Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2012 Júní

08.06.2012 00:09

Snæfellsjökulhlaup

Laugardaginn 30. júní verður Snæfellsjökulshlaupið haldið í annað sinn hér í Snæfellsbæ. Hlaupið heppnaðis svo vel í fyrra að það er ekki annað hægt en að halda þessu skemmtilega verkefni áfram.

Erum við búin að fá margar fyrirspurnir um hlaupið í ár sem gerir þetta en meira spennandi. Undibúningur er í fullum gangi þessa dagana. Nú er er bara að krossleggja fingurnar og vona að veðurguðirnir verði í stuði og færi okkur frábært hlaupaveður á hlaupadegi. Skráning er hafinn á hlaup.is og þar er hægt að fá allar upply´singar um hlaupið. Einnig á facebooksíðunni Snæfellsjökulshlaupið.

Fyrirkomulag hlaupsins verður með svipuðum hætti. Boðið verður upp á rútuferð kl.11:00 frá Ólafsvík til Arnarstapa fyrir þá sem vilja. Ræst verður frá Arnarstapa kl.12:00. Fjórar drykkjarstöðvar verða á leiðinni sem unglingasveitin Drekinn og Björgunarsveitin Lífsbjörg munu aftur sjá um. Keppendur munu koma í mark við Pakkhúsið í Ólafsvíkur. Fiskisúpan góða verður á sínum stað og léttar veitingar verða í boði að hlaupinu loknu fyrir hlaupara. Ef það eru eitthverjir sem vilja hjálpa til þá endilega verið í sambandi við okkur.

Gleðilegt sumar

Rán og Fannar

08.06.2012 00:02

Ungmennafélag Staðarsveitar 100 ára

 

Ungmennafélag Staðarsveitar fagnar 100 ára afmæli sínu á þessu ári en það var stofnað 12. janúar 1912 og er því meðal elstu ungmennafélaga á Íslandi.

Félagið ber aldurinn vel og hefur alltaf haldið úti starfsemi þó svo að virknin hafi verið mismikil  gegnum árin og  hefur félagið átt sín blómaskeið en rýrari tímabil á milli.

Aðalfundur félagsins var haldinn 29. maí síðastliðinn og var mæting með ágætum. Þar var lagt á ráðin um hvernig fagna skyldi þessum áfanga í sögu ungmennafélagsins og komu fram ýmsar hugmyndir, sumar framkvæmanlegar en aðrar ekki eins og oft gerist þegar Staðsveitungar skipuleggja hátíðarhöld og tíminn er naumur. En niðurstaðan varð sú að blása til fagnaðar laugardaginn 11. ágúst n.k. með dagskrá á íþróttavellinum á Lýsuhóli og í félagsheimilinu. Dagskráin er að mótast en öruggt er að þar mun verða keppt í frjálsum íþróttum, fótbolta og jafnvel fleiri greinum og er líða tekur á daginn er hætt við að gestir og heimamenn  bresti í dans, söng og át. Við sem að undirbúningi afmælisins stöndum, vonumst til að  sem flestir velunnarar, brotfluttir félagar sem og allir þeir sem tengst hafa Staðarsveitinni síðastliðin 100 ár, geti komið og glaðst með okkur heimafólki þennan dag.


Á aðalfundinum var kosin ný stjórn UMF Staðarsveitar og hana skipa Ragnhildur Sigurðardóttir formaður, Þórður Svavarsson gjaldkeri, Lilja Kristjánsdóttir ritari og meðstjórnendur eru Símon Kristinn Þorkelsson og Iðunn Hauksdóttir.
Frétt úr Jökli

07.06.2012 07:11

Samæfing í Frjálsum íþróttum


Föstudaginn 8. júní n.k. ætlum við að fara í Borgarnes á samæfingu í frjálsum íþróttum - 11 ára og eldri. 
Það eru frjálsíþróttadeildir á Vesturlandi, Ströndum, Vesturbyggð og Tálknafirði og svo af Kjalarnesi sem er boðið að taka þátt í þessari fyrstu samæfingu. 

 
Við byrjum kl. 16.00 í Borgarnesi - og höfum þegar tryggt okkur 2 bíla frá foreldrum til að keyra (það þýðir far fyrir 8 krakka). Sjáum hvernig þátttakan verður og hvort við þurfum fleiri bíla. 

