Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2011 Ágúst

15.08.2011 13:24

Nýir leikmenn hjá Snæfell


Þorbergur Sæþórsson er lentur frá Ameríku þar sem hann dvaldi sem skiptinemi síðasta vetur og ætlar aldeillis að henda sér útí körfuboltaveisluna með Snæfelli í vetur. Hann setti nafn sitt á leikmannasamning því til staðfestu og erum við hæstánægð með endurheimtur á drengnum.


Daníel Ali Kazmi er harðákveðinn að dvelja í Hólminum næsta vetur og hefur því sest niður með stjórn Snæfells og Gunnari formanni og staðfest það á A4.Sveinn Arnar eða Svenni Davíðs eins og við þekkjum hann er klár í slaginn fyrir veturinn og staðfesti með undirskrift á dögunum.Hafþór Ingi Gunnarsson

 

Hafþór Ingi Gunnarsson hefur nú sagt skilið við Skallagrímsmenn í bili og samið við Snæfell.  Hafþór samdi til eins árs en hér hefur hann leikið áður, leiktímabilið 2003-2004 og því öllum hnútum kunnugur í bænum.

 

Hafþór lék með Borgarnesi á síðasta ári en vildi breyta til og samdi við fyrrum félaga sína í Snæfell. Hafþór mun styrkja liðið og er góð viðbót við skemmtilegan hóp.

 

Hafþór gerði 18 stig, tók 4,4 fráköst og gaf 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Skallagrím á síðustu leiktíð.

 

Viðtal við Hafþór á Karfan.is  

 

15.08.2011 10:33

Sigur hjá UMFG geng Álftanesi

Sæti í úrslitakeppninni

Við mættum Álftanesi á Bessastaðavelli í dag. Fyrir leikinn vorum við í efsta sætinu með 29 stig en Álftanes í öðru sæti með 28 stig. Þetta var því sannkallaður toppslagur í C-riðli. Leikurinn sjálfur var í járnum til að byrja með. Liðin skiptust á að sækja og jafnræði var með þeim. Það var svo Steinar Már sem braut ísinn þegar hann skoraðu með góðu langskoti í fyrri hálfleik. Staðan orðin 0-1 fyrir okkur. Eftir markið fór Álftanes að pressa aðeins en gríðarlega sterk vörn okkar bægði flestum sóknum frá og það sem kom í gegn varði Ingólfur.Í síðar hálfleik var annað uppá teningnum. Álftnesingar komur grimmir til leiks og freistuðu þess að jafna. Þeir voru mikið meira með boltann en Ingólfur átti sannkallaðan stórleik í markinu hjá okkur. Hann varði allt sem kom á markið og það voru nokkur dauðafæri. Í eitt skiptið bjargaði stöngin okkur. Pressa heimamanna jókst jafnt og þétt en við það fækkaði í vörninni hjá þeim. Það var svo Steinar Már sem náði að geysast upp kantinn í eitt skiptið þegar fáliðað var í vörn heimamanna og koma boltanum í netið og okkur þar af leiðandi í 0-2 þegar skammt var eftir af leiknum. Heimamenn fengu nokkur dauðafæri í viðbót en Ingólfur varði þau jafn harðan og gerir tilkall til þess að verða maður leiksins að öðrum ólöstuðum. En vörnin hjá okkur var gríðarsterk í þessum leik.

 

Nú er sætið í úrslitakeppninni tryggt og bara spurning um hvort að við lendum í fyrsta eða öðru sæti í riðlinum. Með sigri á Skallagrím í næsta leik er efsta sætið tryggt.

Það var Davíð Wium sem tók myndirnar fyrir okkur í þetta skiptið. Fleiri myndir inná myndaalbúminu.

