Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2012 Mars

19.03.2012 11:16

Heimasigur Snæfells: Auðveldur seinni hálfleikurStúlkurnar í leik Snæfells og Fjölnis byrjuðu af krafti og skoruðu til skiptis en jafnt var yfir fyrsta hluta og allt frá 2-2 til 13-13 en þá stukku Fjölnisstúlkur í 13-18 en Jordan Murphree jafnaði 18-18 með næstu 5 stigum og skoraði 10 stig í hlutanum og staðan 18-18 eftir fyrsta hluta og einhverjar blikur á lofti um hörkuleik.Snæfell setti upp svæðisvörn í öðrum hluta og uppskar smá forystu út frá því 28-23 en Brittney Jones var frísk á fæti og ásamt Hugrúnu Evu minnkuðu þær strax muninn í 28-27. Snæfell var alltaf skrefinu framar en Fjölnir ekki langt undan og biðu færis og spiluðu góðan leik og héldu sér við efnið.......

 Snæfell var hins vegar með 4 stiga forskot 41-37 í hálfleik þar sem Kieraah Marlow hafði skorðað 12 stig fyrir Snæfell og Jordan 10 stig. Hildur Björg var að standa sig vel með 8 stig og 6 fráköst.Hjá Fjölni var Brittney Jones komin með 15 stig fyrir Fjölni, Katina Mandylaris 8 stig  og Jessica Bradley 7 stig.

 

 

Katina Mandylaris smellti þremur stigum í upphafi þriðja hluta fyrir 41-40 en Snæfell tók þá öll völd á vellinum þar sem vörn Snæfells var gríðarsterk og Fjölnisstúlkur fengu lítið sem ekkert niður í sóknum sínum og vörnin var skrefinu á eftir og klaufaleg. Jordan Murphree svarði strax með þrist 44-40 og stal svo einhverjum 5 boltum og var öflug í góðri liðsheild í vörninni ásamt því að keyra upp hraðar sóknir Snæfells sem komust fljótt í 10 stiga mun 52-42 og svo 64-45 áður en flautann gall og 23-8 í þriðja hluta þar sem allt Snæfellsliðið var í stuði þó Jordan hafi sett í samband.

 

 

Snæfellsstúlkur sigldu svo nokkuð áreynslulaust í gegnum fjórða hluta og pössuðu upp á að hleypa ekki leiknum upp í rugl með fengna forystu. Brittney setti niður tvo góða þrista og reyndi fleiri í stöðunni 72-56 en Snæfell héldu haus og voru fastari fyrir. Birna Eiríks smellti einnig tveimur til fyrir Fjölni en í raun of seint til að koma einhverju hryna af stað hjá Fjölni.

 

Rósa Kristín og Björg Guðrún komu með baráttu af bekknum líkt og flestar í báðum liðum og Hildarnar báðar og Helga Hjördís voru einkar drjúgar á mikilvægum augnablikum og auðveldur sigur kom með flottum leik í seinni hálfleik 90-74 og þriðja sætið er þeirra í deildinni þrátt fyrir að spárnar segðu fimmta sætið þetta tímabilið og úrslitakeppnin fram undan.

 

 

Snæfell:
Jordan Murphree 21/5 frák/4 stoðs/6 stolnir. Kieraah Marlow 20/12 frák/4 stoðs/5 stolnir. Hildur Björg Kjartansdóttir 12/9 frák/4 stolnir. Hildur Sigurðardóttir 11/6 frák/9 stoðs. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 7/4 frák. Rósa Kristín Indriðadóttir 6 stig. Björg Einarsdóttir 5/3 stolnir. Berglind Gunnarsdóttir 4 stig. Aníta Rún Sæþórsdóttir 2 stig. Sara Mjöll Magnúsdóttir 2 stig. Alda Leif Jónsdóttir 0/3 stoðs. Ellen Alfa Högnadóttir 0.


Fjölnir:
Brittney Jones 25/9 frák/4 stoðs/3stolnir. Jessica Bradley 13/6 frák/3stolnir. Katina Mandylaris 12/4 frák. Birna Eiríksdóttir 8. Bergdís Ragnarsdóttir 5/5 frák. Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 4. Erla Sif Kristinsdóttir 3. Eva María Emilsdóttir 2. Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2. Margrét Loftsdóttir 0. Sigrún Ragnarsdóttir 0. Erna María Sveinsdóttir 0.Símon B. Hjaltalín.

Myndir: Þorsteinn Eyþórsson

 

 

19.03.2012 11:08

Sigur á Tindastól

Snæfellingar voru sterkari á endasprettinum

Snæfell - Tindastóll 89-80

Skrínsjott úr leik Snæfells og Tindastóls. Miller reynir skot.

