Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2012 Mars

07.03.2012 01:00

Gott samstarf

Jafnt í æfningaleik UMFG og Ísbjarnarinns

Til gamans má geta þess að Grundarfjörður lék æfingaleik gegn Ísbirninum í dag og gerði 4-4 jafntefli. Ragnar Smári ætlar að spila með þeim í sumar eftir að hafa æft með okkur í vetur. Hann er ekki búinn að ganga frá félagaskiptum enn og þar með hlutgengur með Víking Ó. Ejub var í vandræðum með vinstri bakvarðastöðuna fyrir leikinn gegn KR. Og hvað gat hann gert. Jú, hann bað um Ragnar Smára frá Grundfirðingunum. En Grundarfjörður átti ekki gott með að missa hann. Og hvernig haldiði að málið hafi verið leyst. Jú, hver annar en Suad Begic (Bega) hljóp í skarðið og spilaði æfingaleikinn með Grundfirðingunum og Ragnar Smári lék þess í stað með Víking Ó. Skemmtilegt, ekki satt.

07.03.2012 00:49

Víkingur 2 -3 KR

Áttum meira skilið.

Lengubikarinn A-deild.
Egilshöll sunnudaginn 4.mars kl. 18.00

KR - Víkingur Ó   3-2  (0-2)

0-1 Tomasz Luba (19.mín)
0-2 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (45.mín)
1-2 Kjartan Henry Finnbogason (76.mín)
2-2 Þorsteinn Már Ragnarsson (90.mín)
3-2 Kjartan Henry Finnbogason (94.mín, tvítekið víti)


Þegar dómarinn flautaði leikinn af í kvöld áttu margir stuðningsmenn Víkings Ó erfitt með að standa uppúr sætunum. Menn sátu dolfallnir yfir þessu. Víkingur sem verðskuldaði öll þrjú stigin úr leiknum fékk ekkert. Það mátti halda að dómaratríóið hafi átt miða í Lengjunni. KR þarf ekki hjálp til að vinna sína leiki. Þeir eiga að vinna þá á eigin verðleikum. Það sást ekki í kvöld. Mér leiðist að gagnrýna dómara og vona að ég þurfi helst ekki skrifa neitt um þá en maður getur stundum ekki orða bundist. Í stöðunni 0-2 Víking í hag og stundarfjórðungur eftir af leiknum og KR sóttu meira. Uppúr þurru dæmir Leiknir Ágústsson aukaspyrnu á Víking rétt utan vítateigs. Á hvað? Enginn vissi það. Uppúr aukaspyrnunni skora KR-ingar flott mark og minnka muninn. Á lokamínútunni brjóta KR-ingar upp vörn Víkings og okkar fyrrum samherji Þorsteinn Már Ragnarsson jafnaði leikinn með góðu marki. Ekkert við því að segja. En á 94.mín fær Ólafur Hlynur Illugason okkar maður boltann slysalega í hendina og dæmt er víti réttilega. En þá skeður atburður sem er dómaratríóinu til skammar. Einar Hjörleifsson ver slakkt víti Kjartans Henrys með því að grípa það og allir stuðningsmenn Víkings fagna. Þá skyndilega heimtar annar línuvörðurinn það að vítið sé endurtekið. Hvað var að þessu? Ekki neitt. KR glottuðu örugglega og Kjartan Henry fór aftur á punktinn og þrumaði boltanum í netið og KR vann 3-2.

Það er eins og stóru liðin fái allt en litlu liðin ekkert hjá sumum sem stjórna leikjunum. Erlendur leikmaður innan Víkings Ó sagði mér það eftir leik að þetta vandamál væri líka í hans heimalandi. Stóru liðin fá allt en þau litlu ekkert frá sumum dómurum. Þetta er verkefni fyrir Dómaranefnd KSÍ að laga. Ekki bara réttlæta alla þá vitleysu sem þeirra starfsmenn (dómararnir) gera eins og mér finnst sumir þeirra gera.

Ef við snúum okkur að leiknum er ekki hægt annað en að vera stoltur af frammistöðu Víkings Ó í leiknum. Þeir áttu mun meira í fyrri hálfleiknum en andstæðingarnir og alveg frammá 70 mín var ekki útlit fyrir því að KR myndi skora í leiknum. Einn Pepsídeildarþjálfarinn sagði um miðjan seinni hálfleikinn að KR myndi ekki gera mark í leiknum. En hann grunaði ekki að KR fengi hjálp úr ótrúlegustu átt.

Ég mætti á leikinn með skrifandi penna og punktaði þetta hjá mér. (Maggi þú færð pennann vonandi næst)

Byrjunarlið Víkings Ó.: Einar Hjörleifsson, Steinar Már Ragnarsson, Tomasz Luba, Emir Dokara, Ragnar Smári Guðmundsson, Edin Beslija, Eldar Masic, Alfreð Már Hjaltalín, Fannar Hilmarsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson og Guðmundur Magnússon. Varamenn: Jón Haukur Hilmarsson, Anton J. Illugason, Ólafur H. Illugason, Kristinn Magnús Pétursson og Dominik Bajda.