15.08.2011 10:24

Vesturlandsmót

 

Vesturlandsmót í frjálsum íþróttum

18. ágúst kl. 18:00 á vellinum í Borgarnesi verður haldið Vesturlandsmót í frjálsum íþróttum fyrir 10 ára og yngri.
Keppnisgreinar; langstökk, boltakast og 60 metra hlaup  og svo bætist 600m hlaup við hjá 9 - 10 ára

Þátttökuviðurkenning og grill í Skallagrímsgarði að lokinni keppni.

Skráning er til  miðvikudagskvöld 17. ágúst hjá Kristínu H. í S: 899 3043, öllum krökkum er heimil þáttaka hvort sem búið er að vera æfa í sumar eða ekki

Kveðja
Kristín H.

12.08.2011 17:27

Góður árangur og gaman á ULM

Unglingalandsmótið á Egilsstöðum

Það voru talsvert mikið færri keppendur í ár frá HSH en þeir voru tæplega 20 talsins. Þrátt fyrir það stóðu þau sig með miklum sóma og komu heim með ýmsar viðurkenningar. Snjólfur Björnsson lenti í 2. sæti í hástökki 16 -17 ára þegar hann stökk 178 cm. Hann varð í 4. sæti í langstökki og í 8. sæti í 100m spretti.Jón Páll Gunnarsson varð unglingalands-mótsmeistari í kúluvarpi (1. sæti) 13. ára pilta og kastaði 11,61 m, hann varð svo í 5. sæti í spjótkasti og kastaði 36,59 m.  Stelpur 15-16.ára urðu líka unglingalands-mótsmeistarar í fótbolta(1. sæti), þjálfari liðsins var Jónas Gestur Jónasson frá Ólafsvík. Liðið var skipað þeim  Rakel, Gestheiði, Thelmu, Selmu, Heklu Fönn, Rebekku Rán, Elínu, Irmu og Anítu Rún. Þetta var eini hópurinn sem náði í lið bara með HSH keppendum.
       Það voru keppendur frá HSH í þremur körfuboltaliðum. Strákar 13-14.ára voru 3 frá HSH, Jón Páll Gunnarsson, Hafsteinn Helgi Davíðsson og Haukur Hreinsson og voru þeir skráðir í blandað lið sem þeir nefndu Miami og lentu þeir í 2. sæti eftir spennandi leik við Fjölnismenn. Stelpur 15-16. ára voru 4 frá HSH Helena Helga Baldursdóttir, Hekla Fönn Dórudóttir, Rebekka Rán Karlsdóttir og Aníta Rún Sæþórsdóttir og skráðu þær sig í lið með UMSS (Tindastóll). Þjálfari liðsins var Karl Jónsson frá Sauðárkróki. Þær urðu unglingalandsmótsmeistarar (1. sæti).  Strákar 17-18. ára, Snjólfur Björnsson stofnaði liðið Há Ess Há með honum voru Þorbergur Helgi Sæþórsson og tveir drengir frá UMSB, þeir Andrés Kristjánsson og Davíð Guðmundsson.  Svo fengu þeir Jón Pál Gunnarsson og Jóhann Kristófer Sævarsson til að spila með sér og urðu þeir líka unglingalandsmótsmeistarar í 17-18  ára.  Þjálfari liðsins var Sæþór Þorbergsson. Kristófer spilaði líka í blönduðu liði í sínum aldursflokki.
       Það má því með sanni segja að þau hafi staðið fyrir sínu, fulltrúar HSH á Egilsstöðum, þegar litið er yfir árangurinn: Unglingalandsmótsmeistarar í knattspyrnu 15-16 ára stelpur, Körfubolta 15-16. ára stelpur, Körfubolti 17-18. ára karlar og Kúluvarp 13. ára pilta, silfur í körfubolta 13-14. ára drengir og hástökki 16-17. ára.  Krakkarnir voru að sjálfssögðu til fyrirmyndar bæði innan sem utan vallar.Þau voru ekki fjölmenn krakkarnir í liði HSH en sönnuðu að margur er knár þótt hann sé smár.

