Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2012 Ágúst

02.08.2012 16:46

Mikið um að vera á ULM á Selfossi

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir yngstu gestina

yngsta_kynslodinMargt verður í boði fyrir gesti okkar sem eru 10 ára og yngri.  Sérstakt útisvið verður sett upp í fallegu rjóðri á milli Selfossvallar og Gesthúss en þar verður heilmikið um að vera. 

 

 Þeir krakkar sem vilja taka þátt í hæfileikakeppninni eða annarri  dagskrá eru hvattir til að mæta tímanlega og skrá sig til leiks á staðnum.

 

Föstudagur 3.ágúst:

Tími  Staður   Viðburður  
13:00  Útisvið   Barna-hæfileikakeppni / Karaoke 
14:00  Útisvið   Dagskrá í umsjá Félagsmiðstöðinni Zelsiuz
14:00  Selfossvöllur  Leiktæki fyrir yngstu börnin
15:00  Útisvið   Skemmtidagskrá: SVEPPI og GÓI 
15:00  Iða   Sögustund fyrir yngstu börnin 
16:00  Útisvið   Mínútuþraut - Minute To Win It 
21:30  Tjaldsvæði  Leiktæki fyrir stóra og smáa


 
Laugardagur 4.ágúst:

Tími  Staður   Viðburður   
12:00  Sundhöll Selfoss  Sundleikar barna yngri en 10 ára 
13:30  Sundhöll Selfoss  Sundleikar barna yngri en 10 ára 
13:00  Útisvið   Barna-hæfileikakeppni / Karaoke 
14:00  Útisvið   Dagskrá í umsjá Félagsmiðstöðinni Zelsiuz
14:00  Selfossvöllur  Leiktæki fyrir yngstu börnin
15:00  Útisvið   Skemmtidagskrá: ÍÞRÓTTAÁLFURINN
15:00  Iða   Sögustund fyrir yngstu börnin 
16:00  Útisvið   Mínútuþraut - Minute To Win It 
16:30  Selfossvöllur  Frjálsíþróttaleikar
20:00  Tjaldsvæði  Leiktæki fyrir stóra og smáa


 
Sunnudagur 5.ágúst:

Tími  Staður   Viðburður   
13:00  Útisvið   Barna-hæfileikakeppni  
14:00  Útisvið   Dagskrá í umsjá Félagsmiðinn  Zelsiuz
14:00  Selfossvöllur  Leiktæki fyrir yngstu börnin
15:00  Útisvið   Skemmtidagskrá: EINAR MIKAEL töfram.
15:00  Iða   Sögustund fyrir yngstu börnin 
16:00  Útisvið   Mínútuþraut - Minute To Win It 
20:00  Tjaldsvæði  Leiktæki fyrir stóra og smáa   


Svo mæta þessir krakkar að sjálfsögðu á mótssetninguna og mótsslitin og kíkja svo með foreldrunum á kvöldvökurnar sem verða í stóra tjaldinu á tjaldsvæðinu öll kvöldin. 

02.08.2012 10:23

Víkings sigur fyrir austan

Guðmundur Bj. Hafþórsson
Umfjöllun: Bitlausir heimamenn engin fyrirstaða fyrir ÓlafsVíkinga
Það var fínasta veður á Egilsstöðum í dag þegar heimamenn í Hetti tóku á móti toppliði Víkings frá Ólafsvík. Fyrir leikinn var Höttur á botni deildarinnar og er því hvert stig mikilvægt fyrir þá í baráttunni um sæti í 1. deild að ári.

Það hafði ekki komið mark á Vilhjálmsvelli síðan 15. júní þegar Höttur skoraði gegn KA nema kannski fyrir utan æfingar.
Það var hinsvegar breyting þar á í dag þegar Guðmundur Steinn fyrirliði Víkings kom þeim yfir eftir 28 mínútna leik. Fram að því þá voru Víkingar aðeins sterkari en bæði lið fengu þó færi því leikurinn var frekar opinn, sem kom mjög á óvart því Hattarmenn hafa legið aftarlega í síðustu leikjum og Víkingar þekktir fyrir að parkera liðsrútunni fyrir framan vítateiginn hjá sér.
Stuttu eftir mark Víkings þá fengu heimamenn algjört dauðafæri þegar Elvar Þór slapp einn í gegn en Einar Hjörleifs varði vel. Svona færi verða botnlið hreinlega að nýta ef ekki á að fara illa þegar líða tekur á septembermánuð.
Víkingar fengu eitt mjög gott færi fyrir hálfleik en Anton varði virkilega vel í markinu eftir að Birkir Pálsson gerði hræðileg mistök í vörn Hattar.

Staðan því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks á velli Vilhjálms þrístökkvara og silfurmanns.

Síðari hálfleikur var algjör eign Ólafsvíkinga þar sem þeir sýndu nýliðum Hattar hvar Davíð keypti ölið. Þó svo að Hattarmenn viti að Davíð Logi kaupir ölið á Símstöðinni þá voru þeir svo langt frá því að eiga séns í Ólafsvíkinga í síðari hálfleik.
Áður en Víkingur komst í 0-2 þá klúðraði Alfreð Már þvílíku færi. En það var Eldar Masic sem kom gestunum yfir á 57. mínútu með skoti úr teignum í autt markið eftir að Anton, ungur markvörður Hattar gerði sig sekan um mistök þegar hann missti boltann eftir fyrirgjöf Ólsara (Benni ólsari hefði kýlt þennan í burtu).
Víkingar stjórnuðu svo leiknum gjörsamlega og náðu að skora þriðja markið áður en dómarinn flautaði til leiksloka og var þar að verki Guðmundur Steinn með sitt annað mark í leiknum. Þegar hann skoraði auðveldlega eftir hornspyrnu.
Eftir þriðja mark Víkings þá gáfust Hattarmenn algjörlega upp og vantaði algjörlega uppá baráttu og vilja. En það voru einmitt baráttan og viljinn sem skilaði Hetti nokkrum stigum í fyrri umferð.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/game.php?action=view_article&id=478#ixzz22NosmaiH

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16