Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2012 Janúar

08.01.2012 22:29

Snæfell áfram í bikarkeppninni

8. janúar 2012
Snæfell skákaði Stjörnunni í beinni

Snæfellsstrákarnir fylgdu fordæmi stúlknanna og komust áfram í 8 liða úrslit Poweradebikarsins eftir að hafa lagt Stjörnuna 68-73. Leikurinn var svo sem ekkert augnayndi en mikið um mistök beggja liða en sterkari vörn Snæfells og klaufalegur sóknarleikur Stjörnunnar skóp muninn í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik 30-33. Leikurinn hélt áfram á svipuðu nótum í seinni hálfleik og Snæfell komst í 44-51 eftir þriðja hluta en Pálmi Freyr var vítamínsprauta liðsins á góðum kafla. Snæfell komst þá í fjórða hluta í 10 - 12 stiga forystu en rétt undir lokin nálgaðist Stjarnan en of seint og Snæfell komst áfram.

 

Hreint magnað að sjá 25 tapaða bolta hjá Snæfelli sem Stjarnan nýtti ekki betur en Snæfellsmenn voru með ansi mikla smjörfingur á köflum og einnig fóru gríðalega mörg sóknarfráköst í hendur Stjörnumanna. Snæfellsvörnin hélt þó þokkalega og Stjörnumenn hitta gríðalega illa og skotnýting þeirra slök en t.d. tekur Justin Shouse 24 tveggja stiga skot og hittir úr 5. Snæfell var þá með 45% tveggja stiga nýtingu á móti 30% stjörnunnar og Snæfell var með góða vítanýtingu 17 af 22 niður.

 

Tölfræði leiksins af KKÍ

Umfjjöllun og myndir á Karfan.is

 

 

Snæfell:

Pálmi Freyr var maður leiksins, tók af skarið um miðbik leiksins og réðu Stjörnumenn ekkert við hann en hann endaði með 23 stig og 6 fráköst. Næstur honum var Quincy Cole með 15 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar. Marquis Hall setti niður 15 stig, 6 fráköst  og 5 stoðsendingar og stjórnaði hraðanum vel á köflum. Nonni Mæju smelti 9 stigum og tók 4 fráköst en fór heldur snemma af velli með 5 villlur. Sveinn Arnar bætti við 4 stigum og 2 fráköstum, Hafþór Gunnarssson 3 stigum. Ólafur Torfason 2/7 fráköst. Óskar Hjartarson 2/3 fráköst. Daníel Kazmi 0/2 fráköst. Magnús Ingi 0. Þorbergur Sæþórsson 0. Snjólfur Björnsson 0. 

 

Stjarnan:

Keith Cothran var sprækastur Stjörnumanna með 19 stig, 7 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Justin Shouse, þrátt fyrir slaka nýtingu setti niður 17 stig tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Marvin Valdimarsson setti næstur 9 stig og tók 3 fráköst. Dagur Kár Jónsson var með 8/4 frák/4 stolna. Fannar Freyr skilaði 8/10 frák. Sigrjón Lárusson 5/10. Guðjón Lárusson 2/7 frák/ 3 stoðs. Jovan 0. Magnús 0. Aron 0. Chirstopher Sófus 0. Tómas 0.

 

Símon B Hjaltalín

Mynd: Tomasz Kolodziejski / Karfan.is

 

08.01.2012 12:04

Nú vann Snæfell

7. janúar 2012
Snæfell skaust í 8 liða úrslitin

Snæfell og Valur mættust í annað sinn á innan við fjórum dögum í Stykkishólmi en núna í 16 liða úrslitum Poweradebikar kvenna. Signý Hermannsdóttir var komin í búning hjá Val.


Liðin skiptust á að skora og þreifingar í vörninni en Valur prófað sömu pressu og í síðasta leik með lakari árangri nú og en staðan var orðin 8-8 þegar Snæfell voru með beittari vörn og hraðari sóknir sem gáfu þeim forskot í 17-8. Þegar líða tók á leikhlutann færðust Valsstúlkur nær og náðu að jafna 17-17 þar sem margar klaufalegar sóknir Snæfells fóru í hendur í einbeittari vörn Vals og leikurinn kaflaskiptur fyrsta hlutann en Valur hafði þó yfir 17-22 í lok hans og náði að skora 14-0 á heimastúlkur.


