Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2011 Júní

10.06.2011 08:23

Fiskmarkaðsmótaröðin mót nr 3


Mót númer 3 í Fiskmarkaðsmótaröðinni verður haldið á Fróðárvelli
Miðvikudaginn 15 júní
Búið er að opna fyrir skráningu á golf.is


Síðasta mótið í mótaröðinni verður svo haldið í
Staðarsveit - miðvikudag 22.júní

Þrír efstur í mótinu hjá Vestarr

1 Garðar Svansson GVG 37
2 Anna María Reynisdóttir GVG 36
3 Freydís Bjarnadóttir GVG 35

Þrír efstu í mótinu hjá Mostra

1 Bent Christian Russel * GVG 38
2 Margeir Ingi Rúnarsson * GMS 37
3 Auður Kjartansdóttir * GMS 33

10.06.2011 08:21

UMFG- Afríka á laugardag

Íslandsmót KSÍ 3. deild karla C riðill
Grundarfjörður - Afríka

Laugardagurinn 11. júní kl. 13:00

Grundarfjarðarvöllur

Aðgangur ókeypis.

Það eru komnir þrír sigrar í röð... nú þurfum við ykkar hjálp til að ná þeim fjórða.

Mætum og myndum góða stemmingu í brekkunni.

Meistaraflokksráð UMFG

09.06.2011 22:24

Loksins sigur hjá Víking

deild: Fyrsti sigur Ólafsvíkinga gegn HK
Guðmundur Steinn skoraði fyrra markið.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Einn leikur fór fram í 1. deild karla í kvöld þar sem Víkingur Ólafsvík vann 0-2 sigur á HK í Fagralundi.

Hér að neðan má sjá markaskorara en frekar er fjallað um leikinn á Fótbolta.net síðar í kvöld.

HK 0-1 Víkingur Ólafsvík
0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('60)
0-2 Hilmar Þór Hilmarsson ('85)
Rautt spjald: Eyþór Helgi Birgisson, HK ('24)


Frétt fr� Fótbolta.net. Sj alla fr�ttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=109606#ixzz1OouWbUbT

07.06.2011 14:11

Margeir Ingi að keppa í Leirunni

GMS

Margeir Ingi Rúnarsson keppti um síðustu helgi í öðru móti Arionbanka mótaraðar unglinga sem fram fór í Leirunni. Margeir spilaði fyrri hringinn á 79 höggum og þann síðari einnig á 79 höggum. 158 högg var því heildarskorið hans sem skilaði honum 17. sætinu af 34 keppendum í hans aldursflokki. Fínn árangur hjá Margeiri.


Margeir og Gunnar á móti í Grundarfirði síðast sumar.

07.06.2011 01:28

Ólafur Torfason gengur til liðs við Snæfell

Ólafur Halldór Torfason skrifaði í dag undir við Snæfell. Ólafur er 24 ára, um 195 cm á hæð og kemur frá Akureyri þar sem hann spilaði með Þórsurum.

Á síðasta tímabili með Þór í 1. deildinni var Ólafur með að meðaltali 14.1 stig, 12.1 frákast, 2.7 stoðsendingar og 21 í framlag og því sannarlega sterkur leikamður sem gengur til liðs við Snæfell en þess má geta að Ólafur lék Amerískan fótbolta um hríð og verður erfiður við að eiga í teignum.

 

Snæfell býður Ólaf velkominn í hópinn.

 

myndir: Sveinn Arnar Davíðsson.

 

 

07.06.2011 00:27

Jafnt hjá Víking og Leikni

Jafntefli gegn Leiknismönnum í baráttu leik

06. júní 2011 klukkan 23:45

Víkingar tóku á móti Leikni frá Reykjavík í 5. umferð 1. deildar karla á Ólafsvíkurvelli í kvöld. Vindurinn blés af norð-vestri og hitinn var um 6-7 gráður og því ágætis aðstæður til knattspyrnuiðkunar. Leikurinn fór rólega af stað en það var ekki fyrr en 10 mínútur voru liðnar af leiknum þegar heimamenn fengu fyrsta alvöru færi leiksins. Guðmundur Steinn Hafsteinsson átti þá fínan skalla að marki sem Leiknismenn björguðu á línu.

