Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2011 Júní

20.06.2011 06:05

Þjálfarskipti hjá UMFG

Þjálfaraskipti

Hermann Geir Þórsson hefur sagt upp starfi sínu sem þjálfari hjá Grundarfirði af persónulegum ástæðum.
Ragnar Smári Guðmundsson fyrirliði og Tryggvi Hafsteinsson munu sjá um þjálfunina á meðan Grundfirðingar leita að öðrum þjálfara.
Grundarfjörður þakkar Hermanni fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á golfvellinum.

20.06.2011 06:03

Gaman hjá konum í Snæfelling

Kvennareið
Það voru kátar konur sem komu úr reiðtúr og biðu 
eftir að karlarnir kláruðu að grilla fyrir þær.Þegar klárað var að grill buðu þeir uppá dinner musik


Eftir matinn var svo tekið lagið þar sem Lalla stjórnaði söng og Kalli lék undir.
Þetta var skemmtileg kvöldstund sem við áttum þarna saman.

18.06.2011 18:39

36 holumót Vestarr og Mostra

Arion banki 36 holur -Hjá Mostra og Vestarr laugardag 25.júní á Víkurvelli og Bárarvelli skráning hafin
Arion banki opið - 36 holu mót
Laugardaginn 25.júní 2011
Á Víkurvelli í Stykkishólmi og Bárarvelli í Grundarfirði

Upplýsingar um skráningu ofl:
Kjartan Páll Einarsson s: 8604109
Garðar Svansson s: 6621709

skráning opin til 24.júní kl 21:00
36 holu höggleikur án forgjafar í karla og kvennaflokki
36 holu punktakeppni í opnum flokki , hámarksforgjöf karlar : 24,0 - konur : 28,0

Ræst verður út á báðum völlum frá kl 08:00 - 09:40
Þegar kylfingar hafa lokið 18 holu leik á fyrri vellinum fá þeir sér súpu og brauð og flytja sig yfir á næsta völl og hefja leik þar.Keppendur skrá sig á golf.is í rástíma hjá þeim klúbbi (Mostra/Vestarr) sem þeir óska að hefja leik á, mótshaldari áskilur sér rétt til að jafna fjölda á milli valla ef ástæða verður til.


Verðlaun verða veitt fyrir 3 fyrstu sætin í 36 holu punktakeppni og fyrir 3 fyrstu sætin í 36 holu höggleik karla og kvenna

Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum

Afhending verðlauna í Golfskála Vestarr, Grundarfirði að móti
loknu um kl. 20.30, dregið er úr skorkortum.

18.06.2011 18:37

Golfnámskeið hjá Vestarr

Barna- og unglinganámskeið 20. júní-23.júní

Í næstu viku hefst barna- og unglinganámskeið hjá GVG. Kennari er Einar Gunnarsson PGA golfkennari og mun hann vera með kylfur á staðnum fyrir þá sem ekki eiga slíkt.

Námskeiðið stendur yfir í fjóra daga. Þátttakendur læra grunnatriði golfíþróttarinnar, pútt, vipp og sveifluna ásamt því að umgangast og spila golfvöllinn.

Námskeiðið er á eftirfarandi tímum:

Mánudaginn 20 júní 9:00 - 11:00

Þriðjudaginn 21. júní 9:00 - 11:00

Miðvikudaginn 22. júní 9:00 - 11:00

Fimmtudaginn 23. júní 9:00 - 11:00

Námskeiðsverð er 4000 kr.

Skráning og upplýsingar hjá Einari í síma 894-2502 og/eða á netfanginu eg@stykk.is

18.06.2011 18:33

Hestaþing Snæfellings

Hestaþing og úrtaka, úrslit
Hestamannafélagið Snæfellingur hélt félagsmót og úrtöku fyrir Landsmót á Kaldármelum í gær. Inn á Landsmót fara eftirtaldir hestar fyrir Snæfelling:
 

A-flokkur gæðinga
Hrókur frá Flugumýri, einkunn , eigandi Hrísdalshestar sf., knapi Siguroddur Pétursson
Pollý frá Leirulæk, einkunn , eigandi Hrísdalshestar sf., knapi Siguroddur Pétursson
 
B-flokkur Gæðinga
Glóð frá Kýrholti, eigandi Hrísdalshestar sf., knapi Siguroddur PéturssonSveindís frá Kjarnholtum,  eigandi Sæmundur Runólfsson, knapi Þórarinn Ragnarsson
 
