Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2011 Október

18.10.2011 21:55

Snæfell vann Haukastúlkur

Töpuðu niður 18 stiga forystu: Snæfell hélt haus í lokin
18 10 2011

Töpuðu niður 18 stiga forystu: Snæfell hélt haus í lokin

 
Snæfellsstúlkur sigruðu Val úti í fyrstu umferð og Haukastúlkur bið lægri hlut heima fyrir Njarðvík og væntanlega kappsmál að komsta yfir sín fyrstu stig. Berglind Gunnarsdóttir og Björg Guðrún Einardóttir sátu hjá vegna meiðsla hjá Snæfelli.
Byrjunarlið leiksins:
Snæfell: Hildur Sig, Hildur Björg, Helga Hjördís, Alda Leif, Kieraah Marlow.
Haukar: Gunnhildur Gunnars, Guðrún Ósk, Íris Sverris, Jence Rhoads, Hope Elam.
 
Haukastúlkur byrjuðu ferskari og virtust ætla að taka völdin á vellinum strax og Snæfell var að brjóta og voru seinar í vörninni og Haukar sóttu áþær og komust í 6-13. Alda Leif setti þá eitt stykki ískaldann þrist í 9-13 og Snæfell jafnaði svo strax 13-13. Allt annað Snæfellslið sást svo seinni hluta fyrsta fjórðungs sem komust í 21-13 sem var staðan eftir fyrsta hluta og voru gríðalega öflugar. Haukar náðu ekki upp dampi og skoruðu ekki í þrjár og hálfa mínútu gegn sterkari vörn Snæfells og sóknir runnu út í sandinn.
 
Annar hluti byrjaði líkt og sá fyrsti endaði með því að Snæfellsstúlkur voru með góða svæðisvörn og hraðar sóknir sem kom þeim strax í 23-13 með 17-0 kafla, svo 35-17 og Haukastúlkur voru alveg stopp. Þær hresstust og nýttu sér mistök Snæfells í sínum sóknum sem fóru að henda boltunum í gin Haukavarnarinnar sem breyttu fljótt vörn í sókn og sóttu á. Staðan í hálfleik var 43-28 fyrir Snæfell. Stigahæst hjá heimastúlkum var Kieraah Marlow með 15 stig og Hildur Sig með 9 stig og 7 fráköst. Hjá Haukum var Jence Ann Rhoads með 12 stig og 4 fráköst og Írs Sverris kom næst með 6 stig.
 
Bæði Gunnhildur hjá Haukum og Hildur Sigurðar hjá Snæfell höfðu unnið sér inn þrjár villur hvor í fyrri hálfleik en ekki var mikið um villur heilt yfir liðin. Í þriðja hluta voru Haukastúlkur að stilla sig af og voru að nálgast í stöðunni 53-44 og Íris Sverrisdóttir fékk að setjann trekk í trekk af þriggja stiga línunni eða auðveld sniðskot og var hörkugóð en galopin búð og enginn að afgreiða hjá Snæfelli. Staðan var 58-55 eftir þriðja leikhluta og allt var að falla með Haukum í þeirra leik.
 
Haukar komust yfir 60-61 og hægt og bítandi að vinna sig inn. Þetta var orðinn leikur þegar leið á fjórða hluta og liðin skiptust á að skora þó Snæfell héldi sig 2-4 stigum á undan, æsispennandi lokamínútur og staðan 71-69 þegar 39 sekúndur voru eftir og Alda Leif setti víti niður í 72-69. Haukar náðu ekki nýta sóknir sýnar gegn hörkusvæðisvörn Snæfells og Hildur Sigurðardóttir kláraði svo af vítalínunni þegar rétt rúm sekúnda var eftir, eitt niður og Snæfell sigraði 73-69 eftir magnaðann fjórða hluta þar sem lá við allskonar kvillum hjá áhorfendum en Snæfell með fullt hús eftir fyrstu tvo leikina gegn liðunum sem var spáð þriðja og fjórða sæti. Haukastúlkur þurfa svo að bíða lengur eftir sínum fyrsta sigri.
 
Hjá Snæfelli var Kieraah Marlow gríðalega öflug og stighæst með 24/7 frák/4 stoðs. Hildur Sigurðar var með 18/12 fráköst/7 stoðs og stjórnaði liðinu til sigurs af öryggi. Alda Leif 11. Helga Hjördís 10/6 frák. Hildur Björg 6/7 frák. Ellen Alfa og Sara Mjöll 2 stig hvor. Rósa Kristín 0/6 fráköst. Aníta Sæþórsdóttir 0.
 
