Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2012 Júlí

12.07.2012 09:01

Hestaþingi Snæfellings lokið

Úrslit Hestaþing 2012


Knapi mótsins Fanney Ó. Gunnarsdóttir
Efnilegasti Knapinn Marína Schregelmann
Hryssa mótsins Skriða frá Bergi
Hestur mótsins Svanur frá Tungu


A flokkur
Atlas frá Lýsuhóli, 8,43 knapi Lárus Hannesson
Póllý frá Leirulæk, 8,36 knapi Siguroddur Pétursson
Þota frá Akrakoti, 8,20 knapi Sigríður  Sóldal
Skriða frá Bergi, 7,57 knapi Jón Bjarni Þorvarðarson


B flokkur minna keppnisvanir
Baron frá Þoreyjarnúpi, 7,96 knapi Margrét Sigurðardóttir

B flokkur
Svanur frá Tungu, 8,66 knapi Siguroddur Pétursson
Nasa frá Söðulsholti, 8,51 knapi Halldór Sigurkarlsson
Kolfreyja frá Snartartungu, 8,40 knapi Iðunn Svansdóttir
Töru-Glóð frá Kjartansstöðum, 8,36 knapi Matthías Leó Matthíasson
Sparisjóður frá Hallkelsstaðahlíð, 8,17 knapi Guðmundur Margreir Skúlason

Ungmennaflokkur
Stapi frá Feti, 8,47 knapi Marina Schregelmann
Krummi frá Reykhólum, 8,27 knapi Hrefna Rós Lárusdóttir

Unglingaflokkur


Barnaflokkur
Sprettur frá Brimilsvöllum, 8,60 knapi Fanney Gunnarsdóttir
Sindri frá Keldukal, 8,47 knapi Róbert Vikar Víkingsson
Frosti frá Hofsstöðum, 7,93 knapi Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir
Bliki frá Dalsmynni, 7,74 knapi Inga Dís Vikingsdóttir
Snjólfur frá Hólmahjáleigu, 7,62 knapi Brynja Gná Heiðarsdóttir

Tölt 1 flokkur
Siguroddur Pétursson og Hrókur frá flugumýri 7.56
Halldór Sigurkarlsson og Nasa frá Söðulsholti 6.94
Matthías Leó Matthíasson og Keimur frá Kjartansstöðum 6,78
Ingólfur Arnar Þorvaldsson og Dimmblá frá Kjartansstöðum 6.61
Skúli L. Skúlason og Gosi frá Lamastöðum 4,28

Tölt 2 flokkur
Marina Schregelmann og Stapi frá Feti 6,72
Astrid Skou Buhl og Fannar frá Hallkelsstaðahlíð 5,56
Bjarni Jónasson og Amor frá Grundarfirði 5,22
Torfey Rut Leifsdóttir og Móses frá Fremri-Fitjum 3,50
Margrét Sigurðardóttir og Baron frá Þóreyjarnúpi 3,39

Tölt 17 ára og yngri
Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Lyfting frá Kjarnholtum I 5,89
Fanney O. Gunnarsdóttir og Sprettur frá Brimilsvöllum 5,22
Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir og Vending frá Hofsstöðum 4,44


Pollaflokkur
Sölvi Freyr Sóldal
Sól Jónsdóttir
Kolbrún Katla Halldórsdóttir

10.07.2012 06:01

Margeir og Sara, meistarar hjá Mostra

Margeir Ingi Rúnarsson, klúbbmeistari GMS 2012. Mynd: Í einkaeigu

Margeir Ingi Rúnarsson, klúbbmeistari GMS 2012.

GMS: Margeir Ingi og Sara klúbbmeistarar Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi 2012

Það eru Margeir Ingi Rúnarsson og Sara Jóhannsdóttir, sem eru klúbbmeistarar Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi. Margeir Ingi spilaði hringina 4 á samtals 15 yfir pari, 303 höggum (80 76 72 75). Margeir Ingi átti 7 högg á þann sem varð í 2. sæti Kristinn Bjarna Heimisson.

Sara Jóhannsdóttir varð klúbbmeistari Mostra í kvennaflokki.  Hún spilaði Víkurvöll á samtals 363 höggum (90 88 94 91). Hún vann með nokkrum yfirburðum en næsti keppandi var 19 höggum á eftir Söru, þ.e. Hildur Björg Kjartansdóttir, sem varð í 2. sæti.

