Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2012 Febrúar

15.02.2012 11:26

MÍ í frjálsum íþróttum 11 - 14 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum.

Mótið verður haldið í frjálsiþróttahöllini í Laugardalnum helgina 25 - 26. febrúar 2012 fyrir keppendur á aldrinum 11 - 14 ára.  Keppt er í öllum helstu greinunum s.s. 60 m hl, hástökki, langstökki, kúluvarpi og 800 metra hl.

Síðasti skráningardagur á mótið er 21. febrúar en þegar heildarfjöldi keppenda er vitaður verður tekin ákvörðun um hvort að allir gisti saman eða hver reddi sér gistingu sjálfur.

HSH greiðir þáttökugjald keppenda.

Nánari upplýsingar verða birta þegar nær dregur mótinu.

kveðja

Kristín H

S: 899 3043

15.02.2012 11:24

Ungmennastarf hjá Snæfelling

Æskulýðshittingur

  

Frá  Æskulýðsnefnd

Sunnudaginn 12.02. 2012 hittust tólf framtíðar hestamenn í Fákaseli í Grundarfirði ásamt foreldrum.

Tilefnið var að búa til hestanammi,hitta aðra krakka, og mynda tengsl.

Krakkarnir voru mjög dugleg að búa til nammið en það var töluvert drullumall, alt hafðist það samt á endanum og allir fóru með poka heim með sínu nammi. Sumum fannst nammið það gott að ekki var víst að hestarnir fengju nokkuð.á meðan bakað var tóku krakkarni í spil og svo fengum við pulsur.

Uppskrift

1bolli haframjöl

1 bolli rúgmjöl

Ein stórgulrót rifin ca einn bolli

3 matskeiðar síróp

½ bolli graskersfræ

Alt sett í ílát, hnoðað í höndunum og búnar til kúlur,þær eru svo bakaðar í 20 mín á 180 gr í ofni.

Næst hittumst við í Reiðhöllinni 15 apríl,þá verður þrautabraut og þeir sem geta fara í reiðtúr á eftir.

Takk krakkar fyrir flottan dag.

Með kveðju æskulýðsnefnd.

15.02.2012 11:23

Reiðnámskeið hjá Snæfelling í Grundarfirði

Reiðnámskeið verður haldið í reiðhöllinni Grundarfirði.

Byrjað verður í febrúar og stendur  fram í apríl.  Kennt er á Þriðjudögum og einu sinni föstudag og laugardag.

Kennari verður Guðmundur M Skúlason úr Hallkelsstaðarhlíð.

Boðið er upp á einkatíma fyrir einn til tvo á kr 5500 tíminn og almennt reiðnámskeið

Verð fyrir almennanámskeiðið er 17 þúsund.            

  Árskorthafar, börn og unglingar greiða 15 þúsund  

Skráning hjá Óla Tryggva olafur@fsn.is

 síma 8918401  eða Guðmundur M. Skúlason mummi@hallkelsstadahlid.is

Fyrstir panta fyrstir fá.

14.02.2012 14:54

Öruggt hjá Snæfell og úrslitaleikur framundan

Kvennalið Snæfells í fyrsta sinn í úrslitaleik bikarsins.

 

Stjarnan mætti í Hólminn í undanúrslitaleik Poweradebikar kvenna og þar tóku Snæfellssttúlkur á móti þeim. Bæði lið ekki komist svo langt áður og ljóst að fyrir leikinn yrðu ný nöfn í úrslitaleik bikarsins skrifuð í söguna úr þessum leik. Stjarnan er sem stendur í 2. sæti 1. deildar og Snæfell í 5. sæti Iceland express deildarinnar.