Hjá Haukum var Íris Sverrisdóttir hörkuflott í seinni hálfleik og skilaði hún mikilvægum stigum þegar þær sóttu mest á en hún endaði með 19 stig. Jence Rhoads var öflug og endaði með 14/7 frák/5 stoð. Hope Elam 10. Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/4 stoð. Auður Íris 7. Guðrún Ámundardóttir 6. Margrét Rósa 2. Sólrún Inga, Inga Sif og Ína Salóme 0.
 
Símon B Hjaltalín.

17.10.2011 23:41

Snæfell með sigur á KR

Snæfell með stórsigur á KR í fyrsta heimaleik

KR mættu vígreifir í Hólminn með Emil Þór fyrverandi leikmann Snæfells innanborðs en án Edward Horton sem á við meiðsli að stríða frá síðasta leik. Bæði lið höfðu sigra í sínum leikjum í fyrstu umferð og ljóst að þetta væri leikur annarar umferðar. Þar fór svo að Snæfell hafði undirtökin allann leikinn og leiddi með 20 stigum í hálfleik og það var meðalmunurinn út leikinn sem Snæfell vann 116-100 og Brandon Cotton með 38 stig. Hægt er að segja að svona áttu menn ekki von á KR í Hólminum.

Byrjunarlið leiksins voru:
Snæfell: Quincy Hankins Cole, Brandon Cotton, Pálmi Freyr, Jón Ólafur, Sveinn Arnar.
KR: David Tairu, Finnur Atli, Hreggviður Magnússon, Emil Þór, Björn Kristjánsson.


 Snæfell byrjaði af krafti og sýndu aðeins betri vörn en áður og virtust ætla að smella henni saman á réttu augnabliki. KR réði lítið við hraðann leik Snæfells sem keyrðu allt upp, spiluð mjög góðar sóknir og voru komnir í 20-9 þegar Hrafn tók leikhlé og ræddi aðeins stöðuna. David Tairu kom sterkur inn og setti svo tvo þrista beint í mark og virtist kætast yfir KR mönnum sem reyndu að laga stöðuna fyrir lokaflautið í fyrsta hluta og staðan 29-22 fyrir rauða Snæfellsmenn.

Mikið var tekið af fallbyssuskotum báðum megin í upphafi annars leikhluta sem rötuðu ekki sína leið nema hjá Ólafi Ægis hjá KR og svo Agli Egils hjá Snæfelli. KR voru að klaufast í sóknum sínum og varnalega voru þeir fjarverandi og náðu ekki að hlaupa Snæfell uppi þennan tíu stiga mun. Snæfell áttu svo sem engar draumasóknir en héldu forystunni og máttu einnig fara að mæta til varnarvinnu svona annað slagið.

Skarphéðinn Ingason uppskar óíþróttamannslega villu fyrir að hrindingar og ekki skánaði andinn yfir KR þegar tæknivilla var dæmd á bekk KR fljótlega á eftir fyrir eitthvað sem fór ekki mikið fyrir. Snæfell tók þá leikhlé og féll mikið með þeim á næstu augnablikum leiksins og fóru úr 45-32 í 52-34 og KR reyndi pressu en Snæfell keyrði bara upp hraðaupphlaupin og kláruðu sig á því. Staðan fór svo í 20 stig, 63-43 fyrir Snæfell í hálfleik.

 


 


Snæfell komst í 71-48 og virtust hafa allt vald á vellinum og maður var eiginlega hissa á slakri mótspyrnu KR og átti von á allt öðru frá eins sterku liði, sem leggjast trúlega yfir leik sinn eftir að hafa fengið á sig 80 stig í miðjum þriðja hluta þó David Tairu væri að hamast. Liðin misstu bæði einbeitinguna í varnaleiknum í seinni hálfleik, líkt og á köflum í þeim fyrri, og voru að fá auðveldar körfur undir lok þriðja hluta og staðan 91-71 fyrir Snæfell.

Quincy Cole átti rosalega "alley-oop" troðslu á fyrstu sekúndum fjórða hluta svo fór um fólk og konum féllu í yfirlið. KR sigu, aðeins hressari, nær um miðjann fjórða hluta og var farið að draga af Snæfellingum í stöðunni 99-85. Leikurinn var þó höndum þeirra rauðu sem gáfu engin grið og kláruðu leikinn 116-100. Kristófer Acox hjá KR átti síðasta orðið í leiknum með massatroðslu.