Það var eins og lúðuveiðibannið væri komið í körfu Snæfells því engin stig var að fá úr netinu í dágóðann tíma. Valsstúlkur voru komnar með forystuna 17-24 en Hildur Sigurðar smellti þá þremur til og eftir skoraða körfu og víti var staðan 23-26 og hellings leikur í gangi. Snæfell átti snara innkomu og komust úr 23-29 í 38-29 með þristum frá Helgu Hjördísi sem var skoraði 8 í röð og stal boltum og Hildi Björgu meðal annars og lúðuveiðibanninu gefið langt nef. Snæfell komst í 46-36 áður flautað var í hálfleikinn tók annan hluta í sínar hendur 29-13 og lítið gekk Valsstúlkum í hag þrátt fyrir ákveðin skilaboð frá Ágústi í leikhléum.

 Í hálfleik hjá Snæfelli var hafði Helga Hjördís látið mikið að sér kveða með 11 stig eins og Kieraah Marlow sem bætti við 8 fráköstum, Hildur Björg kom svo með 10 syig og Hidur Sig 9 og 6 fráköst. Í liði Vals var Kristrún Sigrjóns heitust með 13 stig en Lacey Simpson kom henni næst með 6 stig. Berglind Karen og Þórunn Bjarnadóttir höfðu svo smellt 5 stigum hvor.

 Snæfell hélt sér 10 stigum yfir þrátt fyrir að Valur reyndi að sækja fast á þær og mikil stemming skapaðist Valsmegin um tíma en þær náðu ekki að nýta sér og Snæfell hélt sér framan við Val 59-47 og Lacey Simpson hafði fengið dæmda á sig óíþróttamannslega villu. Liðin skiptust á að skora mikið til og þriðji hlut jafn og hressandi og staðan 61-53 þegar honum lauk.


Fjórði hluti var framan af líkt og þriðji, liðin skipulögð og fóru engu óðslega og staðan 69-58 fyrir Snæfelli undir miðjan hlutann. María Ben, Unnur Lára og Melissa sóttu í sig veðrið hjá Val en hjá Snæfelli voru Alda, Hildur, Hildur  og Helga að spila einkar vel líkt og allar sem komu inná. Alda Leif setti þrist á einkar mikilvægu augnabliki og kom Snæfelli í 74-62 en Valur gerði orrahtíð að Snæfelli sem stóðust álagið og staðan 77-67 þegar 1:30 voru eftir.


Þegar 18 sekúndur voru eftir höfðu Valur sótt gríðalega á og á og voru komnar tveimur stigum undir 77-75 og allt opið undir lokin. Valsstúlkur brutu á Hildi og setti hún bæði niður 79-75 þegar 13 sek voru eftir. Valsstúlkur hentu boltanum útaf í næstu sókn og brutu á Öldu Leif í kjölfarið sem skilaði sínum stigum niður tók þetta heim og Snæfell sigraði leikinn 81-75 og eru komnar áfram í 8 liða úrslit.

 

Áhorfendur stóðu svo sannarlega fyrir sínu og sendu jákvæða orku úr stúkunni sem gaf oft tóninn í leik stúlknanna. Einkar gaman að sjá fólk fjölmenna á góðum laugardagi en allar dömur fengu frítt á leikinn sem gaf fallegann svip á stúkuna :)


Snæfell: Alda Leif 21/5. Helga Hjördís 17/6 frák/3 stoðs. Hildur Sigurðardóttir 16/7 frák/8 stoðs. Kieraah Marlow 15/12 frák. Hildur Björg 10/6 frák. Björg Guðrún 2/3 frák. Ellen Alfa 0. Berglind Gunnars 0. Aníta Rún 0. Sara Mjöll 0. Rósa Kristín 0.


Valur: Kristrún Sigrjónsdóttir 22/5 frák. María Ben 15/4 frák. Melissa Leichlitner 10/3 frák/5 stoðs. Unnur Lára 7/3frák. Lacey Katrice Simpson 6/3 frák. Þórunn Bjarnadóttir 5/6 frák. Berglind Karen 5. Guðbjörg Sverrrisdóttir 3/3 frák. Signý Hermannsdóttir 2/3 frák/4 stoðs. María 0. Hallveig 0. Ragnheiður 0.