 
Ekki var að sjá í  lok fyrsta hluta og byrjun annars hluta mun á liðunum en Stjarnan barðist vel á meðan Snæfell slaknaði, hittu illa, misstu boltann oft klaufalega og staðan varð fljótt 27-21 þar sem Stjarnan nálgaðist hratt. Snæfell tók þá til sinna ráða og komust í 38-22 nokkuð þægilega. Stjörnustúlkur máttu þó eiga það að barátta einkenndi liðið og sýndu Snæfelli oft klærnar. Staðan í hálfleik var 45-29 fyrir Snæfell.

 


 


Hjá Snæfelli voru Hildur BJörg, Hildur Sigurðar og Kieraah komnar með 10 stg hver og bætti Hildur Sig við 5 fráköstum og 6 stoðsendingum. Guðrún Ósk Guðmundsdóttir var stigahæst hjá Stjörnunni með 9 stig og Bára Fanney bætti við 7 stigum. Heiðrún Ösp og Hanna Hálfdánardóttirkomu næst með 5 stig hvor og flest fráköstin hafði Andrea Pálsdóttir tekið eða alls 6 stykki.


Hildur Sigurðardóttir sá til þess að þetta yrðu lítil vandræði fyrir Snæfell í upphafi þriðja hluta og gekk fremst góðra Snæfellsstúlkna sem spiluðu Stjörnuna uppúr skónum og skildu þær eftir 66-33 áður Eggert þjálfari Stjörnunnar tók leikhlé til hvatningar sinna leikmanna sem höfðu annars staðið sig með sæmd. Staðan eftir þriðja hluta var farinn að skýra línurnar fyrir þennan annars hressandi leik 79-39.

 


  


Mikið af fólki var mætt á leikinn til að styðja Snæfell áfram og fleiri en oft áður hafa mætt á leiki og greinilega spenningur fyrir því að sjá hvort kvennaliðið færi loks í Höllina en karlalið Snæfells hefur farið þangað fjórum sinnum með 2 sigra og 2 töp og nú hefur kvennaliðið skrifa nafn sitt í bikarsöguna einnig og ljóst að það verður rauðmáluð hálf stúkan í Höllinnni af Hólmurum og stuðningsfólki Snæfells.

 


 


Snæfell:
Hildur Sigurðardóttir 22/10 frák/13 stoðs/5 stolnir boltar. Hildur Björg Kjartansdóttir 22. Alda Leif Jónsdóttir 15/9 frák/3 stoðs. Kieraah Marlow 12/5 frák. Jordan Murphree 12/4 stolnir boltar. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/8 frák/4 stoðs/6 stolnir boltar. Sara Mjöll Magnúsdóttir 8. Ellen Alfa Högnadóttir 2. Aníta Rún Sæþórsdóttir 0/3 frák.


Stjarnan:
Bára Fanney Hálfdánardóttir 15/3 frák. Guðrún Ósk Guðmundsson 11/6 frák. Heiðrún Ösp Hauksdóttir 10/4 frák/4 stoðs. Andrea Pálsdóttir 7/8 frák. Hanna Hálfdánardóttir 7/3 frák. Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5/4 frák. Sigríður Antonsdóttir 0. Lára Flosadóttir 0.

 

Tölfræði leiksins


Þetta verður þá rautt og grænt, Snæfell og Njarðvík í úrslitaleik Poweradebikar kvenna kl 13:30. Laugardaginn 18. febrúar í Laugardalshöllinni.


Umfjöllun: Símon B. Hjaltalín.
Myndir: Þorsteinn Eyþórsson.

 

14.02.2012 14:52

Boccia kennsla í Grundarfirði

Boccia leiðsögn og kennsla

Flemming Jensen verður með kennslu og leiðsögn í Boccia laugardaginn 25. febrúar í íþróttahúsi Grundarfjarðar, hefst það klukkan 10:00. Seinna sama dag verður dómaranámskeið í Boccia.

Áhugasamir láti skrá sig fyrir 22. febrúar hjá Elsu í síma 897-7047 og 438-6644, hjá Sverri í síma 869-9784.

13.02.2012 14:27

MÍ í frjálsum íþróttum 11 til 14 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum.