Dagskrá samæfingar í Borgarnesi

16:05 - 16:20  sameiginleg upphitun allra hópa.
16:20 -16:30   öllum skipt í hópa og þeir finna sín áhöld og fara með sínum hópstjóra.
16:30 - 17:30  Allir hópar sinna því sem sett er fyrir þá.
17:30 - 17:50  Smá pása ásamt stuttum fyrirlestri/spjalli um það sem framundan er.
17:50 - 18:30  Haldið áfram í greinum, nema núna er hægt að færa sig á milli greina og prufa aðrar.
18:30 - 19:00  Létt niðurskokk og góðar teygjur, gengið frá öllum áhöldum á sinn stað.
19:05 - 20:00  Allir í sund.
20:30 Sameiginlegur matur - nesti eða annað

4 þjálfarar auk umsjónarmanns = 5 manns sem sjá um.
Allir að taka með:
 Íþróttagalla, bæði léttan og svo utanyfirgalla.
 Gaddaskó  jafnvel þó þeir séu orðnir of litlir gæti alveg einhver átt stærra númer sem vill skipta eða kaupa.
 Hlaupaskó.
 Sundföt
 Létt nesti til að grípa í þegar pásan verður.
 
Þeir sem hafa áhuga á að mæta láti Kristínu Höllu vita í síma 899 3043 eða í netfangið kristhall@centrum.is sem allra fyrst - svo hægt sé að vita hve margir þurfa far og skipuleggja ferðir.
Endilega látið vita sem fyrst - en í síðasta lagi í kvöld, fimmtudagskvöldið 7. júní. 

Með bestu kveðju,
frjálsíþróttaráð UMFG,
Kristín Halla / Björg Ág. / Jóhann R.07.06.2012 07:05

Sumarstarf í frjálsum íþróttum

Snemma í vor fóru af stað viðræður milli frjálsíþróttadeilda íþróttafélaga/sambanda á Vesturlandi um aukið samstarf sín á milli. Hugsunin er sú að auka samskipti deildanna til að efla starfið og auka fjölbreytnina. Fleiri héraðssambönd höfðu áhuga á samstarfi við Vesturlandið og niðurstaðan varð að eftirfarandi verða aðilar að samstarfinu:
  • allar frjálsíþróttadeildir á Vesturlandi (okkar héraðssamband HSH, UMSB - Borgarfirði, UDN - Dalabyggð og Umf. Skipaskagi - Akranesi) 
  • Umf. Hrafnaflóki (Barðaströnd, Patreksfjörður, Bíldudalur, Tálknafjörður)
  • HSS - Héraðssamband Strandamanna 
  • UMSK, Ungmennasamband Kjalanesþings 
Við byrjum hægt og rólega, byrjum á fáum en einföldum atriðum og fikrum okkur svo áfram. Þetta eru fyrst og fremst nokkrar sameiginlegar æfingar sem fara fram í Borgarnesi a.m.k. - og síðan 2 sameiginleg frjálsíþróttamót í sumar, fyrir 2 aldurshópa. 
Við vonumst til að samstarfið verði gefandi og að krökkunum finnist þetta skemmtileg tilbreyting, bæði það að hitta aðra krakka og eiga með þeim skemmtilega stund - og eins það að fá að æfa á öðrum íþróttasvæðum og með aðstoð fleiri þjálfara. Hver veit nema einnig takist að fá góða gesti á slíkar æfingar, þar sem margir eru saman komnir


Hér er sumardagskrá hjá frjálsíþróttafólki
Júní
o 8. júní: Samæfing á Borgarnesvelli (samstarf Vesturlands og sunnanverðra Vestfjarða), 11 ára og eldri
o 18. - 22. júní: Frjálsíþróttaskóli UMFÍ í Borgarnesi, fyrir 11 ára og eldri. Hvetjum okkar krakka eindregið til að taka þátt. Skráning er hafin - sjá nánar hér: http://umfi.is/umfi09/veftre/verkefni/ithrottir/frjalsithrottaskoli/frjalsithrottaskoli_umfi_2012/
o 20. og 21. júní, kl. 18.00 báða daga: Vesturlandsmót í frjálsum utanhúss, Borgarnesvelli - fyrir 11 ára og eldri (tengt frjálsíþróttaskólanum, en opið fyrir alla aðra)
o 22. - 24. júní: Stórmót Gogga galvaska - Mosfellsbæ (iðkendur færu á eigin vegum, en þetta eru mjög skemmtilegt mót og við hvetjum okkar krakka til að fara).
o 30. júní - 1. júlí: Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsum utanhúss, Laugardalsvöllur. Skipulögð þátttaka af okkar hálfu m/þjálfara.
? Júlí:
o 10. júlí: Samæfing á Borgarnesvelli (samstarf Vesturlands og sunnanverðra Vestfjarða), 11 ára og eldri
? Ágúst:
o 3. - 6. ágúst: Unglingalandsmót UMFÍ (11 ára og eldri), Selfossi.
   11 ágúst:  100 ára afmæli Ungmennafélags Staðarsveitar.
o 14. ágúst: Vesturlandsmót í frjálsum utanhúss, 10 ára og yngri. Borgarnesvelli.
o 18. ágúst: Samæfing á Borgarnesvelli (samstarf Vesturlands og Vestfj.), 11 ára og eldri
o 19. ágúst: Bikarmót Frjálsíþróttasambands Íslands fyrir 15 ára og yngri, Laugardalsvelli.

