Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2011 Júní

02.06.2011 00:35

Landsmót 50+

Kæru félagar

 

Ákveðið hefur verið að þátttökugjald á Landsmót UMFÍ 50 + verði  3000 krónur. Þátttakendur greiða eitt gjald óháð fjölda greina sem keppt verður í. Innifalið í gjaldinu er frí á tjaldsvæðið í Kirkjuhvammi á Hvammstanga þessa helgi og frítt á alla viðburði sem verða í gangi í tengslum við mótið kvöldvaka á föstudagskvöldið og laugadagskvöldið. 

 

Allir geta takið þátt í mótin hvort sem þeir eru í ungmennafélagi eða ekki.

 

Engin takmörkun er á fjölda liða.

Keppnisgreinar á mótinu: blak, bridds, boccia, badminton, frjálsar íþróttir, fjallaskokk, hestaíþróttir, golf, pútt, línudans, skák, sund, starfsíþróttir( jurtagreining, búfjárdómar, pönnukökubakstur, dráttavélaakstur og kökuskreyting), þríþraut.

Skráning og aðrar upplýsingar um mótið eru að finna á  www.landsmotumfi50.is

 

Sjáumst öll kát og hress á landsmóti UMFÍ 50 + 

 


 

01.06.2011 23:31

Kvennahlaupið 2011

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

 

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 4. júní á 84 stöðum hér á landi og 17 stöðum erlendis.

Snæfellsbær

Staðarsveit

Hlaupið frá Lýsuhólsskóla kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2 km og 5 km..
Forskráning á Hraunsmúla í Staðarsveit. Frítt í sund að loknu hlaupi.

Ólafsvík
Hlaupið frá Sjómanngarðinum kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2,5 km og 5
km. Forskráning í Sundlauginni Ólafsvík. Frítt í sund að loknu hlaupi.

Grundarfjörður
Hlaupið frá Íþróttahúsi Grundarfjarðar kl. 11:00. Ratleikur um bæinn eða
skokk. Skráning hjá Kristínu Höllu. Þátttakendum er boðið í sund að loknu hlaupi

Stykkishólmur
Hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 3 km - 5 km
og 7 km. Forskráning í Bónus í Stykkishólmi og Íþróttamiðstöðinni á
hlaupadag. Frítt í sund að loknu hlaupi.


 

Í ár er yfirskrift hlaupsins "Hreyfing allt lífið" að tilefni samstarfs ÍSÍ við Styrktarfélagið Líf.

 Sjóvá stendur fyrir léttum leik þar sem fjöldi vinninga er í boði, gjafakort uppá 30.000 kr, dekurdagur ofl. Það eina sem þarf að gera er að skrá nafnið sitt á ákveðna miða á hlaupadag eða fara inn á sjova.is og taka þátt í leiknum þar.

 

Fjölbreytt dagskrá verður um allt land á hlaupastöðum enAllar upplýsingar um hlaupastaði og forsölu á bolum er að finna á sjova.is


HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22
Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22