Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2012 Febrúar

02.02.2012 10:35

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands 100 ára

isi_100_araÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, fagnaði 100 ára afmæli sínu í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardaginn 28 janúar. Sérstakur hátíðarfundur framkvæmdastjórnar var haldinn í fundarsalnum Bárubúð í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrr um daginn. Það var einmitt í húsinu Bárubúð, þar sem Ráðhúsið stendur í dag, þar sem sambandið var stofnað fyrir hundrað árum.

 

Að loknum fundinum í Bárubúð var móttaka fyrir boðsgesti þar sem ræður voru fluttar og einstaklingar heiðraðir. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags, flutti ávarp og færði Ólafi Rafnssyni, forseta Íþrótta- ólympíusambandsins gjöf frá UMFÍ í tilefni tímamótanna.

 

 

Mynd: Helga Guðrún Guðjónsdótir, formaður Ungmennafélags Íslands, færir Ólafi Rafnssyni, forseta Íþrótta- og Ólympíusambandsins, gjöf frá UMFÍ á afmælishófinu sem haldið var í Ráðhúsi Reykjavíkur.

02.02.2012 10:33

Lífshlaupið hafið í fimmta sinn

Lífshlaupið hafið
Í gær miðvikudaginn 1. febrúar kl: 11:00 var Lífshlaupið ræst í fimmta sinn í íþróttahúsi Breiðabliks, Smáranum í Kópavogi.  

Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, Geir Gunnlaugsson, landlæknir, Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Böðvar Jónsson, formaður íþróttaráðs Kópavogsbæjar og Friðþjófur Helgi Karlsson skólastjóri Smáraskóla fluttu stutt ávörp og tóku síðan þátt, ásamt nemendum úr Smáraskóla, í skemmtilegri þraut í anda Skólahreysti undir stjórn Andrésar Guðmundssonar.

Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ afhenti fjórum einstaklingum platínumerki Lífshlaupsins en þau náðu þeim frábæra árangri að hreyfa sig samfleytt í 335 daga a.m.k. 30 mínútur daglega frá 2. febrúar 2011 til 2. janúar 2012. Þau eru Hlöðver Örn Vilhjálmsson, Inga Birna Tryggvadóttir, Lísbet Grímsdóttir, Bjarni Kr. Grímsson.

Nú hafa rúmlega 340 vinnustaðir skráð 904 lið til leiks og 36 skólar með 5585 nemendum. En er hægt að skrá sig til leiks inn á www.lifshlaupid.is

02.02.2012 10:32

Snæfell með mikilvægan sigur á Keflavík

Snæfell með tök á meisturunum í Hólminum



Einhver tök hafa Snæfellsstúlkur á meisturum Keflavíkur eftir annan sigur á þeim í Stykkishólmi 91-83. Eftir tvo slaka leiki hjá Snæfelli komu þær öflugar til leiks og höfðu forystu í leiknum frá upphafi þar sem þær komust strax í 10-0 og gáfu það ekki eftir baráttulaust þrátt fyrir góð áhlaup Keflavíkur með pressu og svæðisvörn sem Snæfell átti oft erfitt með að leysa en höfðu það á endanum.



Snæfellsstúlkur byrjuðu með stæl og komust í 10-0 og með 4 varin skot í upphafi leiks, góða vörn og virtist lokað fyrir körfu Keflavíkur en ekki einu sinni víti lak niður.  Falur tók þá leikhlé en fjórar mínútur liðu þangað til Keflavík setti stig á töfluna en Pálína smellti þá góðum þremur stigum.


Hún var stigahæst í Keflavík um miðjann fyrsta hluta með 6 stig þegar staðan var 14-6 fyrir Snæfell sem héldu forystunni um 10 stig 18-8 og Jordan Murphree hafði sett 10 stig.  Þegar staðan var 23-16 og Keflavík virtist sigla nær tóku þá sig til þær Alda Leif og Helga Hjördís og smelltu sínum hvorum þristinum fyrir 29-16 en staðan eftir fyrsta hluta 29-18 fyrir Snæfell.