 

Nokkrum mínútum síðar vildu heimamenn fá vítaspyrnu þar sem þeir töldu að brotið hafi verið á Þorsteini Má Ragnarssyni sem var við það að komast einn á móti Eyjólfi Tómassyni í marki Leiknis. Pétur Guðmundsson dómari leiksins var hins vegar ekki á sama máli og dæmdi ekki neitt. Heimamenn voru sterkari fyrstu tuttugu mínútur leiksins en þegar leið á sóttu gestirnir í sig veðrið án þess þó valda vörn Víkinga og Einari í markinu teljandi vandræðum. Svo fór að hvorugu liðinu tókst að skora og liðin skyldu jöfn þegar þau löbbuðu til búningsherbergja.

 

Síðari hálfleikur fer líkt og sá fyrri ekki í sögubækurnar fyrir skemmtilega knattspyrnu. Heimamenn reyndu mikið af löngum og óárangursríkum sendingum fram völlinn og sóknarlotur gestanna stoppuðu jafnan á sterkri vörn Víkings.

 

Það dró hins vegar til tíðinda á 53. Mínútu þegar Pape Mamdou Faye fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Pape sló þá til Helga Óttarrs sem lá óvígur eftir. Í kjölfarið sauð upp úr þar sem Pétur Guðmundsson dómari leiksins fór mikinn og gaf Fannari Þór Arnarssyni sitt annað gula spjald. Eitthvað virtist Pétur þó vera ruglaður í ríminu því hann dró spjaldið til baka og færði það yfir á Gest Inga Harðarson. Bar Pétur það fyrir sig að ósanngjarnt hefði verið að senda Fannar af velli fyrir kjaftbrúk. Ekki er annað hægt en að setja stórt spurningarmerki við þessa nálgun dómarans því svo virðist sem tilviljun ein hafi skorið úr um ákvörðun hans.

 

Víkingum tókst ekki að færa sér liðsmuninn í nyt og þrátt fyrir nokkrar ágætis tilraunir tókst þeim ekki að koma knettinum í netið. Guðmundur Steinn Hafsteinsson fékk tvö góð færi, annað eftir fyrirgjöf sem hann skallaði rétt yfir markið og hitt þegar hann komast einn gegn Eyjólfi en setti knöttinn í hliðarnetið. Leiknismenn fengu einnig ágætis færi sem þeim tókst ekki að nýta. Það besta kom eftir vel útfærða skyndisókn þar sem Ólafur Hrannar Kristjánsson var nálægt því að ná til knattarins eftir skot af hægri vængnum. Ólafur var þá einn á auðum sjó á fjærstöng og hefði getað náð forystunni fyrir gestina en svo fór sem fór.

 

Á 83. Mínútu leiksins var Edin Beslija sóknarmanni Víkings vikið af leikvelli. Víkingar voru í ákjósanlegri sókn þar sem Brynjar Kristmundsson hafði unnið boltann á hægri vængnum sent  inn á miðjuna á Edin sem kom knettinum á Þorstein Má Ragnarsson. Hann fór framhjá varnarmanni Leiknis og var við það að munda skotfótinn þegar Pétur Guðmundsson stöðvaði leikinn. Pétur taldi þá að Edin hefði slegið til Fannars Þórs Arnarssonar sem hefði með réttu átt að vera farinn af leikvelli. Þegar Edin var búinn að gefa knöttinn hékk Fannar í treyju Edins sem reyndi að losa sig með fyrrgreindum afleiðingum. Pétur dómari sneri baki í atvikið og ekki í kjörstöðu til að skera úr um hvað fór fram. Aðstoðardómari var þ.a.a. að fylgja sókninni eftir og með fókusinn á varnarlínu gestanna þegar tiltekið atvik átti að hafa átt sér stað. Önnur stór ákvörðun þar sem einungis tilviljun ein virðist hafa ráðið því hverjar lyktir mála voru.

 

Hvorugu liðinu tókst að stela stigunum þremur sem í boði voru og endaði leikurinn með 0-0 jafntefli. Þriðja jafntefli Víkinga í röð og fjórða jafntefli Leiknismanna á tímabilinu. Staðan á botninum því óbreytt þar sem HK-ingar lutu í lægra haldi fyrir Selfyssingum, 4-2 á Selfossi. Næsti leikur Víkings er einmitt gegn Kópavogspiltunum í HK þar sem liðin munu mætast næstkomandi fimmtudag á Kópavogsvelli kl. 20:00. Hvetjum við alla Víkinga til að fjölmenna á völlinn líkt og þeir hafa gert í útileikjum liðsins það sem af er sumars. 