 


Stigaskor Snæfells:

Brandon Cotton sýndi einn stórsóknarleikinn enn og var með 38 stig og bætti meira að segja við sig 3 stoðsendingum frá síðasta leik. Quincy Cole átti flottann leik með 25 stig, 17 fráköst og 5 stoðsendingar ásamt því að troða með tilþrifum. Sveinn Arnar var þar eftir með 13 stig og 4 fráköst og Nonni Mæju 12 stig og 7 fráköst. Ólafur Torfason 9/7 fráköst. Pálmi Freyr 8/ 8 stoðsendingar og stjórnaði leiknum mjög vel. Hafþór Ingi 6/4 stoðs. Egill Egils 5 stig. Guðni, Snjólfur, Þorbergur og Daníel 0.

Stigaskor KR:

Hjá KR var David Tairu í sérflokki með 33 stig og 11 fráköst og sinnti öllum hliðum leiksins vel. Hreggviður Magnússon var með 21 stig og 7 fráköst. Finnur Atli 14/7 frák. Emil Þór var fagnað í Hólminum og skilaði 7 stigum og 3 fráköstum. Skarphéðinn Ingason 6/5 frák. Jón Orri 6. Kristófer Acox 5. Björn Kristjánsson og Ólafur Ægisson 3 stig hvor. Páll Fannar 2. Egill Vignisson og Martin Hermannsson 0.

Tölfræði leiksins

Punktar úr leiknum.

    Snæfell tapaði boltanum 11 sinnum í leiknum en 20 sinnum í síðasta leik
    Brandon Cotton er kominn með 71 stig úr tveimur leikjum
    David Tairu setti niður 10 af 15 tveggja stiga skotum sínum
    Quincy Cole átti teiginn í kvöld og gerði fá mistök og endaði með 41 í framlagstigum
    Nonni Mæju þarf að fá sér nýja skó eftir að hægri sólinn fauk undan uppáhalds Kobe skónum hans sem hann keypti á e-bay.
    Emil Þór var hress þrátt fyrir tap sinna mann og tók í fjölmargar hendur í Hólminum á leið sinni út í rútu, enda drengur góður.

 

-Símon B. Hjaltalín.
-Myndir: Þorsteinn Eyþórsson.

 


 

17.10.2011 14:45

Árshátíð Vestarr
Í gærkvöldi var árshátíð Vestarrs haldinn í golfskála okkar á Bárarvelli. Öllum var boðið uppá fordrykk við komu og þegar fólk var búið að koma sér fyrir var boðið uppá rækjukokteil í forrétt, þar á eftir átti að bjóða uppá aðalrétt en rétt í því að kjötið fór inní ofn fór rafmagnið af. Ekki náðist að klára að elda kjötið svo allri dagskrá var flyppað og ákvað skemmtinefndin því að byrja á skemmtidagskrá á meðan beðið var eftir rafmagni. Byrjað var á spurningakeppni til að finna út hvaða borð fengi að byrja borða, Unnur Birna sá um að skemmta okkur með góðum golfbröndurum og síðan veitti skemmtinefndin Systu og Bent verðlaunin Uno fyrir sinn leik í sumar, Gústi fær mynd af sér uppá vegg sem Íslandsmeistari árið 2011. Að þessu loknu var ekki enn komið rafmagn og klukkan alveg við það að verða níu, svo skemmtinefndin hélt áfram og næst var það látbragðleikur þar sem okkur var skipt upp í sömu lið og áður og áttum við að geta hvað verið var að leika allir búnir að gleyma að þeir væru svangir enda dugði forétturinn ágælega. Um það leiti sem látbragðsleik lauk kom rafmagn aftur á og hægt var að fíra upp í ofninum og steikja nautalundina einu sinni enn, í eldhúsinu stóðu sveitt Anna Bergs, Dagbjartur og Katrín. Um klukkan 10 var okkur boðið upp á að borða OG UMMmmmmmmmm þvílík steik! Boðið var uppá nautalund (biðlund), salat, karftöflusalat og heita/kalda sósu. Í eftirrétt var svo boðið uppá súkkulaðiköku með berjum og rjóma. Síðan fór verðlaunaafhending fram þar sem bikurum sumarsins var komið til skila og einnig bikarnum sem við köllum Háttvísisbikarinn sem Þórður Magnússon fær að vera með í eitt ár. Skemmtinefndin stóð sig alveg frábærlega og erum við viss um að þau taka þetta að sér þriðja árið í röð. Í skemmtinefnd voru/eru Dagbjartur, Katrín og Jón Björgvin. Takk fyrir okkur.
Þeim til stuðnings við eldamennskuna voru Anna Bergs, Unnur Birna og Uno (Systa)
Fleiri myndir frá árshátíð .