Keflavík komst nær strax 29-20 og voru alltaf líklegar í að fá einhvern meðbyr í sinn leik og pressuðu á köflum sem virkaði ekki sem skildi og Snæfellsstúlkur óðu áfram og komust í 37-21 þar sem Alda Leif og Jordan voru í stuði.  Keflavík minnkaði muninn í 39-31 og Snæfell var að missa boltann klaufalega og gjörsamlega að óþörfu og staðan varð fljótt þriggja stiga munur 39-36 eftir að Pálína henti niður þrist á mikilvægu augnabliki fyrir Keflavík þar sem þær voru að keyra á mörg mistök Snæfells.


Staðan var þó 45-38 fyrir Snæfell eftir mikil hlaup og læti undir lokin en Snæfell hafði aldeilis snúist við í leik síðustu 5 mínútur annars hluta og misst niður 16 stiga forskot sitt á augabragði.


Jordan Murphree í Snæfelli var farin að líka parketið í Hólminum og var komin með 17 stig í hálfleik en næst henni var Alda Leif með 10 stig og 5 fráköst. Hjá Keflavík var Pálína búin að vera á fullu og komin með 19 stig og 4 fráköst. Jaleesa Butler og Birna Valgarðsdóttir voru komnar með 6 stig hvor.


Snæfell komst í 50-40 en þegar Keflavík setti upp pressu og svæðisvörn gekk illa hjá heimastúlkum og Keflavík minnkaði í 54-50 þar sem Jalessa Butler var farin í gang og bætti fljótt við sig 7 stigum.



Munurinn var tvö stig undir lokin 61-59 eftir sterka vörn Keflavíkur og ráðaleysi Snæfells í sóknum sínum en þær héldu þó forystu eftir þrjá leikhluta 63-59 þótt annað hefði sýnst á spilamennskunni. Það er ekki þar með sagt að Keflavík hafi ekki misst bolta en þeir voru allnokkrir þeim megin líka en liðin skiptust á góðu og slæmu sprettunum.


Það var kaflaskiptur leikurinn þegar Snæfell stökk frá Keflavík í stöðunni 68-64 og kom sér með tveimur þristum frá Jordan og Helgu Hjördísi í 75-66 og pressan farin að gefa eftir hjá Keflavík.



Duracel rafhlöðurnar í Pálínu voru að endast gríðalega vel og hafði hún skorað 31 stig líkt og Jordan hjá Snæfelli fljótlega í upphafi fjórða hluta þegar hún var að setja sinn sjöunda þrist niður. Snæfell hélt haus og forystunni um 9 stig þegar 3 mínútur voru eftir 83-74. Mikið af stigum komu af vítalínunni undir lokin en Íslandsmeistarar Keflavíkur áttu ekki sjö dagana sæla í Hólminum og töpuðu nú öðru sinni fyrir Snæfelli 91-83 að þessu sinni.


Snæfell:
Jordan Murphree 31/6 frák/3 stoðs/10 stolnir. Alda Leif Jónsdóttir 17/9 frák. Kieraah Marlow 16/10 frák/7 stoðs. Helga Hjördís Bjrörgvinsdóttir 10/6 frák. Hildur Sigurðardóttir 9/9 frák/7 stoðs. Hildur Björg Kjartansdóttir 8/4 frák. Björg Guðrún Einarsdóttir 0. Berglind Gunnarsdóttir 0. Ellen Alfa Högnadóttir 0. Aníta Rún Sæþórsdóttir 0. Sara Mjöll Magnúsdóttir 0.


Keflavík:
Pálína Gunnlaugsdóttir 33/4 frák. Jaleesa Butler 18/14 frák. Shanika Butler 13/6 stoðs. Birna Valgarðsdóttir 11/5 frák/4 stolnir. Helga Hallgrímsdóttir 3/9 frák. Hrund Jóhannsdóttir 3. Sara Rún Hinriksdóttir 2. Sandra Þrastardóttir 0. Telma Ásgeirsdóttir 0. Soffía Skúladóttir 0. Aníta Viðarsdóttir 0.



Símon B. Hjaltalín
Myndir: Þorsteinn Eyþórsson

 



HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52