Jón Páll kominn með gullið um hálsinn fyrir sigurinn í kúluvarpinu.

Nett tanaðir körfuboltadrengirnir í Miami.

Blandað lið HSH/UMSS vann gullið í körfu 15-16 ára stúlkna undir stjórn Karls Jónssonar.

Það var greinilegt á leik hins sigursæla liðs17-18 ára guttanna í körfuboltaliðinu Há Ess Há að þeir voru með frábæran þjálfara.

Sigurlið HSH í flokki 15-16 ára stúlkna í knattspyrnu með þjálfaranum Jónas Gesti.

 

08.08.2011 11:10

Tap geng ÍA

05. ágúst 2011

Víkingar tóku í kvöld á móti nágrönnum sínum frá Akranesi í blíðskapar veðri á Ólafsvíkurvelli. Gestirnir fóru betur af stað og náðu ágætis pressu strax á fyrstu mínútum leiksins. Á 8. mínútu leiksins dró til tíðinda þegar gestirnir fengu aukaspyrnu á fínum stað. Á vettvang steig kantmaðurinn knái Gary Martin sem gerði sér lítið fyrir og skoraði framhjá Einari í marki Víkings. Boltinn hafði viðkomu í varnarvegg Víkings sem gerði það að verkum að boltinn hafnaði rétt undir markvinklinum fjær.

 
Artjoms í baráttunni við Gary Martin (Mynd: Þröstur Albertsson)

Í kjölfarið á markinu rönkuðu heimamenn við sér og komust jafnt og þétt betur inn í leikinn. Það sem eftir lifði hálfleiksins voru heimamenn ívið sterkari. Björn Pálsson sem kom nýlega á láni frá Stjörnunni var nálægt því að jafna metin eftir hornspyrnu Guðmundar Magnússonar. Skallinn hafnaði hins vegar í varnarmönnum Skagamanna og þaðan rétt yfir markið. Hvorugu liðinu tókst að skora það sem eftir lifði hálfleiks og var staðan því 0-1 gestunum í vil þegar Erlendur Eiríksson flautaði til leikhlés.

Síðari hálfleikur var mun rólegri en sá fyrri og hvorugu liðinu tókst að koma knettinum í mark andstæðingsins. Víkingar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin og Skagamenn voru staðráðnir í að halda fengnum hlut. Varnir beggja liða héldu vel þar sem sóknarlotur beggja liða enduðu ávalt á síðasta fjórðung vallarins.

Það fór því svo að Skagamenn fóru með sigur af hólmi gegn sprækum Víkingum sem geta svo sannarlega gengið uppréttir í baki eftir frammistöðu sína í þessum leik. Skagamenn styrkja stöðu sínum á toppi deildarinnar og fátt virðist geta komið í veg fyrir sigur þeirra í 1. deild. Víkingar sitja enn sem fastast í 7. sæti með 19 stig. 

Víkingur Ólafsvík

08.08.2011 10:59

Sveitakeppni GSÍ, lið Vestarr

Sveitakeppni GSÍ

Liðstjórar hafa valið lið sem keppa fyrir hönd Vestarr í sveitakeppninni sem fram fer 12-14 ágúst.
Karlalið keppir á okkar velli Bárarvelli og lið kvenna keppir á Hlíðarendavelli Sauðárkróki.

Lið karla er skipað:
Pétur Vilberg Georgsson
Ásgeir Ragnarsson
Garðar Svansson
Benedikt Lárus Gunnarsson
Jón Kristbjörn Jónsson
Liðstjóri Steinar Þór Alferðsson

Lið kvenna er skipað:
Eva Jódís Pétursdóttir
Anna María Reynisdóttir
Jófríður Firðgeirsdóttir
Hugrún Elísdóttir
Liðstjóri Ágúst Jónsson

Lið eru byrjuð að æfa stíft fyrir sveitakeppnina og ætla að standa sig eins vel og þau geta fyrir hönd klúbbsins. Liðstjórar munu setja fréttir hér inná heimsíðuna um gang mála.