Mótið verður haldið í frjálsíþróttahöllini í Laugardalnum helgina 25 - 26. febrúar 2012 fyrir keppendur á aldrinum 11 - 14 ára.  Keppt er í öllum helstu greinunum s.s. 60 m hl, hástökki, langstökki, kúluvarpi og 800 metra hl.

Síðasti skráningardagur á mótið er 21. febrúar en þegar heildarfjöldi keppenda er vitaður verður tekin ákvörðun um hvort að allir gisti saman eða hver reddi sér gistingu sjálfur.  Ekki er skylda að keppa í öllum greinum en HSH borgar keppnisgjaldið.

Nánari upplýsingar verða inn á vef UMFG þegar nær dregur mótinu.

kveðja

Kristín H

S: 899 3043

13.02.2012 14:11

Körfuboltamót í Ólafsvík

 Um síðustu helgi var haldið minniboltamót 11 ára í Körfubolta í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Þór Akureyri, Grindavík og Valur mættu að spila við Víking/Reyni í  C-riðli en fyrir mótið hafði Víkingur /Reynir unnið sig upp um tvo riðla. Fyrsti leikurinn var við Grindavík, en Víkingur/Reynir tapaði eftir hörkuleik fyrsta leiknum sínum á tímabilinu 36-41.  

 Í næsta leik kepptu þeir við Val og unnu þá með glæsibrag 78-28.  Leikurinn gegn Þór Akuryeri fór 46-38 fyrir Víking/Reyni. Þegar allir leikir riðilsins höfðu verið spilaðir voru þrjú lið jöfn að stigum Grindavík, Þór Akureyri og Víkingur/Reynir en Þór Akureyri komst upp úr riðlunum vegan innbyrðisviðureigna en þeir unnu Grindavík með 17 stigum.  Á þessu móti spiluðu krakkarnir í nýjum búningum sem Steinunn SH styrkti.

Frétt úr Jökli 9.2.2012

12.02.2012 10:16

Snæfell vann Val á Hlíðarenda

Snæfell færist nær úrslitakeppnissæti
11 02 2012 | 19:45

Snæfell færist nær úrslitakeppnissæti

Snæfell færðist nær sæti í úrslitakeppninni með sigri á Val að Hlíðarenda í dag.  Snæfell hefur nú 22 stig í 5 sæti deildarinnar, aðeins 2 stigum á eftir KR sem tapaði óvænt fyrir Hamri í dag.  Snæfell var vel að sigrinum komin í dag en þær leiddu leikinn frá upphafi og stungu Val af í þriðja leikhluta og náðu mest 21 stigs forskoti og sem reyndist Val of mikið þegar þær náðu góðu áhlaupi í fjórða leikhluta.  Snæfell vann á endanum 6 stiga sigur, 82-88.  
Lið Snæfells spilaði vel sem heild í dag og skoruðu 5 leikmenn þess 12 stig eða meira.  Þar var Jordan Lee Murphree stigahæst með 22 stig og 9 fráköst.  Næstar voru Kieraah Marlow með 21 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar og Hildur Sigurðardóttir með 16 stig og 7 fráköst.  Í liði Vals var Melissa Lechlitner stigahæst með 29 stig en næstar voru Lacey Simpson með 13 stig og 15 fráköst og María  Ben Erlingsdóttir með 12 stig.

Leikurinn fór mjög fjörlega af stað og gestirnir náðu strax frumkvæðinu.  Strax eftir 2 mínútur af leik hafði Snæfell yfir 5-11 og leikurinn fór hratt af stað.  Snæfell hélt uppteknum hætti og höfðu 5-8 stiga forskot framan af fyrsta leikhluta. Snæfell náði mest 8 stiga forskoti í stöðunni 14-22 en þá fóru hlutirnar að breytast. Þegar leið á leikhlutan fóru Valsstúlkur að pressa Snæfell hátt og virtust með því komast smám saman aftur inní leikinn.  Snæfell hafði svo yfir með einu stigi þegar fyrsta leikhluta var lokið, 29-30.  