17.10.2011 14:03

Ný stjórn UMFÍ


thingfulltruar_a_akureyriHelga Guðrún Guðjónsdóttir var endurkjörin formaður UMFÍ  til næstu tveggja ára á 47. Sambandsþingi UMFÍ sem lauk á Akureyri í gærkvöldi. Sex  einstaklingar voru kosnir í stjórn. Nýir inn í aðalstjórn UMFÍ eru  Stefán Skafti Steinólfsson, Ungmennafélaginu Skipaskaga, Haukur Valtýsson, Ungmennafélagi Akureyrar, Jón Pálsson, Ungmennasambandi Kjalarnesþings og Bolli Gunnarsson Héraðssambandinu Skarphéðni. Þær Björg Jakobsdóttir og Eyrún Harpa Hlynsdóttir voru endurkjörnar.

 Í varastjórn koma inn ný þau Baldur Daníelsson, Héraðssambandi Þingeyinga og Matthildur Ásmundardóttir Ungmennasambandinu Úlfljóti og Anna María Elíasdóttir Ungmennasambandi Vestur Húnvetninga. Einar Kristján Jónsson, Ungmennafélaginu Vesturhlíð var endurkjörinn í varastjórn.

Stjórn HSH óskar formanni og nýkjörinni stjórn til hamingju og þakkar fráfarandi stjórnarmönnum gott samstarf en Garðar Svansson, framkvæmdarstjóri HSH er meðal þeirra sem fóru úr stjórn.

17.10.2011 13:55

Stórleikir framundan hjá Snæfell


Unglingaflokkur kvenna mætir Keflavík kl 20.45 í kvöld eftur leik Snæfells og KR.

 

Körfuboltaveisla í kvöld :)


17.10.2011 13:54

Snæfell vann Hauka

Haukar gáfu Snæfelli sénsinn í lokin

Snæfellsstrákarnir fóru í heimsókn í Hafnarfjörð til Hauka og áttust við í fyrsta leik sínum í deildinni í vetur. Það má með sanni segja að það var ekki sannfærandi 89-93 sigurinn gegn fínu liði Hauka sem gaf okkur fyrstu stig vetrarins. Það má eiginlega orða það þannig að Haukar hafi gefið sigurinn frá sér undir lokin og Snæfell verið heppnir að fá að stela honum þar sem lítið benti til þess í leik þeirra að svo færi.

 

Haukar voru hressari á fyrstu skrefunum og komust í 4-0 en Snæfellingar fóru í gang og komust yfir 8-9 og skiptust liðin á að skora í fyrsta hluta og staðan 20-22 fyrir Snæfell. Þeir voru ekki margir komnir á blað en Brandon 7, Quincy 7 og Svenni 8 voru búnir að skora fyrir Snæfell, þó aðrir hafi lagt hönd á plóg í öðru en skori.

 

Leikurinn var allann tímann jafn og spennandi og heilt yfir var að sjá að Snæfelli vantar upp á varnarleikinn sem hefur oft verið betri og Haukar voru ekki með neinn stjörnuleik heldur og eiga þessi lið örugglega og vonandi meira inni. Haukar sprengdu sig fram úr Snæfelli í öðrum hluta 30-26 en Snæfelli náði spretti og komst yfir 37-41. Staðan var þó jöfn í hálfleik 43-43 og greinilegt að þetta að verða spurning um hvort liðið ætti sprettinn í lok leiksins. 

 

Barndon var kominn með 15 stig  og Quincy 9 stig og 10 fráköst.

 

Það varð úr að liðin skiptust á forystu og höfðu heimamenn Haukar undirtökin eftir þriðja hluta 71-69. Haukarnir tóku sig svo til og bættu í til að reyna að bíta Snæfell af sér og komust með fínni baráttu í 82-73. Adam var þó ekki lengi í paradís þar því Snæfell skoraði þá 6 stig gegn 2 Hauka og löguðu stöðuna aðeins í 84-79 og ekki seinna vænna því það var að detta í síðustu tvær mínútur leiksins.

 

Brandon Cotton fór þá á flug og kláraði svo til leikinn fyrir Snæfell því þegar staðan var 84-79 fyrir Hauka, setti hann næstu 9 stig Snæfells og staðan varð 86-88 fyrir Snæfell sem var komið yfir og ætlaði að gera síðustu andartök leiksins að sínum sem þeir gerðu og kláruðu leikinn á tæpasta vaði 89-93.