Viðbót:
Þessi lið hafa skrá sig til keppni á Bárarvelli í fimmtu deild:
1. Golfklúbburinn Vestarr
2. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar
3. Golfklúbburinn Tuddi
4. Golfklúbbur Siglufjarðar
5. Golfklúbbur Þorlákshafnar
6. Golfklúbburinn Vík

08.08.2011 10:53

Kristján til KFÍ

Kristján Pétur Andrésson til KFÍ

Kristján er hér með Sævar Óskarssyni formanni og Pétri Má þjálfara við undirritunina.
Kristján er hér með Sævar Óskarssyni formanni og Pétri Má þjálfara við undirritunina.

Þær góðu fréttir voru að berast að Kristján Pétur Andrésson hafi skrifað undir samning við okkur í KFÍ. Þetta er frábær viðbót í leikmannahóp okkar og ekki aðeins mun hann styrkja meistaraflokkinn, heldur mun Kristján verða frábær viðbót í unglingaflokk félagsins.

 

Kristján spilaði með Snæfell í fyrra og í sameiginlegu liði Snæfells/Borgarnes í unglingaflokk, þar sem hann var ein aðaldrifjöðurin og var með um 20 stig og 7 fráköst í leik. Hann var núna í vor valinn í U-20 landsliðshópinn hjá Benedikt Guðmundssyni.

 

Nú þegar hafa þeir Siggi Haff of Jón Hrafn ritað undir og núna hefur Kristján gert slíkt hið sama. Greinilegt að koma Péturs Más er að skila sér.

 

Við bjóðum Kristján Pétur kærlega velkominn.

Af vef KFÍ

08.08.2011 10:50

Jafnt hjá Kára og UMFG

Laugardaginn 6. ágúst mættum við liði Kára frá Akranesi á Akranesvelli. Kári var fyrir þennan leik með 22 stig, 6 stigum á eftir okkur. Með sigri hefði Kári getað blandað sér af miklum krafti í baráttuna um úrslitakeppnina. Það var mikið í húfi fyrir bæði lið. Leikurinn byrjaði frekar varlega en það var á 8 mínútu að Gísli Freyr Brynjarsson fær sendingu innfyrir og skorar og staðan orðin 1-0 Kára í vil. Við þetta vöknuðum við og fórum að setja aðeins á þá. Það bar svo árangur þegar að Heimir tekur aukaspyrnu fyrir utan teig og smyr boltann uppí samúel og jafnar metin 1-1. Stórglæsilegt mark hjá kappanum. Þannig var staðan í hálfleik.Það voru ekki liðnar nema 10 mínútur af síðari hálfleik þegar að Káramenn komast aftur yfir. Þetta var gegn gangi leiksins því að við vorum að eiga virkilega góðan kafla þegar að þetta mark kom í andlitið á okkur. 
Svo á 71 mínútu missa Kára menn Gísla Frey útaf en hann náði sér í tvö gul spjöld með nokkurra mínútna millibili og var því sendur í sturtu. Þá upphófst mikil pressa að marki Káramanna sem bökkuðu svolítið eins og við var að búast. Sú pressa bar árangur á 91 mínútu þegar að Steinar Már fær góða fyrirgjöf frá Tryggva og nær að stýra boltanum framhjá Eyþóri í marki Káramanna og jafnar metin í 2-2. Þetta urðu úrslit leiksins og gríðarlega mikilvægt stig fyrir okkur sem gefur okkur góðan séns á sæti í úrslitakeppninni. Við erum einir á toppnum með 29 stig, einu stigi meira en Álftanes. Berserkir eru svo með 27 stig en Álftanes og Berserkir mætast í síðasta leiknum. Okkur nægir einn sigur í viðbót til að tryggja okkur.