 

Snæfell skoraði fyrstu 5 stig annars leikhluta og höfðu því 6 stiga forskot strax eftir eina og hálfa mínútu.  Valur svaraði því fljótt og höfðu jafnað leikinn í stöðunni 37-37 þegar rúmlega þrjár mínútur voru liðnar.  Varnarleikur liðanna var allt annar en í fyrsta leikhluta og skotin voru að geiga á báðum endum vallarins.  Snæfell tók þá aftur á skarið og þegar þrjár og hálfa mínútur voru eftir tók Ágúst Björgvinsson leikhlé fyrir Val í stöðunni 39-45.  Snæfell hafði góð tök á leiknum og boltinn ætlaði ekki ofaní fyrir Valsstúlkur.  Munurinn á liðunum var kominn upp í 11 stig þegar ein og hálf mínúta var eftir af leikhlutanum, 41-52.  Snæfell hélt þeim mun það sem eftir var fyrri hálfleiks og leiddu með 9 stigum, 45-54.  

 

Stigahæst í liði Snæfells í hálfleik var Hildur Sigurðardóttir með 14 stig en næstar voru Kieraah  Marlow með 10 stig, 6 frákost og 5 stoðsendingar og Helga Hjördís Björgvinsdóttir með 10 stig.  Í liði Vals var Melissa Lechlitner yfirburðarmanneskja með 16 stig en næstar voru María Ben Erlingsdóttir með 8 stig og Lacey Simpson með 7 stig og 8 fráköst.  

 

Snæfell bætti enn í forskotið á upphafsmínútum þriðja leikhluta og höfðu náð 13 stiga forskoti í stöðunni 48-61 eftir tvær mínútur.  Sóknarleikur Vals var ekki að skila þeim miklu og Snæfell gekk á lagið.  Þegar leikhlutinn var hálfnaður tók Ágúst Björgvinsson leikhlé fyrir Val en forskot gestana var þá komið í 14 stig, 54-68.   Kieraah Marlow og Jordan Lee Murphree fóru fyrir Snæfellsliðinu sem keyrði hreinlega yfir Val í leikhlutanum.  Þegar 2 mínútur voru eftir var munurinn kominn upp í 19 stig, 54-73.  Þegar einn leikhluti var eftir af leiknum höfðu gestirnir 17 stiga forskot, 58-75, og útlitið ekki bjart fyrir Valsstúlkur.  

 

Valur náði smám saman að minnka muninn í fjórða leikhluta.  Björg Guðrún Einarsdóttir lenti í því að renna á gólfinu og lenti illa.  Hún var borin útaf og kom ekki meira við sögu í leiknum.  Þegar leikhlutinn var hálfnaður hafði Valur náð forskoti Snæfells niður í 13 stig og aggressífur varnarleikur Vals var farinn að skila sér.  Valur gerði allt sem þær gátu til þess að koma sér aftur inní leikinn en munurinn var hreinlega of mikill.  Þegar ein mínúta var eftir af leiknum var munurinn kominn niður í 8 stig, 80-88.  Pressuvörn Vals skilaði þeim svo aftur inní leikinn þegar 38 sekúndur voru af leiknum.  Þórunn Bjarnadóttir stal þá boltanum og Valur fékk auðvelda körfu, 82-88.  Ingi þór Steinþórsson tók þá leikhlé fyrir Snæfell.  Þessar 38 sekúndur voru hins vegar fljótar að hverfa því Snæfell tókst að spila seinustu sóknina og klára leikinn.  

 

gisli@karfan.is


12.02.2012 10:13

Póstmót Breiðabliks


Tíu drengir mættu til leiks á Póstmót Breiðabliks í Kópavogi undir minni leiðsögn.