 

Snæfell þarf ábyggilega að taka nokkra punkta úr leiknum og fínstilla fyrir sinn fyrsta heimaleik á mánudaginn 17. okt kl 19:15 gegn KR.

 

Nánari tölfræði

 

Stigaskor Snæfells:

 

Brandon Cotton 33. Quincy Hankins Cole 17/15 frák/6 stoð. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 16/5 frák. Sveinn Arnar Davíðsson 12/7 stoðs. Ólafur Torfason 7/8 frák. Jón Ólafur Jónsson 6/9 frák/4 stoð. Hafþór Gunnarsson 2. Egill Egilsson 0. Daníel, Snjólfur Guðni og Þorbergur skoruðu ekki.

 

Stigaskor Hauka:

 

Jovanni Shuler 20/7 frák. Örn Sigurðarson 16/6 frák. Davíð Páll Hermannsson 14/8 frák. Haukur Óskarsson 14/5 frák. Sveinn Sveinsson og Sævar Haraldsson 9 stig hvor. Helgi Einarsson 5. Emil Barja 2. Óskar Ingi, Guðmundur, Steinar og Andri skoruðu ekki. 

 

Punktar.

  • Snæfell tapaði boltanum 20 sinnum á móti 12 hjá Haukum.
  • Snæfell hafði betur í % nýtingu í skotum í leik en Haukar voru með töluvert betri vítanýtingu 83% 15/18 gegn 54% Snæfells 14/26
  • Brandon skoraði 33 stig í sínum fyrsta deildarleik fyrir Snæfell og þar af 10 stigá síðustu 3 mínútum leiksins. 
  • Svenni var með 100% nýtingu inn í teig 4/4


Umfjöllun af Karfan.is

Sagt eftir leik

Myndasafn á Karfan.is

13.10.2011 16:16

Snæfellingur með folaldasýningu í Grundarfirði

 

Snjall frá Hellnafellni

 

Folaldasýning verður í Snæfellingshöllinni

 í Grundarfirði

sunnudaginn 23 október kl 14

 

Skráningarfrestur er til kl 14 föstudaginn 21. október

Skráning er 1000 kr. á folald

koma þarf fram

Eigandi-nafn-uppruni-litur-móðir-faðir

einnig má koma með meiri upplýsingar,

svo sem einkunnir foreldra eða hvað sem fólk vill að komi fram.

Upplýsingar sendist á olafur@fsn.is

eða í síma 891 8401

Aðgangseyrir er 1000 kr. og er kaffi innifalið

Áhorfendur velja folald sýningarinnar

 

Stjórn Snæfellings

13.10.2011 09:43

Snæfellsstúlkur með sigur á Val

Gríðalega flottur sigur í fyrsta leik hjá mfl kvenna

 

Stúlkunum í meistaraflokki kvenna tókst að binda 9 manna liðið saman í kvöld og skiluðu gríðalega sterkum sigri á hátt skrifuðu lið Vals 79-70. Í liðið hjá stúlkunum vantaði Björg Guðrúnu og Rósu Kristínu sem glíma við meiðsli og Söru Sædal sem átti ekki heimagegnt í leikinn og munar heilmikið um þessar þrjár í liðinu þó allar hinar hafi stigið upp og þjappað sér saman. 

 

Valsstúlkur áttu fyrstu stig leiksins en Snæfell komst strax í 2-9 með Hildi Sigurðar og Hildi Kjartans fremstar í flokki en þær voru að leiða liðið heilt yfir í leiknum. Valsstúlkur komu þó til baka og komust yfir 13-11 þar sem þeirra bestar voru María Ben og Melissa Leichlitner. Snæfellsst+ulkur voru þó ekki að láta það slá sig útaf laginu og eftir flotta byrjun í fyrsta hluta 19-28 fyrir Snæfelli var ekki aftur snúið og voru þær yfir allann leikinn. 

 

Snæfelli leiddi að mestu með 8-9 stigum að meðaltali í leiknum þó Valur næðu að klóra þetta í 4-5 stig á köflum þá voru þær ekki með úthald í að elta þetta uppi alla leið og Snæfell settu allt í gang og stukku frá þeim aftur. Staðan í hálfleik var 32-39 fyrir Snæfell og voru Kieraah Marlow og Hildur Björg með 8 stig hvor, Hildur Sig 6 stig og 6 fráköst. Hja Val var Melissa Leichlitner með 10 stig og Kristrún Sigrjóns 8 stig.