Tindastóll heimsótti Snæfellinga í Stykkishólm í gærkvöldi í baráttuleik en bæði lið gerðu tilkall til sjötta sætis í Iceland Express deildinni. Með sigri hefðu Stólarnir tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en tap varð staðreynd eftir að Snæfell átti góðan endasprett í leiknum og því eru Stólarnir ekki enn öruggir inn í úrslitakeppnina. Lokatölur í Hólminum voru 89-80.

Lið heimamanna var sterkara framan af leik, þeir voru yfir 20-17 eftir fyrsta leikhluta og 45-39 í hálfleik. Mest náði Snæfell 13 stiga forystu í öðrum leikhluta en Tindastólsmenn áttu ágætan kafla fyrir hlé og söxuðu aðeins á forskotið.

Snæfell hóf þriðja leikhluta ágætlega og voru yfir 58-46 þegar fjórar mínútur voru liðnar. Stólarnir gerðu sér lítið fyrir og gerðu næstu 11 stig og minnkuðu muninn í eitt stig og næstu mínútur var allt í járnum. Miller jafnaði síðan leikinn fyrir Tindastól og staðan 61-61 þegar fjórði leikhluti hófst. Fyrstu fjórar mínútur leikhlutans voru æsispennandi og munurinn sjaldnast nema 1-3 stig. Annar kana heimamanna, Quincy Hankins-Cole, fékk sína fimmtu villu þegar sex mínútur voru eftir og þegar fimm mínútur voru eftir kom Miller Stólunum í 67-72 og staða Tindastóls orðin álitleg. Þá sögðu heimamenn hingað og ekki lengra. Marquis Sheldon Hall tók leikinn í sínar hendur og síðustu fimm mínútur leiksins gerði Snæfell 22 stig en Stólarnir aðeins 8.

15.03.2012 23:14

Góður sigur í Grindavík

Snæfellingar skelltu deildarmeisturunum

Þorleifur Ólafsson og félagar í Grindavík töpuði í kvöld fyrir Snæfelli á heimavelli. stækka

Þorleifur Ólafsson og félagar í Grindavík töpuði í kvöld fyrir Snæfelli á heimavelli. Ernir Eyjólfsson

Snæfellingar gerðu sér lítið fyrir og unnu deildarmeistara Grindavíkur, 101:89, í Grindavík í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Iceland Expressdeildinni. Úrslitin breyttu því hinsvegar ekki að í leikslok fengu leikmenn Grindavíkur afhentan deildarmeistarabikarinn sem þeir tryggðu sér fyrir skömmu.

Leikmenn Snæfells voru yfir í leiknum frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. Þeir sitja áfram sem fastast í sjötta sæti deildarinnar með 22 stig að loknum 20 leikjum.

Nathan Bullock skoraði 25 stig fyrir Grindavík í kvöld og tók 13 fráköst. Páll Axel Vilbergsson skoraði 18 stig. Hjá Snæfelli var Marquis Sheldon Hall með 22 stig. Quincy Hankins-Cole skoraði 21 stig og tók 17 fráköst auk þess að eiga þrjár stoðsendingar. Jón Ólafur Jónsson skoraði 18 stig, tók 11 fráköst og átti fimm stoðsendingar.

14.03.2012 22:36

Stúlknaflokkur Snæfell með sjö sigra í röð

Útisigur á Fjölnisstúlkum


Stelpurnar í Snæfell sigruðu Fjölni 54-89 í Dalhúsum í grafarvogi í gær, staðan í hálfleik var 39-64.  Björg Guðrún fór hamförum undir körfunni í síðari hálfleik og skoraði 26 stig, næst henni var Hildur Björg Kjartans með 24 stig.


Fjölnisstúlkur hófu leikinn 4-0 en grimmd Snæfells kom þeim í fína stöðu 9-21 eftir fyrsta leikhluta. Fjölnisstelpur spiluðu stíft og pressu vel á boltann.  Jafnræði var á milli liðanna í öðrum hluta og staðan í hálfleik 24-38.  Í þriðja hluta tók Hildur Björg til sinna ráða og skoraði 12 stig af sínum 24. 

 

Sara Mjöll var kominn í villuvandræði, en hún fékk tvær villur fyrir litlar sakir og sína fimmtu villu í þriðja leikhluta.  Staðan eftir þrjá leikhluta 39-64.  Í fjórða leikhluta lék Hildur Björg lítið og fór Björg Guðrún undir körfuna þar sem hún naut sín vel, stelpan skoraði 14 stig í leikhlutanum og var með flottar posthreyfingar.  Lokatölur 54-89 og sjöundi sigurinn í röð eftir að liðið tapaði fyrstu þremur leikjum sínum.