03.06.2012 14:42

Ejup ósáttur með tap gegn Þór

Þór 2-1 Víkingur

"Mér finnst við spila vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. En við fengum á okkur fyrsta markið beint úr aukaspyrnu og svo náum við að koma til baka og skora mark. Svo í byrjun seinni hálfleiks, mér finnst þetta bara barnalegt að fá á okkur svona mark,"
sagði Ejub nokkuð ósáttur eftir fyrsta tap sumarsins í 1. deild.

Það að byrja hálfleikinn reyndist Víkingum erfitt í þessum leik. Voru heppnir að sleppa með það að fá ekki á sig mark strax í upphafi fyrri hálfleiks og fá svo á sig mark strax í upphafi seinni hálfleiksins. Ejub er væntanlega ekki sáttur með svona byrjun?
"Ég er hjartanlega sammála. Ég fékk stundum þá tilfinningu að þeir báru of mikla virðingu og höfðu ekki alveg nægilega mikla trú."

"Við höfum aldrei sett þau markmið að fara upp, ég skil ekki alveg hvað fólk er að tala um þetta. Ef við fáum tækifærið þá munum við reyna en það er alls ekki markmiðið. Mig langar að fara inn í leiki til að eiga góðann leik og getum notið þess að spila fótbolta. Ég fór í leikinn í dag til að vinna."

Viðtalið í heild við Ejub má sjá í heild sinni í sjónvarpinu fyrir ofan.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=127431#ixzz1wk25RoKU

02.06.2012 09:28

Hádegisfundur ÍSÍ 6 júní

Hádegisfundur ÍSÍ 6. Júní

ÍSÍ býður upp á hádegisfund frá kl. 12.00-13.00 miðvikudaginn 6. júní næstkomandi í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.  Að þessu sinni mun Unnnur Björk Arnfjörð fjalla um rannsókn á notkun próteinbætiefna meðal 18 ára drengja.  Rannsóknin er hluti stærri rannsóknar um heilsu og líðan í framhaldsskólum sem framkvæmd var af Rannsóknarstofu í Íþrótta- og Heilsufræðum undir forystu Sigurbjörns Árna Arngrímssonar, Önnu Sigríðar Ólafsdóttur og Kára Jónssonar.  Unnur Björk mun meðal annars svara eftirfarandi spurningum í fyrirlestri sínum:

Hvaða hópar eða hvernig einstaklingar eru að nota próteinbætiefni?

Eftir hverju sækjast þessir aðilar?

Eru þeir í betra líkamlegu ástandi en þeir sem ekki nota þessi efni?

 

Fundurinn er öllum opinn án endurgjalds á meðan húsrúm leyfir.  Opnað verður fyrir fyrirspurnir og umræður í lok fundarins.

Frekari upplýsingar gefur sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ á vidar@isi.is eða í síma 460-1467.

 

02.06.2012 09:25

Tap hjá UMFG og Snæfell í C riðli

C - riðill
Þrír leikir voru í c riðilinum og voru úrslitin nokkurn vegin eftir bókinni. Það væri helst jafntefli Þróttar V og Hvíta Riddarans sem gætu talist óvænt. Víðismenn unnu stórsigur á liði Snæfells og Kári vann torsóttan sigur á liði Grundarfjarðar.


Grundafjörður 1 - 3 Kári
1-0 Predrag Milosavisevic
1-1 Gísli Freyr Brynjarsson
1-2 Gísli Freyr Brynjarsson
1-3 Valdimar K. Sigurðsson

Víðir 16 - 0 Snæfell
Björn Bergmann Vilhjálmsson 4, Róbert Örn Ólafsson 3, Ólafur Ívar Jónsson 2, Tómas Pálmason 2, Magnús Helgi Jakobsson, Björn Ingvar Björnsson, Þorsteinn Ingi Einarsson, Sigurður Elíasson

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=127403#ixzz1wcuAyLnk

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50