Af bloggsíðu Helga Kristjáns

06.03.2012 20:44

Jón Ólafur Jónsson íþróttamaður Snæfells 2011


Jón Ólafur Jónsson eða Nonni Mæju eins og flestir þekkja hann fékk afhent verðlaun sín sem Íþróttamaður Snæfells 2011 í hálfleik á leik Snæfells og Hamars í kvennadeildinni á laugardaginn sl og óskum við honum innilega til hamingju.

04.03.2012 20:43

Frjálsíþróttabúðir 9-10 mars

Sæl öll

Hér koma nánari upplýsingar um æfingabúðir í frjálsum íþróttum fyrir 11 ára og eldri (árgangur 2001 og eldri) - sem verða á næstu helgi að Varmalandi, Borgarfirði.

Reiknum með að leggja af stað um þrjúleytið föstudaginn 9. mars n.k. 
Það eru einhver laus pláss, en gott væri að vita hvort einhverjir foreldrar til viðbótar vilja keyra ef með þarf. 
Komið verður heim síðdegis á laugardeginum, 10. mars. 

Gjaldið er 3.000 kr. - fyrir gistingu, sundferð, æfingaaðstöðu, kvöldmat og morgunmat. 
Það verður eldað fyrir okkur svo að við þurfum ekki að sjá um það. 
Ef einhvern langar að fara en finnst gjaldið of hátt fyrir sig, þá endilega látið okkur vita. 

Ath. - Þetta er fyrir alla - hvort sem þeir hafa æft lengi eða ekki. 

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síðasta lagi mánudagskvöldið 5. mars n.k. til Kristínar Höllu í s. 899 3043 eða kristhall@centrum.is eða til Bjargar í síma 898 6605 eða bjorg@alta.is 

Með bestu kveðju,
Björg Ág. - Kristín Halla

04.03.2012 11:03

Snæfellingsfólk á KB mótaröðinni

KB Mótaröðin

Fanney O. Gunnarsdóttir og Sprettur frá Brimilsvöllum sem kastar mæðinni eftir góða töltkeppni.

KB-Mótaröð Tölt

Laugardaginn 26. febrúar s.l  fór fram töltmót í KB-Mótaröðinni  2012 í  Reiðhöllinni í Borgarnesi. Fanney O. Gunnarsdóttir  sem keppti fyrir hönd Hestamannafélagsins Snæfellingur  vann barnaflokkin  á stóðhestinum Sprett frá Brimilsvöllum með einkunn 6,0.

En fleiri félagsmenn gerðu  það gott á þessu móti:  Kolbrún Grétarsdóttir varð í öðru sæti í meistaraflokknum á Stapa frá Feti með 7,42 í einkunn og Guðný Margrét Siguroddsdóttir varð í 5. sæti í unglingaflokknum  á Vordís frá Hrísdal með einkunn 5,0.

V.O.


04.03.2012 11:01

Snæfellsstúlkur að tryggja sig í úrslit?

Stórsigur hjá Snæfellsstúlkum

 

Snæfell og Hamar mættust í Stykkishólmi og fyrir leikinn var Snæfell í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig en Hamar í sjöunda sæti og því næst neðsta með 12 stig. Hamar hafði sigur þegar þessi lið mættust síðast í Hveragerði og því áttu Snæfellingar harma að hefna.


Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en Snæfellingar tóku þó snemma frumkvæðið og höfðu framan af nauma forystu. Um miðbik fyrsta fjórðungs kom góður kafli hjá Snæfellingum og komust þær í 18-6 en þá höfðu þær hvítklæddu gert 9 stig í röð.

 


 


Snæfell spilaði nokkuð ákveðna maður á mann vörn og Hvergerðingar komust lítt áleiðis. Þær reyndu mikið af langskotum og áttu erfitt með að sækja að körfu Hólmara. Hamarskonur komu þá eilítið til baka og var staðan eftir fyrsta leikhluta 22-14 Snæfellingum í vil. Hjá Snæfelli var Jordan Murphree komin með 7 stig og Kieraah Marlow 6 en hjá Hamri var Katherine Graham með 5 stig og Marín Laufey Davíðsdóttir með 4.


Jordan Murphree opnaði annan leikhluta með þriggja stiga körfu, hennar þriðju i leiknum. Sóknarleikurinn var skipulagðari hjá Hamri og vörnin betri. Í stöðunni 31-23 tók Snæfell svo góðan sprett og komust í 41-23 en þá svaraði Hamar loks fyrir sig með tveimur stigum úr vítaköstum. Jordan Murphree var í miklu stuði en hún var búin að setja niður 5 þrista úr 6 tilraunum. Snæfellingar gerðu svo gott sem út um leikinn í lok annars leikhluta en þegar blásið var til leikhlés  var staðan orðin 46-25 og á brattan að sækja fyrir þær bláklæddu.