Þeir Ari, Jóel, Valdimar, Kristófer Kort og Benjamín voru í öðru liðinu sem spiluðu á velli 2 og Ellert, Samúel, Valdimar Ólafs, Einar og Viktor í hinu liðinu á velli 3.

 

Spilað var við KR og Grindavík á velli 2, Hauka, Keflavík og Grindavík á velli 3. Strákarnir á velli 2 byrjuðu af miklum krafti án tvíburana (Kristófers og Benjamíns) sem komu með ''stjörnuinnkomu'' örlítið of seint vegna tæknilegra örðugleika.

Á velli 3 voru strákarnir í miklum hlaupaham og skoruðu alveg aragrúa af körfum úr hraðaupphlaupum sem hin liðinn áttu engin svör við.

 

Allir strákarnir stóðu sig eins og hetjur og sást vel að miklar framfarir hafa átt sér stað frá því í haust þegar lagt var af stað eftir sumarfrí.

 

-Óli Torfa-

09.02.2012 07:20

Snæfellsstúlkur með sigur í framlengdum leik

Naumur sigur í framlengdum leik

Snæfell voru heldur betur að ströggla við efiðann leik eftir nauman 88-90 sigur á Fjölni í Grafarvogi eftir framlengdann leik. Stúlkurnar mættu níu í Íþróttahúsið að Dalhúsum en Berglind, Björg og Rósa voru ekki með í kvöld. Fjölnir náði strax 7-0 yfirhöndinni í leiknum en Snæfell kom til baka 7-6 og voru ráðvilltar í byrjun.

 

Þær réðu lítið við Brittney Jones sem skoraði 38 stig í leiknum en þær voru ekki margar að skora hjá Fjölni þannig að hún og Katina Mandylaris, 28 stig, skorðuð 66 stig af þeim 88 sem lágu hjá Fjölni svo að það þurfti aðallega að stoppa Brittney Jones en lítið gekk upp þar og því efiðari leikur en hann þurfti að vera. En sigurinn tóku þær með sér heim og gríðalega sterkt að klára þetta í lokin.

 

Snæfell voru undir 17-7 í fyrsta hluta eftir að hafa náð í skottið á Fjölni og unnu það upp aftur í 21-20 og komust yfir 21-22 með vítaskotum frá Kieraah Marlow undir lok hlutans og sú var staðan eftir fyrsta hluta.

 

Brittney Jones var komin með 22 stig í hálfleik fyrir Fjölni en staðan 41-45 fyrir Snæfell í hálfleik. Snæfell leiddi allann annan hlutann en Fjölnir jafnaði 39-39 og ekki meira en það í bili. Kieraah Marlow var komin með 21 stig í hálfleik og Alda Leif 8 stig og Hildur Björg 6 stig, en aðrar voru eins og þær væru ekki með á köflum.

 

Þegar staðan var 50-59 fyrir Snæfell í þriðja hluta fóru Fjölnisstúlkur að hitta úr sínum færum en Snæfell var meira í fráköstunum en ekki að skoraóg staðan eftir þriðja hluta var 61-62 fyrir Snæfell. Fjölnir náði þá að komast strax yfir 63-62 í fjórða hluta og leiddu þær út hann þar til staðan var 79-74.

 

Þá tók Kieraah til sinna ráða á síðustu mínútunni og skorðaði undir körfunni og fékk víti sem hún kláraði niður og staðan 79-77 þegar 38 sek voru eftir. Þá tók hún næsta varnarfrákast og náði að skora í sniðskoti þegar 5 sekúndur voru eftir og brotið á henni en vítið klikkaði og jafnt var 79-79. Erla Sif setti svo tvö víti niður fyrir Fjölni 81-79 og Jordan Murphree tvö fyrir Snæfell áður en framlengja varð.