 

Eftir 3. hluta var staðan 50-57 fyrir Snæfell. Um miðjan 4. hluta fór ábyggilega um áhorfendur þegar Valur setti í nokkur stopp og komust nær 63-67 en með Hildurnar okkar, sem settu þá næstu fjögur stig og komu Snæfelli í 63-71, var baráttan á síðstu mínútunum sett í gang og Snæfell hélt haus þrátt fyrir tilraunir Valsstúlkna að komast nær og sigldu sigrinum í höfn 70-79.

 

 

 

Gríðalega flottur sigur hjá okkar stúlkum og þeirra næsti leikur gegn Haukum í Stykkishólmi þriðjudaginn 18. október kl 19:15.

 

Nánari tölfræði hérna     -Kieraah Marlow var #4 á tölfræði blaðinu.-

 

Stigaskor Snæfells:

 

Hildur Sigurðardóttir 24/9 frák/4 stoðs. Hildur Björg Kjartansdóttir 16/6 frák. Kieraah Marlow 16. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/8 frák. Berglind Gunnarsdóttir 7. Alda Leif Jónsdóttir 4. Ellen Alfa Högnadóttir og Sara Mjöll Magnúsdóttir 2 stig hvor. Aníta Rún Sæþórsdóttir spilaði en náði ekki að skora.

 

Stigaskor Vals:

 

Kristrún Sigrjónsdóttir 20 /5 frák. Melissa Leichlitner 17. María Ben Erlingsdóttir 15. Berglind Ingvarsdóttir 8. Signý Hermannsdóttir 6/6 frák. Guðbjörg Sverrisdóttir 2. Þórunn Bjarnadóttir 2/10 frák. Hallveig, Ragnheiður, Adda og Brynja 0.

Unnur Lára Ásgeirsdóttir lék í kvöld en náði ekki að skora. María Björnsdóttir lék ekki vegna meiðsla og Kristín Óladóttir lék heldur ekki í kvöld. 

 

-Símon B. Hjaltalín-

Myndir: Þorsteinn Eyþórsson

 

11.10.2011 18:33

Fréttir frá blakdeild UMFG

Blakmót

Varmá, Mosfellsbæ

16 október 2011

 

Áætlað er að fara á blakmót í Mosfellsbæ þann 16 október sem er fyrir 6-2 fl. ef næg þátttaka fæst.  Verður þetta smá upphitun fyrir Íslandsmótin sem eru nú í nóvember.

Vinsamlega skráið ykkur hjá Unni á unnur@bref.is eða í síma 891 6007 fyrir miðvikudaginn 12 október fyrir kl. 21:00, Áætlað er að foreldar komi börnum síðnum á staðinn en alltaf er gott að sameina í bíla.

 

Einning viljum við kanna áhuga hjá foreldrum barna í 5 - 8 bekk  (5 -4 fl. ) hvort þeir hafi áhuga á að fara með krakkana á Íslandsmót í blaki sem verður á Neskaupstað 11 - 13 nóvember þar sem við verðum að fara að undirbúa okkur fyrir ferðina þar sem þetta er langt ferðalag.  Vinsamlega látið vita ef þið hafið áhuga á að leyfa krökkunum að fara  og hugsanlega hvejir geti farið á bíl á unnur@bref.is.  Skráning þarf að vera búin fyrir 20 október. 

 

Kveðja

Blakráð

11.10.2011 16:53

Snæfell spáð 4 og 5 sætiÁrleg spá forráðamanna, fyrirliða og þjálfara liðanna í Iceland Express-deildinni var kunngerð fyrr í dag. Þar var Keflavík spáð sigri í Iceland Express-deild kvenna og KR í Iceland Express-deild karla.

Í IE-kvenna er Fjölni spáð falli og í IE-karla kemur það í hlut Njarðvíkur og Vals ef spáin reynist rétt.

Hér fyrir neðan má sjá alla spánna.

Konur:
1. Keflavík 166
2. KR 163
3.-4. Haukar 135
3.-4. Valur 135
5. Snæfell 90
6. UMFN 84
7. Hamar 54
8. Fjölnir 37

Karlar:
1. KR 395
2. Grindavík 374
3. Stjarnan 373
4. Snæfell 328
5. Keflavík 293
6. ÍR 244
7. Þór Þ 169
8. Haukar 149
9. Fjölnir 145
10. Tindastóll 136
11. Njarðvík 134
12. Valur 71

11.10.2011 14:53

Sigur og tap hjá Snæfell í æfingaleikjaferð til Njarðvíkur

Sigur og tap í æfingaleikjaferð meistaraflokkanna til Njarðvíkur

 

Njarðvíkingar buðu meistaraflokkunum okkar í heimsókn sunnudaginn 9. Október og var leikið í Ljónagryfjunni.  Stelpurnar léku á undan klukkan 13:00 en strákarnir á eftir klukkan 15:00.