Barnaflokkur
Frosti frá Glæsibæ,  eigandi Hrísdalshestar sf., knapi Borghildur Gunnarsdóttir
Lilja frá Brimilsvöllum, eigandi Ólafur Tryggvason, knapi Harpa Lilja Ólafsdóttir
 
Unglingaflokkur
Lyfting frá Kjarnholtum, eigandi Siguroddur Pétursson, knapi Guðný Margrét Siguroddsdóttir
Sunna frá Grundarfirði, eigandi Ólafur Tryggvason, knapi Guðrún Ösp Ólafsdóttir
 
Ungmennaflokkur
Brúnki frá Haukatungu Syðri,  eigandi og knapi Arnar Ásbjörnsson

Efnilegasti knapi mótsins, Brynja Gná Heiðarsdóttir og SnjólfurÚrslit félagsmóts voru þessi:
 
A-flokkur gæðinga
  Sæti      Keppandi      
1      Hrókur frá Flugumýri II / Siguroddur Pétursson 8,51  Eigandi Hrísdalshestar sf.
2      Sýn frá Ólafsvík / Lárus Ástmar Hannesson 8,37  Eigandi Stefán Kristófersson
3      Pollý frá Leirulæk / Siguroddur Pétursson 8,06    Eigandi Hrísdalshestar sf.
4      Dímon frá Margrétarhofi / Gunnar Sturluson 7,87  Eigandi Hrísdalshestar sf.
5      Brynjar frá Stykkishólmi / Lárus Ástmar Hannesson 7,22  Eigandi Lárus Á. Hannesson
 
B flokkur  
A úrslit   
   
  Sæti    Keppandi    Heildareinkunn    
1    Glóð frá Kýrholti / Siguroddur Pétursson 8,56     
2    Sveindís frá Kjarnholtum I / Þórarinn Ragnarsson 8,49     
3    Sleipnir frá Kverná / Jóhann Kristinn Ragnarsson 8,46     
4    Svanur frá Tungu / Siguroddur Pétursson 8,34     
5    Prinsessa frá Enni / Sævar Örn Sigurvinsson 8,29     

Unglingaflokkur
A úrslit 
 
  Sæti    Keppandi    Heildareinkunn  
1    Guðný Margrét Siguroddsdóttir / Lyfting frá Kjarnholtum I 8,33   
2    Hrefna Rós Lárusdóttir / Loftur frá Reykhólum 8,18   
3    Guðrún Ösp Ólafsdóttir / Sunna frá Grundarfirði frá  8,13   

Ungmennaflokkur
Arnar Ásbjörnsson / Brúnki frá Haukatungu Syðri
 
Barnaflokkur
A úrslit 
 
  Sæti    Keppandi    Heildareinkunn  
1    Borghildur  Gunnarsdóttir / Frosti frá Glæsibæ 8,35   
2    Fanney O. Gunnarsdóttir / Snót frá Brimilsvöllum 8,13   
3    Brynja Gná Heiðarsdóttir / Snjólfur frá Hólmahjáleigu 7,86   
4    Harpa Lilja Ólafsdóttir / Lilja frá Brimilsvöllum 7,81   
 
Byrjendaflokkur

1 Baron frá Þóreyjarnúpi Margrét Þóra Sigurðardóttir
2      Storð frá Reykhólum Nadine Elisabeth Walter
 
 
A-flokkur gæðinga minna keppnisvanir

1      Þytur frá Stakkhamri 2 Laufey Bjarnadóttir eigandi Bjarni Alexandersson
 
B-flokkur gæðinga minna keppnisvanir
 
1 Nasa frá Söðulsholti/eigandi Söðulsholt ehf. Ágústa Rut Haraldsdóttir
2 Gustur frá Stakkhamri 2/eigandi Laufey Bjarnadóttir Laufey Bjarnadóttir 
3 Muggur frá Stykkishólmi/eigandi Högni Bæringsson. Sæþór Heiðar Þorbergsson

Töltkeppni
A úrslit 1. flokkur - 

 Sæti    Keppandi    Heildareinkunn  
1    Siguroddur Pétursson / Glóð frá Kýrholti 7,28   
2    Kolbrún Grétarsdóttir / Stapi frá Feti 5,67   
3    Gunnar Tryggvason / Breki frá Brimilsvöllum 5,56   
4    Guðmundur Margeir Skúlason / Dregill frá Magnússkógum 5,39   
5    Siguroddur Pétursson / Hrókur frá Flugumýri II 0,00   
 
