Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2011 September

18.09.2011 10:54

Körfuboltavertíðin hafinn


Nú fer boltinn að rúlla og er lengjubikar kvenna hafinn. Snæfellsstúlkurnar munu mæta Fjölni í Grafarvogi sunnudaginn 18. sept kl 19:15 í fyrsta leik sínum.

 

Eins og sjá má á viðburðaslánni hægra megin á síðunni þá eru næstu leikir að detta inn á listann. Einnig er kominn hnappur vinstra megin á síðunni "Leikir og úrslit" sem leiðir beint á síðu KKÍ sem inniheldur leiki og úrslit í öllum deildum.

 

10.09.2011 21:39

Víkingssigur á Ísafirði

BÍ/Bol vs Víkingur | Atvikalýsing

10. september 2011
Leik lokið á Ísafirði með 0-1 sigri Víkinga. Hilmar stóð í stórræðum þar sem Nesta var sendur upp á sjúkrahús með skurð á ökla. Ameobi held ég að það hafi verið sem tæklaði Nesta með þeim afleiðingum að skórinn rifnaði og fossblæddi úr stórum skurði. Ameobi fékk ekki áminningu! Ekki var hægt að stöðva blæðinguna á vellinum svo Stebbi Fera og Þorsteinn Hauks fóru með Nesta á sjúkrahús þar sem gert er að sárum hans. 

Leiðinlegur endir á annars mjög góðum sigri hjá okkar mönnum og vonandi eru meiðsli Nesta ekki jafn slæm og á horfist í fyrstu sýn. Hilmar ætlaði að hringja í mig seinna í dag til að gefa mér frekari upplýsingar! Gunnar Örn biður kærlega vel að heilsa öllum héðan frá Leuven í Belgíu :)

78. mín: 
Björn Pálsson með hörkuskot sem fór rétt framhjá.

68. mín: Guðmundur Magnússon og Fannar Hilmarsson koma inn fyrir Helga og Nick!

Víkingar fá víti sem Artjoms tekur, Artjoms skorar og staðan orðin 0-1 Víkingum í vil!!!!!!!

57. mín: Nickholas með gott skot úr úrvalsfæri en það er varið.

50. mín: Bjössi með gott skot sem er varið með tilþrifum. 

45. mín: 0-0 í hálfleik, lítið í gangi. 

1. mín: Leikur er hafinn á Ísafirði, nú er að sjá hvort okkar menn komi ekki ákveðnari strax í byrjun, ólíkt því sem var upp á teningnum gegn KA á síðustu helgi. 

5. mín í leik: Góðann daginn gott fólk. Nú eru einungis 5 mínútur þar til flautað verður til leiks á Ísafirði þar sem Víkingar heimsækja BÍ/Bolungarvík. Ég er í beinu sms sambandi við minn mann á vellinum og mun henda inn um leið og ég fæ einhverjar fregnir. 

Hér má sjá byrjunarliðin:  http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=260809

10.09.2011 21:34

Barnafrjálsar, Þjálfaranámskeið

Þjálfaranámskeið 1. stigs CECS

Þjálfaranámskeið 1. stigs CECS

Boðið verður upp á þjálfaranámskeið á 1. stigi í haust, svokallað "CECS Level I" námskeið. Námskeið þetta er fyrsti hluti af námskeiðsprógrammi IAAF og eru allir leiðbeinendur viðurkenndir IAAF leiðbeinendur á þessu stigi.


Námskeiðið verður haldið eftirtalda daga:
  •  23.-25. sept.
  • 14.-16. okt. 
  • 11.-12. eða 18.-19. nóv.
Námskeiðið fer fram í Laugardalnum í Reykjavík.
 
Verkleg kennsla í Laugardalshöll og fyrirlestrar og próf í Íþróttamiðstöðinni.
 
Skráningar berist til fri@fri.is sem fyrst. Þátttökugjald er kr. 25.000 og er kennsluefni innifalið.
 

10.09.2011 21:30

Skjöl UMFÍ sett á Þjóðskjalasafnið


ritun_lokidNú þegar lokið er ritun 100 ára sögu UMFÍ fóru menn að huga að því að koma sögulegum skjölum hreyfingarinnar til Þjóðskjalasafnsins en þangað eiga þau að fara lögum samkvæmt. Jón M. Ívarsson, söguritari UMFÍ, afhenti stóran hluta þeirra á Þjóðskjalasafni í dag og þangað geta áhugamenn um söguna leitað að upplýsingum sem tengjast UMFÍ eða einstökum ungmennafélögum.