Nánar á golf.is

10.07.2012 05:34

Snæfell og UMFG töpuð sínum leikjum á föstudag

C-riðill:
Víðismenn burstuðu Snæfelli í gær en Víðir er á toppi C-riðils með 18 stig. Kári sem vann Grundarfjörð er í öðru sæti með 15 stig

Þróttur Vogum 1 -1 Hvíti Riddarinn

Kári 3 - 0 Grundarfjörður
1-0 Sigurjón Guðmundsson
2-0 Ísleifur Örn Guðmundsson
3-0 Valdimar K. Sigurðsson

Snæfell 0 - 12 Víðir
Mörk Víðis: Eysteinn Már Guðvarðsson 4, Róbert Örn Ólafsson 3, Sigurður Elíasson, Einar Karl Vilhjálmsson, Björn Bergmann Vilhjálmsson, Ólafur Ívar Jónsson, Georg Kristinn Sigurðsson.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=129376#ixzz20C9daH43

06.07.2012 14:42

Vesturlands samæfing í frjálsum íþróttu

Þriðjudaginn 10. júlí n.k. er komið að næstu samæfingu í frjálsum íþróttum fyrir 11 ára og eldri, á Skallagrímsvellinum í Borgarnesi
Æfingin byrjar kl. 17.00 og stendur til 19.00 en þá verður boðið uppá grillaða hamborgara fyrir þátttakendur. 
Þetta er sameiginleg æfing allra frjálsíþróttadeilda á Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum. Fyrsta samæfingin var haldin í júní - Þátttaka þar hefði getað verið betri

Við hvetjum iðkendur til að mæta - hvort sem þeir hafa verið að mæta vel á æfingar að undanförnu eða ekki - 
og það er alveg upplagt að mæta fyrir þá sem ætla sér á Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina - og sjá hvort gaddaskórnir passi ennþá!

Eftir æfinguna verður smá hittingur til að leggja línurnar með framhaldandi samstarf á svæðinu. 
Gott væri ef einhverjir foreldrar gætu aðstoðað með að keyra í Borgarnes (fer eftir þátttöku) - og foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir, bæði á samæfinguna og á hittinginn, þar sem rætt verður um frjálsíþróttasamstarfið. 

Endilega látið Kristínu Höllu vita hverjir ætla að mæta á æfinguna í síma 899 3043 eða netfangið kristhall@centrum.is

06.07.2012 07:21

Víkingur vann ÍR á útivelli

ÍR - Víkingur Ó    0-1  (0-1)

0-1 Torfi Karl Ólafsson (23.mín)

Það var rjómablíða og flott fótboltaveður í Mjóddinni í kvöld þegar tvö flott fótboltalið mættust í 1.deildinni. Það lá mikið undir, Víkingur  átti möguleika á að taka efsta sætið á Fjölni með því að ná stigi útúr leiknum en ÍR gat dregið verulega á toppliðin með sigri.

Víkingur  hóf þennan leik af krafti og náðu undirtökunum strax. Miðjan var Víkings  Af og til komu færi og nokkur hörkuskot á markið. ÍR ógnaði lítið og komust sjaldan uppá síðasta þriðjung. Einar átti þar af leiðandi náðugan dag. Með meiri einbeitni færunum og kannski meiri heppni átti Víkingur  að leiða eftir fyrri hálfleikinn með meiri mun en einu marki, 2-3 núll hefði ekki verið ósanngjarnt. Það var einhver doði yfir ÍR liðinu í fyrri hálfleik sem þeir náðu úr sér í þeim seinni. En vörnin og miðjan hjá Víking  lokaði á allar sóknaraðgerðir þeirra og má segja færin þeirra hafi ekki komið í þessum leik. En ÍR liðið er þannig lið að þeir geta skyndilega snúið leikjum sér í hag og skorað tvö, þrjú mörk á skömmum tíma. Þess vegna var maður aldrei öruggur um að við værum að vinna þennan leik. Maður átti alltaf von á einhverju slysalegu jöfnunarmarki, bara vegna þess að þetta var ÍR. En sem betur fer fyrir okkur kom aldrei mark frá ÍR í þennan leik og við unnum hann sanngjarnt verð ég að segja miðað við fyrri hálfleikinn. Þessi sigur þýðir það að við erum komnir aleinir í toppsætið og um leið erum við komnir í þá stöðu að allir vilja vinna okkur og ekkert lið kemur lengur með hangandi haus í leikina gegn okkur. Við verðum að gjöra svo vel að mæta af fullum þunga í næstu leiki því annars fer illa.

