætri vörn Keflavíkur og kom þeim yfir 56-58 með tveimur þristum, það var staðan eftir þriðja fjórðung.

Staðan var 64-64 og margar mistækar sóknir beggja liða í upphafi fjórða hluta. Snæfell komst í 65-64 og síðan fór Billy Baptist í sinn sjötta þrist sem hann skellti niður og Lewis bætti við tveimur og staðan því fljót að breytast í 65-69 fyrir Keflavík.  Snæfell jafnaði 69-69 eftir leikhlé. 74-74 jafnaði svo Keflavík og áhorfendur fengu fyrir allan aurinn í kvöld. Billy Baptist var settur í einangrun af Sveini Arnari og átti alls ekki að fá fleiri sénsa. Þegar staðan var 75-75 voru 49 sekúndur eftir og Ryan setti tvö og fékk víti að auki 78-75. Craion kom Keflavík nær 78-77.

Eftir mistök beggja liða í sóknum sínum og nokkur leikhlé undir lokin náði Nonni Mæju frákasti eftir geigað skot Craion og kom boltanum á Jay Threatt sem Valur Orri braut á og Jay setti víti niður og sekúnda lifði á klukkunni. Keflavík tókst ekki að gera sér mat úr því og Snæfell sigraði 79-77 eftir æsispennandi og hörkuleik þar sem hvergi var hægt að sjá hvar þetta félli. 

 

Tölfræði leiksins

 

Snæfell: Ryan Amoroso 25/9 frák. Jay Threatt 18/5 frák/8 stoðs. Jón Ólafur 11/10 frák/4 stoðs. Sigurður Þorvaldsson 9/5 frák. Pálmi Freyr 6/3 frák. Ólafur Torfason 5. Hafþór Ingi 3. Sveinn Arnar 2/4 frák. Stefán Karel 0. Óttar Sigurðsson 0. Jóhann Kristófer 0. Þorbergur Helgi 0.

Keflavík: Billy Baptist 23/12 frák. Darrel Keith Lewis 22/4 frák. Michael Craion 13/14 frák. Valur Orri 7. Magnús Gunnarsson 5. Snorri Hrafnkelsson 4. Arnar Freyr 3/3 stoðs. Ragnar Gerald 0. Andri Daníelsson 0. Andri Þór 0. Hafliði Már 0. Almar Stefán 0.

Símon B. Hjaltalín.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22
Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22