 

Stigaskor Snæfells: Björg Guðrún Einarsdóttir 26 stig, Hildur Björg Kjartansdóttir 24, Berglind Gunnarsdóttir 13, Ellen Alfa Högnadóttir 9, Sara Mjöll Magnúsdóttir 8, Rebekka Rán Karlsdóttir 7 og Silja Katrín Davíðsdóttir 2.

 

Stigaskor Fjölnis: Bergdís Ragnarsdóttir 20 stig, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 10, Heiðrún Harpa Ríkarðsdóttir og Margrét Loftsdóttir 7, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 5, Sigrún Elísa Gylfadóttir 2 og Fanney Ragnarsdóttir 1. Sigrún Gabríela og Margrét Eiríks náðu ekki að skora.

 

Stelpurnar eiga tvo leiki eftir í deildarkeppninni, næsti leikur er gegn Njarðvík mánudaginn 19. Mars klukkan 2000 í Stykkishólmi.  Frestaður leikur gegn KR hefur ekki verið settur á enn.

14.03.2012 07:47

Naumur sigur í Keflavík

Snæfell tryggði sig í úrslitakeppnina
13 03 2012 | karfan.is

Snæfell tryggði sig í úrslitakeppnina

 Með sigrinum í kvöld er Snæfell búið að tryggja sig inn í úrslitakeppnina og þar með nældu þær sér í tvö mikilvæg stig í Toyotahöllinni í kvöld. Einnig náðu þær að stöðva sigurgöngu Keflavíkur á leiktíðinni en fyrir leikinn voru þær búnar að vinna 13 leiki í röð á heimavelli sínum. Leikurinn endaði 59-61 og þar með þarf Keflavík að bíða fram að síðasta leik til að næla sér í deildarmeistaratitilinn. 
 Keflavík byrjaði betur í fyrsta leikhluta og komst í 7 -0 á upphafsmínútunum. En eftir það var eins og það hafi gjörsamlega slokknað á þeim og Snæfell nýtti sér það. Smám saman komust þær inn í leikinn og þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum jafnar Snæfell 7-7 og komast svo yfir stuttu seinna 9-10. Leikhluturinn endar síðan 11-12 og einkenndist hann af slæmri nýtingu og nýtingum. Hjá Keflavík var Pálína Gunnlaugsdóttir með 5 stig og hjá Snæfell var Hildur Sigurðardóttir með 6 stig.
 
Annar leikhlutinn var mjög kaflaskiptur þar sem liðin skiptust á að vera í forystunni. Eins og í fyrsta leikhluta byrjaði Keflavík betur  og virtust vera vaknaðar. En Snæfell hleypti þeim aldrei of langt frá sér og voru komnar aftur yfir um miðjan leikhlutann, 16-18. Næstu mínútur eftir það var mjög lítið að gerast hjá báðum liðunum og virtist vera einhver skjálfti í liðunum. Liðin voru síðan jöfn á öllum tölum það sem lifði af leikhlutanum og var staðan 27-27 þegar flautað var til hálfleiks. Hjá Keflavík var Pálína sterk á báðum endum vallarins og var komin með 14 stig. Hildur Sigurðardóttir var komin með 8 stig fyrir Snæfell og þær Kieraah Marlow og Jordan Murphree með 6 stig hvor.
 
Leikurinn hélt áfram eins og hann endaði fyrir hálfleik og skiptust liðin á því að vera með forystuna á upphafsmínútum þriðja leikhlutans. Bæði liðin voru frekar mistæk sóknarlega og var ekkert að detta ofaní framan af í leikhlutanum. Snæfell tók sig þá til og herti vörn sína og fór að setja skotin sín niður og komst í 36-42 þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Keflavík átti síðan 4 síðustu stig leikhlutans og var staðan 40-42 fyrir síðasta leikhlutann. Pálína var komin með 21 stig fyrir Keflavík og var algjörlega að halda þeim inn í leiknum sóknarlega. Hjá Snæfell var Hildur Sigurðardóttir komin með 14 stig.
 
Eins og  hina þrjá leikhlutana þá byrjar Keflavík betur en Snæfell er þó ekkert að hleypa þeim of langt undan. Um miðjan leikhlutann kemst Keflavík í 53-49 og þessum tíma var ekkert að detta ofaní hjá Snæfell. En þær gáfust ekki upp og jöfnuðu leikinn þegar rétt undir fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Eboni Mangum fær sína fimmtu villu stuttu seinna og Snæfell kemst yfir með því að setja niður tvö víti, 53-55. Snæfell herðir vörnina sína og með góðri baráttu komast í 55-59 þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. Keflavík jafnar síðan í 59-59 áður en Hildur Sigurðardóttir setur síðasta skot leiksins ofaní körfuna þegar 46 sekúndur voru eftir, 59-61. Keflavík átti þó síðasta skotið sem hefði getað stolið sigrinum en ofaní vildi boltinn ekki. Snæfell fagnaði því sínum þriðja sigri á Keflavík í vetur í fjórum viðureignum. 
 