Á 23.mín. í leiknum vinnur Guðmundur Steinn Hafsteinsson boltann af einum varnarmanna ÍR á þeirra vallarhelmingi. Með varnarmanninn á hælunum nær Guðmundur Steinn að rífa hann af sér með herkjum og senda þessa gullfallegu og rétt tímasettu sendingu innfyrir vörn ÍR og þar kom Torfi Karl Ólafsson á fullri ferð og nær boltanum réttstæður. Hann leikur pínulítið áfram og sendir síðan boltann með jörðinni hægra megin við úthlaupandi markvörð þeirra ÍRinga og í netið. 0-1 fyrir okkur og leikmenn og stuðningsmenn Víkings  fögnuðu innilega. Þetta reyndist eina mark leiksins og Víkingur  komst í 19 stig og vann sinn 6 leik í deildinni í sumar og sinn þriðja útileik. En það er mikið eftir af þessu móti og margir gríðarlega erfiðir leikir.

Markið okkar var það þrettánda í sumar í deildinni. Þessir hafa skorað mörkin okkar:

Eldar Masic                                  2
Edin Beslija                                  2
Guðmundur Steinn Hafsteinsson     2
Guðmundur Magnússon                 2
Björn Pálsson                               2
Arnar Sveinn Geirsson                   1
Alfreð Már Hjaltalín                        1
Torfi Karl Ólafsson                        1

Í fyrri hálfleik áttum við skínandi leik og þá náðu nokkrir leikmenn okkar að spila vel. Ég horfi svoldið til fyrri hálfleiksins og auðvitað alls leiksins þegar ég vel þá þrjá sem mér þóttu skara framúr í kvöld.
Mér fannst Tomasz Luba spila best hjá okkur. Eldar Masic fannst mér spila virkilega vel í fyrri hálfleik og átti miðjuna ásamt sínum meðspilurum á miðjunni. Sá þriðji sem ég vel er Torfi Karl Ólafsson. Hann skoraði sigurmarkið og vegur það þungt í mínu vali og auk þess átti hann fínan leik eftir að hann kom inná þegar Clark Keltie þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla.

Þess skal getið að það náðist mynd af sigurmarkinu í kvöld. Hún dóttir mín Helga Björg sá um myndatökuna fyrir mig á leiknum og það var ekki af sökum að spyrja að mynd af markinu náðist! Ég mun birta myndina ásamt fleirum úr leiknum á Facebook síðunni minni þegar ég er tilbúinn með þær.

Næsti leikur er á heimavelli gegn KA eftir rúma viku
Af síðu Helga Bjargar

04.07.2012 14:36

Kieraah kemur aftur

Kieraah aftur í kvennalið Snæfells


4. júlí 2012

Kieraah L. Marlow semur aftur við Snæfell fyrir leiktíðina 2012-2013 í Domino´s deild kvenna í körfu. Kieraah stóð sig vel með liðinu á síðasta tímabili og í 32 leikjum skoraði hún 21 stig, tók 9,7 fráköst, gaf 3,5 stoðsendingu og var með 24,6 framlagsstig að meðaltali í leik.

Ingi Þór var virkilega ánægður með lendinguna: "Ég er mjög ánægður að hafa samið á ný við Kieraah, hún spilaði vel fyrir okkur og ég er sannfærður um að hún eigi eftir að gera enn betur á næstu leiktíð. Hún þekkir betur umhverfið og við vitum hvað við erum að fá. Hún tekur pláss í litaða svæðinu og síðan var hún allan veturinn að bæta leik sinn," sagði Ingi Þór en reiknað er með að Kieraah komi til landsins í byrjun september.