Víkingur Ólafsvík

05.06.2011 22:35

Fréttir af landsliðum í körfu
Núna stendur yfir Norðurlandamót í körfu sem fram fer í Solna í Svíþjóð. Við eigum þar leikmenn og þjálfara að störfum. Í U18 landsliði kvenna eru þær Berglind Gunnarsdóttir #11 og Hildur Björg Kjartansdóttir #6 sem hafa staðið sig vel en svo er þjálfari U16 landlsliðs karla Ingi Þór Steinþórsson. Endilega fylgist með en leikjum eru gerð ítarleg skil á karfan.is og kki.is

05.06.2011 22:33

Krakkar úr Mostra keppa á Áskorendamótaröðinni

Mostrakrakkar á Áskorendamótaröðinni
Á laugardag lauk öðru mótinu í Áskorendamótaröð GSÍ. Mótið var haldið á góðum velli Golfklúbbs Vatnsleysustrandar.
Þrír kylfingar frá Mostra tóku þátt, þeir Nökkvi Freyr Smárason, Hafsteinn Helgi Davíðsson og Kristófer Tjörvi Einarsson. Nökkvi og Hafsteinn voru að taka þátt í fyrsta sinn í sumar en Kristófer var að taka þátt í annað skipti.
Allir stóðu þeir sig vel en Hafsteinn kom inn á 113 höggum. Hafsteinn sagðist hafa verið að slá vel inn á milli en lenti í smávægilegum vandræðum á nokkrum holum en á flestum holunum gekk hounum mjög vel. Nökkvi kom inn á 101 höggi og sagðist hafa verið að slá vel af teigum en fann sig ekki alveg nógu vel á flötunum. Kristófer sem komi inn á 96 höggum sagðist hafa verið að slá nokkuð vel en fékk þó eina sprengju á fyrri hring en á seinni hringnum spilaði hann á 45 höggum sem er hans besta skor á 9 holum.
Strákarnir stefna á þátttöku í fleiri mótum á mótaröðinni í sumar og munum við fylgjast með þeim hér. Vonandi bætast kylfingar frá Mostra í hópinn og hefja þátttöku á mótaröðinni.

04.06.2011 22:27

Hestaþing Snæfellings


Hestaþing Snæfellings 2011

 og

 úrtaka fyrir Landsmót

 

 

Verður haldið á Kaldármelum

mánudaginn 13. júní 2011, (annar í hvítasunnu).

 

Dagskrá hefst kl. 10:00, mótið verður flokkaskipt

Dagskrá: (háð nægri þátttöku í öllum flokkum)

 

·         Forkeppni

    Byrjendaflokkur fullorðinna, keppt verður í B-flokki gæðinga, keppni stjórnað af þul.

            

·   Pollaflokkur, bæði keppt í flokki polla þar sem er teymt og án  teyminga.  Allir fá þátttökuverðlaun.

 

·         B-flokkur gæðinga: Opinn flokkur og minna keppnisvanir,

 

·         barna-unglinga- og ungmennaflokkar.

 

·         A-flokkur gæðinga: Opinn flokkur og minna keppnisvanir.

 

·         Tölt: 17 árs og yngri, opinn flokkur fullorðinna og minna keppnisvanir fullorðnir.  Byrjendaflokkur fullorðinna.

 

·         Úrslit

·         B-flokkur: Barna-, unglinga- og ungmennaflokkar.  Minna keppnisvanir, byrjendur fullorðinna og opinn flokkur fullorðinna.

 

·         A-flokkur: Opinn flokkur og minna keppnisvanir.

 

·         Tölt: 17 ára og yngri, opinn flokkur og minna keppnisvanir, byrjendaflokkur fullorðinna.

 

·         100m skeið: skráning á staðnum, skráningargjald kr. 3000 á hest, sigurvegari fær 1/3 skráningargjalda í verðlaun.

