Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2011 Október

07.10.2011 14:20

Snæfell lagði Skallagrím í æfingarleik

Vesturlandið Snæfells að sinni.

Það var einkar gaman að sjá æfingaleik hjá nágrönnunum og vesturlandsrisunum Snæfell og Skallagrím í Stykkishólmi í kvöld þar sem menn spiluðu sig hægt og bítandi af stað í leikinn.

 

Liðin voru bæði að skora og gera mistök á víxl í leiknum þó Snæfell réði hraðanum og hélt Sköllum fyrir aftan sig heilt yfir. En Skallagrímsmenn voru klárir og stóðu vel í Snæfelli framan af fyrri hálfleik. Staðan var 26-20 fyrir Snæfell eftir fyrsta leikhluta. Engin voru þó tilþrifin hjá leikmönnum liðanna utan fína troðslu hjá Sveini Arnari hjá Snæfelli úr uppkastinu í byrjun leiks og einnig einni frá Dominique hjá Skallagrím en hann og Lloyd lofa góðu fyrir veturinn í Borganesi.

 

Staðan í hálfleik var 44-39 fyrir heimamönnum í Hólminum.

 

Í seinni hálfleik fór að bera í milli með liðunum og Snæfell höfðu meira úthald í hlaupin í þriðja og fjórða hluta gegn ungu liði Skallagríms sem er að mestu skipað unglingaflokksmönnum og lofa góðu.

 

Loftfimleikar Sveins Arnars héldu áfram með glæstri troðslu og svo var komið að því Quincy Hankins Cole hæfi sig til flugs en tvær "alley-oop" háloftatroðslur frá baseline litu dagsins ljós. Áhorfendum var greinilega skemmt og bar á tilhlökkun fyrir vetrinum ef svona sýningar verða á borðstólnum.

 

Eftir þriðja hluta var staðan orðin 20 stig 77-57. Snæfell náði mikið af hraðaupphlaupum og bættu aðeins betur ekki nógu sannfærandi vörn sína og náðu um tíma 18-0 áhlaupi sem Borgnesingar höfðu ekki mikið í þegar staðan fór í 83-57.  Snæfell sigraði 98-69 í þessum vesturlandsslag og heyrðist í Hólminum í kvöld að menn binda vonir við að Skallagrímsmenn geri atlögu að sæti í Iceland express deildinni svo við fáum fleiri alvöru nágrannaslagi í deildinni.

 

Stigaskor Snæfells:

Brandon 28. Quincy 19/7 frák/5 stoð. Nonni Mæju 17/13 frák. Egill 11. Ólafur 7/10 frák/6 stoð. Þorbergur 6. Sveinn 4/7 frák. Hafþór 4. Magnús 2. Pálmi, Guðni og Daníel spiluðu en skoruðu ekki.

 

Stigaskor Skallagríms:

Lloyd 18/4 stoð. Hörður 13. Sigurður 12/9 frák. Dominique 10. Birgir 10/5 frák/4 stoð. Hallmar, Davíð Á og Davíð G skorðu 2 stig hver. Halldór, Andrés, Kjartan og Þorsteinn spiluðu en skoruðu ekki.

 

-sbh-

06.10.2011 14:44

Snæfell - Skallagrímur í kvöld


Stórleikur í kvöld, fimmtudaginn 6. október

kl. 19:30 í meistaraflokki karla. Snæfell - Skallagrímur

 

Mætum og sjáum strákana okkar í fyrsta heimaleik vetrarins

500 kr. fyrir 16 ára og eldri, frítt fyrir börn.

ÁFRAM SNÆFELL !

06.10.2011 08:57

Bikarkeppni Blaksambandsins

Búið er að draga í bikarkeppni BLÍ. Dregið var í riðla eins og undanfarin ár og var nokkur spenna í fundarsal í húsakynnum Íþróttamiðstöðvarinnar.