 

04.07.2012 14:34

Siglingakennsla

Siglingabúðir í Stykkishólmi


4. júlí 2012

Þessa vikuna standa yfir siglingaæfingabúðir í Stykkishólmi sem haldnar eru af Siglingasambandi Íslands og Siglingadeild Snæfells. Búðirnar byrjuðu 2. júlí og munu standa til sunnudagsins 8. júlí. Búðirnar eru árlegar og hafa flakkað um landið milli ára. Úlfur Hróbjartsson stjórnarformaður Siglingasambands Íslands segir að tæplega 40 krakkar séu í æfingabúðunum og með þeim fylgi foreldrar og fjölskylda. "Dagurinn í gær fór mikið í að koma krökkunum fyrir og í dag er í raun fyrsti alvöru siglingadagurinn. Krakkarnir eru að frá klukkan níu um morguninn til fimm á daginn. Þau eru eingöngu að læra á seglbáta. Þau taka að vísu hádegismat og svo seinni partinn er farið í létta leiki og þá eru yfirleitt allir orðnir hundblautir. Þau leika sér tildæmis í boltaleikjum, þar sem gæslubátarnir eru mörkin. Þá kasta þau boltanum milli báta og reyna að koma honum ofan í gæslubátana. Allt er þetta gert til að þau læri að treysta bátunum, að skynja jafnvægið og sjóinn," segir Úlfur.

 

 

 

 

Í búðunum er erlendur siglingaþjálfari sem vinnur með íslensku þjálfurunum í að bæta þekkingu þeirra og færni í þjálfun. "Siglingaíþróttin hefur vaxið hratt hér á landi á undanförnum árum. Við önnum í raun ekki eftirspurn, því okkur vantar fleiri báta til landsins. Á síðasta ári fengum við verðlaun frá Alþjóðasiglingasambandinu fyrir uppbyggingu. Þannig að það er tekið eftir starfinu okkar," segir Úlfur að lokum.

04.07.2012 13:37

Snæfellsnes mótaröðin í Golfi


GMS
Snæfellsnesmótaröðin - Úrslit

Fjórða og síðasta mót Snæfellsnesmótaraðarinnar fór fram á Víkurvelli

í Stykkishólmi þann 26 júní í umsjón Mostra.

Alls tóku 73 kylfingar þátt í eitthverju fjögurra mótanna á Fróðaárvelli, Bárarvelli,

Garðavelli og Víkurvelli.

Styrktaraðili mótaraðarinnar var Landsbanki Íslands á Snæfellsnesi ,

í mótslok afhenti Eysteinn Jónsson útibússtjóri verðlaun til þeirra sem voru viðstaddir.

Færa forsvarsmenn golfklúbbanna Landsbankanum og Eysteini

bestu þakkir fyrir góðan stuðning við mótaröðina.

 

Úrslitin á Víkurvelli

Höggleikur - sigurvegari Margeir Ingi Rúnarsson  GMS 72 högg

punktakeppni með 7/8 forgjöf

1. Edvarð Felix Vilhjálmsson GVG  38 punktar

2. Margeir Ingi Rúnarsson  GMS 38 punktar

3. Dagbjartur Harðarson GVG  35 punktar

4. Höskuldur Árnason GJÓ 35 punktar

5. Pétur V. Georgsson GVG 35 punktar

 

nándarverðlaun:

Steinar Þór Alfreðsson  GVG á 6.holu 

Margeir Ingi Rúnarsson GMS á 9.holu

 

Úrslit á mótaröðinni eftir 4 mót - 3 bestu telja - 20 efstu:

 

 

1 Sævar Freyr Reynisson GJÓ 114
2 Pétur Pétursson GJÓ 105
3 Margeir Ingi Rúnarsson GMS 105
4 Þór Geirsson  GVG 102
5 Rúnar Örn Jónsson GMS 101
6 Hjörtur Ragnarsson GJÓ 100
7 Jón Svavar Þórðarson GST 99
8 Kjartan Páll Einarsson GMS 99
9 Garðar Svansson GVG 98
10 Gunnar Björn Guðmundsson GMS 98
11 Sæþór Gunnarsson GJÓ 98
12 Höskuldur Árnason GJÓ 96
13 Bryndís Theódórsdóttir GVG 92
14 Guðni E Hallgrímsson GVG 92
15 Elísabet Valdimarsdóttir GMS 91
16 Auður Kjartansdóttir GMS 90
17 Davíð Einar Hafsteinsson GMS 89
18 Rafn Guðlaugsson GJÓ 89
19 Gunnar Ragnarsson GVG 87
20 Haukur Þórðarson GST 87