 

Alda Leif gaf tóninn í upphafi framlengingar með þrist og Kieraah bætti við tveimur 81-86. Brittney hélt Fjölni við efnið og smellti þrist einnig og Erla Sif jafnaði 86-86 og Brittney kom Fjölni yfir 88-86 og æsispennandi lokamínútur í gangi. Þá var komið þætti Jordan fyrir Snæfell, sem hafði sett niður tvö vítin í lok venjulegs leiktíma. Hún setti niður fjögur víti á síðustu 30 sekúndum leiksins og staðan fór í 88-90 sem urðu lokatölur leiksins. Litlu mátti muna í lokin en Fjölni munaði um þau sex víti sem klikkuðu hjá Erlu Sif, Brittney og Katina sem fengu allar tvö víti hver á síðustu mínútum leiksins.

 

Nánari tölfræði leiksins

 

Fjölnir:

Brittney Jones 38/6 frák/9 stoðs. Katina Manylaris 28/20 fráköst. Erla Sif Kristinsdóttir 13/14 frák. Bergdís Ragnarsdóttir 4. Birna Eiríksdóttir 3. Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2. Aðrar skoruðu ekki.

 

Snæfell:

Kieraah Marlow 32/11 frák. Alda Leif Jónssóttir 20/6 frák/4 stolnir. Jordan Murphree 16/14 frák/4 stoðs/6 stolnir. Hildur Björg Kjartansdóttir 8/4 frák. Ellen Alfa Högnadóttir 6. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5. Hildur Sigurðardóttir 3/4 frák/7 stoðs/4 stolnir. Sara Mjöll Magnúsdóttir 0. Aníta Rún Sæþórsdóttir 0.

 

Símon Hjaltalín

Mynd: Þorsteinn Eyþórsson

 

06.02.2012 11:28

Góður útisigur hjá stúlkum á KeflavíkÞað er mikið að gera hjá stelpunum í unglingaflokki kvenna en þær eru að leika núna mjög þétt og mikilvægir leikir á öllum vígstöðum.  Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst með 26 stig í flottum sigri 63-79 á Keflavík og höfðu liðin sætaskipti í deildinni.

 

Stelpurnar úr Stykkishólmi mættu tilbúnar til leiks og voru á tánum frá fyrstu sekúndu þegar þær sóttu Keflavík heim föstudagskvöldið 3. Febrúar.  Sara Mjöll fékk strax tvö vítaskot, Ellen Alfa nelgdi niður þrist og stal boltanum í næstu vörn og brunaði upp og skoraði fyrir Snæfell 0-6 á einni mínútu.  Keflavík tóku leikhlé og minnkuðu þær muninn í 8-6.  Berglind Gunnars og Björg Guðrún komu með góðar körfur gegn svæðisvörn Keflavíkur og tveir þristar í röð frá Björgu skilaði 11-20.  Sara Rún Hinriks sem var algjör yfirburðarleikmaður í Keflavíkurliðinu og minnkaði hún muninn í 18-20 sem var staðan eftir fyrsta leikhluta.

 

Berglind skoraði og fékk villu að auki í upphafi annars leikhluta, en Hildur Björg sem hafði verið róleg í stigaskorun byrjaði að skila dýrmætum stigum niður.  Spjaldið ofaní þristur frá Rebekku var kærkominn og liðin því jöfn í slíkum gjörðum.  Stelpurnar voru á miklu "runni" og komust í 22-43.  Staðan í hálfleik 26-50 og skoruðu Keflavíkurstúlkur einungis 8 stig í öðrum leikhluta.

 

Ellen og Björg opnuðu síðari hálfleikinn með sinn hvorum þristinum og stelpurnar náðu 30 stiga mun sem var mesta forysta þeirra í leiknum 26-56.  Keflavík pressuðu allann leikinn og fór pressan að gefa þeim stig, en þrjár þriggja stiga körfur í röð frá þeim gaf heimastúlkum smá von.  Staðan 37-59.  Snæfellsstúlkur voru skynsamar í sókninni þegar þær hentu ekki boltanum frá sér og sóttu sterkt á körfuna, þær leiddu 46-68 eftir þriðja leikhluta.