Stigahæstu leikmenn í liði Snæfells voru Jordan Murphree með 19 stig og 7 fráköst og Kieraah Marlow með 12 stig og 6 fráköst. Í liði Hamars var Katherine Graham með 8 tig og Marín Laufey Davíðsdóttir með 6 stig.

 


 

Hamarskonur byrjuðu þriðja leikhluta af krafti og setti Fanney Guðmundsdóttir niður tvær þriggja stiga körfur. Snæfellskonur hleyptu Hamarskonum þó aldrei of nærri sér og hélst munurinn þetta 18-20 stig. Hvergerðingar réðu illa við Marlow undir körfunni og svo var Jordan sjóðheit fyrir utan en hún var komin með 8 þriggja stiga körfur úr 10 tilraunum. Staðan eftir þriðja leikhluta var 67-43.

 

Hvergerðingar neituðu að gefast upp og skoruðu fyrstu þrjú stig fjórða leikhluta. Þær reyndu að pressa Snæfellinga hátt en sú pressa gekk þó ekki alveg sem skyldi og fór munurinn sjaldnast undir 20 stig. Leikurinn fjaraði fljótt út og fór svo að allir leikmenn beggja liða fengu að spreyta sig nema Alda Leif hjá Snæfelli sem sat sem fastast en hún var tæp fyrir leikinn vegna liðþófameiðsla í hné.

 


 

Svo fór að lokum að Snæfell vann öruggan sigur 87-56 og situr sem fyrr í þriðja sæti deildarinar og Hamar í því sjöunda.

 

Í liði Snæfells átti Jordan Murphree stórleik en hún skoraði 28 stig og tók 11 fráköst. Þriggja stiga hittni hennar var líka frábær en hún skoraði 8 þriggja stiga körfur úr 10 tilraunum. Kieraah Marlow var einnig sterk í liði Snæfells en hún skoraði 20 stig og tók 10 fráköst. Hildur Kjartansdóttir var svo með 10 stig og aðrar minna.

 

Hjá Hvergerðingum var Katherine Graham með 16 stig, Fanney Guðmundsdóttir var með 13 sitg og Marín Laufey Davíðsdóttir með 12 stig og 10 fráköst.

 

Nánari tölfræði af vaf KKÍ

 

Umfjöllun og myndir:
Þorsteinn Eyþórsson


 


04.03.2012 10:59

Naumt tap í Keflavík


Ekki var hægt að hafa tæpara tapið gegn Keflavík eftir framlengdann leik 101-100 í Toyotahöllinni. Ólafur Torfason jafnaði leikinn 93-93 af vítalínunni og setti leikinn í framlengingu. Leikurinn heilt yfir var jafn og gat dottið beggja megin. Snæfell var naumt yfir í hálfleik 38-42. Stigahæstir hjá Snæfelli voru Marquis Hall með 25 og Pálmi Freyr með 23. Fínn leikur þrátt fyrir tap og ekki hvaða lið sem er sem skorar 100 stig í Keflavík og eigum við fullt erindi í efstu liðin en deildin er jafnari sem aldrei fyrr, bara spurning um þetta litla extra hvar sigurinn dettur undir lokin greinilega.

 

Tölfræði leiksins

Umfjöllun af Karfan.is

04.03.2012 10:56

Aðalfundur UMFG

Aðalfundur UMFG var haldinn fimmtudagskvöldið 1. mars síðastliðið, á Kaffi 59. Þar voru helstu atriði skýrsla UMFG fyrir árið 2011, Ársreikningur 2011 og önnur mál. 

Sama stjórn mun sitja áfram. Tap var á rekstri UMFG árið 2011 og tekin ákvörðun um hækkun æfingagjalda sem hér segir.

Æfingagjöld fyrir einstakling hækkar úr 10.900 í 13.900 kr
Æfingagjöld fyrir tvö systkyni hækka úr 18.900 í 20.900 kr
Æfingagjöld fyrir þrjú systkyni hækka úr 24.100 í 25.500 kr

Hækkun æfingagjalda er óhjákvæmileg sökum minni tekna. En ef við berum okkur saman við bæjarfélög af svipaðri stærð erum við samt með mjög lág æfingagjöld og mjög gott framboð af íþróttagreinum. 

Við munum halda áfram ótrauð að efla starf UMFG og skapa góða umgjörð fyrir krakkana okkar. 

kv Stjórn UMFG
Tómas Freyr Kristjánsson formaður
Sólberg Ásgeirsson gjaldkeri
Lára Magnúsdóttir ritari
Halldóra Dögg Hjörleifsdóttir meðstjórnandi
Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir meðstjórnandi


Skrifað af Tommi

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24
Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24