03.07.2012 11:50

Hestaþing á Kaldármelum

Hestaþing Snæfellings 2012

 

 

 

Opið mót

Verður  haldið á Kaldármelum

laugardaginn 7 júlí 2012

 

Dagskrá:

(háð nægri þátttöku í öllum flokkum og fjölda skráninga, einnig hvort þetta verður einn eða tveir dagar)

 

·         Forkeppni

·         Pollaflokkur, bæði keppt í flokki polla þar sem er teymt og án  teyminga. Allir fá           þátttökuverðlaun.

·         B-flokkur gæðinga: Opinn flokkur og minna keppnisvanir, 

·         barna-unglinga- og ungmennaflokkar.

·         A-flokkur gæðinga: Opinn flokkur og minna keppnisvanir.

·         Tölt: 17 ára og yngri, opinn flokkur fullorðinna og minna keppnisvanir fullorðnir.

·         100m skeið: skráning á staðnum, skráningargjald kr. 3000 á hest,

     sigurvegari fær 1/3 skráningargjalda í verðlaun.

 

Skráningar fara fram með því að senda tölvupóst á netfangið, herborgs@hive.is

 

Við skráningu þarf kennitölu knapa, skráningarnúmer hests 

Skráningargjald er 2.000 kr. fyrir hverja skráningu í öllum flokkum nema í skeiði, barna- og unglingaflokki, en þar er skráningargjaldið kr. 500 fyrir hverja skráningu.

Skráningargjöld þarf að greiða fyrir lok skráningartíma inn á reikning 0191 26 876, kt  440992-2189.  

 Kvittun send á herborgs@hive.is

Tekið er við skráningum til  klukkan 22 fimmtudaginn 5 júlí en þó er best að fá skráningar sem fyrst..

 

 

Skrifað af Siggu

03.07.2012 10:09

Vestarr konur með síðkjólamót

Stelpurnar í klúbbnum tóku sig til og héldu síðkjólamót í gær.  Þáttakan var frábær og stemningin einnig.
Myndir segja fleira en mörg orð, http://vestarr.net/photoalbums/230119/

Endilega skoðið allar myndirnar, þetta var fríður hópur og vel til fundið að skella þessu í framkvæmd.


Skrifað af Þórði Magg

03.07.2012 10:08

Hola í höggi á Bárarvelli

Hola í höggi!!!

Sá ánægjulegi atburður gerðist þann 16. júní að Sverrir Karls fór holu í höggi á 17. braut (eða áttundu eins og við erum vön að kalla hana).
Gerðist þetta í bikarmótinu þegar Sverrir var að keppa við hann Jón Björgvin.
Greinilegt er að Sverrir kann við sig á 8 braut því á fyrri hring fékk hann fugl á sömu braut.
Til verksins notaði Sverrir svo driver
Hér er mynd af kappanum við tækifærið:


Óskum við öll Sverri innilega til hamingju með afrekið.
Skrifað af ÞM

03.07.2012 10:06

Víkingur í toppsæti

Góður Sigur á BÍ/Bolungarvík.


Víkingur Ólafsvík 4 - 0 BÍ/Bolungarvík 
1-0 Arnar Sveinn Geirsson ('25) 
2-0 Edin Beslija ('57, víti) 
3-0 Guðmundur Magnússon ('70) 
4-0 Alfreð Már Hjaltalín ('82) 
Rauð spjöld: Sigurgeir Sveinn Gíslason ('57) (BÍ/Bolungarvík), Helgi Óttarr Hafsteinsson ('57) (Víkingur Ó.)

Það var frábært veður í Ólafsvík á laugardaginn, þegar lið Víkings og BÍ/Bolungarvíkur mættust. Sól og blíða góð mæting á völlinn. 

Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og voru þau bæði að þreifa fyrir sér, Víkingarnir meira með boltann en BÍ/Bolungarví varðist vel og beitti skyndisóknum. það var svo á 25. mínútu, sem Arnar Sveinn Geirsson kom heimamönnum yfir með góðu skoti eftir glæsilegan samleik við Eldar Masic. 