 

Hildur Björg Kjartansdóttir lék ekki með þar sem hún var erlendis á vegum skólans og Björg Guðrún Einarsdóttir lék ekki þar sem hún á við meiðsli að stríða.  Kieraah L. Marlow nýr erlendur leikmaður í liði Snæfells var að leika sinn fyrsta leik eftir að hafa komið fyrir helgina til landsins.  

 

Stelpurnar byrjuðu vel og leiddu 11-18 og var Alda Leif atkvæðamikil ásamt Hildi Sigurðar, Snæfells stúlkur leiddu eftir fyrsta leikhluta 17-23 en Petrúnella og LeLe Hardy voru atkvæðamiklar í liði Njarðvíkur.  Njarðvíkingar komust yfir 25-23 eftir að hafa skipt um varnarleik en Hólmarar svöruðu fyrir sig og leiddu 29-35 um miðjan annan leikhluta. 

 

Staðan í hálfleik var 35-37 Snæfell í vil og Kieraah að stimpla sig ágætlega inn í leik liðsins.  Í síðari hálfleik héldu Snæfellsstúlkur áfram að leiða en erlendu leikmenn Njarðvíkur náðu að jafna leikinn og staðan jöfn 51-51 eftir þrjá leikhluta.  Í fjórða leikhluta náðu Hólmarar upp sex stiga forystu 53-59 en Njarðvík svöruðu með 7-0 og voru komnar yfir, á þessum kafla fékk Kieraah sína fimmtu villu og voru um 4 mínútur eftir af leiknum. 

 

Snæfell var fyrirmunað að skora, sama hvernig færið var og gerðu mistök á lokamínútunum sem kostuðu þær sigurin.  Lokatölur 69-61 fyrir heimastúlkur í Njarðvík.
Þar með er undirbúningstímabilinu lokið hjá stelpunum og er fyrsti leikur hjá þeim gegn Valsstúlkum á Hlíðarenda miðvikudaginn 12. Október.

 

Strákarnir léku með 9 leikmenn þar sem drengjaflokkurinn var að keppa heima í Hólmi á sama tíma, en Njarðvíkingar voru að sýna nýja kanann sinn Cameron Echols sem lék við góðan orðstír með KR árið 2005 en hann var þá með 28 stig að meðaltali í leik og 13 fráköst.

 

Sveinn Arnar opnaði stigareikninginn og var sprækur í liði Hólmara, Snæfell voru skrefinu á undan í fyrsta leikhluta en þeir áttu í vandræðum með erlendu leikmenn Njarðvíkur þá Travis Holmes og Cameron Echols sem voru mjög atkvæðamikilir, staðan 18-22 eftir fyrsta leikhluta.  Njarðvíkingar með Echols á eldi jöfnuðu 26-26 en þeir komust loks yfir 38-35 og leiddu 42-38 í hálfleik.  Echols þá með 20 stig og Travis með 16.  Hjá Snæfell var Brandon stigahæstur með 10 stig.

 

Í síðari hálfleik hélt jafnræðið áfram og var nánast jafnt á öllum tölum, staðan eftir þriðja leikhluta 66-66 og spennandi leikur í gangi.  Echols kom Njarðvík yfir 70-68 en Sveinn Arnar og Jón Ólafur komu Snæfell yfir 72-75 eftir gott samspil sem sást of lítið af í leiknum.  Aftur komust Njarðvík yfir 77-75 með körfum frá Ólafi Jóns og Travis.  Quincy og Brandon skoruðu fyrir Snæfell sem hertu aðeins vörnina og var Pálmi Freyr drjúgur á þessum kafla.  Lokatölur 83-89 í jöfnum og spennandi leik.

 

Stigaskor Snæfells:

 

Brandon Cotton 21 stig, Sveinn Arnar Davíðsson 17, Jón Ólafur Jónsson 16, Quincy Hankins-Cole 13, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10, Hafþór Ingi Gunnarsson 6, Ólafur Torfason 4 og Egill Egilsson 2.  Daníel Kazami lék en náði ekki að skora.