Hjá Keflavík var Pálína sú eina sem var að draga vagninn sóknarlega og þarf greinilega á fleirum að skila meira inn en gert var í kvöld. Hún endaði leikinn með 29 stig, 10 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Næst henni var Mangum með 10 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Jaleesa Butler hefur oft spilað betur en hún var með 8 stig, 15 fráköst og 6 varin skot.
 
Hjá Snæfell var Hildur Sigurðardóttir að spila mjög vel og endaði leikinn með 16 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar, Næst henni var Murphree með 12 stig, 13 fráköst, 4 stolna bolta og 2 stoðsendingar. Hildur Björg Kjartansdóttir var síðan með 11 stig og 8 fráköst.
 
Texti: rannveig@karfan.is
Mynd: skuli@karfan.is 

12.03.2012 11:52

Víkingur í úrslitkeppni 2 deildar

Laugardaginn 10.mars tók lið Víking Ólafsvíkur á móti liði Heklu frá Hellu í mikilvægasta leik liðsins til þessa þar sem bæði lið voru jöfn að stigum þegar komið var að seinasta leik tímabilsins. En liðin deildu með sér 4-5.sæti með 14 stig. Var því þessi leikur hrein úrslitaleikur um það hvort liðið kæmist í úrslitakeppnina, en efstu 4 sætin gefa rétt á sæti í henni.


Leikmenn Víkings mættu vel stemmdir til leiks og leikurinn fór vel af stað og var Víkingur yfir eftir 1.leikhlutann 17-15 þrátt fyrir að hafa lent undir á tímabili 6-11. Leikurinn var jafn og spennandi í öðrum leikhluta og liðin skiptust á forystu, en á endanum var lið Víkings sterkari og fóru í hálfleik með forystu 40-35.

3. leikhluti var einnig spennandi en Víkingur hélt þó alltaf forystunni en bæði lið skoruðu 25 stig í þessum leikhluta og var staðan í lok hans 65-60.

Staðráðnir í því að vinna leikinn komu liðsmenn Víkings mjög sterkir inn í 4. leikhluta og skoruðu alls 33 stig gegn 15 stigum Heklu, en Víkingur átti 11-0 kafla á tímabili í þessum leikhluta, en þarna voru liðsmenn Heklu orðnir þreyttir en ekki liðsmenn Víkings sem náðu að halda tempóinu uppi allan leikinn. Lokatölur voru 98-75 Víking Ó í vil.

Þar með tryggðu Víkingur Ólafsvík sér þátttöku í úrslitakeppninnar í 2.deild en það mun koma í ljós í næstu viku hvort liðið nær 3.sæti eða 4.sætinu í riðlinum ásamt því hvaða liði það mætir. En enn eru nokkrir leikir eftir.

Staðan í riðlinum er:

A-riðill

Nr.     Lið             U/T     Stig

1.      Mostri        15/0    30

2.      Leiknir R.     11/5    22

3.      Víkingur Ó.    8/8     16

4.      HK             8/7     16

5.      Patrekur       8/6     16 - Fá ekki að taka þátt í úrslitum vegna þess að þeir mættu ekki í leikinn gegn ÍBV

6.      Hekla           7/9    14

7.      ÍBV              4/10 8

8.      Katla           4/11   8

9.      Smári           3/12   6

 

Staðan er svo í B-riðli svona:

B-riðill

Nr.     Lið             U/T    Stig

1.      Augnablik      15/1    30

2.      Reynir S.      12/4    24

3.      Bolungarvík    11/4    22

4.      KV              8/8    16

5.      Fram            8/7    16

6.      Álftanes       7/7     14

7.      Stál-úlfur     4/12    8

8.      Sindri         3/13   6

9.      Laugdælir      2/14    4

 

Semsagt efstu 4 liðin úr hvorum riðli komast í úrslitakeppnina sem spilast helgina 23-25 mars.

 

Kv. Jenni

12.03.2012 07:53

Vesturlandssýning Hestamanna

Undirbúningur fyrir Vesturlandssýninguna

Nú er undirbúningur fyrir Vesturlandssýningu í fullum gangi og dagskráin að verða fullmótuð.