Þetta mark breytti leiknum mikið og virtist sem einhver spennan losnaði hjá Víkingunum. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks voru heimamenn mikið sterkari og sköpuðu sér nokkur hættuleg færi. En staðan var 1-0 í hálfleik. 

Seinni hálfleikurinn hófst fjörlega og fengu bæði liðin hættuleg færi. Alexander Veigar Þórarinsson fékk til að mynda dauðafæri eftir fasta fyrirgjöf en skóflaði honum yfir markið af stuttu færi. En á 57. mínútu mín fengu heimamenn vítaspyrnu eftir að brotið var á Arnari Sveini Geirssyni þegar hann var að sleppa einn í gegn. Sigurgeir Sveinn Gíslason var sá brotlegi og hann fékk að líta rauða spjaldið hjá Gunnari Sverri Gunnarssyni dómara leiksins. 

Þegar átti að taka vítaspyrnuna var einhver barningur á vítateigslínunni og menn að ýta í hvorn annan, og leikmaður BÍ féll við. Dómari leiksins kallaði mennina til sín og gaf þeim sitthvort gult spjaldið. Afmælisbarnið Helgi Óttarr Hafsteinsson fékk þá sitt annað gula spjald og þar með rautt. Jafnt í liðum 10 á móti 10. Edin Beslija skoraði úr vítinu 2-0, fyrir heimamenn. 

Eftir þetta mark virtist sem báráttuhugur BÍ-manna slökkna. Guðmundur Magnússon skoraði svo á 70. mínútu með góðu skoti utan úr teig. Staðan 3-0. Alfreð Már Hjaltalín skoraði svo fjórða markið á 82 mín, eftir að hafa fengið boltann eftir hornspyrnu, kom á ferðinn og lék í átt að vítateig og plantaði honum í fjærhornið í gegnum allan pakkann í teignum. 4-0 verðskuldaður sigur og Ólafsvíkingar geta gengið sáttir frá þessum leik. 


03.07.2012 10:04

UMFG náði stigi í Garðinum

Jafntefli gegn Víði

Grundfirðingar fóru í Garðinn föstudagskvöldið 22. júní og mættu þar ósigrðum Víðismönnum sem sátu á toppi á C-riðils.  Rjómablíða og bæjarhátíðin Sólseturshátíðin í Garði stóð yfir en Víðismenn munu einmitt koma í heimsókn til Grundarfjarðar þegar að bæjarhátíðin Á góðri stund verður haldin.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum, Víðismenn meira með boltann en náðu sjaldan að opna sterka vörn Grundfirðinga sem að Alexandar Linta stjórnaði af miklum myndarbrag.  Gestirnir áttu nokkrar álitlegar sóknir og úr einni slíkri skoraði fyrirliði liðsins, Ragnar Smári Guðmundsson, þegar að hann slapp innfyrir vörn heimamanna eftir 15 mínútna leik.  Heimamenn náðu að jafna undir lok fyrri hálfleiksins með skoti við vítateigslínu eftir ágæta sókn og staðan því 1:1 í hálfleik.  Víðismenn lögðu hinsvegar línuna á því sem koma skildi með tveimur ágætisfærum strax á upphafsmínutunum síðari hálfleiks.  Var það í raun saga það sem eftir lifði leiks, heimamenn sóttu af þónokkrum krafti en tókst ekki að bæta við marki á meðan Grundfirðingar fengu ekki mörg færi.  Viktor fékk dæmda á sig óbeina aukaspyrnu inn í vítateignum fyrir að handleika boltann of lengi á 70. mínútu en Víðismenn náðu ekki að nýta sér það.  Tíu mínutum síðar varði Viktor svo mjög vel frá Víðismönnum af stuttu færi.  Jafntefli niðurstaðan og gestirnir hljóta að vera sáttir með það miðað við þróun leiksins. Næsti leikur Grundarfjarðar verður á laugardaginn þegar að þeir heimsækja Vogana til að etja þar kappi við heimamenn í Þrótti.

Skrifað af Tommi

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2238
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292711
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 13:21:33
Flettingar í dag: 2238
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292711
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 13:21:33