Töltkeppni  
A úrslit 2. flokkur -   

Sæti    Keppandi      
 
1    Arnar Ásbergsson/Brúnki frá Haukatungu Syðri        
2    Sæþór Heiðar Þorbergsson / Kjarkur frá Stykkishólmi      
3-4    Bjarni Jónasson / Amor frá Grundarfirði      
3-4    Jóna Lind Bjarnadóttir / Sörli frá Grímsstöðum      

Töltkeppni  
A úrslit Unglingaflokkur -   

Sæti    Keppandi    Heildareinkunn    
   
1    Guðný Margrét Siguroddsdóttir / Vordís frá Hrísdal 1 6,06     
2    Hrefna Rós Lárusdóttir / Loftur frá Reykhólum 5,67     
3    Borghildur  Gunnarsdóttir / Frosti frá Glæsibæ 5,17     
4    Fanney O. Gunnarsdóttir / Snót frá Brimilsvöllum 4,72    

18.06.2011 08:41

UMFG og Kári skildu jöfn

3.deild: Grundarfjörður og Kári gerðu jafntefli
Mynd: Grundarfjörður

1-0 Aron Baldursson ('7)
1-1 Aron Örn Sigurðsson ('16)

Einn leikur fór fram í þriðju deild karla í gær en Grundarfjörður og Kári gerðu jafntefli í C riðli.

Heimamenn í Grundarfirði eru í öðru sæti riðilsins eftir þessi úrslit en Kári er í þriðja sætinu.
3. deild karla C-riðill    
Staðan
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Álftanes 5 5 0 0 24 - 6 +18 15
2.    Grundarfjörður 5 4 1 0 16 - 3 +13 13
3.    Kári 5 3 1 1 17 - 7 +10 10
4.    Berserkir 5 3 0 2 18 - 6 +12 9
5.    Skallagrímur 5 2 1 2 15 - 16 -1 7
6.    Björninn 5 1 1 3 14 - 12 +2 4
7.    Afríka 5 0 0 5 9 - 36 -27 0
8.    Ísbjörninn 5 0 0 5 2 - 29 -27 0

Frétt fr� Fótbolta.net. Sj alla fr�ttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=109984#ixzz1PcBxpyxx

18.06.2011 08:37

Víkingur vann Þrótt


Víkingur Ólafsvík og Þróttur frá Reykjavík áttust við í hörkuleik á Ólafsvíkurvelli á fimmtudagskvöld þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi. Það var norðaustan næðingur og kalt í veðri þegar leikurinn var flautaður af stað og áhorfendur í Ólafsvík voru um 200 talsins.

 

Bæði lið áttu ágætiskafla í upphafi leiks og boltinn flaut vel manna á milli. Heimamenn höfðu átt nokkur hálffæri þegar þeim tókst loks að skora á 25. mínútu. Þar var að verki Þorsteinn Már Ragnarsson eftir lúmska sendingu frá Edin Beslija. Gestirnir töldu líklega að Þorsteinn hefði verið rangstæður en hann gerði engin mistök og setti knöttinn snyrtilega framhjá Trausta Sigurbjörnssyni markverði Þróttar.

 

Víkingar létu kné fylgja kviði því einungis fjórum mínútum síðar tókst þeim að bæta við marki. Þorsteinn var þar aftur að verki en nú eftir sendingu frá Guðmundi Steini Hafsteinssyni. Edin átti þá ágætis sendingu inn fyrir á Guðmund sem sneri á varnarmann Þróttar, kom boltanum á Þorstein sem setti hann í netið með bringunni. Staðan var því 2-0 fyrir heimamenn eftir hálftíma leik.

 

Í kjölfarið sóttu gestirnir í sig veðrið og á 42. mínútu fengu þeir dæmda vítaspyrnu þar sem Matarr Nesta Jobe braut á Guðfinni Ómarssyni inn í teig heimamanna. Sveinbjörn Jónasson steig á punktinn og skoraði framhjá vítabananum Einari Hjörleifssyni. Spyrnan var hnitmiðuð og Einar náði ekki verja þó hann færi í rétt horn.

 

Þrátt fyrir meðbyrinn þá virtust Þróttarar enn særðir því á 45. mínútu var Guðfinni Ómarssyni vikið af velli fyrir að hrinda Helga Óttarr Hafsteinssyni í grasið. Jan Eric Jessen var stutt frá atvikinu og átti því engra kosta völ annað en að vísa Guðfinni af velli. Stuttu síðar flautaði Jan til loka fyrri hálfleiks.