 

Stigaskor Njarðvíkinga:

 

Travis Holmes 34 stig, Cameron Echols 30, Styrmir Fjelsted 6, Ólafur H. Jónsson og Elvar Friðriksson 3, Óli Alexandersson, Oddur Pétursson og Hjörtur Einars 2 og Maceij Baginski 1.

 

Strákarnir  eru líkt og stelpurnar þá loks búnir með sitt langa undirbúningstímabil og tilhlökkun að tímabilið fari að hefjast. 

 

Fyrsti leikur er gegn Haukum á útivelli á Ásvöllum í Hafnarfirði klukkan 19:15 og þá skiptir máli að allir séu klárir í verkefnið.

 
Fyrsti heimaleikur hjá karlaliðinu er gegn KR mánudaginn 17. Október kl 19:15 en þar strax á eftir leika stúlkurnar í unglingaflokki kvenna gegn Keflavík kl 20:45. 

Fyrsti heimaleikur kvennaliðsins er gegn Haukum þriðjudaginn 18. Október klukkan 19:15

 

 

09.10.2011 22:31

Snæfell vann Fjölni í unglingaflokki

Fyrsti sigur unglingaflokks karla í höfn.

Eftir tap í fyrsta leik fyrir Fjölni á útivelli þá mættu ÍR-ingar í heimsókn í Hólminn.  Jafnræði var á milli liðanna í upphafi og lítið um varnarleik, staðan 24-24 eftir fyrsta leikhluta. 

 

Í öðrum leikhluta hertu heimamenn varnarleikinn og héldu ÍR-ingum í 12 stigum.  Fjölbreyttur sóknarleikur skilaði strákunum 45-36 forystu í hálfleik. 

 

Í þriðja leikhluta náðu heimamenn flottum kafla og leiddu 58-42, en staðan eftir þrjá leikhluta 61-51.  ÍR-ingar gáfust ekki upp og voru að gera fína hluti, þeir minnkuðu muninn í 65-61 en þeir Snjólfur Björns og Egill sáu til þess að auka muninn með góðum körfum.

 

Lokatölur 79-69.
 

Stigaskor Snæfells/Skallagríms:

Egill Egilsson 26 stig, Guðni Sumarliðason 19, Snjólfur Björnsson 9, Davíð Guðmundsson og Birgir Þór Sverrisson 7, Magnús Ingi Hjálmarsson og Þorbergur Helgi Sæþórsson 4 og Andrés Kristjánsson 3.  Páll Bárðarson lék sinn fyrsta leik með unglingaflokki en náði ekki að skora.


 
Stigaskor ÍR:

Tómas Viggósson 18, Daníel 12, ónafngreindur nr 15 10, Árni Emil og Mordeniom 6, Arivyodo og Ragnar Örn 5, Frðrik Þór 3 og Dovydars 2.
 


Fyrsti sigurinn í hús og eru strákarnir því með einn sigurleik og einn tapleik.  Næsti leikur þeirra er gegn Haukum í hafnarfirði sunnudaginn 16. október klukkan 18:00.

08.10.2011 20:38

Hlynur fyrirliði Sundsvall


Hlynur Bæringsson var áður fyrirliði hjá Snæfelli. stækka

Hlynur Bæringsson var áður fyrirliði hjá Snæfelli. mbl.is/Kristinn

Hlynur Bæringsson er orðinn fyrirliði sænska körfuknattleiksliðsins Sundsvall en hann tekur við því hlutverki af Alex Wesby sem hélt til Hollands í sumar.

Peter Öqvist þjálfari Sundsvall, sem reyndar er einnig landsliðsþjálfari Íslands, segir að valið hafi verið í stöðu fyrirliða í samráði við leikmenn sem hafi flestir kosið að Hlynur gegndi því hlutverki. Jakob Örn Sigurðarson var næstur Hlyni í kosningunni.

Hlynur hefur áður verið fyrirliði bæði Snæfells og íslenska landsliðsins.

07.10.2011 14:32

Leikmenn Víkings framlengja samninga

Guðmundur Magnússon framlengir til 2013


Guðmundur Magnússon leikmaður Víkings hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2013, en frá þessu var gengið nú í vikunni. Guðmundur kom um mitt sumar frá Fram og hefur síðan leikið níu leiki með liðinu og skorað tvö mörk. 

Guðmundur er þriðji leikmaðurinn sem félagið semur við frá því tímabilinu lauk en áður höfðu Edin og Eldar framlengt út tímabilið 2012

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16