 

Meðal merkra skjala má nefna gjörðabækur UMFÍ í 100 ár, skjöl fjórðungssambanda, lög allmargra félaga, leikritasafn, gögn um landsmótin og síðast en ekki síst allar þær ársskýrslur sem ungmennafélög hafa sent UMFÍ í gegnum tíðina en þær skipta þúsundum. Skrá um afhendinguna er til hjá UMFÍ.

 

Alls voru þetta 78 kassar sem fóru en annað eins bíður betri tíma. Myndin sýnir Jón M. Ívarsson og Sófus bílstjóra með nokkra þeirra á leið á safnið.

 

 

Mynd: Frá flutningnum í Þjóðskjalasafnið.

09.09.2011 21:42

Ferðafélag Snæfellinga með haustlitaferð

Haustlitaferð í Hnappadal 11.September


Staðsetning: Hnappadalur og Gullborgarhraun á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Mæting á einkabílum kl.11:00. að býlinu Hraunholtum vestan Hlíðarvatns í Hnappadal. Gengið er vestur yfir Gullborgarhraun eftir gamalli leið að bænum Syðri Rauðamel. Þá er hægt að ganga á Syðri Raðamelskúlu eða taka bað í náttúrulauginni - Rauðamelslaug. Gengið er til baka með Kaldalæk og á Gullborg, litið við í Gullborgarhellum og fræðst um jarðfræði og náttúrufar svæðisins.

Áætlað er að ferðin taki 5 - 6 tíma og er göngufólk beðið um að klæða sig eftir veðri, en veðurspá segir að norðaustan strekkingur verði og svalt. Athygli er vakin á því, að gengið er eftir hrauni, sem getur verið erfitt fótalúnu fólki.

Verð: 600/800 kr.      Fararstjórar: Gunnar Njálsson og Kolbrún Rögnvaldsdóttir

07.09.2011 11:16

UMFG með karate æfingabúðir

Æfingabúðir

Föstudaginn 9. september nk. mun sensei Jan Spatzek 7.

Dan kenna á æfingarbúðum hjá okkur. Æfingar hans eru ávallt áhugaverðar og í senn krefjandi. Fyrri æfingin er frá kl. 18-19:30 þá verður gert smá nestishlé og seinni æfingin er frá 19:45-21:15. Þessar æfingar eru eingöngu fyrir þá iðkenndur sem eru með gult belti og yfir (ekki byrjendur). Æfingarnar fara fram í íþróttahúsi Grundarfjarðar.

Stök æfing kostar 500kr, báðar æfingarnar kosta 1000 kr.

Greiðslur má millifæra inn á 1101-26-60330, kt. 030382-4559 og muna að merkja við með nafni og kennitölu þátttakanda.
Ath. sýna svo staðfestingu á greiðslu við innganginn.

Með bestu kveðju, Dagný Ósk þjálfari, s: 866-4559

05.09.2011 17:46

Víkingar töpuðu fyrir KA á Akureyri

Víkingar lágu í markaleik fyrir norðan


5. september 2011

Víkingar Ólafsvík voru afar seinir í gang þegar þeir heimsóttu KA menn á Akureyri sl. laugardag. Gestgjafarnir voru búnir að skora þrívegis áður en gestunum tókst að svara fyrir sig. Þetta var mikill markaleikur sem endaði með 4:3 sigri KA, en þrátt fyrir sigurinn er KA enn tveimur stigum fyrir neðan Víking á töflunni.  KA-menn skoruðu strax á annarri mínútu og síðan aftur á 20. mínútu. Haukur Heiðar Hauksson fyrirliði skoraði bæði mörkin. Heimamenn komust síðan í 3:0 á 58. mínútu og var Daníel J. Howell þar á ferðinni. Skömmu áður hafði Einar Hjörleifsson markvörður Víkinga varið vítaspyrnu. Eldar Masic minnkaði muninn fyrir Víkinga á 60. mínútu og Björn Pálsson bætti um betur tíu mínútum síðar og minnkaði muninn í 2:3. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði úr víti fyrir KA á 80. mínútu og jók forystu heimamanna aftur í 4:2.

 

 

 

Víkingar voru komnir í ham eftir ágætan leikkafla þarna á undan og fengu víti tveimur mínútum eftir að KA skoraði. Artjoms Goncars mistókst að skora úr vítinu, en Helgi Óttar Hafsteinsson fylgdi vel eftir og náði að koma boltanum inn fyrir línuna, og minnkaði muninn í 3:4. Þrátt fyrir góða tilburði tókst Víkingum ekki að jafna metin og urðu því að sætta sig við eins marks tap eftir að hafa lent þremur mörkum undir í leiknum.