Símon B. Hjaltalín.
Myndir: Þorsteinn Eyþórsson

06.01.2012 00:53

Erfiður sigur á Króknum

Óskar með sigurstigið gegn Tindastóli

Það voru Snæfelllingar sem fóru með sigurinn í Hólminn eftir baráttuleik gegn Tindastóli 99-100 eftir eitt stykki framelngingu. Óskar Hjartarson var hetja Snæfells í sínum fyrsta leik og skoraði síðasta stig leiksins úr víti og kom Snæfelli í 100-99.

 

Snæfell hóf leikinn betur komust fljótt í 6-16 og eftir fyrsta hluta var staðan 17-24 fyrir Snæfell. Í hálfleik var staðan 36-42 fyrir Snæfell sem leiddu allann leikinn. Eftir þriðja hluta höfðu Tindastólsmenn ekki náð að koma sér nær Snæfelli og staðan 59-71 sem er enginn munur í körfubolta þegar heillleikhluti er eftir. Það kom á daginn og Tindastóll hélt af stað í heljarinnar baráttu sem skilaði þeim 12 stiga áhlaupi að komast úr 63-78 í 75-78. Þegar staðan vaar 78-80 og 1:30 eftir smellti Friðrik Hreinsson þrist og Tindastóll komst yfir 81-80. Marquis Hall fékk svo tvö víti þegar 3 sekúndur voru eftir og klikkaði á því fyrra en setti niður seinna 81-81 og framlenging raunin en bæði niður hefðu fært sigurinn fyrr. 

 

Það var svo allt í járnum í framlengingunni og hvorugt liðið tók rispu sem skildi það frá hinu. Óskar kom inná þegar Ólafur fékk sína fimmtu villu og staðan var 94-95 fyrir Snæfell. Það var Þröstur Leó sem jafnaði 99-99 úr tveimur vítum og Maurice Miller braut á Óskari Hjartarsyni þegar 4 sekúndur voru eftir og klikkaði hann á fyrra skotinu en smelti niður því seinna sem var nóg til að klára sigurinn og loksins féll naumur leikur Snæfellsmegin.

 

Tölfræði leiksins 

05.01.2012 01:29

Tap hjá Snæfell gegn Val

Snæfell-Valur 72-87 (26-29, 15-18, 14-21, 17-19)
 
Snæfell: Kieraah Marlow 26/4 fráköst, Hildur Sigurdardottir 15/8 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 10/11 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 8, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 4, Björg Guðrún Einarsdóttir 4, Ellen Alfa Högnadóttir 3, Berglind Gunnarsdóttir 2, Sara Mjöll Magnúsdóttir 0, Rósa Indriðadóttir 0, Aníta Sæþórsdóttir 0.
 
Valur: Melissa Leichlitner 26/5 fráköst/5 stolnir, Kristrún Sigurjónsdóttir 18/4 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 18, Guðbjörg Sverrisdóttir 11/8 fráköst, María Björnsdóttir 4, Þórunn Bjarnadóttir 3, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 3/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 2, Lacey Katrice Simpson 2/7 fráköst, Kristín Óladóttir 0, Ragnheiður Benónísdóttir 0, Berglind Karen Ingvarsdóttir 0.
 

05.01.2012 01:26

Óskar Hjartarson í Snæfell


 

Óskar Hjartarson hefur ákveðið að uppfæra sig innan körfuboltans í Stykkishólmi og færa sig úr 2. deildar liði Mostra yfir í Iceland express deildar lið Snæfells. Óskar verður án efa styrkur fyrir Snæfell og er hann alls ekki ókunnugur hópnum, uppalinn Snæfellingurinn.

 

Óskar hefur spilað með Mostra og verið einn af þeirra burðarásum en í tölum hefur hann verið framlagshæstur að meðaltali 26.8 stig. Og svo 19.8 stig, 8.2 fráköst og 3.7 stoðsendingar að meðaltali í leik.

 

 

Við lögðum spilin á borðið með Óskari og smelltum nokkrum laufléttum á hann.

 

Hver er helsta ástæða að þú ferð frá borði í Mostra yfir í Snæfell?