 

Keflavíkurstúlkur hófu fjórða leikhluta af krafti og komust í 57-70, Hildur Björg kom þá með tvær körfur eftir mikla baráttu og möguleikar Keflavíkur að minnka muninn enn frekar úr sögunni.  Lokatölur 63-79.

 

Keflavík sigruðu leikinn í Stykkishólmi með tveimur stigum og skilar því þessi sigur betri stöðu innbyrðis ef liðin verða jöfn að stigum í lok móts.

 

Stigaskor Snæfells: Hildur  Björg Kjartansdóttir 26 stig, Björg Guðrún Einarsdóttir 18, Ellen Alfa Högnadóttir 16, Berglind Gunnarsdóttir 10, Sara Mjöll Magnúsdóttir 5, Rebekka Rán Karlsdóttir 4.  Aníta Rún Sæþórsdóttir og Silja Katrín Davíðsdóttir léku án þess að skora.

 

Stigaskor Keflavíkur: Sara Rún Hinriksdóttir 31 stig, Lovísa Falsdóttir 13, Aníta Eva Viðarsdóttir 8, Telma Lind Ásgeirsdóttir 4, Katrín Fríða Jóhannsdóttir  og Bríet Sif Hinriksdóttir 2 og Sandra Lind Þrastardóttir 1. Helena Rós Árnadóttir og Birta Dröfn Jóns komust ekki á blað.

 

Næstu leikir hjá stelpunum eru einnig útileikir, 12. Febrúar gegn KR og 14. Febrúar gegn Njarðvík.

04.02.2012 07:52

Snæfell í 5 sæti

Lið Snæfells vann þýðingarmikinn sigur á heimavelli er liðið mætti Þór frá Þorlákshöfn í Iceland Express deildinni í körfubolta. Fyrir leikinn höfðu Þórsarar tveggja stiga forskot á Hólmara í fimmta sæti deildarinnar, forskot sem nú er uppurið í kjölfar úrslita gærkvöldsins. Snæfell vermir því fimmta sætið nú með 16. stig.

 

Þórsarar hófu leikinn af fullum krafti gegn andlausum Hólmurum og var staðan 2-15 um miðbik leikhlutans. Ingi Þór Steinþórsson tók leikhlé á þessum tímapunkti sem gaf góða raun því Snæfellingar girtu sig í brók að því loknu og náðu að minnka muninn. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 15-20 fyrir Þórsara. 

 Í öðrum leikhluta uxu Hólmurum ásmegin. Náðu þeir forystu í upphafi leikhlutans og áður en langt um leið sigu þeir fram úr gestunum undir forystu Marquis Sheldon Hall og Jóns Ólafs Jónssonar. Var forystan 30-22 þegar mest lét. Þórsarar svöruðu þó á móti undir lok leikhlutans og var staðan 39-37 í hálfleik, Snæfell í vil.

Snæfellingar héldu forystu sinni í þriðja leikhluta og voru að jafnaði yfir með 6-8 stigum. Héldu þeir þar með Sunnlendingum í seilingafjarlægð og höfðu að endingu sex stiga forskot að loknum leikhlutanum, 58-52.

Spennan var í algleymingi í lokaleikhlutanum. Þórsarar hófu leikhlutann með áhlaupi á heimamenn sem leiddi til fjögurra stiga forystu eftir um fimm mínútna leik. Hólmarar jöfnuðu metin og skiptust liðin á forystunni fram í blálokin. Fór svo að Þórsarar leiddu með tveimur stigum. 74-76, þegar sjö sekúndur lifðu af leiknum. Þá áttu gestirnir víti sem þeir klikkuðu úr og voru handtök Snæfellinga hröð því áður en flautan gall náði Marquis Sheldon Hall að jafna metin og framlengja leikinn við mikinn fögnuðu heimamanna.