Víkingar eru sem fyrr í 6. sæti 1. deildar með 28 stiga og eiga enn góða möguleika á að enda í fjórða sæti deildarinnar, sem yrði mjög góð útkoma úr mótinu.

 

Tvær umferðir eru eftir. Víkingar sækja næst BÍ/Bolungarvík heim nk. laugardag, en fá síðan ÍR-inga í heimsókn í síðustu umferðinni á Ólafsvíkurvöll laugardaginn 17. september.

 

05.09.2011 11:43

Vestarr konur unnu í bæjarkeppni við Mostra


Á laugardag var seinni hluti bæjarkeppni Mostra og Vestarr á Víkurvelli í Stykkishólmi. Fyrri hluti keppninnar fór fram í vor.

Vestarr konur byrjuðu daginn með 4 vinninga í forskot frá því í vor.  Leiknar voru 3 umferðir.  

Í fyrstu umferð -Texas scramble -  vann Vestarr með 1 vinning  í 5 leikjum,

í annarri umferð - Greensome vann Vestarr með 2 vinningum í 4 leikjum

í þriðju umferð var leikinn tvímenningur - 8 leikir - sem Vestarr vann með 1 vinning

 

Samanlagt varð kvennlið Vestarr því sigurvegari árið 2011 með 8 vinningum og fékk bikarinn fyrir sigur í bæjarkeppni kvenna í Stykkishólmi og Grundarfirði, afhentan við mótsslit,

 

Félagar í Mostra þakka Grundfirðingum fyrir góðan dag þrátt fyrir rok á köflum.  Væntum betra veðurs fyrir keppnina að ári.

 

05.09.2011 10:19

Úrslit á Tuddamótinu


Tuddamótið var haldið  laugardaginn 3 september  í ágætis veðri þó nokkuð hafi blásið á keppendur. 

Hér eru úrslitin

Sveitakeppnin. GST vann bikarinn

Meistarakeppni GST. Með forgjöf Kári Þórðarson, án forgjafar Kristján Þórðarson

Punktaheppni. (Punktakeppni)

1. Pétur Pétursson 41p

2. Kári Þórðarson 40p

3 Gunnar B Guðmundsson 40p

Nándarverðlaun

3. braut Jóhann Þ Einarsson

8. braut Jón B. Jónatansson

GST þakkar öllum keppendum fyrir þátttökuna.

03.09.2011 15:07

Herferð geng munntóbaksnotkun

Fyrirmyndarleikmaðurinn - Herferð gegn munntóbaksnotkun

Fyrirmyndarleikmaðurinn er átaksverkefni gegn munntóbaksnotkun knattspyrnumanna og ungs fólks, á vegum Embættis Landlæknis, UMFÍ,KSÍ, ÍSÍ og ÁTVR. Einnig er herferðinni beint gegn notkun tóbaks á íþróttasvæðum. 

 

halldor_orriÁtakið fer fram með þeim hætti að valinn hefur verið einn leikmaður frá hverju liði í efstu deild og ber hann titilinn fyrirmyndarleikmaður. Og notar ekki tóbak.

 

Hlutverk leikmannsins er að vera fyrirmynd yngri iðkenda og ungs fólks auk þess að prýða veggspjöld í auglýsingaherferð átaksins. Í dag kynnum við Fyrirmyndaleikmann Stjörnunnar Halldór Orra Björnsson en við það tækifæri afhenti formaður UMFÍ, Helga Guðrún Guðjónsdóttir Halldóri Orra og Stjörnunni veggspjald sem verður staðsett í félagsaðstöðu Stjörnunnar.

 

Af þessu tilefni minnir Ungmennafélagið Stjarnan á að öll notkun tóbaks er bönnuð á íþróttasvæði Stjörnunnar.

Það væri gaman ef aðildarfélög HSH gerðu slíkt hið sama og bönnuðu alla notkun tóbaks                á sínum íþróttasvæðum og hjá sínu keppnisfólki til að sýna fordæmi.

 

 

Mynd: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, afhendir Halldóri Orra Björnssyni leikmanni Stjörnunnar veggspjaldið.