Mörg ræktunarbú eru komin á blað ásamt skemmtiatriðum og góðum gestum.

 

Ennþá er verið að skoða og velja hross í eftirfarandi atriði:

Kynbótahross:

4 vetra hryssur

4 vetra folar

5 vetra hryssur

5 vetra folar

6 vetra og eldri hryssur

Vestlenskir stóðhestar

Stóðhestar í notkun á Vesturlandi 2012

A flokkur gæðinga

B flokkur gæðinga

Skeiðhestar

 

Endilega hafið samband við neðangreinda ef þið eigið hross sem gæti átt erindi á sýninguna og eins ef þið hafið ábendingar.

Sýningin verður haldin þann 24. mars n.k. í Faxaborg, Borganesi.

 

Eyþór Jón Gíslason, brekkurhvammur10@simnet.is  gsm: 898-1251

Svala Svavarsdóttir,  budardalur@simnet.is   gsm: 861-4466

 

Einnig er hægt að hafa samband við eftirfarandi aðila:
Ámundi Sigurðsson, amundi@isl.is  gsm 892 5678

Baldur Björnsson, baldur@vesturland.is  gsm 895 4936

Stefán Ármannsson, stefan@hroar.is  gsm 897 5194 (aðallega varðandi kynbótahross)

 

10.03.2012 12:47

Gönguleiðir á Snæfellsnesi

Ferðafélag Snæfellsness hefur tekið í notkun nýtt gönguleiðakort fyrir Snæfellsnes. Þar má sjá áætlaða gönguslóð eftir háfjallgarðinum og nokkrar gönguleiðir þvert yfir hann. Fleiri munu bætast við, jafnt á láglendi og á sjálfum fjallgarðinum. Hægt er að skoða ljósmyndir á kortinu og von er á enn fleiri myndum. Á sjálfu kortinu er leiðbeiningatexti, hvernig hægt er að setja inn gönguleiðir á GPS tæki. Texti á ensku mun koma fljótlega.

Kortið er hægt að skoða undir Gönguleiðir og Hiking on Snaefellsnes.

http://www.ffsn.is/

Sunnudaginn 11. mars kl. 20:00 verður haldinn í Sögumiðstöðinni,kynningarfundur um nýtt göngukort og starfið framundan. Sýndar verða ljósmyndir frá Snæfellsnesi. Tilvalið að koma saman og spjalla um lífið og tilveruna.

10.03.2012 11:43

Góðu samstarfi haldið áfram

Grundarfjörður og Víkingur  munu halda áfram samstarfi sínu frá því í fyrra. Tómas Freyr Kristjánsson formaður UMFG og Jónas Gestur Jónasson, formaður knattspyrnudeildar Víkings undirrituðu samning þess efnis við hátíðlega athöfn í brúnni á Hring SH á dögunum. Samstarfið felur í sér að ungir leikmenn Víkings munu fá að spreyta sig með Grundarfirði og fá þannig dýrmæta leikreynslu. Tilgangur samstarfsins er fyrst og fremst að efla knattspyrnuna á Snæfellsnesi. Samvinna þessara tveggja félaga gekk framar vonum í fyrra og stefnt er á áframhaldandi velgengni á knattspyrnuvöllunum á komandi sumri.


Skrifað af Tommi

10.03.2012 08:59

Naumur sigur á Fjölni

Snæfell hélt naumlega haus, en hélt honum þó :)Fjölnismenn komu með slakann fyrri hálfleik en sterkann seinni hálfleik í farteskinu í Hólminn. Snæfell hafði tauminn framan af leik en Fjölnir saxaði á og jafnaði 74-74 og eftir það var bara spurning um hvar greddan væri og hvort liðið næði þessu í lokin. Snæfell hélt þar hausnum naumlega og sigraði 89-86 eftir að hafa misst sinn leik algjörlega niður í seinni hálfleik.Snæfellingar byrjuðu betri í fyrsta hluta og voru að klára sóknir sínar betur en Fjölnir sem áttu mörg skot sem geiguðu og Snæfellingar áttu svo auðveld varnarfráköst. Marquis Hall stjórnaði leik Snæfells af festu og var þeirra helsta vopni í upphafi. 24-14 var staðan eftir fyrsta hluta en Snæfellingar komust strax í 13-4 og voru skrefinu framar.Fjölnismenn reyndu við svæðisvörn í upphafi annars hluta en Snæfell hélt forystunni um 10 stig og Fjölnir glímdi við sóknarfrákastaþurrð. Snæfell sigldi lítið eitt frá með stórum körfum frá Marquis og Sveini Arnari, 38-24 en Fjölnir fór undir lokin að salla niður góðum körfum úr sóknum sínum og héldu sig ekki langt undan 41-30 með O´neal og Walkup fremsta meðal jafningja. Staðan var svo 47-34 í hálfleik eftir að Nonni Mæju setti þrist á flautu fyrir Snæfell.