Framlengingin var liði Snæfells auðveld viðfangs og náði það þægilegri forystu fljótt sem það hélt til leiksloka. Munaði sérstaklega um góða vítanýtingu Hólmara í framlengingunni. Loktölur urðu 93-86

 Stigahæstur í liði Snæfells var Marquis Sheldon Hall með 24 stig. Á eftir honum kom Pálmi Freyr Sigurgeirsson með 15 stig, Jón Ólafur Jónsson með 13, Hafþór Ingi Gunnarsson 12, Ólafur Torfason 10, Quincy Hankins-Cole 10 og 15 fráköst og loks Sveinn Davíðsson með 9 stig.

02.02.2012 17:07

Skákdagurinn 2012

Skákdagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land fimmtudaginn 26. janúar, á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar fyrsta stórmeistara Íslands. Fjöldi   skákviðburða voru víða í grunnskólum landsins, sundlaugum, vinnustöðum og á netinu og er  tilgangurinn með sérstökum skákdegi að auka skákáhuga meðal landsmanna.

Í Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík var hefðbundinni kennslu hætt í tvær kennslustundir en þess í stað var nemendum boðið að taka þátt í fjöltefli eða fá  kennslu í skáklistinni en  þeir sem ekki vildu tefla fengust við hin ýmsu spil.

Tveir meistarar frá Skákfélagi Snæfellsbæjar, þeir  feðgar Gylfi og Sigurður Scheving, tefldu við nemendur 5. - 10. bekkjar en um 60 nemendur höfðu skráð sig í fjölteflið. Ekki tókst að ljúka nema um helmingi skákanna innan þess tíma sem gefinn var en þá voru þeir feðgar enn ósigraðir enda miklir keppnismenn.  

Á sama tíma var skákkennsla fyrir byrjendur og nýttu fjölmargir nemendur sér það og höfðu gagn og gaman af.

Í skólanum hefur nemendum elstu bekkjanna gefist kostur á að velja skák sem valgrein og hafa um 10 nemendur nýtt sér það í vetur.

Við þökkum Gylfa og Sigurði fyrir komuna og aðstoðina við að gera þennan dag eftirminnilegan og við hlökkum til að endurtaka  leikinn næsta vetur.


02.02.2012 16:50

Snæfellingar á landsliðsæfingum

Björt framtíð

Landsliðsfólk í knattspyrnu.

 

Nokkrir efnilegir krakkar af Snæfellsnesi hafa verið að mæta á landsliðsæfingar í knattspyrnu í vetur.

Þetta eru Alfreð Már Hjaltalín sem hefur æft með U-19 ára landsliðinu, Kristinn Magnús Pétursson sem hefur æft með U-17 ára landsliðinu, Rakel Sunna Hjartardóttir hefur æft með U-17 og hefur hún einnig verið valin í undirbúningshóp vegna Norðurlandamóts í júlí n.k.

Viktoría Ellenardóttir hefur æft með U-16 og nú um næstu helgi mæta í fyrsta skipti hjá U-16 landsliðinu þeir Kristófer J. Reyes og Hilmar Orri Jóhannsson.  Við í stjórn knattspyrnudeild Víkings óskum þessum efnilegu krökkum til hamingju með árangurinn sem og við hvetjum þau til að leggja áfram hart að sér sem og öðrum iðkendum í knattspyrnunni á Snæfellsnesi.

Þess má einnig geta að Brynjar Gauti Guðjónsson og Þorsteinn Már Ragnarsson fyrrum leikmenn Víkings Ó. eru í æfingahóp U-21 landsliðssins.02.02.2012 12:56

Aðalfundur GJÓ

Golfklúbburinn Jökull Ólafsvík

Aðalfundur GJÓ verður haldin fimmtudaginn 16. feb 2012 í húsnæði Hraðfrystihús Hellissands.

Dagskrá:

Skýrsla formanns

Ársreikningur fyrir árið 2011 lagður fram

Kosning stjórnar

Kosning nefnda

Gjaldskrá fyrir árið 2012

Önnur mál

Stjórnin

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24
Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24