03.09.2011 13:25

Snæfell vann Reykjanes cup

Snæfell Reykjanes Cup meistari
03 09 2011 |

Snæfell Reykjanes Cup meistari

 
Lærisveinar Inga Þórs Steinþórssonar í Snæfell eru Reykjanes Cup meistarar eftir 84-82 sigur á Grindavík í úrslitaleik mótsins sem fram fór í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 46-44 en Jón Ólafur Jónsson gerði 22 stig í liði Hólmara í gærkvöldi.
Leikur þar sem Snæfell náðu strax í upphafi 15-2 forystu en Grindvíkingar náðu henni niður í 34-32 um miðjan annan leikhluta. Því svöruðu Snæfell með sex stigum og leiddu 42-32. Grindvíkingar voru að leika vel og komust yfir 42-43 þegar um ein og hálf mínúta voru eftir. Pálmi og Óskar sáu til þess að koma Snæfell á ný yfir 46-43 en Ólafur Ólafs fékk fjögur vítaskot á síðustu sekúndum fyrri hálfleiksins en nýtti eitt þeirra og staðan í hálfleik 46-44.
 
Flottur kafli í byrjun síðari hálfleiks kom Snæfell yfir 61-49 en miklar sveiflur voru í leiknum, í stöðunni 67-54 skoruðu Grindvíkingar átta stig í röð og staðan eftir þriðja leikhluta 67-62. Jóhann Árni smellti körfu og vítaskoti að auki niður strax í byrjun fórða leikhluta og minnkaði muninn í 67-65. Jón Ólafur smellti þá þrist en Grindvíkingar komust yfir 72-79 með kraftmiklu áhlaupi. Strákarnir skiptu um varnarleik og fóru Jón Ólafur og Pálmi Freyr fyrir stigaskorinu, Jón Ólafur skoraði fyrstu fjögur stigin en svo komu tvö vítaskot frá Pálma, staðan 78-79. Svæðisvörnin virkaði vel hjá Hólmurum en Ármann Vilbergsson smellti niður þrist í horninu og kom Grindavík yfir 78-82. Pálmi fékk tvö vítaskot sem hann smellti niður og staðan 80-82. Snæfellingar stálu boltanum og brunaði Pálmi Freyr alla leið smellti niður sniðskoti úr þröngu færi og fékk víti að auki sem hann setti niður af öryggi. Síðasti möguleiki Grindvíkinga rann út í sandinn og brutu þeir á Sveini Arnari sem fékk tvö vítaskot þegar 0,8 sekúndur voru eftir. Flottur sigur í æsispennandi leik þar sem miklar sveiflur voru í leik liðanna. Lokatölur 84-82.
 

Stigaskor Snæfell: Jón Ólafur 22 stig, Pálmi Freyr 20, Sveinn Arnar 13, Hafþór Ingi og Ólafur Torfa 8, Óskar Hjartar og Snjólfur Björnsson 5 og Egill Egilsson 3.
 
 
Stigaskor Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 19 stig, Ármann Vilbergsson 17, Ólafur Ólafs 14, Þorleifur Ólafs 12, Ómar Sævars 7, Sigurður Þorsteins 6, Morten 3 og Þorsteinn Finnbogason 2.
 

Mynd/ Karl West: Sigurvegarar Snæfells á Reykjanes Cup

01.09.2011 00:27

UMFG hefur lokið keppni

Jafntefli

Þá er það ljóst að við höfum lokið keppni í Íslandsmótinu þetta árið... Við gerðum 1-1 jafntefli við Magna á heimavelli í gær og þar með ljóst að Magni fer áfram. Þeir skoruðu fyrst og það var því ljóst að við þurftum að skora þrjú til að komast áfram. Hemmi jafnaði og þar við sat. Miðað við spilamennskuna okkar þá áttum við fyllilega skilið að fara lengra. Við vorum einum færri nánast allan síðari hálfleikinn fyrir norðan og fáum á okkur mark á lokamínútunni þar. Svo skora þeir mark hérna sem angaði all svakalega af rangstöðu að það hálfa var mikið meira en nóg. En svona er þetta... stundum fellur þetta bara ekki með okkur og við komum bara tvíefldir til leiks á næsta ári. 
 


Sumarið er samt búið að vera frábært og framar öllum vonum. Í fyrra vorum við með 5 stig, 1 sigurleik, 2 jafntefli og 11 töp. Í ár var þetta akkúrat öfugt. 11 sigrar, 2 jafntefli og 1 tap í riðlinum. Alveg frábært hjá okkur.

Það er líka frábært hvað fólk hefur verið rosalega duglegt að mæta á völlinn hjá okkur til að styðja við bakið á okkur. Nú er það bara lokahófið á næsta leiti... stay tuned.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52