Fleirri myndir á
http://grundarfjordur.123.is/

02.08.2011 23:48

Reiðnámskeið

Reiðnámskeið í Söðulsholti

Mándaginn og þriðjudaginn 8-9 ágúst ætlum við að hafa reiðnámskeið fyrir börn /unglinga í Söðulsholti. Kennari verður Randy Holaker frá Skáney.

Námskeiðið kostar 10.000, hver hópur verður tekin 2 x 45 á dag.

Skráning og nánari upplýsingar 8995625 / 8610175

Síðasti skráningardagur er á föstudaginn 5. ágúst.

01.08.2011 22:48

Brynjar Kristmunds lánaður til Vals-

Brynjar Kristmundsson er farinn í Val á láni.
Mynd: Valur
Varnarmaðurinn Brynjar Kristmundsson er genginn til liðs við Val frá Víkingi Ólafsvík en þetta staðfesti Friðjón R. Friðjónsson formaður knattspyrnudeildar félagsins við Fótbolta.net í dag.

Brynjar kemur til félagsins á láni frá Ólafsvíkingum en Friðjón sagði að með þessu væri Valur komið með fleiri möguleika í vörnina að nýju eftir að Stefán Jóhann Eggertsson fór frá þeim til HK.

Brynjar Kristmundsson hefur verið einn af bestu leikmönnum Ólafsvíkurliðsins en hann er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst nokkrar stöður.

Hann er 19 ára gamall en hefur þrátt fyrir það mikla reynslu með meistaraflokki og hefur leikið 74 leiki fyrir Víkinga í deild og bikar. Hann hefur skorað í þessum leikjum sex mörk.

Friðjón sagði að með þessu væri ljóst að Valur geri ekki fleiri breytingar á liði sínu áður en félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti annað kvöld.


Frétt fr� Fótbolta.net. Sj alla fr�ttina: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=112260#ixzz1Tou4Kq5G

01.08.2011 22:41

Víkingur fær leikmann frá BÍ


Ólafsvíkingar eru komnir með liðsstyrk frá BÍ/Bolungarvík.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
BÍ/Bolungarvík hefur látið suður-afríska miðjumanninn Nicholas Anthony Efstathiou fara frá sér og til Víkings Ólafsvík en leikaðurinn kom til BÍ/Bolungarvíkur fyrr í mánuðinum.

Nicholas er 22 ára gamall og kemur úr unglingaliði Ajax Cape Town í heimalandi sínu.

Hann náði ekki að spila leik með BÍ/Bolungarvík síðan hann kom til félagsins 6. júlí síðastliðinn.

BÍ/Bolungarvík var að fá lið liðs við sig Pétur Georg Markan fyrr í dag.

Ólafsvíkingar hafa verið að styrkja sig í glugganum og fengið til liðs við sig Björn Pálsson frá Stjörnunni og Guðmund Magnússon frá Fram.


Frétt fr� Fótbolta.net. Sj alla fr�ttina: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=112227#ixzz1TosIzt6Q

01.08.2011 22:02

Fór holu í höggi

Draumahöggið !!!


Þann 31. júlí 2011 sló Bent Cristian Russel GVG draumahöggið á fjórtándu holu á   Hamarsvelli þar sem hann tók þátt í Opna Borgarnesmótinu. Holan er 139 metra löng og notaði Bent 7 járn. Höggið var glæsilegt hjá Bent og fagnaði hann eins og honum einum er lagið emoticon

Það vildi svo vel til að Systa var með Bent í ráshóp og tók hún þessa mynd á símann sinn en þarna sést Bent taka kúluna upp úr holunni. Að auki gerði Bent sér lítið fyrir og vann mótið með 41 punkti en yfir 180 keppendur tóku þátt. Við félagarnir í Vestarr óskum Bent til hamingju með þennan frábæra árangur.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52