Hjá Snæfelli var Marquis Hall kominn eð 14 stig og 6 stoðsendingar en þar næst voru frændurnir Nonni Mæju og Sveinn Arnar með 11 stig hvor. Quincy Cole splæsti við 9 fráköstum á liðið. Í liði Fjölnis voru Nathan Walkup og Calvin O´neal komnir með 10 stig hvor.

 Fjölnir sótti fast á hæla Snæfells með hröðum sóknum og góðri vörn og minnkuðu muninn í 53-49 með góðum leik Calvin O´neal og félaga en Snæfell tók sig á og komust aftur í yfir 10 stiga forystu 62-51. Staðan eftir þriðja hluta var 67-56 fyrir Snæfell og Quincy átti massatroðslu í lokin en Snæfellsmenn máttu vara sig á værukærðinni því hungraðir Fjölnismenn biðu eftir að sækja á.Snæfell hélt sér við efnið fyrst í upphafi fjórða hluta en misstu svo algjörlega taktinn, voru hikandi og fengu yfir sig fullt af auðveldum körfum og einnig að Fjölnismenn sýndu mikinn kraft og dugnað í að koma til baka í vörn og sókn þegar þeir jöfnuðu 74-74 þar sme leikurinn snérist við og fólk farið að spyrja sig hvort að um afritað og límt frá leiknum gegn Stjörnunni væri í uppsiglingu.


Snæfell stökk frá en Arnþór Freyr minnkaði muninn aftur í 79-77 en Marquis svaraði strx fyrir 81-77 en engu munaði á milli liðanna og leikar æstust með 83-82 fyrir Snæfell þegar mínúta var eftir en Calvin kom Fjölni yfir 83-84 á vítalínunni. Marquis svaraði af línunni einnig 85-84. Calvin hélt uppteknum hætti og fór í auðvelt sniðskot sem hann og fleiri Fjölnismenn fengu nokkuð af í leiknum og staðan 85-86. Quincy reddaði Snæfelli 87-86 og leikhlé tekið með 14 sekúndur eftir.


Calvin klikkaði á gegnumbroti sínu og Quincy þrumaði boltanum fram á Svein Arnar sem tróð með tilþrifum og Snæfell rétt marði Fjölni 89-86 eftir góða innkomu Fjönis í seinni hálfleik og mátti ekki miklu muna að Snæfell sæi á eftir stigunum í Grafarvoginn.

 


 


Snæfell:
Marquis Hall 26/7stoðs. Quincy Cole 18/13frák/6 stoðs. Jón Ólafur Jónsson aka Nonni Mæju 17/7 frák. Sveinn Arnar Davíðsson 15/3 frák. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6/6 frák. Hafþór Ingi Gunnarsson 4. Ólafur Torfason 2. Óskar Hjartarson 1. Magnús Ingi 0. Þorbergur Helgi 0.


Fjölnir:
Calvin O´Neal 31/4 frák. Nathan Walkup 16/9 frák. Arnþór Freyr Guðmundsson 15. Hjalti Vilhjálmsson 11/5 frák. Jón Sverrisson 10/9 frák. Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3. Daði Berg 0. Gunnar Ólafsson 0. Trausti Eiríksson 0. Tómas Daði 0. Gúsatv Davíðsson 0.

 

Símon B. Hjaltalín.
Myndir: Þorsteinn Eyþórsson

 

 

09.03.2012 17:42

Málþing um íþróttadómarar


Málþing um íþróttadómara

Í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal

miðvikudaginn 21. mars 2012 kl. 17.00-20.00.

 

ÍSÍ, KSÍ, HSÍ, KKÍ og BLÍ boða til málþings um íþróttadómara og þeirra mikilvægu störf í tengslum við íþróttirnar.  Fulltrúar sérsambandanna munu fjalla um stöðu mála og framtíðarhorfur.  Málþingið er öllum opið, endurgjaldslaust á meðan húsrúm leyfir.  Allir sem áhuga hafa á þessum málum eru hvattir til að mæta, fræðast um stöðuna og leggja jafnvel orð í belg um málefnið.

 

Hvernig geta íþróttagreinar unnið betur saman í dómaramálum?

Hver er áhrifamáttur og ábyrgð þjálfara og fjölmiðla?

Hvernig fjölgum við dómurum og höldum þeim í starfi?

Yfrir hvaða eiginleikum þarf íþróttadómari að búa yfir?