Jason Ívarsson, formaður BLÍ sá um að draga en byrjað var á því að kasta upp á hvort riðill A eða riðill B hefði fjögur lið í karlaflokki. Sjö lið skráðu sig til leiks og sagði uppkastið til um að A riðill yrði fylltur með fjórum liðum. B riðill yrði því með þremur liðum þar sem spiluð er tvöföld umferð.
 
Fyrir í A riðli karla eru Mikasadeildarmeistarar KA. Upp úr hattinum komu lið Þróttar Nes, Þróttar Reykjavík og UMFG.
 
Fyrir í B riðli karla eru HK. Upp úr hattinum komu lið Stjörnunnar og Fylkis. 
 
Í kvennaflokki voru það 8 lið sem skráðu sig. Fjögur lið eru þá í hvorum riðli fyrir sig.
 
Fyrir í A riðli kvenna eru Mikasadeildarmeistarar Þróttar Nes. Upp úr hattinum komu lið KA, Ýmis og Þróttar Reykjavík.
 
Fyrir í B riðli kvenna eru HK. Upp úr hattinum komu lið Eikar, Stjörnunnar og Aftureldingar.
 
Undankeppni 1 verður haldin í Fagralundi helgina 21.-22. október 2011. Leikir hefjast kl. 19.00 á föstudeginum og kl. 10.00 á laugardeginum og verður leikið fram eftir degi. Niðurröðun leikja kemur á blak.is í þessari viku.
 
Undankeppni 2 verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri 10. og 11. febrúar 2012.
 
Úrslitahelgi bikarkeppni BLÍ verður haldin 16.-18. mars 2011. 

06.10.2011 08:53

Brynjar Gauti í U21

U21 landslið karla

U21 karla - Brynjar Gauti í hópinn

Leikið við England á Laugardalsvelli,


Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Englandi í undankeppni EM.  Brynjar Gauti Guðjónsson kemur inn í hópinn í stað Egils Jónssonar en Egill á við meiðsli að stríða..

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 6. október, og hefst kl. 18:45.

06.10.2011 08:35

Góð ferð á Sauðárkrók

Sigrar á Króknum

Karla og kvennaliðið sigrðuð Tindastól þegar þeim var boðið þangað í æfingaleik þar sem gólfið var vígt í Síkinu. Skemmst er frá því að segja að bæði liðin okkar sigruðu. Karlaliðið vann sinn leik 89-74 og kvennaliðið 79-47.

 

Sigur í æfingaleik gegn Tindastól á Króknum 74-89.

 


Staðan eftir fyrsta leikhluta 14-27
2. leikhluti 29-52
3. leikhluti 53-71
4. leikhluti 74-89


 
Stigaskor Snæfell: Brandon Cotton 33 stig, Quincy Hankins-Cole 20, Jón Ólafur og Ólafur Torfa 12, Pálmi Freyr 11 og þeir Guðni Sumarliða og Hafþór Ingi 1 hvor.
 
Stigaskor Tindastóls: Trey Hampton 30 stig, Svavar Birgis 11, Helgi Freyr 8, Þröstur Leó 7, Loftur og Einar Bjarni 6, Helgi Viggós 4 og Hreinn Birgis 2.

 

 
Stelpurnar sigruðu Tindastól örugglega 47-79.

Staðan í byrjun 0-21 og eftir fyrsta leikhluta 9-25.
2. leikhluti 20-49
3. leikhluti 36-63
4. leikhluti 47-79
 

Stigaskor:

Hildur Björg 20 stig, Berglind 15, Ellen Alfa 14, Helga Hjördís 10, Rósa 8, Björg 6, Sara Mjöll, Rebekka Rán, Aníta Rún 2.
 

 

Næstu æfingaleikir verða hjá karlaliðinu í Stykkishólmi á fimmtudag nk kl 19:30 þar sem Skallagrímsmenn koma í heimsókn.

 

Svo verða æfingaleikir hjá báðum liðum gegn Njarðvík í Njarðvík á sunnudaginn, kl 13 hjá KVK og kl 15 hjá KK

 HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2363
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292836
Samtals gestir: 253535
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:57:24
Flettingar í dag: 2363
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292836
Samtals gestir: 253535
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:57:24