 

Skráningar fara fram með því að senda tölvupóst á netfangið herborgs@hive.is

 

Við skráningu þarf kennitölu knapa, skráningarnúmer hests og upp á hvora hönd knapi vill hefja keppni. 

Skráningargjald er 2.000 kr. fyrir hverja skráningu í öllum flokkum nema í skeiði, barna- og unglingaflokki, en þar er skráningargjaldið kr. 500 fyrir hverja skráningu.

Skráningargjöld þarf að greiða fyrir lok skráningartíma inn á reikning 0191 26 2876, kt  440992-2189.    Kvittun send á herborgs@hive.is

Tekið er við skráningum til þriðjudagsins 7. júní kl 16.

Stjórn Snæfellings

04.06.2011 19:28

UMFG lagði Ísbjörninn

Sigur í Kópavoginum

Fimmtudaginn 2. júní síðastliðinn mættum við liði Ísbjarnarins í C riðli 3. deildar íslandsmóts KSÍ. Ísbjarnarmenn voru án stiga þegar kom að þessum leik en við höfðum unnið báða okkar leiki. 
Við byrjuðum leikinn betur og fengum ótal færi til að komast yfir en inn vildi boltinn ekki. Bæði lið skoruðu reyndar mörk sem voru dæmd af. Það var svo á 34 mínútu að Tryggvi á gott skot að marki sem fer í slána og boltinn berst þaðan til Ragnars Smára sem nær að setja hann yfir línuna og koma okkur í 1-0 og þannig var staðan í leikhléi.Í seinni hálfleik mættu leikmenn Ísbjarnarins miklu grimmari til leiks og nýttu sér sofandahátt okkar með því að jafna strax í upphafi hálfleiksins. Við þetta jöfnunarmark varð smá jafnræði með liðunum sem skiptust á að sækja en inn vildi boltinn ekki. Það var ekki fyrr en á 75 mínútu sem að varamaðurinn Runni slapp innfyrir vörnina og náði að vera á undan markverðinum og pota boltanum í netið. Leikmenn Ísbjarnarins mótmæltu þessu harðlega og töldu að um rangstöðu hefði verið að ræða. Svo kröftugleg voru mótmælin að einum leikmanna Ísbjarnarins var vikið af velli með beint rautt spjald. Það var svo í uppbótartíma að Jón Steinar sem einnig hafði komið inná sem varamaður, slapp í gegn og skoraði með hnitmiðuðu skoti og gerði út um leikinn. 
Leikurinn endaði því með 3-1 sigri okkar og erum við með fullt hús stiga eftir 3 umferðir.Næsti leikur okkar verður gegn Afríku á Grundarfjarðarvelli þann 11. júní næstkomandi kl. 13:00
04.06.2011 15:52

Sjómannadagsmót G.RUN

G.RUN mót.

Vestarr.net
Sjómannadagsmót G.RUN. Um 60 keppendur tóku þátt í mótinu og einir 10 kylfuberar, ekki skipti neinu máli þó veðrið hafi farið misblíðum höndum um okkur. Að vanda fór mótið vel fram og gleði skein úr hverju andliti. Kolbrún Haraldsdóttir og Þorsteinn Bergmann urðu í öðru sæti og Freydís Bjarnadóttir og Hermann Þór Geirsson urðu í fyrsta sæti. Eitthvað var kvartað yfir því að ekki væru nein verðlaun fyrir þriðja sæti en því var fljót svarað að spilamennskan yrði bara að vera betri til að fá verðlaun. Golfklúbbur Vestarr þakkar G.RUN fyrir góðar veitingar og gott mót.
Fleiri myndir eru í myndaalbúmi undir flokknum Golfmót 2011.

Skrifað 3.6.2011 kl. 22:00 af Systu og Maju

04.06.2011 13:26

Fiskmarkaðsmótaröðin

Fiskmarkaðsmótaröðin mót nr 2

Mót númer 2 í Fiskmarkaðsmótaröðinni verður haldið á Bárarvelli
Miðvikudaginn 8 júní