Hvernig fjölgum við konum í dómarastétt?

 

Þessum spurningum verður reynt að svara á málþinginu, m.a. í vinnuhópum þar sem allir hafa möguleika á þátttöku.

Niðurstöður hópavinnunnar verða birtar eftir að hópavinnu lýkur.

Forystumenn þessa málaflokks hjá ofangreindum sérsamböndum verða í panel í lok málþingsins.

Skráning er í síma 514-4000 eða á linda@isi.is  Í boði verður kaffi og léttar veitingar.

Allar frekari uppl. gefur sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is

 

Dagskrá málþingsins

               

17.00  Ávarp/setning

                        17.05  Sameiginlegir þættir  

                        17.15  Fulltrúar íþróttagreinanna - kynning

                        17.40  Skilgreining hópavinnu

                        17.45  Hópavinna  

A)  Hvernig geta íþróttagreinar unnið betur saman í dómaramálum?

                                     B)  Hver er áhrifamáttur og ábyrgð

                                               a) Þjálfara?

                                               b) Fjölmiðla?

 C)  Hvernig fjölgum við dómurum og höldum þeim í starfi (hindrum brottfall)?

          D)  Yfir hvaða eiginleikum þarf íþróttadómari að búa yfir?

                      E)  Hvernig fjölgum við konum í dómarastétt?

                        18.45  Kaffihlé

                        18.55  Niðurstöður hópavinnu

                        19.25  Fyrirspurnir og umræður - (Panell)

                        19.50  Samantekt

                        20.00  Málþingslok

 

08.03.2012 14:53

Snæfellsstúlkur í toppsætið í unglingaflokki

Snæfellsstúlkur hoppuðu í toppsætið með heimasigri á Haukum

Bikarmeistarar Snæfells í unglingaflokki kvenna mættu Haukum í Stykkishólmi mánudagskvöldið 5. Mars.  Liðin höfðu leikið gegn hvort öðru 20. Febrúar í undanúrslitum bikarsins þar sem Snæfell höfðu betur, en í fyrri leik liðanna á Íslandsmótinu sigruðu Haukar 63-56 að Ásvöllum.  Snæfellssliðið var í fjórða sætinu fyrir leikinn en sjötti sigurinn í röð staðreynd þar sem lokatölur kvöldsins voru 78-55 Snæfell í vil.  Ellen Alfa Högnadóttir lék mjög vel og skoraði 24 stig.

 

Einsog áður segir þá sigruðu Haukastúlkur fyrri leik liðanna að Ásvöllum 63-56 og mikilvægt að sækja sigur í kvöld.  Hildur Björg Kjartans opnaði leikinn með góðum körfum gegn svæðisvörn gestanna og staðan 6-0.  Haukar komust yfir 8-9 en Ellen Alfa, Sara Mjöll og Rebekka Rán sem kom gríðarlega sterk inn af bekknum sáu til þess að Snæfell leiddu 18-13 eftir fyrsta leikhluta.

 

Haukar með Margréti Rósu í fararbroddi minnkuðu muninn í 18-16, en Rebekka og Ellen voru að hitta góðum skotum gegn svæðisvörn gestanna og stelpurnar leiddu 28-20.  Berglind Gunnars fékk snemma í öðrum leikhluta þriðju villuna sína og smellti sér á tréverkið hjá Inga Þór.  Hildur Björg og Sara Mjöll voru mataðar af Björg Guðrúnu og Snæfell leiddu 36-28 eftir að Ellen Alfa hafði smellt þriðja þristinum í fyrri hálfleik.
Haukar komu sterkar útúr hálfleiknum og opnuðu hann með þrist, Berglind sem ekkert hafði skorað í fyrri hálfleik var fljót að svara með þrist, í kjölfarið kom 17-3 kafli og Snæfell komnar í þægilega stöðu 53-34. 

 

Staðan eftir þrjá leikhluta 57-41, en Haukar bættu í seglin og náðu muninum niður í átta stig 59-51.  Berglind smellti þrist og Auður Ólafs minnkaði svo muninn á ný niður fyrir tíu stig 62-53, þá tóku Snæfell leikhlé sem þær komu gríðarlega grimmar útúr og skoruðu 14-0, lokatölur 78-55.

 

Með sigrinum fóru stelpurnar upp um þrjú sæti í fyrsta sætið, þar sem Keflavík, Snæfell og Haukar eru jöfn með sex sigra.  Næsti leikur hjá Snæfellsstúlkum er gegn Fjölni í Grafarvogi klukkan 20:00 12. Mars.