 

Samningur minn við Mostra rann út núna um áramótin og þeir höfðu ekki áhuga á að endurnýja hann, sem eru vissulega vonbrigði fyrir mig. 

 

Mikil áskorun að fara frá efsta liði ykkar riðils í 2.deild og upp í úrvalsdeildarlið?

 

Já það er mikil áskorun en mjög spennandi. Þetta er einhvað sem manni hefur dreymt um að prufa en tímaleysi hefur verið helsta hindrunin.


Telurðu stöðu Snæfells í deildinni vera óvænta og er viðsnúningur vel yfirstíganlegur?

 

Já þetta kemur mér frekar á óvart en þessi deild er mjög jöfn sem gerir þetta enþá skemmtilegra. Þessir jöfnu leikir hafa ekki verið að falla með Snæfell. Ég veit að það verður viðsnúningur á nýju ári, þetta er mjög sterkur hópur sem ætlar sér stóra hluti á nýjur ári.

 

Eitthvað ferskt sem þú kemur með inní liðið á nýju ári?

 

Já við Óli Torfa höfum ákveðið að hafa ábrystir í öllum brúsum á bekknum, og sviðasultu í hálfleik.
 

 

-sbh-

 

05.01.2012 01:23

Hildur Sigurðar í úrvalslið Express deildar

Kvennakörfufréttir

Hildur Sigurðardóttir var í fimm manna úrvalsliði Iceland express deildar kvenna en tilkynnt var um þetta í dag hjá KKÍ

 

Úrvalslið fyrri umferðarinnar í Iceland Express deild kvenna:
 
Hildur Sigurðardóttir - Snæfell (15,7 í framlag á leik)
Pálína María Gunnlaugsdóttir - Keflavík (13,6 í framlag á leik)
Petrúnella Skúladóttir - Njarðvík (12,6 í framlag á leik)
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir - KR (17,4 í framlag á leik)
Jaleesa Butler - Keflavík (33,4 í framlag á leik)

 

Karfan.is greinir frá.

Mynd. Jón Björn Ólafsson - Karfan.is

05.01.2012 01:20

Smá hugleiðing um val í landslið

Þorsteinn Már Ragnarsson valinn í æfingahóp fyrir U-21 árs landsliðið.

05. janúar 2012 klukkan

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U-21 árs landsliðsins hefur valið 29 manna hóp til æfinga hjá U-21 árs landsliðinu. Einn af þeim sem hann velur er Þorsteinn Már Ragnarsson okkar fyrrum leikmaður. Það er ekki hægt annað en að óska Þorsteini til hamingju með þennan áfanga sem er stór. Einnig vil ég hæla Eyjólfi fyrir þetta val. En ein spurning sækir á mig. Hvers vegna var Þorsteinn ekki valinn fyrr, á meðan hann var leikmaður Víkings Ó.? Það má ekki skipta máli að leikmenn séu valdir til æfinga hjá landsliði nema þeir séu í "réttu" liði. Ef svo er hjakkar landsliðið ávallt í sömu förunum og kemst ekkert áfram. Það eru öll lið á landinu sem halda úti öflugu unglingastarfi að framleiða góða leikmenn.

Ef við skoðum ensku úrvalsdeildina í dag. Hvar voru íslensku leikmennirnir þar aldir upp? Heiðar Helguson kemur frá Dalvík, Eggert Gunnþór Jónssson frá Austra Eskifirði, Grétar Steinsson frá KS á Siglufirði og Gylfi Þór Sigurðsson frá Breiðablik. Í 1.deildinni eru t.d. Aron Einar Gunnarsson frá Þór á Akureyri, Ívar Ingimarsson kemur frá Súlunni á Stöðvarfirði og Hermann Hreiðarsson kemur frá ÍBV í Vestmannaeyjum.

Þessi upptalning sýnir það að úti á landi geta leynst sterkir leikmenn fyrir landslið. Og þeir leynast þar. Gott dæmi um lið sem hefur skapað marga góða og sterka leikmenn er Völsungur frá Húsavík. Einnig ÍA. 

En leikmennirnir eiga að eiga sjens á landsliðssæti þó þeir spili ekki með liðum á höfuðborgarsvæðinu. Ef getan er til staðar.

Helgi Kristjánsson

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22
Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22