Rástímar eru frá kl. 15.50 til 18.00. Búið er að opna fyrir skráningu á golf.is


Næstu mót eru svo
Ólafsvík - miðvikudag 15.júní
Staðarsveit - miðvikudag 22.júní

Þrír efstu í mótinu hjá Mostra

1 Bent Christian Russel * GVG 38
2 Margeir Ingi Rúnarsson * GMS 37
3 Auður Kjartansdóttir * GMS 33

03.06.2011 10:00

Ferðafélagið með göngu á sunnudag

5. júní. Bárarháls

Staðsetning: Arnarhóll er að austanverðu í Grundarfirði og þar byrjar gangan. Gengið er eftir gamalli reið-og gönguleið yfir Bárarháls milli Grundarfjarðar og Kolgrafarfjarðar. Fræðst verður um búskaparhætti þar og víðar í sveitinni og gengin gömul leið yfir að Hjarðarbóli í Kolgrafarfirði og til baka. Tilvalin náttúru-og jarðfræðiskoðunarferð fyrir fólk á öllum aldri, enda auðveld ganga. Mæting kl. 13 á eigin bílum.

Fararstjóri: Gunnar Njálsson. Verð: 600 / 800.

03.06.2011 09:28

Jafnt á Skaganum

1.deild
Akranesvöllur
Fimmtudaginn 2.júní kl. 20.00

ÍA - Víkingur Ó.   1-1  (0-0)

0-1 Edin Beslija (59.mín)
1-1 Hjörtur Júlíus Hjartarson (67.mín)

Það var boðið uppá þrælskemmtilegan knattspyrnuleik á Akranesi í kvöld. Þar mættust vesturlandsliðin ÍA og Vikingur Ó. Skaginn sem hafði byrjað mótið vel og unnið þrjá fyrstu leiki sína byrjaði leikinn af krafti og ætluðu sér að setja mark eins fljótt og auðið var. Með smá meiri heppni hefði það alveg getað tekist hjá þeim ef, þetta stóra ef, Hjörtur J. Hjartarson hefði hitt boltann í ákjósanlegu færi og aftur þegar hann skaut í utanverða stöngina og í útspark.

Víkingur Ó sem hefur ekki byrjað mótið jafnvel og ÍA, (hafa reyndar mætt sterkari mótherjum að mínu mati) fóru varfærnislega inní leikinn. Stillt var upp varnarkerfi til að byrja með sem síðan þróaðist í meiri sóknarbolta þegar liðið náði að stjórna leiknum meira en Skagamennirnir. Færin komu á báða bóga og varð leikurinn hin besta skemmtun fyrir fjölda áhorfenda sem mættu á þennan leik.

Mér fannst Víkings Ó liðið spila frábærlega í kvöld, mikli betri leik en gegn Gróttu í síðustu umferð. Nú hafði liðið endurheimt Tomasz Luba úr meiðslum og nýji leikmaðurinn Matar Nesta Jobe spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði. Edin var færður framar og hann ásamt Eldari og Helga Óttarri og unnu marga bolta á miðsvæðinu.


Víkingarnir fagna marki sínu í kvöld.
Tekið af http://helgik.bloggar.is/    sjá nánari lýsingu þar

02.06.2011 18:58

Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga!

 er verkefni sem fer fram dagana 5. júní til 15. september 2011. Verkefnið fór fyrst af stað á síðasta ári og voru undirtektir góðar. Megintilgangur verkefnisins er að hvetja einstaklinga, fyrirtæki, fjölskyldur og hópa til að hreyfa sig og stunda heilbrigða lifnaðarhætti.

 

Þátttakendur skrá inn þá hreyfingu sem þeir stunda inn á vefinn ganga.is. Sú hreyfing sem hægt er að skrá er hjóla a.m.k. 5 km, synda 500 m, ganga eða skokka 3 km og ganga á fjöll. Fyrir að hreyfa sig í 30 skipti fá þátttakendur bronsmerki, silfurmerki fyrir 60 skipti og gullmerki fyrir 80 skipti. Einnig eiga þátttakendur kost á öðrum veglegum verðlaunum fyrir þátttöku sína.

 

Öllum er heimil þátttaka óháð aldri en hægt er að velja milli þátttöku í einstaklingskeppni, hópakeppni eða fyrirtækjakeppni. UMFÍ hvetur alla til að taka þátt í verkefninu - Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga!

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2579
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3293052
Samtals gestir: 253540
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 21:29:25
Flettingar í dag: 2579
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3293052
Samtals gestir: 253540
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 21:29:25