 

Stigaskor Snæfells: Ellen Alfa Högnadóttir 24 stig, Hildur Björg Kjartansdóttir og Sara Mjöll Magnúsdótir 12 stig, Berglind Gunnarsdóttir 11, Rebekka Rán Karlsdóttir 10, Björg Guðrún Einarsdóttir 7 og Aníta Rún Sæþórsdóttir 2.

 

Stigaskor Hauka: Margrét Rósa  17 stig, Sólrún og Ína Salóme 11, Auður Ólafs 7, Aldís 5, Inga Sif 4. Eydís náði ekki að skora.

 

08.03.2012 14:52

Tap gegn Njarðvík


Margir vildu gefa Snæfelli sigurinn þar sem Shanae Baker-Brice, besti leikmaður Njarðvíkur var ekki með í kvöld vegna meiðsla og þá helsta verkefnið að stoppa hina spræku Lele Hardy sem var reyndar á allt öðru máli og fór hamförum yfir Snæfellsliðið með 48 stig og 21 frákast og 8 stoðsendingar í 97-92 sigri Njarðvíkur. 

 

Það var engin leið að koma böndum á Hardy sem skoraði um 50% stiga Njarðvíkur en næst henni var Petrúnella með 15 stig. Hjá Snæfelli var Kieraah Marlow með 22 stig og fimm leikmenn Snæfells skoruðu yfir 14 stig en dugði ekki til. Þrátt fyrir meiðsli spilaði Alda Leif með og ánægjuefni ef hún verður í standi til að spila út tímabilið en það er mikil keppni um að ná inn í topp 4 og er Snæfell sem stendur í 3ja sætinu en með Hauka og KR hungraðar í úrlitakeppnina.

 

Tölfræði leiksins

Meira um leikinn á Karfan.is

08.03.2012 14:44

Í öðru sæti í Lífshlaupinu

Níu hressir og kátir einstaklingar úr Félagi eldriborgara í Snæfellsbæ tóku sig saman og skráðu sig til leiks í lífshlaupinu. Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að sinni hreyfingu í frítíma, heimilisstöfum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Lífshlaupið var haldið í fimmta sinn nú í ár


Hópurinn frá Félagi eldri borgara endaði í öðru sæti í keppninni um flesta daga og fengu glæsilegan verðlaunaskjöld fyrir, fjölbreytt hreyfing skilaði hópnum verðlaununum en þau eru öll dugleg að taka þátt í ýmiskonar hreyfingu og íþróttum, má þar m.a. nefna sundleikfimi, dans, göngu og boccia. Í hópakeppninni var mikil samkeppni en þátt tóku 457 vinnustaðir með 1.542 liðum og í þeim liðum voru samtals 11.706 þátttakendur.

08.03.2012 14:38

100 ára saga ÍSÍ

Í tilefni af 100 ára afmæli ÍSÍ gaf Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands út bók sem ber heitið "Íþróttabókin - ÍSÍ saga og samfélag í 100 ár".  Með útgáfu hennar er leitast við að geyma í senn sögu sambandsins og merka atburði í íslensku íþróttalífi.  Ákveðið var að fara nýja leið við upprifjun sögunnar og leggja aðaláhersluna á að fjalla um þau víðtæku áhrif sem íþróttastarfið og íþróttahreyfingin hefur haft á íslenskt samfélag í gegnum tíðina.

 


Steinar J. Lúðvíksson rithöfundur ritstýrði verkinu.  Fáir Íslendingar hafa jafn yfirgripsmikla þekkingu á starfi íþróttahreyfingarinnar. Til liðs við Steinar voru fengnir nokkrir höfundar sem allir eru kunnir íþróttaáhugamenn, Ellert B. Schram, Ágúst Ásgeirsson, Jón M. Ívarsson, Steinþór Guðbjartsson, Björn Vigni Sigurpálsson og Þorgrím Þráinsson.  Í ritnefnd bókarinnar voru Stefán S. Konráðsson formaður, Magnús Oddsson, Jón Gestur Viggósson og Unnur Stefánsdóttir. Jón M. Ívarsson annaðist myndaval og útvegun mynda í bókina. Skönnun mynda var í höndum Brynjars Gunnarssonar ljósmyndara. Prentsmiðjan Oddi sá um umbrot og prentun en Árni Jörgensen var útlitshönnuður bókarinnar.

 

Bókin er til sölu í Bókabúð Máls og Menningar, Laugavegi 18. í dag, fimmtudaginn 8. mars er hún á íþróttaverði eða 5.900 en venjulegt verð er 7.900 krónur.  Við ritun bókarinnar kom í ljós að ekki kæmist allt efnið fyrir í bókinni. Seinna verður það efni aðgengilegt á heimasiðu ÍSÍ.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24
Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24