 

Manni fleiri tókst Víkingum ekki að bæta við marki og eftir því sem á leið óx gestunum ásmegin en án þess þó að skapa sér afgerandi færi. Brynjar Kristmundsson var nálægt því að bæta við marki eftir aukaspyrnu, en spyrnan hafnaði í þverslánni. Þá var Þorsteinn Már nálægt því að fullkomna þrennuna en aftur kom tréverkið Þrótturum til bjargar.

 

Undir lok leiksins fóru heimamenn illa með þrjú úrvalsfæri sem hefði líklegast farið langt með að klára leikinn. Hinum megin á vellinum voru Þróttarar nálægt því að refsa heimamönnum grimmilega eftir föst leikatriði en á tvisvar á 11 stundu tókst Víkingum að koma boltanum úr hættu.

 

Þegar 92 mínútur voru komnar á vallarklukkuna flautaði Jan Eric til leiksloka og fyrsti sigurleikur Víkinga á Ólafsvíkurvelli í sumar staðreynd. Með sigrinum fóru Víkingar upp í 9. sæti með 9 stig. Næsti leikur liðsins er að viku liðinni gegn Selfyssingum sem verma 2. sæti deildarinnar og því ljóst að um hörku leik verður að ræða. 

Myndir: Þröstur Albertsson

16.06.2011 20:55

Landsmót UMFÍ 50+

Skráningar þurfa berast fyrir 20. júní

hvammstangi_8Nú styttist óðum í fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ sem haldið verður á Hvammstanga dagana 24.-26. júní. Allur undirbúningur fyrir mótið gengur samkvæmt áætlun og heimamenn staðráðnir að taka vel á móti keppendum og gestum.


Skráningar hafa staðið yfir síðustu vikur og hefur hún gengið vel. Áhersla er lögð á að skráningar berist fyrir mánudaginn 20. júní. Skráningin fer fram á www.landsmotumfi50.is

 

Þátttökugjald  er 3.000 kr. óháð greinafjölda. Innifalið í verðinu er keppni, tjaldsvæði og afþreying meðan á mótinu stendur.


Skráðu þig hér


16.06.2011 05:26

UMFG- Kári mætast 17 júní

Íslandsmót KSÍ 3. deild karla C riðill
Grundarfjörður - Kári

Föstudagurinn 17. júní kl. 16:00

Grundarfjarðarvöllur

Sannkallaður stórslagur þar sem þetta er bæði
Vesturlandsslagur og toppslagur.


Aðgangur ókeypis.Það eru komnir fjórir sigrar í röð... nú þurfum við ykkar hjálp til að ná þeim fimmta.

Mætum og myndum góða stemmingu í brekkunni á sjálfan þjóðhátíðardaginn.

15.06.2011 09:11

Hættu að hanga

Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! Hófst 5. júní

hjolamadurhjolamadur

 

Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! er verkefni sem fer fram dagana 5. júní til 15. september 2011. Verkefni fór fyrst af stað á síðasta ári og voru undirtektir góðar. Megintilgangur verkefnisins er að hvetja einstaklinga, fyrirtæki, fjölskyldur og hópa til að hreyfa sig og stunda heilbrigða lifnaðarhætti. Þátttakendur skrá inn þá hreyfingu sem þeir stunda inn á vefinn ganga.is. Sú hreyfing sem hægt er að skrá er hjóla a.m.k. 5 km, synda 500 m, ganga eða skokka 3 km og ganga á fjöll.Fyrir að hreyfa sig í 30 skipti fá þátttakendur bronsmerki, silfurmerki fyrir 60 skipti og gullmerki fyrir 80 skipti. Einnig eiga þátttakendur kost á öðrum veglegum verðlaunum fyrir þátttöku sína. Öllum er heimil þátttaka óháð aldri en hægt er að velja milli þátttöku í einstaklingskeppni, hópakeppni eða fyrirtækjakeppni. UMFÍ hvetur alla til að taka þátt í verkefninu - Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga!

Á síðunni GANGA.IS er skráning í verkefnið. Jafnframt er fólk kvatt til að skrá sína hreyfingu á vef verkefnisins.

 

Munið að skrá ykkur : )

 

14.06.2011 07:40

Ganga 16 júní.

Fjarðarhornsgata - Kirkjustígur 16.Júní.


Staðsetning: Mjósundabrú í Hraunsfirði í Berserkjahrauni á norðanverðu Snæfellsnesi.

Farið verður af stað við Mjósundabrúna gömlu þann 16. Júní kl: 20:00 um kvöldið og gengin verður Fjarðarhornsgata upp með hraunkantinum og heim Kirkjustíg. Gangan tekur um þrjá klukkutíma. Tilvalið að hafa með nesti og njóta samverunnar í heillandi umhverfi. Rifjaðar verða upp sögur sem tengjast svæðinu. Mjög falleg leið og auðveld fyrir flesta.

Verð: 600/800 kr. Fararstjóri: Hanna Jónsdóttir. Sími: 4381195

14.06.2011 07:39

Karate hjá UMFG

Karate

Þann 19.maí sl. fór fram gráðun hjá krökkunum í karate. Gráðun er einskona próf í þeim æfingum sem við höfum verið að æfa. Tekið var próf í Kata, grunnæfingum og svo kumite þar sem tveir og tveir gerðu æfingar á móti hvor öðrum.

Krakkarnir eru búnir að æfa í allan vetur í tveimur hópum, yngri og eldri. Þeim gekk öllum mjög vel í prófinu. Í yngri hópnum fengu flestir appelsínugult belti, einn hálft rautt belti og einn heilt rautt belti. Belta röðin í Shotokan Karate, þeim stíl sem við æfum eftir, er: Gult belti, appelsínugult, rautt, grænt, blátt, fjólublátt, þrjú brún belti og svo svart belti eða 1.Dan gráða. Síðan er hægt að bæta við sig Dan gráðum svo lengi sem maður lifir og æfir. Í eldri hópnum náðu svo allir rauðu belti.

Þetta var því glæsilegur árangur og vil ég þakka öllum þeim sem hafa stutt okkur í vetur.

Með bestu kveðju, Dagný Ósk þjálfari

14.06.2011 07:36

Kvennareið Snæfellings

Kvennareið 

Snæfellings 2011


16. júni  frá  Stykkishólmi

Brottför: Hesthúsin í Stykkishólmi kl. 17:30

2-3 tíma reiðtúr með grill, góðgæti og drykkur  á leiðinni

Komum saman og höfum skemmtilegar stundir 

      Allar konur velkomnar

Þátttökugjald: 3.000,- kr.

Skráning í

 síma: 8623570 eða nadinew@simnet.is

siðasti skráningardagur þrið. 14.6. 2011

Kveðja

Nadine & Hrefna

12.06.2011 10:31

Stórsigur hjá UMFG

UMFG tók á móti Afríku á laugardag og það er óhætt að segja að leikurinn hafi ekki verið jafn þó svo að hann hafi verið ansi skemmtilegur... fyrir UMFG að minnsta kosti. Það var ekki liðinn langur tími þegar að Ragnar Smári var búinn að setja fyrsta markið og koma okkur í 1-0. Þrem mínútum eftir það kom Óli Hlynur okkur í 2-0 á sextándu mínútu. Í þeirri sömu sókn meiddist Hemmi og Jón Steinar kom inná. Við pressuðum það sem eftir lifði hálfleiksins en það var ekki fyrr en í uppbótartíma í fyrri hálfleik þegar Ragnar er rifinn niður í teignum þegar við tókum hornspyrnu, dómarinn dæmdi víti og Golli steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi og kom okkur í
3-0 og þannig var staðan í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var varla byrjaður þegar að Ragnar Smári kom okkur í 4-0. Svo á 59 mínútu kom Tryggvi okkur í 5-0. Veisla á Grundarfjarðarvelli. Afríkumenn náðu svo að pota inn einu á 79 mínútu eftir misskilning í vörninni en Ragnar Smári svaraði því mínútu síðar og kom okkur í 6-1 þegar hann fullkomnaði þrennuna. Svo voru að Runni og Aron sem skoruðu síðustu mörkin í leiknum sem lyktaði með 8-1 sigri okkar. Við erum nú í 1-2 sæti í riðlinum með jafnmörg stig og Álftanes og með sama markahlutfall. En Álftanes er búið að skora fleiri mörk og situr því ofar.Næsti leikur er við Kára frá Akranesi sem er í 3 sæti og er á siglingu þessa dagna... þar má búast við spennandi 6 stiga viðureign.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50